Morgunblaðið - 14.01.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.01.1958, Blaðsíða 2
2 MOHCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 14. janúar 1958 STAKSTflNAR Fátt ungra manna hjá Framsókn Það vakti athygli á fundi þeim, sem Framsóknarmenn héldu fyr- ir skömmu til undirbúning-s bæj- arstjómarkosningunum, að jiar sást varla nokkur ungur maður. Meginjiorri fundarmanna voru rosknir menn. Þetta er vissulega ekki óeðli- legt. Unga fólkið í Reykjavík fylgir ekki Framsóknarflokknum að málum. Til jjess er því of kunn sagan af bæjarmálaafskipt- um Tímamanna. Tímamenn köll- uðu fyrstu virkjun Sogsins „sam særi andstæðinga Framsóknar- flokksins". Sérhagsmuna- og hitlinga- stefna Framsóknarflokksins er heldur ekki aðlaðandi í augum reykvískrar æsku. Þegar á allt þetta er litið sæt- ir það engri furðu þótt fátt væri um ungt fólk á Framsóknarf'und- inum um daginn. Framsóknar- flokkurinn er steinrunninn aftur- halds- og hentistéfnuflokkur, sem gengur nú erinda kommún- ista, m.a. í verkalýðsfélögunum, þar sem Hermann Jónasson hefur fyrirskipað mönnum sínum að kjósa með kommúnistum til þess að réyna að hindra stórfellt tap þessara samstarfsmanna sinna. Hættulegur auðhrin<?ur Það ljós hefur nú runnið upp fyrir greindari leiðtogum Alþýðu flokksins að þeir muni hafa gengið helzt til langt í þjónkun sinni við Framsókn. Þess vegna lýsir einn af efstu mönnum Al- þýðuflokks-listans í Reykjavík því yfir fyrir skömmu í Alþýðu- blaðinu, að SÍS sé orðið auðhring ur, er þjóðinni stafi mikil hætta af. Lýsti Alþýðuflokksmaðurinn þeirri hættu m.a. á þessa leið: „í dag verðtur sú skoðun al- mennari meðal Alþýðuflokks- manna, að SÍS hafi náð undir sig meira peningavaldi en samrýmzt geti lýðræðislegu stjórnarfari í eins litlu þjóðfélagi og íslenzka þjóðfélagið er. Ef SÍS safnar mest öllum atvinnurekstri og fjár- magni á sínar hendur fer að þyngjast um pólitíska frelsið". Alþýðuflokkurinn er sem sagt farinn að óttast um „pólitíska frelsið" vegna ofríkis Framsókn- ar og misnotkunar hinnar gömlu maddömu á samtökum samvinnu manna í landinu. Þessi ótti Alþýð'uflokksmanna er vissulega ekki ástæðulaus, ekki sízt vegna þess, að henti- stefnu mennirnir í Tímaliðinu hafa nú tekið höndum saman við kommúnista, sem auðvitað eiga það mark háleitast að afnema pólitískt frelsi og lýðræði. Stærsti andstöðuflokk- uirinn Stærstl andstöðuflokkur Sjálf- stæðismanna í Reykjavík eru kommúnistar. Þeir eru öflugasti stjórnmálaflokkurinn í minnihlut anum. Við síðustu Alþingiskosn- ingar fengu kommúnistar um 8 þús. atkvæði í höfuðborginni. Meginsókn Sjálfstæðismanna í kosningunum, sem fram fara 2G. þ.m. hlýtur því að beinast gegn kommúnistum. Allir sannir lýð- ræðissinnar ættu að styðja Sjálf- stæðismenn í þessari baráttu. Hinn íslenzki kommúnistaflokk- ur er þrátt fyrir nafnabreyting- ar sínar aðeins grein af hinum alþjóðlega skemmdarverkaflokki kommúnista. Það er sama hvort hann heitir „Sameiningarflokkur alþýðu — sósíalistaflokkurinn", „AIþýðubandalag“ eða „Komm- únistaflokkur fslands". Hann er alltaf fjarstýrður flokkur, sem lýtur boði og banni hinnar rúss- nesku harðstjórnar. Færeyingarnir Hjartvar Kjærbæk og Olaus Dam. — Á móti Islandsferðum færeyskra stúlkna. Aðalafriðið er heimsending launanna, segja Færeyingar Mótfallnir Islandsferðum færeyskra stúlkna — 200 sjómenn komu meö Gullfossi i gær UM 200 KÁTIR Færeyingar á aldrinum 16—50 ára stigu á land hér í Reykjavík síðdegis í gær. Þetta er fyrsti hópurinn, sem frá Færeyjum kemur að þessu sinni, og ráðinn hefur verið í skiprúm hér á vetrarvertíð. Hinir fær- eysku sjómenn, sem langsamlega flestir hafa verið hér á vetrar- vertíð áður sumir hverjir þrjár — fjórar, lýstu ánægju sinni yf- ir því að vera nú komnir aftur til starfa. — Flestir í þess- um hópi fara til Vestmannaeyja. Gullfoss lagðist á ytri höfnina um klukkan 2,30 í gærdag eftir skjóta ferð frá Þórshöfn í Fær- eyjum. Er skipið lagði frá hryggju þar, var þar samankom- inn mikill fjöldi bæjarbúa, gizk- uðu skipsmenn á 800—1000, til að kveðja íslandsfarana. Þeir munu ekki snúa heim aftur fyrr en í maímánuði er vetrarvertíð lýkur, þ. e. a. s. þeir sem fyrstir fara. Færeyingarnir höfðu gert sér dagamun á skipsfjöl svo sem vænta mátti, margir fengið sér flösku af víni á sunnudaginn. Upp hófst brátt mikil gleði með- al hinna tápmiklu sjómanna. Var sungið og dansað langt fram á nótt, stignir Ólafsvökudansar. Var ekki laust við að sumir væru ekki alveg komnir úr hátíðar- skapi í gærdag, er þeir stigu á land með farangur sinn, en flestir voru með eina tösku og sjópoka. Yfirleitt voru Færeyingarnir þeirrar skoðunar að hingað til lands myndi koma mikill fjöldi sjómanna. — Sumir gizkuðu á 1500—1600, en það er lítið eitt fleiri en í fyrra. Þeir sögðu þær fréttir að heimán, að í haust hefðu um 300 Færeyingar farið til Noregs á vertíð, einnig hefðu nokkrir farið á þýzka togara og brezka. Langsamlega flestir munu koma hingað. — Eru þið þá ánægðir með kjörin? Jú, sagði Hjartvar Kjæbæk og félagi hans Olaus Dam, báðir frá Suðurey. Sjáðu til gamli, það sem mestu máli skiptir í sam- SJALFSTÆÐISMENN á Sel fossi hafa opnað kosningaskrif stofu í verzlunarhúsi S. Ó. Ólafssonar & Co. (2. hæð). Skrifstofan er opin daglega frá kl. 10 árdegis til kl. 10 síð degis. Sími skrifstofunnar er 119. Stuðningsfólk D-listans á Selfossi er beðið að hafa sam- band við skrifstofuna. bandi við ráðningarskilmálana er að staðið verði í einu og öllu við gerða samninga. Við Færeying- er erum þannig gerðir, að gerum við samning, þá viljum við leggja megináherzlu á að allt sé „á þurru“, ég á við að staðið sé við hann. Yfirfærslur til heimila okkar í Færeyjum, mega ekki dragast úr hömlu, éins og víða hefur átt sér stað. Slíkur drátt- ur sem orðið hefur á launayfir- færslum, er ykkur fslendingum mjög skaðlegur í augum almenn- ings í Færeyjum. Þess eru dæmi, að menn hafi fengið um síðustu jól eftirstöðvar af launum sínum frá vetrarvertíðinni 1957. — Þetta gengur ekki, sagði Hjart- var. — Jú við erum ánægðir með kjörin, gamli, en því aðeins að staðið sé við ákvæðin um heim- sendingu launanna. — Koma færeyskar stúlkur hingað? Nei ég vona ekki, sagði Hjart- var. Ég er á móti því að stelp- urnar að heiman séu að koma hingað. — Og það eru fleiri, — já ég held að þú munir ekki hitta í þessum hópi nokkurn Fær- eying, sem telur íslandsferðir færeyskra stúlkna æskilegar. — Sjáðu til: Þess eru dæmi að þær hreinlega þola ekki umskiptin frá því að vera heima og hér á eigin snærum, kemur á þær los, og þess eru dæmi, að þær tóku hér upp á þeim ósið að drekka. Slíkt er nærri því óþekkt heima í Færeyjum að stúlkur drekki. Þegar heim kom, hafði þetta í för með sér mjög óheppi- legar afleiðingar. Já við erum á móti því að færeyskar stúlkur komi hingað, sagði Olaus Dam. Sem fyrr segir fara flestir úr þessum 200 manna hópi til Vest- mannaeyja. Það var ekki gerlegt að setja þá af þar er skipið sigldi hjá Vestmannaeyjum. Til Reykja víkur fara rúmlega 30, tæplega 30 til Ólafsvíkur, 11 til Hafnar- fjarðar, en aðrir fara til Grafar- ness, Akraness, Keflavíkur, Grindavíkur og víðar. Fjársöfnun Sjálfstæbisflokksins SJÁLFSTÆÐISMENN og konur! Söfnunin í kosningasjóð flokksins er hafin! Leiðin liggur í Sjálfstæðishúsið við AusturvöII, þar sem fram- lögum er veitt viðtaka. Sérhvert framlag — smátt og stórt — í kosningasjóðinn er vel þegið. Skrifstofan er opin alla virka daga klukkan 9—7 og á sunnu dögum klukkan 2—6. Sími 17100. „25 króna veltan" SKRIFSTOFAN í Sjálfstæðishúsinu er opin hvern virkan dag kl. 9—7. Símar: 16845 og 17104. Hver einasti Sjálfstæðismaður lætur það að sjálfsögðu verða srtt fyrsta verk að taka áskorununni og styrkja með því Sjálf- stæðisflokkinn. Þátttakan í veltunni er þegar orðin mikil. Ef allir þeir, sem skorað hefur verið á, taka áskoruniimi, verður árangurinn stór- glæsilegur. Samtaka nú! Eisenhower lafnsr tillögu Bulganins um griðasáttmála Segirr að sáttmáli S.Þ. ætti að nægja WASHINGTON, 13. jan. — Eis- enhower Bandaríkjaforseti hefur nú svarað síðasta bréfi Bulgan- ins, forsætisráðherra Sovétríkj- anna. Hann kveðst vera fús til að sitja fund með leiðtogum Ráð- stjórnarríkjanna, en slíkur fund- ur verði að vera vel undirbúinn, helzt af utanríkisráðherrum land anna. Sex báSar róa frá Hornafirði HÖFN í HORNAFIRÐI, 13. jan. — I Hornafirði hafa nú sex bát- ar byrjað róðra. Alls hafa verið farnar 33 sjóferðir og er afli fremur góður eða um sjö lestir til jafnaðar í róðri af slægðum fiski, með haus. Mestan afla hefur Akurey 60 lestir í átta róðrum eða TVz lest í róðri. Allmargt aðkomufólk er kom- ið á vertíð til Hornafjarðar. Ýsa er öll fryst hér en annar fiskur er saltaður og hertur. í frysti- húsi KASK vinna nú 60 manns. — Gunnar. — Vísindamenn Framh. af bls. 1 rfsku vísindaakademíunnar og 216 rússneskir vísinda- menn. í skjalinu er því lýst yfir, að mannkyninu stafi mikil hætta af hverri einustu kjarn orkusprengju, sem sprengd er í heiminum. Utankjörstaðakosning ÞEIR, sem ekki verða heima á kjördegi geta kosið hjá sýslu- mönnum, bæjarfógetum og hreppstjórum og í Reykjavik hjá borgarfógeta. Erlendis er hægt að kjósa hjá íslenzkum sendiráðum og ræSismönnum, sem tala íslenzku. Kosningaskrifstofa borgarfógetans í Reykjavík er í póst- húsinu, gengiS inn frá Austurstræti. Skrifstofan er opin frá kl. 10—12 f. h., 2—6 og 8—10 e. h. daglega. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Vonarstræti I, veitir allar upplýsingar og aðstoð í sambandi við utankjör- fundaratkvæðagreiðslu. Skrifstofajn er opin frá kl. 10—10 daglega. Símar skrifstofunnar eru 1 71 00, 2 47 53 og 1 22 48. Eisenhower ber fram þær til- lögur, að Rússar og Bandaríkja- menn skuldbindi sig til að skjóta ekki gervihnöttum og eldflaugum út í himinhvolfið nema í tilrauna skyni. Þá stingur hann einnig upp á því, að tilraunum með kjarnorkuvopn verði hætt. í svari sínu hafnar Eisenhower tillögu Bulganins um griðasátt- mála milli NATO og Varsjáríkj- anna, segist telja slíkan griðasátt mála ónauðsynlegan, enda eigi sáttmáli S.Þ. að gilda í þessu efni. Fréttamaður Reuters -segir, að svari Eisenhowers sé ágætlega tekið í blöðum í Bandaríkjunum. Þau benda á, að forsetinn hafi með svari sínu haldið samninga- leiðinni opinni. Þá er þess einn- ig getið í fréttum, að tillögum hans hafi verið tekið vel bæði í Lundúnum, París og Tókíó. — Talsmaður brezka utanríkisráðu- neytisins sagði, að í svari hans sé stigið stórt skref til friðsam- legrar lausnar vandamálanna. Dregið um hálfa milijón á rnorgun SALA nýju miðanna í Happ- drætti Háskóla íslands hefir gengið mjög vel en eins og kunn- ugt er var um 1000 miðum bætt við um áramótin. Hefir þegar verið látið svo að segja hvert númer. Seinustu númerin fara í dag til umboðsmannanna. Allt bendir til þess, að sala happ- drættisins kunni að aukast, en árið, sem leið, var hún 94—96%, að því er Páll H. Pálsson, gjald- keri happdrættisins segir. Þessi mikla sala stafar af því, að fjölskyldur, samstarfsmenn, bridge- og saumaklúbbar o. fl. kaupa raðir af númerum, og hef- ir þetta gefizt mjög vel. Vinningar þessa árs verða yfir 15 millj. kr., sem skiptast í 11,250 vinninga. Tveir hæstu vinning- arnir eru hálf milljón kr. Verður annar dreginn út á morgun, en alls verða dregnir út 306 vinn- ingar á morgun. Vinningunum smáfjölgar allt árið og flestir verða þeir í desember, tæplega 2500. Lægsti vinningurinn er 1000 kr. Umboðsmenn í Reykja- vík, Háfnarfirði og Kópavogi hafa opið til kl. 10 í kvöld. Kópa- vogur KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálf- stæðisflokksins í Kópavogi er að Melgerði 1. Opin frá kl. 10 til 10 daglega. Símar: 19708 og 10248. Stuðningsmenn D-listans í Kópavogi. Hafið samband við tskrifstofuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.