Morgunblaðið - 13.12.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.12.1957, Blaðsíða 12
12 M ORGVTSBl AÐIÐ Föstudagtir 13. des. 195? Útg.: H.l. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aöaintsijorar: Valtýr Steíánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arm Ola, simi 33045 Auglýsingar: Arm Garðar Knstinsson. Ritstjórn: Aðaistræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargialci ki . 30.00 á mánuði innaniands. í lausasölu kr. 1.50 emtakið. „FLOKKUR BÆNDA" HJÁLPAR NÚ KOMMÚNISTUM AÐ hefur margoft komið fram á síðari árum, að sterk hreyfing hefur vaknað innan veggja verkalýðs- samtakanna um að hrinda valdi kommúnista, þar sem þeir hafa náð því að koma ár sinni fyrir borð. í sumum félögum verka- lýðs og annarra launþega hafa kommúnistar á undanförnum árum náð meirihluta-valdi. Þeir hafa hreiðrað um sig í slíkum félögum og ber þar fyrst og fremst að nefna Dagsbrún, þar sem kommúnistar hafa ráðið um mörg undani'arin ár. Reynslan hefur ætíð orðið sú, að þegar kommúnistar eru búnir að búa nægilega tryggilega um sig í ein- hverju tilteknu verkalýðsfélagi, misnota þeir félagið, eignir þess og verðmæti, eins og til dæmis kom fram í Iðju í fyrra, og gera slíkt félag í einu og öllu að lið í starfsemi síns eigin flokks. Þegar kommúnistar telja sig nægi lega örugga setja þeir hagsmuni kommúnistaflokksins langt ofar hag félaganna sjálfra og haga starfsemi sinni innan þeirra verka lýðs- og launþegafélaga, þar sem þeir hafa náð meirihluta, öld- ungis eftir því hvaö' þeirra eigin flokki hentar í þann og þann svipinn. Um hag launþeganna sjálfra er ekki hugsað og urn hag félags- ins og málefni þess er heldur ekki skeytt. Auk þess er svo alkunnugt, að kommúnistar hafa á liðuum tíma notað alls konar bolabrögð tii að viðhalda meirihluta sínum i þeim félögum, sem þeir hafa náð tang- arhaldi á. Er alkunnugt, hvemig þeir hafa til dæmis hagað sér viö kosningar í félögunum, hveinig þeir hafa haldið kjörskrám fyrir öðrum, og yfirleitt hagað sér í einu og öllu, eins og sjálft félag- ið væri eign flokks þeirra en ekki hagsmunasamtök tiltekinna manna. Óánægja innan þeirra laun- þegafélaga, þar sem kommúnistar hafa náð að beita meirihluta- aðstöðu, hefur farið mjög vaxandi á síðari tímum, eins og áður er sagt. Félagarnir hafa séð betur og betur, hvernig kommúnistar misnotuðu þá og samtök þeirra. Af þessu hefur svo leitt það að myndazt hefur sterk hreyf- ing meðal allra andstæð- inga kommúnista, innan verka- lýðs- og launþegafélaga um að hrinda valdi þeirra af sér. Stjórn arkjör fer fram í Dagsörún í n.k. janúarmánuði og hafa andstæð- ingar kommúnista þar ákveðið að taka höndum saman og hafa sam- eiginlegt framboð til stjórnar- kjörs. Þessu hafa kommúnistar að vonum tekið mjög illa Peir sjá að vald þeirra í verkalýðsfélögun um er í hættu og þess vegna bena þeir sér sem mest þeir mega, til að eyðileggja samtök lýðræðis- sinnaðra manna. í þessu efni fá þeir nú hjálp frá Framsóknar- mönnum. Framsóknarflokkurinn vill styðja kommúmsta í einu og öllu innan verkalýðsféiaganna. I forustugrein Tímans í gær eru kommúnistar kallaðir „raunsæir verkalýðssinnar“. Blaðið segir að allir „raunsæir verkalýðssinnar" hljóti að standa gegn samtökum lýðræðissinna innan verkalýðs- félaganna. Tíminn bendir á, að Sjálfstæðismenn takí þátt í því samstarfi og það á að vera næg ástæða til þess að verkamenn og launþegar eigi að safnast utan um kommúnista. Það hefði einhvern timann þótt skrýtin forsögn ef sagt hefði ver- ið, að sá flokkur, sem kennir sig við íslenzka bændur, yrði til þess að hlaða á þennan hátt undir kommúnista í samtökum laun- þega. Það hefði einhvern tímann þótt hæpin spásögn ef það hefði verið sagt fyrir, að Tím- inn mundi halda því fram, að „raunsæja verkalýðssinna" væri fyrst og fremst að finna í hópi kommúnista, en ekki meðal andstæðinga þeirra. Það var líka sú tíðin að Framsóknar- menn töldu kommúnista sízt aí öllu í þeim hópi, sem þeir nefna nú raunsæja vérkalýðssinna“. Árið 1955, þegar kommúnistar stofnuðu til verkfallanna miklu, sem hafa orðið örlagríkust fyrir íslezka atvinnuvegi og launþeg- ana. sagði Eysteinn Jónsson ber- um orðum, að kommúnistar bæru alla sök á því sem orðið hefði og að allur vandi í efnahags- og atvinnumálum landsmanna hefði verið auðleystur, ef tilræði komm únista gegn atvinnuvegunum hefði ekki komið til. Þá taldi Ey- steinn Jónsson þá vera „raunsæja verkalýðssinna", sem hamla vildu gegn sókn kommúnista, en nú er þessu snúið við. Tíminn telur þá vera beztu verkalýðs- sinnana, sem styðja kommún- ista kröftuglegast. Tíminn er enn að endurtaka það í forystugreininni í gær, að Sjálfstæðismenn hafi svo mikil ráð innan verkalýðsfélaganna, að þeir stofni atvinnuvegunum í hættu með því sem þeir kalla „verkfallsbrölt", þeir vilji „stöðva hjól atvinnuvegana“, eins og það er orðað í Tímanum. Sú var tíðin að Tíminn lét ekki mik- ið yfir því, að Sjálfstæðismenn réðu nokkru í verkalýðsfélögun- um. Þegar Framsóknarmenn rufu stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðis menn í fyrra, var það ein höfuð- ástæðan, sem borin var fram af þeirra hálfu, að ekki væri unnt að stjórna landinu með Sjálf- stæðismönnum, vegna þess að þeir hefðu engin ráð eða ítök inn- an verkalýðsfélaganna. Þar yrði að leita til verkalýðsflokkanna og þá auðvitað fyrst og fremst kommúnista, til þess að unnt væri að stjórna landinu. Nú er einnig þessu snúið við. Nú eru það Sjálf- stæðismenn, sem hafa svo mikil ráð innan verkalýðsfélaganna að hætta stafar af, að dómi Tímans. Andstæðingar kommúnista munu láta sig þessi gífuryrði Tím ans og Þjóðviljans engu skipta. Þeir munu hópast saman til að hnekkja .valdi kommúnista í verkalýðsfélögunum við þær kosningar, sem fara í hönd í fé- lögunum nú á næstu mánuðum. Barátta kommúnista og Fram- sóknarmanna gegn þessari við- leitni mun einungis verða til þess að þjappa andstæðingum komm- únista enn fastar saman en áður. fj»ÍITAN ÚR HEIMI Deilan um flutning fljófandi aldsneytis til Scopusfjallsins k s.l. ári hafa Jórdanir og ísraelsmenn refið vopnabléssáttmálann hvað efiir annað AÐ ÞVÍ er bezt verður séð, hef- ir Dag Hammarskjöld, aðalritari S.Þ., tekizt að leysa deiluna milli Jórdaníu og ísraels í sambandi við flutninga til Scopusfjallsins. Þetta fjall liggur skammt fyrir utan Jerúsalem, og samkvæmt vopnahléssamningnum eftir stríð ið milli Israels og Arabaríkj- anna árið 1948 eiga Gyðingar Scopusfjallið, en mega ekki víg- Við höftim leyfi til að eiga tvær konur, sagði krónprins- inn af Marokkó. Við gætuni kvænzt austri og vestri og ver- trúir báðum aðilum. girða það eða nota á neinn ann- an hátt í hernaðarlegum tilgangi. Læknamiðstöð á Scopusfjalli Á Scopusfjalli eru hinn frægi háskóli Gyðinga og Hadassah- læknamiðstöðin svokallaða, og því hafa báðir aðilar fallizt um- yrðalaust á, að Scopusfjallið megi ekki nota í hernaðarlegum tilgangi. Þetta kemur sér eink- um vel fyrir Jórdaníu, því að arabiski vegurinn milli Jerúsal- em og borgarinnar Nablus ligg- ur fram hjá fjallinu. — O — ísraelsmenn hafa samt séð á- stæðu til að hafa ofurlítinn varð- flokk á fjallinu, og hafa Jórdan- ir látið birgðaflutninga til varð- flokksins afskiptalausa. En um miðjan sl. mánuð þóttust Jórdan- ir hafa komizt að þvi, að flutt væri fljótandi eldsneyti til Scop- usfjallsins, og bentu á, að hér væri um brot á vopnahléssátt- málanum að ræða. Töldu þeir, að eldsneytið væri notað í sambandi við byggingu ólöglegra víggirð- inga Israelsmanna á fjallinu. Yfirborðsleg rannsókn Þann 21. nóv. sl. voru allir flutningar til fjallsins stöðvað- ir. ísraelsmenn kærðu þetta fyr- ir vopnahlésnefndinni og kröfð- ust rannsóknar í málinu. Niður- staða rannsóknarinnar varð sú, að olían væri notuð til rafmagns framleiðslu og til olíukyndingar í brauðgerð. Þetta vakti mikla reiði af hálfu Jórdana, og Amman stjórnin neitaði að eiga nokkur skipti við yfirmann vopnahlés- nefndarinnar, Byron Leary of- ursta, og taldi rannsókn hans mjög yfirborðslega. Þá tók Hammarskjöld til sinna ráða og ákvað að fljúga í snatri til landanna fyrir botni Miðjarð- arhafsins. Þar dvaldist hann tíu daga. Margir munu vafalaust furða sig á, að Hammarskjöld skyldi eyða sínum dýrmæta tíma í að jafna svo lítilvæga deilu. En ekki má gleymast, að bæði Jórdanía og Israelsmenn hafa á sl. ári rofið vopnahléssáttmál- ann kvað eftir annað og þar með einskisvirt fyrirmæli S.Þ., svo að þær eiga nokkurra hagsmuna að gæta. Þær verða að sýna þess um þjóðum, að þeim er full alv- ara að krefjast þess, að vopna- hiéssáttmálinn frá 1949 sé virtur. Yfirskin af hálfu Jórdaníumannr Auðvitað má draga í efa, að Scopusdeilan hefði leitt til alvar legra átaka milli fsraels og Jór- daníu. Hvorug þjóðin hefir löng- un til að fara í stríð, og sagt er, að hin harða afstaða Jórdaníu í þessu máli sé að nokkru leyti yfir skin. Egyptar hafa ásakað Huss- ein Jórdaníukonung um að standa ekki eindregið með Araba ríkjunum gegn ísrael, og hafi Hussein gripið þetta tækifæri.til að steyta hnefann framan í fsra- elsmenn í augsýn allra Araba- þjóðanna. Afstaða Egypta til Husseins breyttist líka þegar í stað við þessa atburði, og egypzki sendiherrann í Amman gerði sér ferð í utanríkisráðuneytið til að lýsa yfir stuðningi Egypta við Jórdaníumenn För Hammarskjölds litin hornauga Enn er of snemmt að spá nokkru um, hvernig Egyptar bregðast við þeim sættum, sem Hammar- skjöld hefir komið á. En vitað er, að ýmsir aðilar meðal Araba- þjóðanna hafa litið för Hammar- * KVIKMYNDIR + „Aumingja tengdamó3irin“ ÞESSI brezka gamanmynd £rá Rank-félaginu sem sýnd er nú í Tjarnarbíói er með betri brezk- um gamanmyndum, sem hér hafa sézt undanfarið, laus við frá- leitar ýkjur, en skemmtileg yfir- leitt og mörg atriði hennar bráð- smellin. — Efni myndarinnar er hið gamalkunna, þar sem aðal- persónurnar lenda í vafasamri atburðaflælcju, er vekur alvarleg an grun maka þeirra, en þó eink- um hinnar siðavöndu og aðsóps- miklu tengdamömmu, en það klassiska fyrirbæri kannast flest- ir við.. — Atburðarás myndarinn ar er hröð og aðalleikendurnir skjölds hornauga og eru reiðu- búnir til að halda áfram að ala á ólgunni meðal Arabaþjóðanna. S.Þ. vilja hins vegar framar öllu koma á varanlegum friði í lönd- unum fyrir botni Miðjarðarhafs- ins. Til þess að koma því til leið- ar er tvennt nauðsynlegt: 1. Gera verður endanlegan friðarsamning milli Araba- ríkjanna og ísraels. 2. Nauðsynlegt er að skipu- leggja lausn á flóttamanna vandamálinu. Margt bendir til þess, að S.Þ. muni í sam- ráði við Bandaríkin gera á næstunni nýjar — og ó- væntar — tillögur um lausn þess vandamáls. Ekki er ósennilegt, að Hamm- arskjöld hafi átt ýmiss konar er- indi austur til Jórdaníu. Hann átti að fara fyrr til landanna fyr- ir botni Miðjarðarhafsins en tafð ist vegna þeirrar „uppfinningar“ Sovétrílcjanna, að stríðshætta væri á landamærum Sýrlands og Tyrldands. — O — Hammarskjöld hefir þurft að fara mjög gætilega í erindrekstri sínum. Hann hefir ekki getað tekið eins létt á málunum og krónprinsinn frá Marokkó, er hann hitti þáverandi utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, Shepi- lov, í Kairó í fyrra. Við höfum leyfi til að ganga að eiga tvær konur, sagði Mulay Hassan. Við gætum kvænzt austri og vestr: og verið trúir báðum aðilum. Ef til vill felast nokkur sannindi um Arabaþjóðirnar í þessari at- hugasemd. En piparsveinninn Hammarskjöld getur ekki leyft sér það sama og Múhameðstrúar- mennirnir.' fara mjög vel með hlutverk sín, en þeir eru, hin fagra leikkona, Kay Kendall, Brian Reece, Stan- ley Holloway og Fabia Drake. — Einkum er Stanley Holloway, er leikur hinn brezka og frjálslynda tengdapabba, bráðskemmtilegur. Ego. Sagðiaf sér ráðlierraembætti AMMAN, 11. des. — Dóms- og uppbyggingarmálaráðh. Jórdaníu sagði af sér embætti í dag. Ekk- ert var sagt um orsök afsagnar- innar og ekki var héldur til- kynnt hver yrði eftirmaður hans. —Reuter. SCOPUS- ; tfHadassa hospifo/ universitet JERUSALEM' Él %0(ieberget Getsemane #v GAMLE BY' JORDAN Á kortinu sést Scopusfjallið, þar sem Hadassah-sjúkrahúsið er og hebreski háskólinn. Samkvæmt vopnahléssamningnum frá 1949 er gamli hlutinn af Jerúsalem undir stjórn Araba en nýi lilutinn undir stjórn fsraelsmanna. Landsvæðið fyrir austan Jerúsalem tilheyrir allt Jórdaníu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.