Morgunblaðið - 08.01.1958, Page 8

Morgunblaðið - 08.01.1958, Page 8
8 MORCTJN nr 4Ð1Ð Miðvikudagur 8. janúar 1958 byggingarlóð verður til Margháttaður og kostnaðar- samur undirbúningur Yfirverkfræbingur Reykjavikur segir frá MARGIR virðast standa í þeirri trú, að það sé mjög einfalt og auðvelt mál fyrir bæjarfélagið að úthluta lóðum til þeirra, sem byggja vilja hús eða mannvirki. Menn munu almennt ekki gera sér grein fyrir hvað til þess þarf, að Ióð verði byggingarhæf, þannig að unnt sé að úthluta henni. En þar kemur til greina margháttaður, tæknilegur undir- | búningur og framkvæmdir. Það mun villa marga í þessu sam-1 bandi að mest af þeim mann- virkjum, sem þarna koma til, eru hulin í jörðu og er því öll sú vinna, sem lögð er fram, ekki eins sýniieg almenningi og á mörgum öðrum sviðum. En ef allt er athugað, sem hér kemur til greina, er Ijóst að það er marg- brotið, tímafrekt og kostnaðar- samt verk, sem leysa þarf af hendi áður en lóð er orðin bygg- ingarhæf. x^JMorgunblaðið hefur snúið Sér ti*I Einars B. Pálssonar, yfirverk- fræðings hjá bæjarverkfræðingi, og beðið hann um að skýra fyrir lesendum blaðsins í höfuðdrátt- um, hvað til þess þarf, að bygg- ingarlóð geti orðið til. Er það sem hér fer á eftir byggt á upp- lýsingum yfirverkfræðingsins. Tvenns konar undirbúingur Þegar talað er um byggingar- lóð, segir yfirverkfræðingurinn er átt við afmarkaðan landsskika. þar sem ætlazt er til að byggt verði hús. í því sambandi verða að liggja fyrir ýmis þægindi, sem tímarnir krefjast að séu til um- ráða, þegar hús eru byggð, en þessi þægindi eru nú almennast talin: Vegasamband, hoirresi, vatnsveita, rafmagn, sími og stundum hitaveita. Venjuiegast. þarf sumt af þessu þegar að vera til við byggingu á húsi, en það er vegasamband, holræsi, vatns- veita og rafmagn, en þetta eru þau 4 sambönd, ef svo má nefna, sem þarf að vera búið að koma á, til þess að lóð teljist byggingarhæf. Það er því svo, að áður en byrjað er að byggja hús- ið, þurfa þessi fjögur sambönd að vera orðin til og má kalla þá vinnu, sem leggja þarf fram í því sambandi hinn verklega undirbúning þess að lóð geti orð- ið byggingarhæf. En svo er annars konar undir- búningur, sem kalla mætti hina verkfræðilegu hlið þessa máls. Aður en bæjarhverfi rís upp, þurfa yfirvöld kaupstaðarins að sjá svo um að til sé skipulags- uppdráttur af því hverfi og einn- ig áætlanir og uppdrættir af göt- um og holræsum og loks mæi- ingakerfi, sem geri það fært að staðsetja hvert mannvirki á rétt- um stað. Þetta má kalla hinn verkfræðilega undirbúning lóðar innar og er nauðsyniegt að hon- um sé lokið áður en hægt er að ganga frá teikningu- af hús: á lóðinni. Uppdrættir gerðir Eins og af þessu sést, greinist undirbúningsvinnan í tvennt, hinn verkfræðilega og hinn verk lega undirbúning, sem þannig má nefna. Er þá rétt að gera fyrst stuttlega grein fyrir hinum verk fræðilega hluta. Hann hefst með því að gerður er uppdráttur eða kort af landinu, þar sem ráðgert er að byggja. Er það á margan hátt tafsamt og flókið verk að gera slík kort, en ýmsar tækni- legar nýjungar hafa orðið til að létta þá vinnu á síðari árum. Þegar búið er að gera slíkt kort af svæðinu, er lokið fyrsta hluta hins verkfræðilega undirbún- ings. En þessu næst er svo að teikna skipulag hverfisins eða bæjarhlutans og má ef til vill segja að það sé örlagaríkasta skrefið, sem stigið er við bygg- ið staðsetja á hvert einstakt hús og mannvirki. Aætlanir um götur og leiðslur Þegar gengið hefur verið að fullu frá skipulagsuppdrætti er fyrst hægt fyrir alvöru að byrja á áætlunum og uppdráttum af götum og einnig leiðslum, sem eiga að liggja í götustæðunum. Undirbúingur hverrar götu er mjög þýðingarmikill, enda má segja að hún gegni tvíþættu hlut verki, í fyrsta lagi sem gata eða vegur til umferðar manna eða farartækja og í öðru lagi liggja svo í götunni allar þær mörgu leiðslur, sem nú er krafizt og sí- fellt verða fleiri og umfangs- meiri, eftir því sem nýjar teg- í veg fyrir slík mistök er nauð- synlegt að ákveða hæðarlegu hvers húss vandlega áður en byrj að er að byggja það og miða hæð- arleguna við þá hæð, sem gatan á að hafa i farmtíðinni. Á undan förnum árum hafa orðið furðu mörg mistök á þessu sviði af hendi þeirra, sem byggt hafa húsin. Við lagningu götunnar þarf eins og áður var vikið að, að gera sérstakar áætlanir og teikn ingar vegna leiðslnanna, sem í götunni liggja. Það þurfa að liggja fyrir nákvæmar áætlanir um holræsakerfi, vatnsveitu- kerfi, rafmagnskerfi, símakerfi og ef til vill einnig hitaveitu- leiðslur í götunni. Þessi leiðslu- kerfi liggja venjulega í götunum, enda er tæplega völ á öðrúm betri stað. Af þessum leiðslum. eru holræsin mest bundin við ákveðna legu, þau þurfa að hafa ingu á nýjum bæ eða bæjarhiuta. Skipulagsuppdrátturinn er und- irstaðan að byggingu hins nýja hverfis og er ekki unnt að byrja fyrir alvöru að gera áætlamr og uppdrætti af hinum ýmsu mann- virkjum, götum, leiðslum, hús- um og öðru, sem þarf til þess að bæjarhverfið geti orðið til, fyrr en skipulagið hefur verið ákveðið. Það er mjög umfangsmikið verk að ganga frá skipulagsupp- drætti og er ekki unnt að fara langt út í það mál hér. En þegar heildarskipulagsuppdráttur ligg- ur fyrir, þarf að búa til aðra smærri uppdrætti, sem unnt er að vinna eftir og eru þeir nefndir mæliblöð, en þar eru lóðirnar sýndar, þannig að lega allra lóð- anna er tölulega ákveðin og mál sett. Þessi mæliblöð eru svo grund völlurinn undir frekari fram- kvæmdaáætlunum um mann- virki á hinum einstöku ’óðum og einnig í götustæðunum. Húsa- meistararnir nota þessi mæli- blöð til að teikna þær afstöðu- myndir húsa, sem leggja þarf fyrir byggingaryfirvöldin, þegar sótt er um leyfi og eftir mæli- blöðunum er svo farið, þegar mælt er fyrir húsum, girðingum og öðru slíku, sem staðsetja þarf á nákvæmlega réttan hátt í eitt skipti fyrir öll. 'Sést því að hér er í rauninni um þrenns konar upp- dráttargerð að ræða, fyrst upp- dráttinn af landinu, í öðru lagi heildaruppdrátt skipulagsins og í þriðja lagi mæliblöðin, sem unnin eru úr skipulagsuppdrætt- inum og sýna nákvæmlega hvern undir af leiðslum bætast við f sambandi við götuna þarf að gera fjölda margar athuganir. Fyrst þarf að gera sér grein fyrir því, hvaða hlutverki hver gata á að gegna, hvort hún á að vera aðal- umferðargata, dreifingargata eða íbúðargata, en út frá því er svo tilhögun götunnar áætluð. í upp- hafi þarf einnig að gera sér grein fyrir jarðlögum undir götunum, því gatan þarf sína undirstöðu ekki síður en önnur mannvirki. Til þess að hægt sé að gera fulln- aðaruppdrætti af götunum, þarf að gera sérstakar hallamælingar eða hæðarmælingar af götustæð- unum og síðan má ákveða um skiptingu götuflatarins, í gang- stéttir, akbraut, bifreiðastæði o.s.frv. og loks hæðarlegu göt- unnar. Ákvörðunin um sjálfa hæðarleguna er mjög þýðingar- mikil vegna götunnar sjálfrar, því form og yfirborð hennar er háð ýmsum ströngum lögmáium sem ekki er unnt að sniðganga og í öðru lagi þarf rétt samræmi að vera á milli götunnar og að- liggjandi lóða og húsa. Vafalaust gera menn sér al- mennt ekki grein fyrir, á hve miklu veltur um að samræmi sé milli hæðarlegu húsa og gatna. Mistök er eiga sér stað í þeim efn um koma oftast niður á eigend- um og íbúum húsanna. Sem dæmj um slíkt má nefna, að yfirborðs vatn getur þá runnið af götum inn á lóðir, niður kjallartröppur og jafnvel inn í húsin í leysing- um og getur slíkt haft í för með sér að gera verði kostnaðarsam- ar breytingar. Til þess að koma þann halla að vatn og þau efni, sem í þeim eru, geti runnið burt með nægilegum hraða, þannig að ekki myndist stíflur. Hér þarf að ganga vel og réttilega frá bæði skolpræsunum frá húsunum sjálfum og síðan holræsunum, sem taka við því sem úr þeim kemur, til flutnings út í sjó. Það er ætíð sérstakt athugunarefni í hvert skipti, hvernig hús geti staðið á tiltekinni lóð, svo að gott og öruggt leiðslukerfi fáist, en frá því þarf að ganga vel áður en byrjað er að teikna hús- iit. Hvað felst í verkfræðilega undirbúningnum? Þegar hér er komið, er rétt að draga saman í nokkrar aðalniður stöður, hvað felst í því sem hér hefur verið kallað hinn verk- fræðilegi undirbúningur lóðar- innar. En í honum er þetta fólg- ið: 1. Gerð skipulagsuppdráttar, þar sem ákveðið er í aðalatriðum, hvernig byggja skal á lóðinni. 2. Lóðauppdráttur gerður, sem geri mögulegt að ákveða ná- kvæmlega, hvernig staðsetja má hús og önnur mannvirki á lóð- inni. 3. Teiknig gerð af götu og hol- ræsi, þannig að endanlega sé ákveðin hæðarlega lóðarinnar og allra mannvirkja í henni. 4. Útreikningur mælingakerf is, sem geri það mögulegt að mæla fyrir öllum mannvirkjum á lóð- inni með nauðsynlegri nákvæmni og með litlum fyrirvara. Þegar þessum verkfræðilega undirbúningi er lokið getur húsa- meistarinn gengið frá teikningu húss, en ekki er samt enn hægt að hefja sjálfa bygginguna á lóð- inni, því hún er ekki byggingar- hæf fyrr en verklegi undirbún- ingurinn hefur verið fram- kvæmdur og er nú komið að hon um. Lagning gatnanna Fyrsta atriðið í verklega undir búningnum er sjálft vegasam- bandið. Hér á landi hefur því miður aldrei verið aðstaða til þess að fullgera götur áður en húsin eru byggð við þær. Þvert á móti hefur orðið að gera ráð fyrir að götur séu ekki fullgerðar fyrr en allmörgum árum eftir að hús- in eru byggð. Göturnar hafa því verið gerðar fyrst í stað sem malargötur. En gera verður þó ráð fyrir, að á fyrstu árunum verði lagðar í hverja götu flestar þær leiðslur, sem þar eiga að koma og verður því að ganga frá undirstöðu götunnar þegar í upp hafi og koma götunni nokkurn veginn í rétta hæð, áður en leiðslur eru lagðar. Lagning gatnanna er mikið verk, sem nútíma vinnutæki létt ir þó allmikið. Jarðýtur byrja á að ryðja götustæðið, en ef klapp- ir eru í því, sem liggja hátt, þá ér sjálfsagt að sprengja þær burt strax. Einnig þarf stundum að flytja jarðveg burt úr götustæð- inu, ef hann telst óheppilegur og flytja þangað nýjan jarðveg. Ekki er það oft, sem aðstæður eru svo slæmar að slíks þurfi með, en venjulega þarf þó að ryðja nokkru af moldarjarðvegi burt úr götustæðunum. Þegar svo bú- ið er að ryðja götustæðin, eru þau gerð akfær með ofaníburði. I seinni tíð er kappkostað að koma strax fyrir þeim efnum, sem eiga að mynda framtíðar- undirbyggingu götunnar, svo sem gjalli eða púkk-grjóti. Þegar það tekst verður öll gatnagerðin, sem á eftir kemur, miklu ódýrari en ella. Þegar búið er að gera hinar nýju götur akfærar, hefst hol- ræsagerðin. Skurðirnir, sem eru gerðir til þess að leggja holræsin í, eru nú nær alltaf grafnir með vélskóflum. Stundum þarf að sprengja ef klappir eru fyrir. Þegar holræsakerfi er fullgert í einni götu og búið að tengja við það frá báðum hliðum leiðsl- ur frá húsum og lóðum og niður- föllum, þá er þetta kerfi að lögun ekki ósvipað dálki úr fiski. Næst á eftir holræsunum er svo lögð vatnsveita í jgöturnar og oft ast er sami skurðurinn, sem graf inn var fyrir holræsi einnig not- aður fyrir vatnsveituna. Vatns- pípurnar liggja þó nokkru ofar en holræsin og lítið eitt til hliðar við það. Þær eiga að liggja í frost lausum jarðvegi og eru því að jafnaði grafnar 1,29 m. í jörð hér á landi. Mikill munur er þó á þessum tveimur kerfum, vatns- veitunni og holræsunum. í hol- ræsi rennur vatnið með fríu vatnsborði eins og lækur undan brekku en í vatnsveitukerfinu er mikill þrýstingur, svo að þar rennur vatnið jafnt upp í móti sem niður í móti. Þessi þrýst- ingur er raunar miklu meiri en menn almennt halda. Vatnsveitu- kerfið þykir þá starfa vel ef þrýstingur þess nægi til þess að lyfta vatninu 15 m. upp fyrir efstu krana í öllum húsum bæjar ins. Verk þau, sem hér hefur verið skýrt frá, eru annitt að miklu leyti með stórvirkum vinnuvél- um. Slíkar vélar þurfa að jafn- aði mikið svigrúm og það fæst því aðeins, að verkin séu unnin áður en lóðirnar eru afhentar hinum væntanlegu húsbyggjend- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.