Morgunblaðið - 08.01.1958, Page 12

Morgunblaðið - 08.01.1958, Page 12
12 MORGTJ1SBL4Ð1Ð Miðvikudagur 8. janúar 1958 Heimsins þekktasta ávaxtategund Ný uppskera. Beint frá Kaliforníu vænt- anleg í verzlanir okkar í lok þessarar viku. ð SUNKIST Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá Fullirúafundur kuupstuðu ú Norður- Vestur- og Austurlondi DAGANA 6.—8. september s. 1. þessara framkvæmda getur verið að ræða ef það telst heppilegt var haldinn að félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði, full- trúafundur kaupstaðanna á Vestur-, Norður- og Austurlandi. Fundinn sóttu eftirtaldir full- trúar: Frá ísafirði: Birgir Finns- son og Matthias Bjarnason. Frá Sauðárkróki: Björgvin Bjarna- son og Pétur Hannesson. Frá Siglufirði: Baldur Eiríksson. Frá Ólafsfirði: Ásgrímur Hartmanns- son og Magnús Gamalielsson. Frá Akureyri: Steinn Steinsen og Stefán Reykjalín. Frá Húsavík: Páll Þór Kristinsson og Jóhann Hermannsson. Frá Seyðisfirði: Jóhannes Sigfússon og Erlendur Björnsson. Frá Neskaupstað: Bjarni Þórðarson og Oddur Sig- urjónsson. Þá yoru mættir á fundinum Jónas Guðmundsson, framkvstj. og Gunnþór Björnsson, forseti bæjarstjórnarinnar á Seyðisfirði. Jónas Guðmundsson flutti erindi þar sem hann m. a. skýrði frá því hvernig Samband ísl. sveitarfélaga hefði tekið á mál- um þeim er ísafjarðarfundurinn hafði vísað til Sambandsins. Rakti Jónas ýtarlega gatna- gerð í smærri kaupstöðum. Skýrði frá viðræðum við vega- málastjóra um framkvæmd gatnagerðar á þessum stöðum og því áliti hans, að heppilegast sé að byggja vegina úr steinsteypu, v þar sem tæki til malbikunar séu ' dýr og erfið í flutningum milli kaupstaðanna. Um sameiginleg- ar lántökur kaupstaðanna til er til framkvæmda kemur. Þá ræddi Jónas um samræm- ingu á launum starfsmanna bæj- anna og lýsti því hvað gerzt hef- ir í því máli. Liggja nú fyrir upplýsingar um launakjör hinna ýmsu starfsmanna og hefir að öðru leyti verið unnið nokkurt undirbúningsstarf. Næst ræddi Jónas um endur- skoðun sveitarstjórnarlaganna, en í því efni hefir verið þungt undir fæti um langt skeið, og er svo enn. Lagði hann áherzlu á nauðsyn þess, að endurskoðun þessi fari fram sem fyrst, þar sem löggjöf þessi er úrelt orðin. Loks ræddi Jónas um eflingu Bjargráðasjóðs svo hann gæti á einhvern hátt orðið sveitar- félögunum til styrktar, en um þetta efni var gerð ályktun á ísafjarðarfundinum. Hefir verið rætt um þetta við ríkisstjórnina og hún að nokkru leyti sinnt því. Hefur verið gert uppkast að frum varpi um breytingar á Bjargráða sjóði sem gengur í þá átt, að honum verði kleift að greiða úr lánsþörf sveitarfélaganna að einhverju meira eða minna leyti. í sambandi við tillögu er sam- þykkt var á ísafjarðarfundinum um greiðslur barnsmeðlaga af hendi barnsfeðra skýrði Jónas frá því, að upplýsinga hefði ver- ið leitað hjá Tryggingarstofnun ríkisins. Hefur hún ekki enn gef- ið fullnægjandi upplýsingar, en þegar þær fást munu þær verða sendar til bæjarstjórnanna til at- hugunar. Vegna takmarkaðs rúms er ekki unnt að greina frá gerðum fundarins nánar en svo að birta samþykktir hans. I. Fjárhagsmál Þriðji fulltrúafundur kaupstað- anna á Vestur-, Norður- og Austurlandi skorar á ríkisstjórn- ina að hlutast til um, að lög um útsvör og önnur lög, sem snerta útsvör séu sem allra fyrst tekin til gagngerðrar endurskoðunar. Telur fundurinn eðlilegt, að ný útsvarslöggjöf feli í sér eftir- farandi m. a.: a. Ýmsum stofnunum sem ekki eru í starfsemi sinni bundnar ákveðnum sveitarfélögum verði gert að greiða útsvör, er renna skuli í sérstakan sjóð, sem gangi til að standa undir ákveðnum út- gjöldum sem nú hvíla á sveit- arfélögum. Stofnanir, sem hér er átt við eru m. a. ríkiseinkasölur, samvinnusambönd, tryggingar- félög, sölusambönd og bankar. b. Settar verði reglur um út- svarsgreiðslur fyrirtækja, er at- vinnu eða verzlun reka víða um land og sé með þeim tryggt, að hlutur sveitarfélaga í dreifbýlinu verði ekki fyrir borð borinn í þeim skiptum. c. Sett verði ákvæði um há- mark veltuútsvara í hinum ýmsu greinum verzlunar og atvinnu- rekstrar, og þau látin ná til alls rekstrar samvinnufélaga, sem og alls annars rekstrar. Slík veltu- útsvör séu frádráttarbær frá skatt- og útsvarsskyldum árstekj- um fyrirtækisins. stjórn Samb. ísl. sveitarfélaga haldi áfram rannsóknum á launa málum bæjarstarfsmanna, og láti semja frumvarp að reglugerð eða reglugerðum að launasamþykkt- um fyrir bæjarfélögin á Vestur-, Norður- og Austurlandi, er bæj- arstjórnir fái svo til umsagnar". „Fundurinn áréttar áskorun sína á Alþingi frá í fyrra um hækkun framlags til malbikunar og steypu gatna í kaupstöðum og kauptúnum". „Fundurinn áréttar fyrri sam- þykktir um að ríkisvaldið leggi ekki auknar byrðar á sveitar- félögin, án þess að sjá þeim jafn- framt fyrir tekjustofnum á móti“. II. Atvinnumál „Fundurinn áréttar fyrri sam- þykktir sínar um að ríkisstjórn og Alþingi haldi fast á rétti landsmanna um aukna friðun fiskimiðanna og frekari stækkun landhelginnar". „Fundurinn telur að halda beri áfram skipulagðri fiskleit og rannsóknum allt árið, og jafn- framt þurfi að gera tilraunir með nýjar veiðiaðferðir. Jafnframt bendir fundurinn á nauðsyn þess að framkvæmdar séu ýtarlegar rannsóknir og haldið uppi öfl- ugri tilraunastarfsemi í sambandi við margvísleg tækmieg vanda- mál sjávarútvegsins, bæði þau, sem lúta að sjálfum veiðunum og þeim, sem snerta aðferðir til fiskvinnslu. Telur fundurinn, að margt bendi til þess, að síldarleit með flugvélum hafi undanfarin ár hafizt of seint, og beinir þeim tilmælum til sjávarútvegsmála- ráðherra, að síldarleitarflug næsta ár verði hafið um miðjan maímánuð". „Fundurinn telur, að reynslan hafi sýnt, að útgerð togara og vinnsla aflans í landi sé eitt bezta úrræðið til þess að tryggja jafna atvinnu allt árið á stöð- um, þar sem annars getur verið hætta á árstíðabundnu atvinnu- leysi. Skorar fundurinn þess vegna á ríkisstjórnina, að hlutast til um, að flestir þeirra nýju togara, sem keyptir verða til landsins verði staðsettir á Vest- ur-, Norður- og Austurlandi og rífleg f.yrirgreiðsla verði veitt þeim aðilum, sem sjálfir vilja ráðast í aukna togaraútgerð. Einnig telur fundurinn, að at- huga þurfi á hvern hátt verði bezt fyrir komið togaraút- gerð ríkisins til atvinnujöfnun- ar á þeim stöðum, sem ekki hafa sjálfir bolmagn til þess að eign- ast togara. Jafnhliða aukinni tog- araútgerð telur fundurinn, að ríkisvaldinu beri að stórauka framlög til hafnarbóta á Vestur-, Norður- og Austurlandi og til þess að fullgera hafnarmann- virki, og bæta á þann hátt að- stöðu til togaraútgerðar í þess- um landshlutum. Jafnframt bend ir fundurinn á, að nauðsynlegt er að framlög og lán til áfram- haldandi uppbyggingar fisk- vinnslustöðva séu aukin og skor- ar á ríkisstjórnina að hlutast til um, að ríkisábyrgð til hraðfrysti- húsa, sem byggð eru af útgerðar- fyrirtækjum verði hækkuð úr 60% í 75% af heildarbyggingar- kostnaði. Loks telur fundurinn bráða nauðsyn, að komið verði upp dráttarbrautum fyrir fiski- báta víða á Vestur-, Norður- og Austurlandi, og að stefna beri að því, að dráttarbrautir er geti tek- ið upp togara verði staðsettar í þessu landshlutum". Fundurinn beinir þeim tilmæl- um til sjávarútvegsmálaráðherra að rannsókn verði látin fara fram á því, hvort ekki sé tiltæki- legt að heimila dragnótaveiði á tilteknum svæðum einhvern tíma úr árinu og með hæfilegum tak- mörkunum". „Fundurinn skorar á ríkis- stjórnina, að hún hlutist til um, að allar þær síldartunnur, sem nota þarf í landinu, verði smíð- aðar hér á landi. Jafnframt bein- ir fundurinn þeirri áskorun til Sildarútvegsnefndar, að síldar- saltendum verði gefinn kostur á að kaupa síldartunnur á sama verði (cif) hvar sem er á land- inu“. „Fundurinn fagnar því, að síð- asta Alþingi skyldi hækka fjár- framlag til atvinnuaukningar í 15 milljónir króna. Telur fundur- inn að halda beri áfram fjárveit- ingum til atvinnuaukningar með tilliti til þeirra landshluta, sem helzt þurfa aðstoðar með til þess að tryggja íbúunum samfellda vinnu allt árið. Álítur fundur- inn, að fjárveiting í þessu skyni næsta ár megi ekki vera lægri en 20 milljónir króna. Úthlutun fjár ins verði aðallega miðuð við kaup á þeim atvinnutækjum sem mest þörf er að á hverjum stað, og sem bezt stuðla að hagnýtum vinnubrögðum við fiskiðnað og fiskvinnslu, eða skapa bætta að- stöðu til útgerðar". „Fundurinn fagnar því, sem áunnizt he^ir í rafvæðingu lands- ins með byggingu nýrra orku- vera og dreifingu raforku um stór landssvæði og telur að vinna beri að því, að stóriðnaður, sem byggir starfrækslu sína á raf- orku, verði framkvæmdur í kaup stöðum úti um land, þar sem vinnuafl er fyrir hendi og góð skilyrði eru til starfrækslu stór- iðnfyrirtækja. Fundurinn lítur svo á, að með stofnun iðnfyrir- tækja úti á landi, sé verið að stuðla að auknu jafnvægi í byggð landsins, því fátt er mikilvæg- ara en að auka fjölbreytni í at- vinnulífinu til þess að heil byggðarlög eigi ekki afkomu sína komna undir sjávarútveg- inum einum. Fundurinn skorar því á ríkisstjórnina og Alþingi að láta gera tillögur eða áætlun um stofnun iðnfyrirtækja á orku veitusvæðum þeirra virkjana, sem þegar hafa verið reistar, eða ráðgert er að framkvæma á næstu árum“. „Fundurinn lítur svo á, að at- huganir þær, sem stjórn Samb. ísl. sveitarfélaga lét gera á fyr- irhuguðu samstarfi bæjanna um gatnagerð hafi verið mjög gagn- legar og bendi til að slíkt sam- starf sé æskilegt. Væntir fund- urinn þess, að stjórn Samb. ísl. sveitarfélaga haldi málinu vak- andi framvegis a. m. k. þar til búið er að koma á fót fram- kvæmdastjórn bæjanna, sem samþykkt hefur verið að vinna að“. III. Félagsmál „Þriðji fulltrúafundur kaup- staðanna á Vestur-, Norður- og Austurlandi lítur svo á, að það samstarf, sem tekizt hefir með kaupstöðunum, geti ekki náð til- gangi sínum, nema því aðeins, að þeir bindist traustari samtök- um og stofni með sér formlegt samband. Ályktar fundurinn því að kjósa þriggja manna nefnd, er undirbúi stofnun (almenns) kaupstaðasambands. Skal nefnd- in jafnframt gangast fyrir því, að efnt sé til fjórða fulltrúa- fundar kaupstaðanna og sé að því stefnt, að hann verði jafn- framt stofnfundur hins fyrir- hugaða kaupstaðasambands. Skal nefndin hafa lokið störfum svo snemma, að tillögur liggi fyrir bæjarstjórnum kaupstaðanna til afgreiðslu fyrir fulltrúafund“. IV. Þá ítrekar íundurinn neðan- skráðar samþykktir annars full- trúafundarins um: 1. Að ríkissjóður taki að sér að greiða tiltekin gjöld, sem nú hvíla á sveitarfélögunum, þar til lögfestir hafa verið nýir tekjustofnar þeim til handa. 2. Bjargráðasjóð. 3. Löggæzlu. 4. Endurskoðun sveitarstjórnar- löggjafarinnar. Harmar fundurinn, að tillög- um þessum hefur lítt eða ekkert verið sinnt. „Fundurinn æskir þess, að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.