Morgunblaðið - 13.12.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.12.1957, Blaðsíða 11
Föstudagur 13. des. 1957 MOTtClJNBT 4 ÐIÐ 11 hans á bókum og dómgreind hans í bókavali kom viðskiptamönnum hans oft í góðar þarfir. Því hann reyndi að móta smekks fólks, fræddi um efni bóka og höf- unda fremur með það fyrir aug- um, að góðar bækur kæmust í hendur þess, en að hafa af hvaða rusli sem var hagnað. Þegar hann hætti bóksölu árið 1955 og flutti til Reykjavíkur, varð skarð fyrir skildi í stétt bóksala hér á landi. Fimmtíu og þriggja ára sambúð þeirra hjóna, Guðmundar og Guð bjargar, var nin ástríkasta. Gest,- risni og alúð einkenndi heimili þeirra. Þau eignuðust þrjú börn: einn son, Jón Baldur skrifstofu- mann, látinn 1945, og tvær dætur, Ragnhildi og Jóhönnu, báðar gift ar konur hér í Reykjavík. Þó að verzlunar- og viðskipta- störf yrðu hlutverk Guðmundar Bjarnasonar lengst af í lífinu, voru það fræðaiðkanir og bók- menntirnar, sem heilluðu hug hans mest. Hann hafði mikið yndi af Ijóðum, enda sjálfur vel hagmæltur. Þjóðleg fræði vor-u honum mjög hugleikin, ekki sizt íslenzk ættfræði. Hann var mjög fróður í þeirri grein, einkum aust firzkum ættum. En hann var of yfirlætislaus maður til þess að berast á í þeim efnum. Minntist ég þess, að mér hafði eitt sinn orðið á í bréfi til hans að nefna hann ættfræðing, fékk svar . um hæl með þökkum fyrir bréfið — nema ættfræðingsnafnið. Fyrir það kunni hann mér engar þakkir. En það voru fleiri en ég, sem mátu mikils fræðistörf hans, þau er hann iðkaði í kyrrþey allt frá æskuárum. Af bréfum tii hans frá Olafi þjóðsagnasafnara Da- víðssyni, kennara hans frá Möðru völlum, sést hve mjög ólafur hef- ur metið áhuga hans á þjóðlegum fræðum. Guðmundur safnaði sögnum fyrir Ólaf, skráði þær og sendi honum. í bréfi, sem Ólafur skrifaði Guðmundi Bjarnasyni 2. marz 1901 segir svo: Kærar þakk ir fyrir sögurnar, sem ég fékk frá þér í seinasta pósti. Þær eru allar ágætar og óprentaðar áður. Reyndar er drepið á viðureign séra Árum-ICára við tröllkonuna í Þjóðsögum Jóns Árnasonar, en sú frásögn er mikiu ófuHkomnari en hjá þér“ En vart býst ég við, að Guðmundur hafi kært sig um að láta hlaða á sig lofi fyrir þessi verk fremur en önnur. Honum var meira áhugamál að vera en sýnast, í þessum efnum sem öðrum. En það er að verða of sjaldgæfur eiginleiki á þessari vorri öld skrumsins og mann- dýrkunarinnar. Fyrir hálfri öld kom ég í fyrsta sinn til Borgarfjarðar eystra. Það var í dögun um Jónsmessuleytið og veður fagurt. Sólarupprásin úr austri varpaði töfraljóma um lognsléttan fjörðinn, og Dyrfjöll- in í vestri loguðu í purpuralitum. Þau voru eins og hlið inn að ein- hverjum undraheimum. Mér er þessi sjón ógleymanleg enn í dag. 3g nú þegar ég rita þessar línur, er hún mér sérstaklega hugstæð. Vart myndi hinn látni vinur kjósa sér fegurri dvalarstað en í umhverfi þessa fagra morguns í átthögum hans. Og vart mynd- um við, sem kveðjum hann í dag, getað óskað honum betri heim- komu en í unaði íslenzkrar sveit- ar, eins og hún getur opinberast í mestri dýrð. Far því heill til þeirra heimkynna, sem nú hafa opnað þér sali sína! Ég sé þau fyrir mér í líkingu við fæðingar- sveit þína þessa dásamlegu sum- arnótt — í dögun. Sveinn Sigurðsson. Við afgreiðum gleraugu gegn receptum frá öllum augnlæknum. — GóS og fljót afgreiðsla. TÝLI h.L 3—4 herbergja fbúd óskast til leigu frá áramótum. — Góðri umgengni heitið. Vin- samlegast hringið í síma 2-49-48 eða 1-21-16. Helgi Skúlason ÓLI FRÁ SKULD — iMyjasva bók Stefáns Jónssonar ... ,,Þess vegna er það miklu dýrmætara en menn gera sér ljóst í fljótu bragði fyrir andlega hollustu æskulýðsins og þjóðina í heild að eiga höfunda eins og Stefán Jónsson, sem vinna að því af alúð og köllun að skrifa góðar unglinga- bækur, sem eitthvert bók- ___ menntabragð er að, þar sem hlynnt er að greind og góðum mannkostum“. — Benjamín Kristjánsson í Mbl. 13. apríl ’57. JOLABÆKUR ISAFOLDAR Skósalan, Snorrabraut 36, opnar í fyrramálið, laugardaginn 14. desember klukkan 10 f. h. í nýjum húsakynnum að Laugavegi 100, undir nafninu SKÓBIJÐ austurbæjar Seí/um sem fyrr: Herra- kven- og barnaskófatnað / --- Tekið fram í fyrramalið m.a.: ------ Spánskir háhælaðir kvenskór með aluminium hæl svartir, (rúskinn og leður), ljósdrapp og ljósmógrænir. — Svartar kvenbomsur með loðkanti fyrir kvarthæl og háan hæl, inniskór karla, kvenna og barna. Hvítir uppreimaðir barnaskór frá lékkóslóvakíu. — Barnalakkskór, karlmannaskór, svartir og brúnir. — Verð frá kr. 185.00. — Vinnuskór, karlmanna. frá Tékkóslóvakíu, með þykkum gúmsóla, kr. 185.00. Svartar mokkasíur, karlmanna. " Skófafnaður er ávallf kœrkomin og nytsöm jáíagjöf SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR Laugavegi 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.