Morgunblaðið - 08.01.1958, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.01.1958, Qupperneq 1
20 síður Ánægöur „afreksmaður“ á þurru landi! Sverfur að sjávarútvegsmálaráðherra: Reynir að breiða yfir afglöpin með því að endurtaka blekkingar sínar í útvarp Allf sifur við sama um vandræði úfvegsins og deilurnar um kaupfryggingu sjómanna SVO MJÖG er nú sorfið að sjávarútvegsmálaráðherra kommúnista, að hann sér sér ekki annað fært en að flytja ræðu í Ríkisútvarpið í gærkvöldi til þess að afsaka þar flumbruhátt sinn og ábyrgðar- leysi í sambandi við útgerðina á komandi vertíð. í þessari ræðu ieyfði Lúðvík Jósefsson sér að endurtaka þá blekkingu sína, að samkomulag hefði náðst við bátaútvegsmenn og sjómenn bátaflot- ans um starfsgrundvöll og kaup og kjör fyrir síðustu áramót. — Jafnframt endurtók hann þá staðhæfingu kommúnista, að undan- farin ár hafi útgerð ekki getað hafizt á venjulegum tíma vegna samninga við ríkisvaldið. Ósamið um togarana Þrátt fyrir þetta varð Lúðvík Jósefsson að viðurkenna, að allt, sem Mbl. hefir sagt um þessi mál undanfaríð, sé satt og rétt. Þær staðreyndir standa þannig óhagg- aðar, í fyrsta lagi, að ósamið er ennþá um rekstrargrundvöll fyr- ir togaraútgerðina, og að við borð liggur að togararnir stöðv- ist. Hins vegar hefir sjávarútvegs málaráðherra tilkynnt fulltrúum togaraútgerðarinnar, að ríkis- stjórnin hafi fallizt á smávægileg ar lagfæringar á aðstöðu útgerð- arinnar jafnhliða því, sem kjör toganasjómanna eru bætt nokk- uð. Þannig skýrði ráðherrann frá því í gærkvöldi, að dagstyrkur til togaranna muni verða hækkaður um 700 krónur á dag, þegar um er að ræða veiðar í salt, en um 400 kr. þegar um ísfiskveiðar er að ræða. Ennfremur hækkar fisk verð um 3 aura á kg af þorski og karfa. Þá lofar ríkisstjórnin því, að verð á olíu verði eigi hærra en 530 kr. tonnið á árinu. Hvers vegna hefur ráðherrann verið á sáttafundum? í tilefni þeirrar staðhæfing- ar Lúðvíks Jósefssonar, að sam- komulag hafi náðst bæði við út- vegsmenn og sjómenn fyrir ára- mót, mætti spyrja hann að því, hvers vegna hann hafi þá verið á stöðugum fundum undanfarna daga með fulltrúum þessara sömu aðilja til þess að reyna að leysa þau ágreiningsmál, sem uppi hafa verið milli þeirra? Ástæðan er einfaldlega sú, að það hafði ekkert samkomu- lag náðst fyrir áramót við sjó- menn í hinum einstöku ver- stöðvum. Lúðvik Jósefsson hafði aðeins taiað við nokkra kommúnista og örfáa aðra menn, sem ckkert umboð höfðu til þess að semja, t. d. um kauptryggingu sjómanna. Það kom líka á daginn, að hið svokallaða samkomulag Lúð- víks um þetta atriði var fellt í stærstu verstöðvunum við Faxaflóa, og ennfremur í upp- hafi í Vestmannaeyjum. Greinilegri sönnun fyrir því að sjávarútvegsmálaráðherr- ann fór með rakalausan þvætt ing, er hann sagöist hafa „samið um alla þætti útflutn- ingsframleiðslunnar fyrir ára- mót“, þarf ekki. Enn þann dag í dag hefur ekkert samkomu- lag náðst við sjómenn á Akra- nesi, Reykjavík og Keflavík um kauptrygginguna. Og end- anlegt samkomulag er ekki hcldur fyrir hendi í Vest- mannaeyjum og Ilafnarfirði. Hefur gefizt upp Af ummælum Lúðvíks Jósefs- sonar í gærkvöldi, verður ekki annað séð en hann hafi ákveðið að gefast upp við frekari af- skipti til þess að sætta þann ágreining, sem uppi er milli út- gerðarmanna og sjómanna í þess- um málum. Lagði hann áherzlu á, að einstök félög sjómanna og út- gerðarmanna yrðu að semja um fyrrgreind deiluatriði sín í milli. Er nú líka þannig komið, að verk ■ fallshótun vofir yfir í einstök- um verstöðvum. Dylst engum heilvita manni, að þetta hefur tafið róðra fyrsta hluta janúar- mánaðar. Má segja að róðrar séu svo til hvergi hafnir að neinu ráði hér á Suðvesturlandi, enda þótt Lúðvík Jósefsson fullyrti hið gagnstæða. Ber að óorðheldni og blckking'um I Það er áreiðanlega einsdæmi | Framh á bls. 19 Um þetta var útvegsmönnum tilkynnt á fundi, sem fulltrúar þeirra áttu með sjávarútvegs- málaráðherra í gær. Engar raun- verulegar samningaumræður hafa hins vegar farið fram milli full- trúa rikisstjórnarinnar og full- trúa togaraútgerðarinnar um þessi mál. Boðaður hefur verið fundur í Fél. ísl. botnvörpuskipa- eigenda n. k. laugardag til þess að ræða þau vandræði, sem að útgerðinni steðja. Hyggst Diílles leysa Kýpurdeiluna? LUNDÚNUM, 7. jan. (Reuter). —j Gríska blaðið Eleftheria, sem gef , ið er út í Nicosiu, segir í dag, að < Dulles, utanrikisráðherra Banda ríkjanna, muni leggja fram til- lögu til lausnar Kýpurdeilunni, þegar hann kemur til Ankara í næsta mánuði. Þangað fer hann til þess að ræða efnahagsmál við Menderes forsætisráðherra lands ins. — Samkvæmt frétt blaðsins er gert ráð fyrir því í tillögu Duiles, að Kýpur fái sjálfstjórn, en þó þannig að hagsmunum tyrkneska minnihlutans verði borgið. Einnig segir blaðið, að séð verði um, að Makarios, erki- biskup fái að hverfa aftur heim til eyjarinnar. Hinn nýi fjármálaráðhorra Breta segir: Engin breyting verður á fjármáiasfefnu brezku sfjórnarinnar LUNDÚNUM, 7. jan. (Reuter). — í dag lagði Macmillan, forsætis- ráðherra Bretlands, af stað í sex vikna ferðalag um samveldis- löndin. Áður en hann hélt af stað, sagði hann að eftir endurskipu- lagningu stjórnar sinnar stæði hún föstum fótum og mundi vinna að því öllum árum að leysa þau vandamál, sem upp kæmu í náinni framtíð. Þá sagði hann, að tími væri kominn til, að brezk ur forsætisráðherra endurgjaldi margar heimsóknir forsætisráð- herra brezku samveldislandanna til Lundúna. Skömmu áður en forsætisráðherrann steig upp í flugvélina fékk hann skeyti frá Churchill, sem óskaði honum góðrar ferðar. Kvaðst Macmillan hafa glaðzt mjög yfir þessu skeyti frá þeim Breta, sem hæst bæri nú. Gaitskell, leiðtogi Verkamanna flokksins, sagði aftur á móti, að Macmillan færi úr landi á mjög erfiðum tímum. Honum væri nær að vera heima og horfast í augu við þau vandamál, sem að steðj- uðu. Málum væri raunar svo kom ið í Bretlandi, að stjórnin riðaði til falls og ætti Macmillan að leggja fram lausnarbeiðni fyrir sig og ríkisstjórn sxna og efna til nýrra þingkosninga. Thorneycroft, sem sagði af sér fjármálaráðherraembættinu i gær vegna deilu, sem komið hafði upp innan stjórnarinnar, hefur sagt, að stoðunum yrði kippt undan gengi sterlingspunds ins, ef útgjöld ríkisins yrðu hækk uð. Sem kunnugt er var deilt um £50 þús. hækkun á fjárlögunum fyrir þetta ár, og gat Macmillan þess í gær í bréfi til Thorney- crofts, að hann harmaði, að ágreiningurinn hefði risið út af svo lítilli upphæð. Thorneycroft hefur ekki viljað ræða lausnar- beiðni sína við fréttamenn. Eftirmaður Thorneycrofts, Heathcoat-Amory, sem áður gegndi störfum landbúnaðarráð- herra, sagði í dag, þegar hann tók við hinu nýja embætti sínu, að „engin breyting yrði á fjár- málastefnu stjórnarinnar", eins og hann komst að orði. „Yonandi spillir suðurpólsför Hillarys ekki vináffu Nýsjá- lendinga og Brefa" LUNDÚNUM, 7. jan. (Reuter) — f skeyti, sem borizt hefur til Lundúna frá dr. Fuch, brezka leiðangursstjóranum við Suður- skautið, segir, að leiðangur hans muni ekki koma til Suðurpóls- ins fyrr en 17. janúar n. k. Hann bætir því þó við, að þetta geti breytzt eitthvað, því að ferðin sé komin undir því, hvernig færð in sé og ekki síður hinu, hvernig tekst með vísindaathuganirnar. Síðastliðna nótt komst leiðang- ur dr. Fuch 31 mílu áleiðis til pólsins þrátt fyrir skafrenning og slæmt skyggni. Eru þeir félag ar nú um 290 mílur frá pólnum, en þeir vonast til að komast 30 mílur á morgun. Dr. Fuch segir, að þeir félagar hafi gert ýmsar athuganir, eins og fyrir þá hafi verið lagt, og viti hann ekki betur en þær hafi tekizt prýðilega. Segir hann að lokum, að þeir vinni að jafnaði um 15 klst. á sólarhring. í NTB-skeyti segir, að heim- skautanefndin í Lundúnum hafi lagt fyrir Edmund Hillary að koma upp nýrri birgðastöð fyrir Fuch-leiðangurinn, sem á fyrir höndum 1200 km. leið frá póln- um til Scott-stöðvarinnar. Ekki er vitað, hvernig Hillary bregzt við þessari beiðni. — í dag lýsti forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Walter Nash, því yfir, að stjórn hans hefði ekki sagt Hillary að fara til Suðurpólsins. Hann kvaðst vona, að sú ákvörðun heimskautafarans mundi á eng- an hátt spilla vináttunni milli Nýja-Sjálands og Stóra-Bret- lands. Fréttir í stuttu máli LUNDÚNUM, 7. jan. — Mikið óveður hefur gengið yfir stóran nluta Evrópu í dag. Fjögur skip lentu í sjávarháska og hollenzki strandgæzlubáturinn Capella fórst með níu mönnum. Ernst Lemmer, sá ráðherra í stjórn Adenauers, sem fer með málefni alls Þýzkalands, sagði í dag, að ef haldinn yrði fundur ieiðtoga stórveldanna, yrði Berlín mjög hentugur staður fyrir hann, því að hún lægi á mörkum austurs og vesturs. í dag fór Eisenhower Bandaríkjaforseti þess á leit við Öld- ur.gadeildina, að hún veitti 1260 millj. dollara framlag í því skym £'ð hraða framleiðslu á bandarískum eldflaugum. i dag var bandarisk þrýstiloftsfluga neydd til að lenda í Albaníu. Frá þessu var skýrt í útvarpinu í Tirana í dag. í dag kynnti David Ben Gurion hina nýju samsteypustjórn sina fyrir Ísraelsþingi. Hinir sömu flokkar eiga aðild að henni og fvrrverandi stjórn. Fréttir herma, að forsætisráðherrann hafi aldrei verið eins fastur í sessi og nú eftir myndun hinnar nýju stjórnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.