Morgunblaðið - 08.01.1958, Qupperneq 10
10
MORGTJN nr 4Ð1Ð
Miðvik'udagur 8. jan. 1958
.ttttfrl&frifr
Otg.: H.f. Arvakur, Reykjavik.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðairitstjorar: Valtýr Steíánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigm-ður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Ola, simi 33045
Auglýsmgar: Arni Garðar Kristmsson.
Ritstjórn:. Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargiald kr. 30.00 á mánuði umamands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
SAGAN FRÁ IÐJU GETUR GERZT
í DAGSBRÚN
UTAN UR HEIMI
Markgreifinn af Milford Haven
— fimmti maður Evu Bartok?
Markgreifinn af Milford Haven á harðaspretti frá símaltlefanum
1-^YRIR tæpu ári síðan, hinn
\ 24. febrúar, fóru fram
stjórnarkosningar í tveim
ur verkalýðsfélögum í Reykja-
vík, Iðju, félagi verksmiðjufólks
og Trésmiðafélaginu.
Báðum þessum verkalýðsfélög-
um höfðu kommúnistar ráðið um
árabil. í Iðju hafði framboðslisti
þeirra stundum orðið sjálfkjör-
inn en ella náð kosningu með
hundruð atkvæða meirihluta.
En við stjórnarkosningarnar i
fyrra hófu lýðræðissinnar náið
og markvíst samstarf um að
hnekkja völdun. kommúnista í
þessum félögum. Enda þótt leið-
togar Framsóknarflokksins
reyndu eftir megni að hjálpa
kommúnistum til þess að halda
þeim munu flestir þeirra fáu
Framsóknarmanna, sem í þeim
voru hafa stutt framboð lýðræðis
xsinna.
Lýðræðissinnað fólk í Iðju og
Trésmiðafélaginu ákvað að
freista þess að losa samtök sín
undan ofbeldisstjórn kommún-
ista. Margir voru vantrúaðir á að
þetta tækist og töldu aðstöðu
kommúnista svo sterka að von-
laust væri að hnekkja völdum
þeirra.
En hin öfluga sókn og sam-
starf lýðræðissinna bar þann
glæsilega árangur, að komm-
únistum var hrundið úr stjórn
bæði í Iðju og Trésmiðafélag-
inu. í Iðju hlaut listi lýðræðis-
sinna 524 atkvæði en Iisti
kommúnista 498 atkvæði.
1 Trésmiðafélaginu hlaut
listi lýðræðissinna 159 atkvæði
en listi kommúnista 135 at-
kvæði.
Merkileg straumhvörf.
Þessi úrslit í hinum tveimur
stóru verkalýðsfélögum sýndu
merkileg straumhvörf innan
verkalýðshreyfingarinnar í
Reykjavík. Kommúnistar voru
komnir þar á hratt undanhald.
Þeir voru að missa tökin á stærstu
verkalýðsfélögunum. Fólkið inn-
an samtakanna reis upp og
myndaði öflug samtök lýðræðis-
sinnaðra manna um að reka
Rússaþýin af höndum sér og fá
starfhæfum mönnum forystu
félaganna.
Fólkið í Iðju og Trésmiðafélag-
inu vildi að hagsmunasamtök
þess yrðu fyrst og fremst notuð
til þess að standa vörð um hags-
muni þess en ekki um pólitíska
klíkuhagsmuni kommúnista.
Þess vegna sigraði framboðslisti
lýðræðissinna.
Átökin um Dagsbrún.
í Dagsbrún, stærsta verkalýðs-
félaginu í Reykjavík, hafa komm
únistar lengi farið með völd.
Hafa þeir talið þetta stóra og
fjölmenna félag höfuðvígi valda
sinna. Þess vegna hafa þeir
einskis látið ófreistað til þess að
halda því. Hundruð manna inn-
an félagsins hafa verið svipt
félagsréttindum og andstæðing-
um kommúnista torvelduð mjög
öll barátta gegn ofbeldisstjórn
þeirra.
Með slíkum aðferðum hefur
kommúnistum tekizt að halda
Dagsbrún með hundruð atkvæða
meirihluta við flestar stjórnar-
kosningar í félaginu undanfarin
ár.
En margt bendir til þess að
nú sé sama sagan að gerast
í Dagsbrún og gerðist í fyrra
í Iðju og Trésmiðafélaginu.
Lýðræðissinnað fólk í félag-
inu hefur bundizt samtökum
um að leysa þessi hagsmuna-
samtök sín úr ánauð komm-
únista. Leiðtogar Framsóknar
hafa að vísu eins og í Iðju-
kosningunum, lofað kommún-
istum hjálp sinni. En þeir fáu
Framsóknarmenn, sem eru í
verkamannastétt í Reykjavík,
munu flestir styðja samtök
lýðræðissinna.
Lýðræðissinnar einhuga.
Innan Dagsbrúnar starfar því
allt lýðræðissinnað fólk að því
um þessar mundir að hnekkja
áhrifum og völdum hins fjar-
stýrða ofbeldisliðs kommúnista.
Allir lýðræðissinnaðir og frjáls-
lyndir verkamenn minnast hinn-
ar blóðugu uppreisnar verka-
lýðsins í Ungverjalandi gegn
Rússum og hinum alþjóðlega
kommúnisma. Sú uppreisn var
barin niður með einstæðri hörku
og villimennsku. Vopnlaus verka
lýður var brytjaður niður af
skriðdrekum og vígvélum komm
únista.
Kommúnistar á íslandi hafa
lýst því yfir, að samúð þeirra
sé öll með hinum rússnesku
böðlum ungverzks verkalýðs.
„Þjóðviljinn“ hefur birt fjölda
varnargreina fyrir Janos Kad-
ar, kvislinginn, sem hleypti
Rauða hernum á vopnlitla
verkamenn og menntamenn,
sem forystu höfðu um upp-
reisn ungverzku þjóðarinnar
gegn kúgurum hennar. Þannig
er „frjálslyndi“ kommúnist-
anna á íslandi.
Þetta <*etur ^erzt
Þessir menn haldá nú dauða-
haldi í stærsta verkalýðsfélag
landsins og svífast einskis til
þess að viðhalda ofbeldisstjórn
sinni þar. En öll lýðræðissinnuð
öfl hafa sameinazt gegn Rússa-
þýjunum í Dagsbrún. Dagsbrún-
armenn muna hvað gerðist í Iðju
og Trésmiðafélaginu fyrir tæpu
ári síðan. Þá voru margir, sem
trúðu því ekki að hægt væri að
sigra kommúnista í þessum félög-
um. En engu að síður var völd-
um þeirra hrundið og lýðræðis-
sinnar tóku við stjórn samtak-
anna.
Þetta getur gerzt í Dags-
brún í þessum mánuði. Fjöldi
verkamanna hefur nú aflað
sér félagsréttinda þar. Auk
þess er vitað að fylgi kommún
ista í félaginu hefur hrað-
minnkað. Á f jölmennum vinnu
stöðum í bænum, þar sem þeir
voru áður mjög sterkir, mæl-
ir nú varla nokkur verkamað-
ur þeim bót.
Þannig gengur þróunin í rétta
átt. Hinn fjarstýrði flokkur er
kominn á hratt undanhald inn-
an verkalýðshreyfingarinnar.
Flótti hans verður ekki stöðv-
aður.
FYRIR skömmu kom óvæntur
reki á fjörur Lundúnablaðanna.
Sorpblöðin fullyrtu framar öllu
um þetta efni, og blöð af betra
taginu létu þetta mál til sín taka:
Ætlar markgreifinn af Milford-
Haven, sem er mjög skyldur Elísa
betu drottningu og frændi Louis
Mountbatten lávarðar, að ganga
að eiga þýzku kvikmyndaleik-
konuna Evu Bartok?
Eva gekk í Subudtrúar-
ílokkinn
Hún hefir verið gift fjórum
sinnum. Fyrsti maður hennar var
ungverskur liðsforingi, annar
bandaríski kvikmyndaframleið-
andinn Alexander Paal, því næst
milljónamæringurinn William
Wordsworth og loks þýzki kvik-
myndaleikarinn Curd Júrgens.
Fyrir tólf vikum síðan fæddi Eva
dóttur og neitaði að gefa upp fað
erni hennar. Vakti þetta enn
meiri athygli, þar sem læknar
höfðu spáð því, að fæðingin
myndi ganga mjög illa. En allt
gekk að óskum, og þakkaði Eva
það því, að hún hafði gengið í
Subudtrúarflokkinn og lært
Eva Bartok og markgreifinn —
aðalumræðuefni Lundúnabúa . ..
leyndardóma hans af „spámann-
inum“ John Bennett. Hún dvaldi
•á heimili Bennetts um jólin til að
sjá dóttur sína Díónu Grazíu.
Þar dvaldi hún í viku, og þann
stutta tíma gekk mikið á, eins og
vænta mátti. Skömmu eftir komu
hennar til Bennetts, lagði mark-
greifinn af Milford-Haven þang-
að leið sína, og nokkrir tugir
blaðamanna og blaðaljósmyndara
eltu hann. Hann hafði fyrst gert
boð á undan sér frá símaklefa á
næsta götuhorni, og þaðan fór
hann á harðasprettti, svo að met-
hafi hefði ekki gert betur, yfir
götuna og inn um dyrnar, sem
voru í hálfa gátt.
★
Eva Bartok talaði við blaða-
mennina gegnum opinn glugga.
BÆJARSTJÓRN Feneyja hefir
að nokkru samþykkt áform um
að svipta borgina því, sem helzt
hefir laðað ferðamenn þangað, þ.
e. a. s. fylla upp sýkin að tölu-
verðu leyti og gera borgina jafn-
framt landfasta. Bæjarbúar mót-
mæla þessu kröftuglega.
Áform bæjarstjórnarinnar byggj
ast á því, að ferðatnannastraum-
urinn vex jafnt og þétt og íbú-
unum fjölgar sífellt, svo að nauð-
synlegt er að reisa ný íbúðar-
hverfi og endurskipuleggja um-
ferðina um borgina.
Nýtízku íbúðarhverfi
á Sacca Fisola
Nú er t. d. verið að reisa ný-
Þrír lögreglubílar komu á vett-
vang og hringsóluðu næstu daga
umhverfis húsið. Kvikmyndakon-
an sendi blaðamönnum whisky-
flösku til að gefa þeim til kynna,
að hún vildi ekkert við þá tala.
En þeir sendu flöskuna óopnaða
til hennar aftur.
★
Nú er Eva Bartok farin aftur
til Múnchen til að ljúka töku
kvikmyndarinnar „Kvenlæknir
við Stalingrad". Markgreifinn af
Milford-Haven, sem á næstunni
mun skilja við konu sína, banda-
rískan milljónamæring, er áfram
í Lundúnum og sömuleiðis hin
tólf vikna gamla Diana Grazia.
Og allir spyrja: Ætlar hann að
verða fimmti maður Evu Bartok?
Kalt stríð milli
Onassis og
Rainiers fursta
HINN gríski jöfur olíuflutning-
anna, Aristoteles Onassis, kvað
hugleiða það í fyllstu alvöru að
flytja föggur sínar og fé frá dverg
ríkinu Monaco. Fyrir nokkrum
árum síðan kom hann öllum á
óvart með því að kaupa spilavitið
í Monte Carlo, og sagt er, að síðan
hafi hann svo til ráðið lögum og
lofum í Monaco.
Ástæðan til þess, að hann
hyggst nú yfirgefa furstadæmið,
er sú, að hann getur ekki þolað
Rainier fursta. Gríski útgerðar-
maðurinn, sem býr í skemmti-
snekkju sinni í höfninni, og furst
inn : höll sinni á klettahöfðanum,
heyja kalt stríð sín á milli. Onass
Frh á bis. 19.
tízku íbúðarhverfi fyrir 10 þús.
manns á eynni Sacca Fisola, og
jafnvel Lido er nú að breytast úr
baðstað í nýtízku úthverfi.
í þessum nýju áætlunum er m.
a. gert ráð fyrir að byggja brýr
yfir Lagúninn. Þetta hefir í för
með sér að fylla verður upp
nokkur sýki og búa til a. m. k.
eina eyju í Lagúninum.
Ef þessi áform ná fram að
ganga þrátt fyrir mótmæli Fen-
eyjabúa, verður þess ekki langt
að bíða, að Feneyjar séu ekki
lengur borg gondólanna heldur
borg lúksusbílanna.
Myndin sýnir sjálfan Canal Grande í Feneyjum og Rialta-
bfúna. Skyldi fara svo, að síkin og gondólarnir hverfi úr sög-
unni á næstu áratugum?
’.'erða Feneyjar borg
lúksusbílanna ?