Morgunblaðið - 13.12.1957, Page 24

Morgunblaðið - 13.12.1957, Page 24
■& 'k ■k ■& k 'k 11 DAGAR TIL JÓLA f f * 'k 284. tbl. — Föstudagur 13. desember 1957 . DAGAR TIL JÓLA Sveitarfélög fái fjórðung söluskattsins Lagafrumvarp frá Gurmari Thoroddsen Bókin um NóbelsverB- launaskáldið komin út GUNNAR THORODDSEN flytur á Alþingi frumvarp um, a5 sveitarfélög skuli fá hluta af söluskatti þeim, er ríkið innheimtir. Flutningsmaður leggur til, að fjórðungur af skattinum renni 1 sérstakan sjóð, Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, og skiptast þaðan eftir ákveðnum reglum. Skal skiptingin fara fram tvisvar á ári og mið- azt við mannfjölda í hverju bæjar- eða hreppsfélagi. Allrei má þó greiðslan fara fram úr 50% af álögðum útsvörum þar næsta ár á undan. Þá er lagt til í frumvarpinu, að ríkið geti tekið hluta sveitar- félags af söluskattinum upp í skuldir þess við ríkissjóð vegna ábyrgðarskuldbindinga. í greinargerð segir flutnings- maður, Gunnar Thoroddsen: „Frumvarp samhljóða þessu var flutt á síðasta þingi, en náði þá ekki fram að ganga. í grein- argerð frv. í fyrra segir m. a.: „Það er kiunnara en frá þurfi að segja, hversu erfiður fjárhag- ur ýmissa sveitarféiaga hefur verið allmörg undanfarin ár. Hefur hvort tveggja verið, að tekjustofnar sveitarfélaga hafa HÚSAVÍK, 12. des. — Flugvél frá Flugfélagi íslands lenti i dag í fyrsta skiptið hér á Húsavíkur- flugvelli. Var það flugvélin Gló- faxi. Áhöfn hennar var: Snorri Snorrason, flugstjóri, Haukur Hlíðberg aðstoðarflugmaður og Ólöf Sigurðardóttir flugfreyja. Segja má að með þessu sé brotið blað í sögu samgöngumála héraðs ins og fagna Þingeyingar því. í dag, er flugvélin lenti hér, voru komnir á flugvöllinn nokkr- ir forystumenn héraðsins, m.a.: Jóhann Skaftason, sýsiumaður, Páll Þór Kristinsson, bæjarstjóri, Jóhann Hermannsson, varaforseti bæjarstjórnar Húsavíkur, Jón Árnason hreppstjóri, Þverá, Frið þjófur Pálsson, símstjóri og Finn ur Kristjánsson, kaupfélagsstj. — Gestir Flugfélagsins í þessari fyrstu flugferð hingað voru flug- ráðsmennirnir Gunnar Sigurðs- son og Kristinn Jónsson, Sigurð- ur Jónsson, skrifstofustjóri flug- málastjórnar, Ólafur Pálsson, verkfræðingur, Júlíus Havsteen; fyrrum sýslumaður Þingeyinga og Guðmundur Björnsson verk- stjóri. Fleiri gestum var boðið, en þeir gátu ekki komið því við að fara. Frá Flugfélagi fslands voru þeir Hilmar Sigurðsson, for stjóri innanlandsflugdeildar og Sveinn Sæmundsson, blaðafull- trúi félagsins. Bezta veður var þegar flugvél- in lenti, og gekk lendingin ágæt- lega. Er heimamenn höfðu heils- að gestum, flutti Jóhann Skafta- Kvöldvaka Stefnis lieíst kl. 8,30 HAFNAKFIRÐI: — Kvöldvaka Slefnis verður í Sjálfstæðisliúsinu x kvöld og hefst kl. 8,30. — Fyrst verður spiluð félagsvist, en síðan dansað til kl. 1. Einnig verður bögglaupphoð. Þær þrjúr eða fjórar kvöldvök- ur, sem Stefnir liefur lialdið I vet- ur, Itafa verið injög vel sóttar af æskufólki hæjaring. Verður þetta síðasta kvöldvakan fyrir jól, en í ráði er að hajda Jieim áfrani eftir áraniótin. Aðgönguiniðar verða seldir við innganginn og kosta 12 krónur. — Öllu æskufólki er heiniil þálltaka í kvöldvökunni, scm hcfst. stundvís lega kl. 8,30. — G. E. hrugðizt og útgjöldum verið hlaðið á þau. Jafnframt þessu hefur ríkið svo vanrækt að greiða lögboðinn hluta sinn af kostn- aði ýmiss konar framkvæmda, sem sveitarfélögum er lögskylt að láta vinna. Sveitarfélögin og samtök þeirra hafa hvað eftir annað varað við þessari stefnu og bent ó, hvern háska stefnt er í. Þessir aðilar hafa sýnt fram á það með ljós- son sýslumaður ávarp og bauð flugvélina, áhöfn og gesti vel- komna. Fagnaði sýsiumaður þeim áfanga sem nú hefði náðzt í sam- göngumá'um héraðsins. En bætt- ar samgöngur kvað hann ávallt hvatningu fyrir fóikið í strjálbýl- inu að flytja ekki til bæjanna lieldur halda tryggð við átthag- sna. Gunnar Sigurðsson svaraði í nafni flográðs og Kristinn -Jóns son fulltrúi fyrir iiönd Flugfélugs íslands cg bauð hann síðan við- stöddum til hádegisverðar í Hótej Garðarsbraut. Þar fluttu ræður Páll Þór Kristinsson, bæjarstjóri, Finnur Kristjánsson, kaupfélags- stjóri, Gunnar Sigurðsson og Júlí us Havsteen fyrrum sýslumaður. Flugvöllurinn er yzt í Aðal- dalshrauni um 10 km frá bænum. Ólafur Pálsson verkfr. mældi fyr- ir vellinum og hafði með hönd- um yfirumsjón með framkvæmd um, en verkstjóri var Guðmund- ur Björnsson. Ein flugbraut er fullgerð, 1000 m löng og 50 m á breidd. Er hún talin góð og aðflug ágætt. Áformað mun að hefja fastar áætlunarferðir til Húsavíkur á næstunni og verður fyrst um sinn flogin ein ferð í viku. — Fréttaritari. Lifnar yfir síldveiðinni ÞAÐ hefur lifnað yfir síldveið- inni á ný, svo dagurinn í gær var mjög sæmilegur afladagur og barst mest af síld á land á Akra- nesi, 1700 tunnur. Síldin var uppi út af Eldey, en hafði verið „nær dauður sjór“ í Miðnessjó. Síldin sem bátarnir fengu í gær var ýmist söltuð eða fryst. Aflahæsti bátur á Akranesi var Sigrún með yfir 300 tunnur síldar, næstur var Ver með 232, þá Bjarni Jóhannesson 211. í Grinda vík lönduðu 16 bátar alls 1430 tunnum og var þar aflahæsíur Fiskaklettur 190, Þorbjörn með 161 og Fjarðarklettur 127. Til Sandgerðis komu 13 bátar og var sameiginlegur afli þeirra um 1000 tunnur og var aflahæsti bátur- inn með 95 tunnur í þessum róðri. um rökum, að brýna nauðsyn ber til, að annaðhvort verði létt af sveitarfélögunum verulegum útgjöldum, til dæmis og sérstak- lega kostnaði við löggæzlu, menntamál og almannatrygging- er, eða sveitarfélögunum verði tryggðir nýir, öruggir tekjustofn- ar. Alþingi verður að koma til móts við eðlilegar og sanngjarn- ar óskir sveitarfélaganna og láta þeim í té nýjan tekjustofn. Með þessu frv. er lagt til að sveitar- félög fái fjórðung söluskattsins. Þessar röksemdir eru enn 1 fullu gildi. Því fer fjarri að hag- ur sveitarfélaganna hafi vankazt á því ári, sem liðið er. Um það bera ljósan vott sífelldar áskor- anir þeirra um nýja tekjustofna og að létt sé af útgjöldum. Er skemmst að minnast fulltrúa- fundar- kaupstaðanna á Vestur-, Norður- og Austurlandi, er hald- inn var nýlega á Seyðisfirði. Voru þar gerðar mjög ákveðnar tillögur í þessum efnunv' Frv. kom til 1. umræðu í gær. Fylgdi flutningsmaður því úr hlaði, en síðan var málinu vísað til 2. umræðu og nefndar. Ilafiifirzkii bátarnir HAFNARFIRÐI: — Bezti dagur reknetjabátanna nú um all-lang- an tíma var í gær, en þá fengu margir þeirra góðan afla eða frá -30 og allt upp í 180 tunnur, sem Fiskaklettur var með. Sumir bát- anna lögðu afla sinn upp í Sand- gerði. Þegar síðast voru hér í blaðinu sagðar fréttir af mótinu hafði ver ið sagt frá úrslitum í 9. umferð, að öðru leyti en biðskák er Frið- rik og Reshevsky áttu. Henni lauk með sigri Reshevskys. í 10. umferð urðu úrslit þessi: Friðrik — Evans V2Ó/2 Gligoric — Szabo V2Ó/2 Reshevsky — Najdorf 1:0 Larsen — Yanofsky V2G/2 ★ Fréttastofa Ríkisútvarpsins átti í gær samtal við Friðrik Ólafs- son. Var þá lokið 11. umferð og urðu allar skákirnar jafntefli, en saman tefldu: Friðrik — Najdorf; Gligoric — Reshevsky; Larsen — Evans; Szabo — Yanorsky. Og eftir þessa umferð standa leikar sem að ofan greinir. Friðrik sagði annars í símtal inu að þreytu gætti hjá þeim þremeningum sem frá Wagen- ingen komu (Szabo, Larsen og hann sjálfur). Hann sagði að hann hefði teflt illa í fyrstu um- ferðunum, en náð sér á strik 1 4.—10. umferð, eða allt þar til að hann mætti Reshevsky öðru sinni, í 11. umferð. Hanr. sagði að sú skák hefði verið mjög jöfn og farið í bið í jafnri stöðu. Fi’iðrik sagðiaðhann hefði átt möguleika á jafntefli, en þar sem ekki gafst tími til að rannsaka skákina áður en hún var tefld áfram, sást honum yfir tvo möguleika til að ná jafntefli Hinni fyrri skák sinni við Res- hevsky (í 2. umferð) lýsti Frið- rik þannig, að hann hefði ált erf- KOMIN er út hjá Helgafelli, bók Peters Hallberg um Halldór Lax- ness. Er sá hluti verksins, sem' kominn er út, nær eingöngu byggð ur á einkabréfum skáldsins og dag bókum frá klausturárunum, og eru bréfin og dagbækurnar aðal- j efni bókarinnar. Bókin er í fjórum aðalköflum, en skiptist í um 40 smákafla. Fyrst er uppeldi og skólaganga. Fyrstu ritsmíðar. Annar kaflinn heitir „1 Evrópu eftirstríðsár- H. K. L. i klaustrinu. anna". Þriðji kaflinn „Umskifti til kaþólskrar trúar og klaustur- iðara í byrýun, en báðir lentu í tímaþröng. Þá sagðist Friðrik hafa fengið færi á hróksfórn og fengið fyrir hann að lokum bisk- up og 4 peð, og Reshevsky gafst upp. Um skák sína við Szabo í síð- ustu umferð fyrri hlu(p mótsins, sagði hann að Szabo hefði vahð slæman leik í byrjun og tapað peði. Og Friðrik vann í 23 leik- um með svörtu. I skákinni við Larsen í fyrri umferð kvaðst Friðrik hafa náð betra út úr byrjuninni og haldið frumkvæðinu. (Skákin er birt á öðrum stað í blaðinu). Friðiik sagði að 12. umferð (Friðrik gegn Larsen) yrði tefld á fimmtudagskvöld (í gær), 13 umferð á föstudag, biðskákir á laugardag og lokaumferðin á sunnudag. Mótslit verða á mánu- dag. Friðrik sagði að Reshevsky hefði átt tapaða stöðu gegn Naj- dorf í 10. umferð, en Najdorf féll á tíma, og er Reshevsky líklegast ur til sigurs. Hann kvað Gligoric hafa teflt bezt til þessa og hann ætti ennþá möguleika á að ná fyrsta sæti. Fjárlögin rædd í dag í GÆR var stuttur fundur í Sam- einuðu Alþingi og fjárlagafrum- varpinu vísað til 2. umræðu. — Hefst sú umræða í dag kl. 1,30. Senn hafið farþegaflng milli Rvíkur og Húsavíkur „Sólfaxiu vígði Húsavíkurfíugvöll í gærdag Skákmótið í Dallas: Friðrik í 3.-4. sœti að 11 umíerðum loknum RESHEVSKY hefur nú tekið forystuna á skákmótinu í Dallas, og eftir eru 3 umferðir, þegar þetta er ritað. Hefur Reshevsky nti 7 vinninga, Gligoric 6V2, Friðrik og Szabo 6, Larsen 5J/2, Yanofsky 4% og Evans 3V2. vist“ og loks er fjórði kaflinn „Heima á Islandi 1924—’25. — Fjöldi einkabréfa skáldsins til vina hans er birtur í bókinni svo og dag'bækur hans. Varla mun hjá því fara að ís- lendinga fýsi að skyggnast bak við tjöldin í sálarlífi Nóbelsvei’ðlauna skáldsins, enda er hér um mjög opinskáa kynningu á einkalífi skáldsins að ræða og mun gefa mörgum nýja hugmynd um mann- inn og listamanninn. Bókin er mjög smekklega útgefin. Flúði Búdapest - trólofaður á Akranesi AKRANESI 12. des. — MÉR er ekki kunnugt um, að neinn þeirra Ungverja, sem hér hafa leitað hælis, hafi staðfest ráð sitt, fyrr en ég spurði þau tíðindi hér í bænum í dag. Ung stúlka, Hlíf Jóhannsdóttir,18 ára, til heimilis að Akurgerði 18, hefur fyrir nokkrum dögu heitið Janosi Arva járnsmið frá Búdapest, eiginorði, en hann er tvítugur að aldri. Kom Janos hingað til lands með flótta- mannahópnum, sem hingað kom fyrir milligöngu RKÍ á aðfanga- dag jóla í fyrra. Hingað til Akra- ness kom hann svo í vor, er leið. Fyrst vann hann hér í hraðfrysti- húsunum, en um nokkurra mán- aða skeið hefur hann unnið í iðn- grein sinni, járnsmíðinni, hjá Sementsverksmið j unni. Janos Arva missti föður sinn fyrir allmörgum árum, en í Búda pest er móðir hans og tvö systkin hans. Er hinn ungi Ungverji geð- þekkur maður og mannvænlegur og það er nærri því óþarfi að geta þess, eftir það sem að framan segir, að hér á Aranesi hefur hann unað hag sínum vel. — Oddur. JóíaháHð Nonæna 'élagsiiu á sunnudag JÓLAHATlÐ Norræna félagsins verður haldin í Tjarnarcafé, niðri, sunnudaginn 15. des. n. k. og hefst kl. 20,30. — Thorolf Smith, fréttamaður, flyt ur ávarp, Jón Pálmason, alþm., segir frá íslenzkum jólasiðum, frú Jórunn Viðar leikur á píanó ís- lenzk og norræn lög. Þá verður „talnahappdrætti“ og að lokum verður dansað. Aðgangur að jólahátíðinni er ó- keypis fyrir meðlimi Norræna fé- lagsins og gesti þeirra í. meðan húsrúm leyfir. Nýir félagar geta látið skrá sig við innganginn. □--------------------□ Tvö *,jólaskip“ koma í dag ÞAÐ verður mikið að starfa í dag við höfnina, því áx’degis koma tvö „ jólaskip“ hingað til Reykja- víkur frá Hamborg, Kaupmanna- höfn og Leith. — Eru það Gull- foss, sem kemur upp að bryggju um kl. 8,30 og Dr. Alexanderine, sem var væntanleg á ytri höfnina í nótt og átti að leggjast að hafn- arbakka kl. 7,30. Meðal þess jóla- varnings sen* skipin munu flytja eru jólatrén sem gleðja eiga þús- undir barna á jólunum. □---------------------□

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.