Morgunblaðið - 13.12.1957, Page 20

Morgunblaðið - 13.12.1957, Page 20
20 MORCVNBl AÐIÐ Föstudagur 13. des. 1957 <&- Sannleikurinn um Ef tir GEORGES SIMENON ÞýSing: Jón H. ASalsteinsson 21. .— Hvað ert ])ú að gera? Hann kor.i til sjálfs sín og sá að hann stóð í niiðju herberginu, en gerði sér ekki ijóst, að rétt áður hafði hann ætt fram og aftur um eins og óður íaður. — Hvað er að þér? Jeanne hafði komið inn, dálítið óttaslegin, og hann leit í spegil inn. Andlit hans var í uppnámi, augun sóttheit og hárið úfiði Hann hafði losað um bindið þannig að endarnir héngu sinn hvorum meg- in við flibbann. — Ég er ekki viss um að það hafi verið heppilegt fyrir þig að koma hingað til að hvíla þig. Það hefði verið betra fyrir þig að vera með Felix í borginni. Þú hugsar of mikið. ... Hann horfði á hana með bitru brosi. Henni var alltaf svo mikið í mun að hafa frið og ró í kring- um sig. — Þú ættir kannske að ferðast eitthvað. Ekkert okkar hefur nokkru sinni skilið Bébé. Ég held hún sé lík pabba sínum — en það skal ég segja þér seinna. — Þó mamma yrði æf ef hún vissi það. — Segðu mér, Jeanne.... (Bébé <2), ong,e Hún varð óróleg yfir alvarlegri og ákveðinni rödd hans. — Svaraðu mér hreinskilnis- iega. Ertu þeirrar skoðunar að ég sé eins og aðrir eiginmenn, að ég sé góður eiginmaður? — En. .. . — Svaraðu! ^— AuðvitaÖ ertu það! — Ertu sannfærð um að ég sé góður eiginmaður? — Að nndanteknum smáævin- týrum, sem maður heyrir um. En það hefur svo lítið að segja. Ég er viss um að Felix.....Bara að ég viti ekki af pví og það komi ekki fyrir undir mínu þaki... — Ég er skepna, skilurðu það! Ég er faritur. Ég er fáviti, ótta- legur fáviti. Heyrirðu, hvað ég er að segja! Þetta er allt mér að kenna! — Taktu þessu rólega, Franc- ois, gerðu það fyrir mig! Börnin eru niðri að borða síðdegisbitann. Jacques hefur verið svo órólegur síðustu daga. Síðast í gær spurði hann mig. ... — Hvað þá? — Hann spurði mig — þú hræð ir mið dálítið — en látum það vera! Hann spurði mig, hvað mamma hans hefði brotið af sér. Ég vissi ekki, hverju ég áttí að svara. — Hverju þú áttir að svara? Að móðir hans hefði drýgt þann giæp að elska föður hans of mikið. Skiiurðu það? — Francois! — Vertu ekki hrædd! Ég er ekki brjálaður. Ég veit, hvað ég segi. Farðu nú! Leyfðu mér að vera einn dálítið lengur. Ég kem bráð- um niður, og þá verð ég alveg ró- legur. Segðu Jacques ekkert um það, sem hefur komið fyrir. Það er mitt að skýra honum frá því síðar. Ef þú bara vissir, kæra Jeanne, hvílík fífl karlmenn geta verið! Hann varð að beita sig hörðu, svo hann slægi ekki krepptum hnefa í vegginn og endurtæki: — Fávitar! Fávitar! Fávitar! SJÖUNDI KAFLI. — Viltu endilega vita það? Það er ekkert spennandi, skilurðu. Þau reyndu að vera hamingjusöm, al- veg. eins og þið og við. Þau gerðu allt sem þau gátu. Nú er pabbi dáinn. Og mamma. ... Svalt kvöldloftið streymdi inn Komið er út þriðja og síð asta bindið með heitinu KROSSINN í snilldarlegri býðinpu Helga Hjörvar. SETBERG um opinn gluggann. Máninn gægð ist fram yfir dökk trén. Börnin voru sofnuð. Vinnukonurnar voru að ijúka uppþvottinum í eldhús- inu. Jeanne sat í djúpum hæginda- stóli, og það eina sem sást af henni var hvítur kjóllinn og eldurinn í SÍgarettunni. Sígarettureykurinn blandaðist næturangan frá garð- inum. — Um þetta leyti á kvöldin fer mamma frá gistihúsi frú Bertholl ats, í síðri, hvítri kápu, og gengur virðulega eftir Promenade des Anglais, fram hjá öllum þéttsetnu bekkjunum, alla leið til Casino de la Jetée. Ef hún er slæm af gigt- inni, og það er hún nærri alltaf, þegar hún er í Suður-Frakklandi, styðst hún við staf. Ég veit ekki hvers vegna, en hún minnir á landflótta aðalsfrú. Þegar mamma er ekki að spila „boule“ lítur hún út eins og drottning. Francois hreyfði sig ekki, reykti ek'ki, gaf ekkert hljóð frá sér, 'og þar sem hann var í svörtum föt- um var ijós blettui', sem andlit hans myndaði, það eina sem gaf nærveru hans til kynna. — Það væri kannske rétt að loka glugganum. Þú ei't svo slapp ur. — —- Mér er ekki kalt. Hann hafði sveipað sig teppi eins og sjúklingur. Rétt áður, þeg ar Jeanne var uppi hjá honum, hafði hann fengið aðsvif. En það leið fljótt hjá. Jeanne hafði ekki unnizt tími til að taka upp sim- ann til að hringja á Pinaud lækni, þegar hann kom til sjálfs sín aft- ur og sagði: „Þess þarf ekki“. Levert, sjúkrahússlæknir, hafði gefið honum nokkrar töflur, ef slíkt kæmi fyrir og honum nægði að taka eina þeirra. Nú var hann að jafna sig eftir aðsvifið. Hann vildi hafa gluggann opinn, finna angan frá garðinum, hlusta á þyt trjánna og. . .. — Ef þú þekktir til í Istambul, væri auðveldara fyrir þig að skilja. Útlendu innflytjendurnir búa á hæðunum í Pera, og þar hefur risið nýtízku borg. Við höfð um stóra í búð í fjölbýlishúsi, og gluggarnir okkar sneru út að Gyllta horninu. Hefur Bébé sýnt þér myndir þaðan? Það hafði hún sjálfsagt gert áð- ur fyrr, en hann haf-ði ekki sett þær á sig. Hann varð hugsandi yfir því, sem Jeanne sagð; Þegar þau voru nýgift, hafði Bébé sagt við hann: „Ég vildi óska, að ég hefði þekkt föður þinn“. Og nú, tíu árum síðár var hann forvitinn að kynnast foreldrum hennar. Ég heid að lífið í Tyrklandi sé ekki lengur eins og það var. Það var Ijómandi líf. Mamma var fög- ur. Hún var álitin einhver feg- ursta konan í Pera. Pabbi var hár og grannui'. Hann var mjög virðu legur ásýndum, eða svo var mér að minnsta kosti alltaf sagt. — Hvað gerði hann í fyrst- unni? — Hann hafði komið þangað sem verkfræðingur. Ef vesalings mamma vissi, að ég segi þér þetta allt saman! .... En ertu viss um að þú viljir hafa gluggann opinn? Viltu ekki að ég biðji Cló að laga eitthvað heitt handa þér að drekka? .. Pabbi komst vel áfram MAKKUS Eftir Ed Dodd 1) — Sæll vertu Oddur, þrjót- urinn þinn. Hvað segirðu í frétt- um? — Allt ágætt. Þetta er Markús. Hann er reiðubúinn að fara i leiðangur. 2) — Jæja, Markús. Þú virð- ist sterklegur og stæðilegur og greindarlegur ertu. Ertu giftur? — Nei, ég er ekki giftur frú Anna. 3) — Ágætt, ég á þrjár sonar- dætur, sem nú eru á ferðalagi í Evrópu. Þær eru allar farnar að pipra, komnar milli tvítugs og þrítugs. 4) — Kannske þú gætir gifzt einhverri þeirra. íí Konstantínópel. Svo var sagt, og jþað er sjálfsagt satt, að eiginlega hafi það verið mamma, sem kom honum áfram. Franski sendiráð- herrann, sem þá var í Konstantínó Pel, var ógiftur. Við vorum oft boðin til sendiráðsins, ýmist til hádegis- eða kvöldverðar. Sendi- ráðherrann leitaði ráða hjá mömmu með eitt og annað. Að lok- um varð hún eiginlega húsmóðir á heimilinu. Skiiurðu? — En pabbi þinn? — Mér datt dálítið spaugilegt í hug. Mamma lét hann fá sér ein- glyrni þegar hann var gerður hafnarstjóri, en pabbi hafði of- næmi fyrir því. Þú vilt vita, hvort hann grunaði nokkuð? Það get ég ekki sagt um. Ég var svo lítil þá. Ég var mest með þjónustufólkinu. Við höfðum margt þjónustufóik. Heima var venjulega allt á öðrum endanum. Mamma eyddi mörgum klukkutímum í að klæða sig, hún þaut fram og aftur og sendi okk- ur í allar áttir, þegar hringarnir hennar voru týndir eða kjóll kom ekki á tiisettum tíma; svo hringdi síminn Dg fólk kom í heimsókn. „Hvenær fór hiisbóndinn út? Hringið á skrifstofuna fyrir mig! Halló! Halló! Ir herra d’Onner- ville við? Þetta er frú d’Onner- ville. Jæja, hefur hann ekki komið. Þökk fyrir". —- Því mamma var afbrýðisöm, fram úr öllu hófi. Hún notaði símann til að fylgja hverju fótmáli föður míns í borg- inni. „Halió! Er herra d’Onnerville ekki kominn enn? Er hann nýfar- inn? Nei, þökk, það var ekkert“. — Og vesalings pabbi tók öllu með þegja di þolinmæði og skipti aldrei skapi. Hann var eins og stór heimilishundur, elskulegur og gæfur. Ef hann varð mjög reiður kipptust til á honum augnalokin, og þá tók hann af sér einglyrnið og þurrkaði það seinlega. sHtltvarpiö Föstudagur 13. deseniber: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 18.30 Börnin fara í heimsókn til merkra manna (Leiðsögumaður: Guðmundur M. Þorláksson kenn- ari). 18,55 Framburðarkennsla í esperanto. 19,05 Þingfréttir. — Tónleikai'. 20,30 Daglegt mái — (Árni Böövarsson kand. mag.). 20,35 Erlendir gestir á öldinni sem leið; VII. erindi: Lávarðui við Langjökul (Þórður Björnsson lög fræðingrr) 20,55 Islenzk tónlistar kynning: Verk eftir Hallgrím Helgason. — Flytjendur: Höfund urinn og Gerhard Opperp leika á píanó og Börge Hilfred á fiðlu, Svanhvít Egilsdóttir og Kennara- kórinn í Zúrich syngja. Fritz Weisshappel býr þennan dagskrár lið til flutnings. 11,30 Upplestur: „Kristín Lafranzdóttir", skáld- sögukafli eftir Sigrid Undset (Helgi Hjörvar þýðir og les). — 22,10 Upplestur: „Andlit í spegli dropans", kafli úr skáldverki eft- ir Thor Vilhjálmsson (Höf. les). 22.30 Frægir hljómsveitarstjórar (plötur). 23,05 Dagskrárlok. Laugardagur 14. deseniber: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14,00 „Laugar- dagslögin". 16,00 Veðurfregnir. —■ Eaddir frá Norðurlöndum; VII: Finnska skáld.conan Anna Bonde- stam les sögukafla. 16,30 Endur- tekið efni. 17,15 Skákþáttur (Bald ur Möller). — Tónleikar. — 18,00 Tómstundaþáttur barna og ungl- inga (Jón Pálsson). 18,30 Útvarps saga barnanna: „Ævintýri úr Eyjum“ eftir Nonna; XV. (Óskar Halldórsson kennari). 18,55 1 kvöldrökkrinu: Tónleikar af plöt- um. 20,30 Upplestur: „Heilagur Alexis", þjóðsaga frá Lapplandi, skráð af Robert Grottet (Haraldur Björnsson leikari). 21,00 Tónleik- ar (plötur). 21,20 Leikrit: „Stúlk an í Andrómedu" eftir Louis Pol- lack, í þýðingu Hjartar Halldórs- sonar. — Leikstjóri: Einar Páls- son. 22,10 Danslög (plötur). 24,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.