Morgunblaðið - 13.12.1957, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.12.1957, Blaðsíða 22
22 MOnr.T’WfíT 4*>1Ð Fðstudagur 13. des. 1957 i I i SKAK i 1 i Teflt í 4 . umferð. Hvítt: B. Larsen Svart: F. Ólafsson Nimzoindversk vörn 1. d4 Bf6 2. c4 e6 3. Rc3 .... (Ég álít að hér komi fyrsta yfir- sjón Larsens, vegna þess að hann hefir í nokkur ár sérhæft sig í „Catalana“ með góðum. árangri og virðist því ástæðulaust að hverfa til annara byrjana í jafn- sterku móti og þessu). 3. .... Bb4 4. e3 0-0 5. Bd3 d5 6. a3 dxc4 7. Bxc4 Bxc3t 8. bxc3 c5 9. Re2(?) .... (Þessi leikur á ekki við í stöðu þar sem svartur getur rifið upp miðborðið með c og e peðum sínum. Betra var því hin venju- lega aðferð Rf3). 9....... Dc7 10. Bd3 e3! (Friðrik hefur um nokkurt skeið teflt þessa vörn, og er því fljótur að notfæra sér tækifærið, sem Larsen gefur honum til þess að auka svigrúm manna sinna). 11. dxe5 .... (Hvítur kýs heldur að fá drottn- inguna til e5, en Rb8, sem yrði biskupapari hans fjötur um fót). 11....... Dxe5 12. f4 (Hvítur á nú þegar erfitt um vik, og kýs að veikja kóngsstöðu sína. T.d. 12. 0-0 Bf5! og hvítur er sviftur biskupnum sínum og peðaveikleikinn á c3 og a3 verð- 31. Kg7 ur kærkomið skotmark fyrir 32. Bxh5 gxh5 svartan) 33. Hd6 Hxc3 12. .... Dd5! 34. Rf5f Kg8 13. 0-0 Hd8 35. Rh6t Kg7 14. Bc2 Dxdl 36. Rf5t Kg8 15. Hxdl Hxdl (Friðrik þráleikur til þess 16. Bxdl Rc6 vinna tíma). (Eftir nákvæma taflmennsku í byrjuninni hefur Friðrik þvingað fram drottningarkaup, og skilið Larsen eftir með 3 veikleika: a3, c3 og e3, auk þess sem hann getur lagt undir sig d-línuna án þess að hvítur fái að gert. Niður- staðan er því sú að svartur hefur yfirburðarstöðu, sem hann verð- ur þó að tefla mjög nákvæmt til að tryggja vinninginn). 17. Rg3 Bg4 18. Ba4 .... (Eina von Larsens liggur í bisk- upaparinu. Hann reynir því að auka svigrúm þess eins og mögu- legt er). 18...... Ra5 19. e4 Hd8 20. Be3 .... (Til álita kemur 20. Ha2, t. d. 20. . . Hd3; 21. Hd2! En svara 20. .. Rc4 með Bb3). 20.................. bG 21. h3 Hd3! 22. hxg4 .... (Hvítur missir óumflýjanlega peðið á c3, t. d. 22. Bf2, þá Bd7; 23. Bxd7, Rxd7; Aftur á móti svarar svartur 22. Kf2 með Hxc3!). 22 ............... Hxe3 23. Rf5! .... (Larsen velur beztu leiðina, því g5 og e5 er hættulaust með öllu fyrir svartan). 23 ............... Hxé4 24. Hdl h6 (Hvítur hótaði máti). 25. Hd8 Kh7 26. Bc2 Helf! (Hér mátti svartur ekki leika 26. .. Hxf4? vegna 27. g3!! og vinnur skiptamun). 27. Kf2 Hcl 28. Re3f g6 29. g5! hxg5 30. fxg5 Rh5 (Larsen hefur lagt mörg vanda- mál fyrir Friðrik, en öllu hefur Friðrik eytt. Ef 30. .. Rg4f?, þá 31. Rxg4, Hxc2; 32. Kgl og erfitt yrði að losa sig úr mátnetinu á f6 og g8). 31. Bdl(?) .... (Meiri varnarmöguleika veitti 31. Hd7!, Kg7; 32. Be4! Eftir hinn gerða leik er aðeins um „taktísk" vandamál að ræða). 46. Rc6 a5 47. Ra7 a4! 48. Rb5 Kg6 49. Kc Kxg5 50. KxbG Kg4 51. Kxc5 Kg3 52. Kb4 Kxg2 53. Rd4 li4 54. Re2 Kf3 55. Rgl Kg4! ABCDEFGH FjármálaráBherra hefur fekiB völdirt af Alþingi Rætt um afgreiðslu fjárlaga, fjáröflun til toll- og löggæzlunnar o. fl. 37. RhGf Kh7 38. Rxf7 Rc4 (Riddarinn kemur á réttu augna- bliki til hjálpar kóngi sínum). 39. Hh6f Kg7 40. Rd8 Re5 41. Hd6 .... (Þýðingarlaust var Hxh5). 41...... Hxa3 42. Ke3 He3f! 43. Kxe3 .... (Ef 43. Kf2, þá Rg4f og c4). 43...... Rc4f 44. Ke4 Rxd6f 45. Kd5 Rf7 Staðan eftir 55. leik svarts. Stöðumynd (Riddarinn heldur jafntefli gegn Kóng og peði, en tapar gegn Kóng, riddara og peði). 56. Kxa4 Rg5 57. Kb4 Rf3 58. Re2 h3 59. Rc3! .... (Síðasta hálmstráið!). 59....... Rg5! (Ef 59. .. h2; 60. Re4, hl; 61. Rf2f). Hvítur gafst upp. IRjóh. Nemendahlióni- leikar Demelz VIÐ höfum fengið hingað til lands margt hinna ágætustu tón- listarmanna erlendra og er óþarfi að nefna þar nöfn, þau eru svo kunn. Einn þeirra er ítalinn Demetz, sem komið hefur á fót hér söng- skóla. Demetz er sjálfur mjög góð- ur söngvari, og nemendatónleikar, er hann hefur stofnað til hér sýna, að hann er einnig mjög hæfur söngkennari. Margt kom fram á gætra nemenda, á þessum nem- endatónleikum, og nokkrir sem vöktu mikla athygli, eins og Jón Sigurbjörnsson, sem raunar er þekktur hér og Sigurveig Hjalte- sted, sem er orðin mikil söngkona. Við stöndum í þakkarskuld við Demetz fyrir starf hans hér. Dr. Urbancic aðstoðaði á tónleik unum með sinni alkunnu smekk- vísi. — Víkar. Góðnr bækur fyrir unglingu höfum við í miklu úrvali. Fyrir 8—10 ára: Bergnuminn í risahelli. — Þýðing Isaks Jónssonar skólastjóra. Tileinkuð ömmum barnanna hans. Fyrir 10—16 ára pilta og stúlkur: Nonnabækurnar, ellefu bindi. Bækur Stefáns Jónssonar, sjö bindi, þ. á. m. nýja bókin Óli frá Skuld. Ævintýri Árna og Berit. Þrjú bindi. Kolskeggur, saga um ungan mann og mikinn gæðing. Draugaskipið og aðrar sögur. ÞEGAR Alþingi kom saman í okt. s. 1. bar ríkisstjórnin fram lagafrumvarp um bráðabirgða- breytingar á tollskránni. Var þar m a. lagt til, að áfram yrði í gildi ákvæði, sem sett var í fyrra, þess efnis, að 1% álag skyldi lagt á aðflutningsgjöld. Skal það Iagt í sérstakan sjóð og notað til að byggja tollstöðv- ar í landinu. Um þetta atriði frv. urðu mikl- ar umræður í neðri deild í gær, er frv. var þar til 3. umr. Lögðu SjáJfstæðismenn til, að fjár til þessara framkvæmda skyltíi afl- að á sama hátt og annarra opin berra framkvæmd, þ. e. með fjárveitingum á fjárlögum. Einnig lögðu þeir til, að fé fyrr- nefnds sjóðs skyldi einnig notað til að byggja lögreglustöðvar og endurbæta fangelsi. Umræður um málið urðu harðar, enda snerust þær að nokkru um það form, sem fjárlögin hafa fengið á seinni áium, og um úthlutún hins svonefnda atvinnubótafjár. Ólafur Björnsson tók fyrstur til máls í umræðunum í gær. Lagði hann fram breytingatillögu frá sér og Jóhanni Hafstein. Var þar lagt til, að ekki yrði bætt 1% álagi á tolla og lagt í sjóð þann, er fyrr er sagt frá, heldur yrði 1% af tollunum tekið frá, áður en þeir renna í ríkissjóð og lagt í þennan tollstöðvasjóð. Benti Ólafur á, að það væri í alla staði einfaldari aðferð og eðli- legri, m. a. af því, að þá ætti aimenningur betra með að fa yfirlit yfir tolla- og fjármál ríkis ins. Eysteinn Jónsson mælti gegn tillögunni og ræddi um nauðsyn þess að bæta tollgæzluna á land- inu. Erfiðleikar löggæziiinnar Bjarni Benediktsson: Það er mikil nauðsyn, að byggðar séu nýjar tollstöðvar, en hin almenna löggæzla á líka í miklum erfið- leikum. I tíð fyrrverandi ríkisstj. var rætt um að sameina tollgæzlu og almenna löggæzlu meira en ver- ið hefur, og þyrfti að fá niður- stöðu í því máli, áður en ákveð- ið er að byggja tollstöðvar víða um land. Fyrir löngu hefur verið sýnt fram á, að aðbúnaður löggæzl- unnar er með öllu óviðunandi, t. d. hér í Reykjavík og í aðal- fangelsi ríkisins. Fjárveitingar hafa hins vegar ekki fengizt til að bæta úr því. Er núverandi ríkisstjórn tók við völdum var unnið að við- gerðum á Litla Hrauni. Var ýmis legt úr lagi um stund þess vegna, en fljótlega var það tilkynnt um allt land, að flest væri þar í ólestri, en nú skyldi úr bætt. Er öllum aðgerðum var lokið, leið ekki á löngu, unz fangar brutust út jafnauðveldlega og áður. Sýnir þetta, að húsið er alls ekki nothæft fyrir þessa starfsemi og er það skýrt dæmi um nauðsyn þess að bæta aðstöðu löggæzlunnar. Síðan bar Bjarni fram tillögu um að fé úr sjóði þeim er fyrr er nefndur skyldi einnig veitt til lögreglustöðva og endurbóta á fangelsum. Eysteinn Jónsson snerist einnig gegn þessari .tillögu og bar við brýnni þörf tollgæzl- Hvað sýna fjárlögin Jóhann Hafstein: Við Ólafur Björnsson erum andvígir þeirri tekjuöflunarleið, sem ríkisstjórn in fer fram á, þar sem við teljum að hún muni skapa hættulegt for ■ dærni. Við erum hins vegar ekki í á móti því, að fé verði veitt til } tollstöövahúsa, og höfum bent á aðra leið til að afla þess. Það er auðveld aðferð til að koma í veg fyrir hækkanir á fjárlögum að afla fjár eins og ríkisstjórnin leggur hér til. I stað þess að láta sjást á fjár- lögum hve mikils fjár þarf að afla er farið i kringum þau og lagður ákveðinn hundraðs- hluti ofan á tolla. Þetta er ekki einstakt fyrirbrigði. Stjórnin stefnir nú að því undir for- ystu Eysteins Jónssonar, að fjárlögin gefi æ minna til kynna um fjárreiður hins op- inbera og f jármálaástandið al mennt. Fjárlagafrumvarpið var lagt fram með mikluin greiðsluhalla í haust. Sagðist stjórnin þá ekki hafa liaft tíma til að ráðgast við stuðningsflokka sína um ráðstaf- anir til að jafna hann. Nú hefur þing setið 2 mánuði, en við stjórn arliðana á þingbekk hefur ekk- ert verið talað. Þeim hefur aðeins verið fyrirskipað að afgrciða nú f járlög á rúmri viku, og það á að gera án þess að heildarmynd af fjármálum þjóðarinnar fáist um leið. — Enn er jafnvel allt í ó- vissu um heildarmynd fjárlag- anna sjálfra. Þingið álirifalaust Björn Ólaísson: Ég tel að bæta þurfi aðstöðu tollgæzlunnar. Af- greiðslur hjá henni og afgreiðslur á tollpappirum taka nú mun lengri tíma en vera ætti. En að- ferðin við fjáröílun í þessu sam- bandi er annað mál, og það er vaxandi ósiður að afla tekna með því að bæta nýjum liðum á toll- reikningana. Fjölbreytni í inn- heimtu tolla fer sívaxandi og lýsir það glögglega hinu sjúka fjármálaástandi, sem nú er. Bjarni Benediktsson: Viðbrögð fjármálaráðherra við tillögu minni bera Ijóst vitni um þá starfshætti hans. Hann bregzt við málum eftir því, hverjum eftir á verður þakkað það, sem gert er. Hann er á móti tillögunni, en ekki kæmi mér á óvart, þótt hann veitti síðar fé til löggæzl- unnar utan fjárlaga — og þakk- aði það dugnaði og áhuga Her- manns Jónassonar og skilningi sínum! Það er rétt sem hér hefir kom ið fram, að afskipti Alþingis af fjárlögum eru nú efnislega úr sögunni. Sl. sunnudag kom þann- ig skipun um það að afgreiða nú fjárlagafrumvarpið án tafar úr nefnd, svo að afgreiðsla þess í þinginu sjálfu gæti byrjað. Þar verður að sjálfsögðu í einu og öllu farið eftir skipunum fjár- málaráðherrans. Næst tók fjármálaráðherra til máls, en síðan Jóhann Hafstein og Gylfi Þ. Gíslason. Urðu eftir það miklar umræður um atvinnu- bótaféð, sem veitt er á fjárlögum og útlilutun þess. Tók Ingólfur Jónsson þátt í beim umræðum auk þingmanna sem áður höfðu talað. Úrslit málsins urðu þau, að tillögur Sjálfstæðismanna voru felldar en frumv. afgreitt frá Al- þingi sem lög. ást í TÓKÍÓ, 12. des. — Ung og fögur prinsessa, sem ekki fékk leyfi foreldra sinna til að giftast ung um járnbrautarstarfsmanni, sem hún elskaði, framdi sjálfsmorð í fyrradag. Ungi maðurinn gerði slíkt hið sama. Unga prinsessan hét Aishin Kakura Eisei, frænka fyrrum Mansjúríukeisara, en pilt urinn hét Okubu. Hann var af fátæku fólki korninn. Foreldrar stú.kunnar hafa geíið leyfi til þers, að elskendurnir veröi jarð- að.ir í sömu kistu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.