Morgunblaðið - 08.01.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.01.1958, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 8. janúar 1958 MORCVNBLÁÐIÐ 9 Unnið' við að steypa ræsi Rafmagnskerfið | Ef gert er ráð fyrir, að búið sé j að leggja holræsi og vatnsveitu og moka ofan í hinn stóra skurð og gera akfært með ofaníburð, þá er röðin komin að rafmagninu. Rafmagnið er leitt í jarðstrengj- um um bæinn. Háspennustrengir flytja rafmagnið milli bæjar- hverfa, en í hverju hverfi er spennistöð, þar sem spennu raf- magnsins er breytt. Frá spennu- stöðvunum liggja svo jarðstreng- ir út um allar götur og þaðan er rafmagnið tekið inn í húsin. Raf- magnsstrengirnir eru grafnir um 60—80 cm niður í jörðina. Bæði vatn og rafmagn þykir nú orðið ómissandi við húsbygg- ingar strax frá upphafi, vatn þarf við steypuvinnuna og rafmagn þarf bæði fyrir vinnuljós og í sam bandi við vinnuvélar við bygg- inguna. Löngu áður en húsbyggingu er að fullu lokið, er líka byrjað að hita húsin. Nýtízku miðstöðvar- katlar eru oftast kynntir með sjálfvirkum olíukyndingartækj- um, sem knúin eru með rafmagns mótorum. Rafmagn er því líka nauðsynlegt við upphitun hús- anna. Oftast er ekki hægt að fullgera dreifingarkerfi rafmagnsveitunn- ar í nýjum bæjarhverfum alveg strax í byrjun og verður þá að leggja bráðabirgða-rafmagns- kerfi, sem eingöngu á að full- nægja orkuþörfinni, meðan verið er að byggja húsin. Slíkt bráða- birgðakerfi þarf því að vera kom ið, til þess að lóð teljist bygg- ingarhæf. En þegar fólk flytur í hin nýju hús, getur bráðabirgða- kerfið ekki flutt orkuna lengur og þarf því nýtt rafmagnskerfi að vera komið svo langt á veg, að það geti tekið við. Nú hefur verið skýrt frá því, hvernig komið er á hinum fjórum „samböndum“, sem talað var um hér í upphafi, vegasambandi, hol- ræsi, vatnsveitu og rafmagni. Lóðirnar eru þá byggingarhæfar og byggingarmeistararnir geta þá tekið til óspilltra málana við að byggja húsin. Hver er kostnaðurinn? En þá kemur sú hliðin, hvað þær framkvæmdir kosta, sem hér hefur verið lýst. Smáíbúðahverf- ið í Reykjavík var að mestu und- irbúið til byggingar á árunum 1951 til 1954. Þar eru lóðir fyrir 540 svonefnd einbýlishús. Kostn- aður Reykjavikurbæjar við mal- argötur, holræsi og vatnsveitu í smáíbúðahverfinu sjálfu er um 8 milljónir króna, — eða um 15 þúsund krónur á hvert hús að meðaltali. Það má áætla, að hlutdeild þessa hverfis í a'ðalæðum hol- ræsakerfis og vatnsveitu kosti til viðbótar um þrjár milljónir kr. og er þá kostnaður Reykjavikur- bæjar kominn upp í 20 þúsund krónur á hvert hús. Á síðastliðnu ári var unnið að því að gera lóðir byggingarhæf- ar í nýju bæjarhverfi í Reykja- vík, sem stundum er kennt við Hálogaland. Þar verður tiltölu- lega mikið af háum húsum, allt að 12 hæðum. Fjöldi íbúðanna verður um 1140. Kostnaður við að leggja malargötur, holræsi og vatnsveitu um sjálft hverfið verð- ur sennilega um 11 milljónir kr. Það er um 10 þúsund krónur á hverja íbúð í hverfinu. Sambæri- legur kostnaður í Smáíbúðar- hverfinu var 15 þúsund krónur á hvert hús. Rétt er að vekja athygli á þessum mismun. Þrátt fyrir hækkað verðlag og erfið- ara land til jarðvinnu reyndist Hálogalandshverfið ódýrara í undirbúningi. Kemur þar eink- um tvennt til greina: 1. Meiri nýting landsins, vegna fjölbýlishúsanna. 2. Betri tækni við framkvæmd- irnar. Það er sennilegt, að ef tenging við aðalæðar er talin með, þá sé kostnaður Reykjavíkurbæjar við það að gera malargötur, holræsi og vatnsveitu í nýjum ibúðar- hverfum, að meðaltali um 15 þús. krónur fyrir hverja íbúð, sem byggð er. Kostnaður Rafmagnsveitu Reykjavíkur við dreifingarkerf- ið í Hálogalandshverfi hefur verið áætlaður um 5500 krónur fyrir hverja íbúð, en ef talin er með hlutdeild í stofnkostnaði við orkuver og flutning á rafmagn- inu til bæjarins, þá hækkar tal- an upp í um 15 þúsund fyrir hverja íbúð. Samkvæmt þessu er stofnkostn aður Reykjavíkurbæjar við það að gera lóðir byggingarhæfar: 1. Malargata, holræsi, vatns- veita um 15 þús. pr. íbúð. 2. Rafmagn einnig um 15 þús. pr. íbúð. Til samans: 30 þús. kr. fyrir hverja íbúð. Mannvirki sem eru hulin Við skulum nú líta til baka, yfir þann tíma, sem liðinn er, síðan fyrsta jarðýtan kom á vett- vang, til þess að ryðja götustæði í nýju bæjarhverfi. Síðan eru liðnir nokkrir mánuðir. Mikið jarðrask hefur skeð á þessum tíma, vélaskrölt, „loftboratónlist" og sprengingahvellir. En loks er skurðunum lokað, landið jafnað, vegirnir verða ak- færir. í raun og veru hafa allstór mannvirki verið gerð, en þau hverfa flest ofan í jörðina og enginn tekur síðan eftir þeim. Öllum finnst svo sjálfsagt að hægt sé að ná fersku vatni upp úr hvaða götu sem er, að hægt sé að láta skolp renna út í sjó, hvaðan sem er. Það er oft ekki fyrr en þessi næstum ósýni- legu mannvirki bila eitthvað, að menn fara að meta þau að verð- leikum. Grafa þarf djúpa skurði fyrir leiðslur Dýrleif Tdmos- dóttir Minningarorb í DAG verða hér í Fossvogskap- ellu á bál bornar jarðneskar leifar frú Dýrleifar Tómasdóttur frá Völlum í Svarfaðardal. Hún andaðist á Þingeyri við Dýra- fjörð 22. des. s.l. rúml. 72 ára að aldri. Dýrleif er fædd að Völlum 11. júní 1885. Voru foreldrar hennar prestshjónin þar, þau sr. Tómas Hallgrímsson, Tómassonar bónda að Steinsstöðum ( en kona Tóm- asar var Rannveig systir Jónasar skálds Hallgrímssonar), og Val- gerður Jónsdóttir prests að Steinnesi Jónssonar. Var sr. Tómasi fyrst veittur Stærri Ár- skógur á Árskógsströnd, og var hann síðastur presta þar, én Velli fékk hann 1884 og sat þann stað til dauðadags, 24/3 1901, Þótti sr. Tómas hið mesta glæsimenni, og þau hjón bæði. Hann var skáld- mæltur vel og hafði fagra söng- rödd. Þótti hann jafnan hinn mesti gleðimaður og hjálpsamur og drenglyndur, og frú Valgerð- ur var hin ágætasta kona. Þau hjónin eignuðust 5 börn, sem upp komust. Þau eru: Hall- grímur, kaupm. í Reykjavik, Elín Rannveig, gift Angantý Arngríms syni verzlm. á Þingeyri. Rann- veig, gift Magnúsi Jóhannssyni lækni, er lengi bjó á Hofsósi. Dýrleif, gift Jóni Björnssyni rit- höf. frá Dalvík, og Elísabet, gift Anton Proppé kaupm. á Þing- eyri. Er hún látin fyrir nokkrum árum, glæsileg kona og vel gefin. Og Hallgrímur lézt 1932, en eftir lifa af þessum glæsilega syst- kinahóp, þær Elín og Rannveig. Eftir lát sr. Tómasar flutti fjöl- skyldan frá Völlum. Dvaldi Dýr- leif þá ýmist með móður sinni, eða hjá frændum sínum og venzla fólki til 1912, en þá giftist húr. Jóni Björnssyni. Áttu þau heima á Dalvík næstu 6 árin, en íluttust til Rvíkur 1618 og gerðist Jón þá starfsmaður við Morgunblaðið og hélt því starfi um tug ára. Var heimili þeirra hér í Rvík á þeim árum jafnan fullt af gestum og glaðværð. Voru þau bæði frá- bærlega gestrisin og góð heim að sækja. Leið mönnum vel í r.á- vist þeirra og munu ýmsir gamlir vinir minnast margra gleðistunda á heimili þeirra nú, er þau eru bæði horfin. Árið 1928 fluttu þau hjón til Akureyrar og hóf Jón þar blaða- útgáfu, en ekki stóð það lengi, því að hann veiktist vorið 1930 og andaðist það sumar. Flutti þá Dýrleif til Rvíkur aftur, en árið 1945 til Þingeyrar, en þar voru þá systur hennar og mágar, og þar dvaldi hún það sem eftir var ævinnar. Þau Jón og Dýrleif eignuðust 3 syni, en aðeins 2 þeirra náðu fullorðinsaldri og fórust báðir af slysförum. Hinn eldri drukknaði af bát, sem fórst með allri áhöfn. Hann var ókvæntur og barn- laus. Hinn yngri var við flug- nám vestur í Ameríku og fórst þar í flugslysi. Hann átti 3 börn og þau ekki öll heil heilsu. Hafði Dýrleif þá misst mann sinn og synina alla og stóð nú ein uppi. Og nú þótti henni sem sín þyrfti með til hjálpar sumum þessum sonarbörnum sínum, því að um megn var móðurinni að sjá um þau öll, eins og á stóð. Kom þá í ljós hvílík mannkostakona hún var og rík af kærleiksfúsri um- önnun og þolinmæði. En hinu má þá að sjálfsögðu heldur ekki gleyma, hversu afbragðsvel systur hennar á Þingeyri og ann- að venzlafólk reyndist henni þá og alla tíð. Var það henni ómetan legur stuðningur og litlu vinun- um hennar, og þótti henni sem slíkt yrði seint fullþakkað. En sjálf svignaði hún heldur ekki. Þessi kona, sem eftirtekt vakti í veizlusölum og kunni vel við sig í glöðum hóp, tók einveru Og einstæðingsskap, ástvinamissi og margs konar sorgarefnum, með óbugandi þreki og þolgæði og kvartaði ekki. Hún reyndist þannig hin mesta hetja er á hólm inn kom og brá sér hvergi. Hún lét bölið verða sér til bóta. Það var henni „gull á þroskans vegi.“ Og nú minnumst við hennar með virðingu og þökk. Á s.l. vetri las ég nokkur Ijóð í útvarp eftir mann Dýrleifar,Jón sál. Björnsson. Fyrir vali varð m.a. kvæði með þessum Ijóðlín- um: „— — Lyft vorum anda al- heimssál upp til þín, upp til þín hærra. Ger hugsvið vort hreinna og stærra. -----Fyll vorar sálir sóldýrð þinni, sýng oss þitt eilífa kær- leiksmál------“ o.s.frv. Þetta þótti Dýrleifu vel valið. Um mátt hins eilífa kærleika slcyldi beðið. Sá máttur, ásamt fögnuði trúarvissunnar, hafði snert hjarta hennar, og þá varð flest annað hégómi. í kvæði sínu „Burt“ er eins og Jón Björnsson syngi þau bæði úr hlaði: „— — Eins og fljúgi svanir um sólskinsvegu blá, sálir okkar vaggast ljós- vakanum á. Brjóst við brjóst við líðum brott í geimi víðum. Bak við liggur jörðin dimm með kulda, hreggi og hríðum. Gleymdar eru sorgir og grátiC sérhvert tár, gengnar þyrnibrautir og lækn- uð öll sár. Söngur er í sálum, söngur á helgum málum. — Framundan er nóttin björt af norðurljósabálum' — Friður og blessun fylgi þeim. Snorri Sigfússon. VERZLUNARHlJSiMÆÐI á bezta stað í miðbænum er til leigu nú þegar. Svarbréf sendist afgr. Mbl. fyrir 12. þ. m. merkt: 7917. íbúð 3 herbergi og eldhús á grunnhæð, við Miklubraut, er leigu nú þegar. Lysthafendur sendi nöfn sín, ásamt verðtilboði og upplýsingum um fjölskyldustærð í umslag merkt: „185—3661“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.