Morgunblaðið - 13.12.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.12.1957, Blaðsíða 3
Föstudagur 13. des. 1957 M O R C V X B 1 4 Ð 1Ð 3 — Varðarfundurinn Frh. af bls. 1. ingaskylda á herðar kjósendum. Þeim værí gert að skyldu að neyta kosningaréttar síns. Til að fullnægja því, sem þannig er sagt, að menn eigi að hafa rétt til, sem er leynd á því, hvort atkvæði hefur verið greitt eða ekki, á að vera hin mesta laun- ung yfir kjörskránni eftir kjör- daginn. Engir óviðkomandi eiga að hafa vitneskju um, hvort menn hafi kosið eða ekki. En hvernig halda menn að slíkt verði í framkvæmdinni? Setjum svo að slíkt tækist í Reykjavík, þó ekkert sé hægt um það að j segja fyrirfram. En hver trúir þá því, að þrátt fyrir þessa iög- j gjöf, sem bannar að fylgjast með | kosningu með því að merkja við | skrár í kjördeild, að þá verði j því haldið leyndu úti á landi hverjir hafi kosið, þar sem ef til vill er ekki nema aðeins nokkr- I ir tugir manna í kjördeild, eða j í hæsta lagi nokkur hundruð, og þar sem atkvæði í kjördæmi skifta kannski í heild aðeins fá- um hundruðum eða fáum þús- undum. Hver trúir því að á slík- úm stöðum verði nokkur leynd á því, hverjir hafi kosið og hverj- ir ekki, spurði ræðumaður. Um hinar dreifðu byggðir landsins þjóta almenningsvagnarnir, 'sem eru í eigu kaupfélaganna, þar er veldi SÍS og félaga þess í al- mætti sínum, og þar er bókað allt um hag hvers manns. En hver trúir því, að þar muni þetta vald ekki fylgjast með því, hvort kotVjóndinn kýs eða ekki? í Reykjavík og í mesta fjölmenn- inu þar í kring er ef til vill hægt að halda sliku leyndu, en það er ekki hægt í fámenninu, en þar er líka unnt að beita þeirri kúgun, sem ekki er hægt að beita í fjölmenninu. Einhver stjórnarliði sagði eitt sinn fyrir nokkru, að Lárus Jó- hannesson væri dýrasti maður á Islandi, því það hefði kostað 40 milljónir að kaupa undan honum kj ördæmið. Bætti þá annar stjórnarliði við, að þettá væri aðeins fyrsta afborgunin. Ræðu- maður kvað ekki skipta mestu máli, hve stórri upphæð hefði verið eytt í þessum tilgangi, held- ur hvaða hugarfar væri hjá vald- höfunum. Ræðumaður skýrði frá því, að Eysteinn Jónsson hefði gripið fram í fyrir einum þing- manni á Alþingi nú í dag og sagt að það borgaði sig ekki fyrir hann að vera að tala. Eysteinn Jónsson veit hvernig hægt er að beita sér með því að benda mönn um á að það borgi sig ekki fyrir þá að hafa skoðun. En ef fjár- málaráðherrann leyfir sér að tala þannig í áheyrn alls þing- heims við einn af kjörnum full- trúum þjóðarinnar, hvernig halda menn þá að sé talað við fólkið . úti í byggðunum undir fjögur augu. En svo segja þessir menn, að það sé algert einkamál, hvern- ig menn kjósa. En þessir menn eru einmitt hinir sömu, sem ráða yfir svo að segja öllum meiri háttar farartækjum í heilum byggðarlögum og hafa til þéss öll tækifæri að fylgjast með því, hvort hver maður í heilum kjör- dæmum kýs eða kýs ekki. Það hefur oft komið fram af hálfu stjórnarflokkanna að hlut- ur Reykjavíkur á að vera annar en alls almennings í landinu. Þeir líta oft á Reykvíkinga sem eins konar annars flokks fólks. Emil Jónsson gerði einu sinni í ræðu, lítið úr fylgisaukningu Sjálf- stæðismanna við síðustu kosning- ar af því að fylgisaukningin hefði, eins og hann orðaði það bara orðið í Reykjavík. Þarna kom fram sem oftar af hálfu þessara manna, að Reykvíkingar eru minna metnir en aðrir lands menn. Það frumvarp, sem nú ligg ur fyrir er annað dæmi um hinn sama hugsunarhátt. Ræðumaður lauk máli sínu með því, að segja að Reykvík- ingar mundu kunna að svara fyr- ir sig í þessum efnum. Ef áhnf þessa frumvarps yrðu nokkur, þá mundu þau verða allt önnur en til væri ætlazt. Nú mundi skap- ast meiri ófriður en nokkru sinni áður í sambandi við kosningar, enda væri heldur ekki ætlunin að skapa frið að hætti frjálsra manna, heldur fá þann frið, sem er svipaður því sem einræðis- menn vilja hafa í kringum sig. Þar er slík friðun alger, þar er aðeins einn listi eða aðeins einn frambjóðandi. Það á vitaskuld langt í land að slík friðun komist á hér á landi en á mjóum þvengj- um læra hundarnir að stela og það er glöggt, hvað þeir vilja. Þessir sömu flokkar, sem bera fram þetta frumvarp, hafa við- haft kosningasvindl í þeim til- gangi að fá fleiri þingmenn en þeim bar með lýðræðislegum að- ferðum og þeir gerðu breytingu á kosningalögunum til að gera þá að þingmönnum, sem raunveru- lega voru fallnir. Nú á að ganga á rétt kjósendanna enn einu sinni og fara enn lengra í of beldisáttina. Kjósendur munu svara þessu með því að slá á þá krumlu á kosningadegi, svo að hún hrökkvi til baka og hætti sér ekki lengra út á þá braut að gera rétt Reykvíkinga minni en ann- arra landsmanna. Úr rcsðu Gunnars Thoroddsen G.unnar Thoroddsen rakti i upphaíi ræðu sinnar hve Alþingi hefði nú verið aðgerðarlaust í 2 mánuði og myndu elztu þing- menn, sem setið hefðu á þingi í áratugi, ekki annað eins. En svo hefði þetta „stórmál“ um kosn- ingahömlurnar skollið yfir. Ræðu maður benti á, að ekki hefði ver- ið leitað neins samkomulags um þær breytingar, sem hér væri ver ið að gera og milliþinganefndin, sem sæti til að ræða um kosninga löggjöfina, hefði ekki verið kvödd til fundar um málið. Hins vegar sagði ræðumaður að til- drögin til frumvarpsins væru oi'ðin nokkuð íöng. Skömmu eft- ir að núverandi stjórn var mynd- uð fóru sérfræðingar hennar í kosningaklækjum að bei-a sam- an ráð sín um það, hvernig stjórn arflokkarnir gætu náð undir sig sem flestum bæjar- og sveitax-- stjói-num og þá fyrst og fremst, hvernig þeim mætti takast að vinna Reykjavíkurbæ, sem þeir kalla helzta vígi Sjálfstæðis- manna. Þessum herrum fannst þeim hafa tekist vel kosninga- svindlið í fyrra og það jafnvel þó dómur kjósendanna hefði verið á þá lund að atkvæðum þeii’ra hefði fækkað og hlutfallstalan lækkað frá því sem áður var. Með kosningaklækjunum stapp- aði þó nærri að þessir flokkar fengju hreinan meirihluta á þingi með aðeins þriðjung kjósenda að baki sér. Það var því engin furða þó að þeir teldu að einhver ráð hlytu að vera til þess að ná Reykjavík undir sig með svipuð- um brögðum. Fyrst var rætt urn, að flokkarn ir hefðu einn og sama lista í Reykjavík. Þar hafði Framsbkn forustuna. Þetta bar þó ekki ár- angur vegna þess, að Alþýðu- flokkurinn hafði fengið nóg af samneytinu við Framsókn í kosn ingunum síðustu og neitaði al- gex-lega slíku sameiginlegu fram- boði. Annað atriðið sem hugleitt var, var hvort ekki mundi hægt að lögleiða kosningabandalög, þann ig að eftir kosningar mætti leggja saman öll atkvæði, sem stjórnar- flokkarnir hefðu fengið, og búa a þann hatt til handa þeim meii’i hluta, sérstaklega í Reykjavík. Þetta mundi hafa haft það í för með sér, að kjósendur eins flokks hefðu raunverulega ekki haft hugmynd um, hvað þeir væru að kjósa. Alþýðuflokksmaður hefði exns getað búizt við að hann væri að kjósa kommúnista, eins og íxiann síns flokks. Einnig þetta strandaði en ekki er vitað með vissu hvernig á því stóð en talið er að bæði Alþýðuflokksmenn og kommúnistar hafi gugnað. Ef til vill hafa kommúnistar ekki tal;ð heppilegt að hafa svo opinbert samstarf við þá, sem þeir kalla .hei’námsílokkana á sama tíma og þeir eru að Viefja nýja sýndar sókn í varnarmálunum. Fram- sókn var hins vegar albúin í þetta klækjabrask, eins og allt annað. En nú velta menn fyrir sér spurningunni, hvert sé raunveru lega efni þessa frumvarps um kosningahömlurnar og hvernig leit þetta frumvarp út, þegar að það var lagt fyrir Alþingi á mánudaginn var? Það fyrsta, sem menn reka aug un í er ákvæðið um að auka stór- um alla skriífinnsku við atkvæða grciðslu fyrir kjördag. Reynslan hefur ekki sýnt að menn væru að gei’a sér leik að því að kjósa fyrir kjördag. Nú eiga allir, sem vilja að greiða atkvæði á þenn- an hátt, að skýra kjörstjóra ýtar- lega frá ástæðum sínum fyrir kjörfund og sem nákvæmast frá því, hvar þeir verði á kjördegi. Allt þetta á svo að færa í bók. Það er ljóst að slíkt verður erfitt í framkvæmdinni, eins og komið hefur fram í umræðum á Alþingi. En tilgangurinn er augljóslega sá, að gera þeim sem erfiðast fyr- ir, sem vilja kjósa fyrir kjördag og er þetta ein af hömlunum, sem á að lögleiða. í fyrstu útgáfu frumvarpsins var ákvæði um að kjörfundum skuli slitið ekki scinna en kl. 10. En pá sé spurningin hvað rekið hafi stjórnarflokkana til þess að láta loka kjörstöðum svo miklu fyrr, en verið hefur. Menn hafa getið sér þess tn, að tilgangur- inn væri að komast sem næst klukkunm hjá Rússum, en hún er nokkuð á undan því, sem hún er hjá okkur en hún væri þá nær því að vera 12 þar eystra! Nú hefur stjórnin hins vegar breytt þessu í kl. 11. Jón Kjart- ansson bar fram þá tillögu í gær. að þá mætti byrja að kjósa klukkan 9 að morgni. Þessu var hafnað af stjói-narflokkunum, en þó vilja þeir heimila yfii’kjör- stjórn að ákveða að byi’jað sé klukkan 9, en undir öllum kring- umstæðum skal alltaf hætta að kjósa kl. 11. Þetta miðar auðvit- að að því að gera kjósendum erfiðara fyrir, þar sem tíminn er styttur. Það má segja, að ekki hafi verið ástæða til að halda kosningu lengur áfram en til miðnættis, en til þess að svo yrði, þyrfti enga lagabreytingu. Þá á að vera óheimilt að senda upplýsingar af kjörfundi um það, hver hafi kosið, og liggur við sekt og til vara fangelsi. Þetta náði fyrst til allra, þannig að eiginkona mátti ekki segja eig- inmanni sínum hvort hún hefði kosið eða ekki, nema að verða brotleg við lögin. Þessu hefur nú verið breytt svo, að ákvæðið nær ekki til alls almennings, heldur eingöngu til frambjóðenda og umboðsmanna þeirra. Þeim er bannað að gefa upplýsingar varð- andi kosningu. Allir, sem eru á framboðslistum eða eru umboðs- menn þeixra, verða að lúta þessu tanni, að viðlögðum sektum eða fangelsi. Þá segir, að óheimilt sé að skrifa hjá sér, hvei’jir greiði atkvæði. Því hefur nú ver- ið breytt í það horf, að óheimilt sé að rita sér til minnis, hverj- ir kjósi. Þetta er samkvæmt nýrri breytingartillögu frá allsherjar- nefnd. Þegar framsögumaður stjórnarflokkanna var spurður að því í dag, hvers vegna þetta væri haft svo, þá fékkst það fram að ekki væri refsivert að leggja á minnið, hver hefði kos- ið! Þá á að vera ólieimilt að hafa meö sér á kjörstað kjörskrá eða nokkra aðra skrá. Undir það ætti t. d. að falla skattskrár, marka- skrár eða símaskrár. Það segir að bannað sé að hafa slíkar skrár meðferðis á kjörstað. En ef spurt er, hvort þá sé óheimilt að láta senda sér nana á eftir á kjörstað, er sagt, að slíkt hafí ekki verið athugað! Það er baunað að bera eða hafa uppi merki eða auðkenni á kjör stað eða næstu húsurn eða að liggjandi götum. Nú vita menn. að Framsóknarmenn eru í fullu óleyfi að innrétta einskonar heimili_ fyrir flokksstarfsemi sína í íshúsinu Herðubreið, sern er rétt við hinn gamla kjörstað Reykvíkinga, Miðbæjarskólann. Eftir þessu ætti því ekkert að mega hafa í eða á því húsi, sem benti til þess, hvaða starfsemi þar færi fram. Alþýðuflokks- menn hafa haft sína kosninga- skrifstofu á kjördegi í Iðnó, sem er rétt við Miðbæjarskólann, og ætti því hið sama að ganga yfir þá. Ef til vill mundu kommún- istar sleppa, sem eru hinu megin við Tjörnina. Allt þetta sýnir hversu hroð- virknin og fumið er mikið. Of- stækið er slíkt, að það ber alla vitglóru flutningsmannanna ofur- liði. Nú er spurn, af hverju Fram- sóknarflokkurinn fylgir slíku frumvarpi svo hart fram, en það er einmitt sá flokkurinn, sem hef- ur verið ósvífnastur í „smölun“ og ágengni við kjósendur á kjör- degi. Skýringin er eingöngu sú, að í framkvæmdinni munu þessi lög aldrei ná til þeirra kjördæma, þar sem þeir hafa nokkuð fylgi, heldur er aðeins unnt að beita þeim í fjölmenninu, eins og í Reykjavík og öðrum þéttbýlum stöðum. En til þess að geta fylgzt með kosningu í Reykjavík a sama hátt og Framsóknarmenn geta fylgst með kosningunum úti á landi, hafa flokkarnir hér taliö sig þurfa að hafa menn í kjör- deildum til að líta eftir því, hverj ir hafa kosið og hverjir ekki. — Það sést ekki, að það geti ver ið neinn glæpur að fylgjast með því, hvernig kosning gengur. En í fjölmenninu gerir Framsókn ekkert til þó þar sé ekki hægt að fylgjast með kosningu, því atkvæði þeirra eru þar svo fá En svo er spurningin: Eftir hvers óskum slíkt frumvarp sem þetta sé borið fram? Ekki hafa kjósendur óskað þess. Engar ósk ir hafa komið frá félögum eða fundum um þetta mál. Ekkert sveitarfélag eða bæjarstjórn hafa gert samþykkt í þessa átt. Ekki hefur Samband íslenzkra sveitar- félaga beiðst þess. Tvær bæjar- stjórnir í stórum kaupstöðum hafa látið álit sitt uppi um stytt ingu kjörtímans og báðar verið því andvígar. Fyrir fáum dögum kom tillaga fram um það í bæj - arstjórn Akureyrar að loka kjör- stað kl. 10. Málinu var vísað til bæjarráðs, en þar var þessi til laga felld með atkvæðum allra 5 bæjarráðsmanna, sem tilheyra hinum ýmsu flokkum. Bæjar- stjórn Reykjavíkur hefur tekið hina sömu aðstöðu til málsins. Það er hræsni þegar stjórn- arílokkarnir segjast mcð þessu frumvarpi vera að „friða kjör- daginn“. Þjóðviljinn fer heldur ekki dult með það, hvert frum- varpinu sé stefnt. Stjórnarflokk- arnir telja að með þessu móti hafi þeir fundið ráð til þess að hnekkja Sjálfstæðismönnum í Reykjavík, vegna þess hve þeir eru fjölmennur flokkur þar og eiga mikið andir þvi að kosning sé almenn. Það má vex-'a að þetta frumvarp boði líka hvert stjórn- arflokkarnir stefna. Það má vera að það boði nýjar og meiri hömlur á kosningarétti almennings. En þessir flokkar skulu ekki fá „frið“ til að Ieggja í rúst atvinnu og efnahag lands manna. Þeir skulu ekki fá frið til að eyðileggja traust íslands að fullu og öllu út á við og þeir skulu ekki fá frið til að eyði Ieggja Reykjavík. Það munu Reykvíkingar sjá um á kjördeg- inum í janúar. Að ræðu borgarstjóra lok- inni hvatti formaður félags- ins, Þorvaldur Garðar Krist- jánsson, alla Sjálfstæðismenri og raunar alla Reykvíkinga, til að svara kosningahömlurn stjórnarflokkkanna með því að sækja nú betur kjörstaði en nokkru sinni áður og sýna með því hvert væri svar frjáls huga kjósenda gagnvart slík um ofbeldisaðgerðum, sem hér væri íuunveruiega um að ræða. STAKSTEIWAR Ósmekkvísi Eysteins TJm síðustu helgi var mann- fagnaður á Akranesi vegna hafn arframkvæmda þar. Fyrst voru hafnarmannvirkin „vigð að þýzk um sið“, segir Tíminn hinn 10. des. Um kvöldið var svo vegleg veizla, sem forseti bæjarstjórnar veitti forstöðu. Þar voru, að sögn Tímans „bankaráðsmenn, váð- herrarnir Eysteinn Jónsson og Gylfi Þ. Gíslason“. En báöir þess ir menn eru í hankaráði Fram- kvæmdabankans. Eysteinn hélt ræðu og segir Tíminn: „Eysteinn Jónsson, fjármála- ráðherra sagði: „að Akurnesing- ar hefðu borið gæfu til að velja sér formann fyrir bæjarmál sín, sem sótt hefir málefni bæjarins af hliðstæðu kappi og forsjá, sem beztu formenn þeirra á sjónum, og er þá mikið sagt, en ekkert ofsagt að mínum dómi“. Hér- hefur gesturinn farið að segja húsráöendum til um hvernig þeir ættu að haga sín- um eigin málium. Slikt hefur ætíð þótt lítil hæverska. Má hægri krati“ ekki fá stöðu? Þjóðviljinn segir hinn 7. des. svo um skipun Stefáns Pétursson- ar í embætti Þjóðskjalavarðar: „Skipun Stefáns í þetta em- bætti — eiít vir'ðulegasta embætti hér á landi — er lireint hneyksli. Um stöðu Þjóðskjalavarðar sóttu margir lærdómsmenn, vel hæfir til stárfans, en menntamálaráð- herra gengur fram hjá þeim öll um og velur prófleysingjann í hópnum, Stefán Pétursson, flokks bróður sinn. Þetta er þriðja meiri háttar embættið, sem rá'ðherrar Alþýðuflokksins veita foi’hertum hægri krötum á skömmum tíma“. Þjóðviljinn þegir um, að einskis prófs er krafizt til þessarar stöðu, en Stefán hefur árum saman með sæmd starfað við safnið. Kafnar imdir nafni Enn þá eftirtektarverðara er, að Þjóöviljinn gerir engar athuga semdir við skipun Steingríms Hermannssonar, sem liann segir frá í beinu framhaldi hinuar frásagnai’innar Steingrím skorti þó alla sérfræðslu til síns starfs. A móti lionum sóttu tveir vís- indalega menntaðir menn, sem ágætt orð hafa getið sér. Við þá stöðuveitingu var undirbúnings- menntunin því að engu höfð. Enda kom Tíminn upp um óróa samvizku í stjórnarliðinu, þegar liann skyndilega tók að telja Steingrím í hópi „ungra vísinda- rnanna". Óhrjálegur hópur. Alþýðublaðið og Tíminn hafa ekki á fréttasíöum sagt frá heim sókn „hcrnámsandstæðinga“ til forsætisráðherrans, sem sagði að „betra væri að vanta brauð“ en hafa her í landi. En Hannes á liorninu segist liafa mætt hópn- um og Iýsir honum svo: „Hópurinn var ekki stór. Megin hluti hans var skipaður staur- blindustu kommúnistum Reykja víkur, fólkinu, sem telur að árás Rússa á Ungverjaland fyrir ári hafi verið sjálfsögð, en ungversku vei’kamennirnir og menntamenn- irnir fasistar og gagnbyltingar- menn. „-------En heldur var svipur baráttunnar óhrjálegur------“. Hannes gleymir að geta þess, að þetta eru hans eigin samstarfs menn og stuðningsmenn Her- manns, sem áx-eiðanlega veiiir þeim hæfilega umbun áður en yfir lýkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.