Morgunblaðið - 14.01.1958, Blaðsíða 18
18
MORCVNBLAÐIÐ
T>rif!ju(1agur 14. janúar 1958
Málefnaleysi kemurfram í
fjarstæðukenndum áróðri
„Þjóðviljinrí' tyggur upp, Jbað sem
„Tíminrí' hefur skrökvað og bætir
við
Þingvellir, vatnslitamynd eftir Dong Kingman.
Sýning ú verknn Dong Kingmnn
opnuð í dug í Sýningnrsalnum
nýju
FYRIR STUTTU síðan birtist hér
í blaðinu ýtarleg grein um Húsa-
tryggingar Reykjavíkurbæjar, en
þær hefur nú bæjarfélagið sjálft
haft í sínum höndum síðan í árs-
byrjun 1954. Tíminn skrifaði fyr-
ir stuttu síðan grein um Húsa-
tryggingarnar, sem var full af
staðleysum, sem þegar hafa ver-
ið hraktar hér í blaðinu og skýrt
frá, hvernig málum raunverulega
er háttað. Þjóðviljinn endurtek-
ur svo verstu skekkjurnar úr
grein Tímans í blaðinu í gær og
bætir nokkrum við. Það helzta,
sem Þjóðviljinn hefur við Tíma-
greinina að bæta er það að mynd-
azt hafi einhvers konar óreiðu-
skuldir hjá Húsatryggingarsjóði,
þannig, að hann hafi ekki gert
upp ýmis brunatjón, sem orðið
hafi. Bendir blaðið á, ið ekki
sé enn fullgert upp brunatjón
vegna eldsvoða í Trésmiðjunni
Víði við Laugaveg, en hún brann
í fyrrasumar. Þannig stendur á
því, að það hús er nú verið að
byggja upp og greiða Húsatrygg-
ingarnar jafnóðum og þeirri bygg
ingu miðar áfram. Þá talar Þjóð-
viljinn um, að óuppgert sé fyr-
ir bruna á Þverveg 38 og Þing-
holtsstræti 28, sem urðu nú rétt
fyrir áramótin. Svo skammt er
síðan að þessir brunar urðu, að
tjónið hefur ekki enn verið gert
upp og er hér sízt af öllu um
nokkrar óreiðuskuldir að ræða.
Loks telur Þjóðviljinn svo brun-
ann á Kletti, en hann varð eftir
áramótin og hefur mat á tjóninu
;nn ekki farði fram, enda ör-
kammt síðan sá bruni varð.
Hér er ekki um annað að
æða en eðlilegan gang málanna
i þessu sambandi, því vitaskuld
fer uppgjör brunatjóna fram eft
ir vissum reglum, sem fylgt er,
pegar slíkt ber að höndum.
Þess má.geta í því sambandi,
að nú þremur og hálfu ári eftir
að bærinn tók Húsatryggingarnar
sjálfur í sínar hendur, er það
tryggingarfélag, sem áður hafði
þessar tryggingar með höndum
að gera upp tjón við bæinn og
má af því sjá, að langur dráttur
getur orðið á slíku. Hjá Húsa-
tryggingum bæjarins verður þó
ekki um það að ræða, heldur
verða öll þessi tjón gerð upp
strax og það liggur fyrir, hve
mikið tjónið er og greiðslur fara
síðan fram eftir reglum trygging-
anna og með samkomulagi við þá,
sem fyrir tjóninu urðu.
Hér er um enn eitt dæmi að
ræða um það, hvernig andstæð-
ingablöð Sjálfstæðismanna beita
ósönnum og fjarstæðukenndum
áróðri. Þetta sýnir betur en nokk
uð annað málefnaskort þeirra
manna og flokka, sem að slíku
standa. Ef þeir hefðu raunevru-
lega eitthvað fram að bera, þá
mundi ekki gripið til þeirr-
ar aðferðar, að skrökva upp
sögum um „óreiðu“ og „eyðslu“
og þar fram eftir götunum.
Óháður listi á Reyð-
arfirði -
FRÉTTARITARI Mbl. á Reyð-
arfirði hefur beðið um leiðrétt-
ingu á frásögn af framboði þar
á staðnum. Hún er á þessa leið:
— Sjálfstæðismenn bjóða ekki
fram hreinan flokkslista á Reyð-
arfirði, heldur styðja þeir C-lista
óháðra. Er listinn eins og frá var
sagt í blaðinu þann 8. janúar.
Þó er því við að bæta að á
C-lista er í framboði til sýslu-
nefndar Jónas P. Bóasson bóndi
og til vara Arnþór Þorleifsson
kaupmaður.
Happdræiti SÍBS
500 þús. kr.
8942
50 þús. kr.
18666
10 þús. kr.
29679 33957 36160 44250 46267
5 þús. kr.
1367 22749 35536 37357 39899
43837 48228 58023
1. þús. kr.
7257 6976 8263 26158 28625
30436 31590 37645 45823 47213
55743 56391 59761 60902 62573
500 krónur
57 601 693 1331 1561
1716 1904 2427 3175 3630
3692 4184 4303 4373 4483
5197 5281 5600 5800 7084
7203 7586 8105 8460 8524
8678 9913 10556 11975 12135
12393 12726 13111 13785 13980
14014 14068 14407 14412 15847
15869 16138 16288 17178 17287
17304 17310 17336 17648 1774á
17875 18052 19501 19695 19767
19920 20515 20533 21138 21403
22327 23207 23282 23470 23866
24037 24513 24759 25079 25412
25489 26359 26516 26693 26857
27417 27555 28083 28213 28982
29117 29720 30331 31288 32559
32691 33043 33056 33172 33779
33818 34422 34441 34939 35880
35929 36337 36519 36577 37056
37834 37869 38072 39420 39874
40250 40302 40423 41306 42122
42802 43094 43100 43328 43372
44199 44483. 44629 44827 44976
45342 45714 46242 46279 47342
47346 48332 48523 48610 50573
50879 51829 51876 51922 52431
53705 54050 54367 54915 55059
55148 55464 55571 55639 55965
56328 56707 56910 57037 57392
57724 59321 59623 59668 59988
60278 60742 60750 60994 61133
61430 61788 61894 62112 63160
63244 63513 63640 63988 64425
(Birt án ábyrgðar).
I DAG verður opnuð í Sýningar-
salnum við Hverfisgötu málverka
sýning bandaríska listmálarans
Dong Kingman. A sýningu þess-
ari eru 24 málverk, vatnslita-
myndir og blekteikningar. Mynd
ir sínar hefir listamaðurinn aðal-
lega málað á ferð, sem hann .fór
umhverfis hnöttinn fyrir þremur
árum á vegum bandaríska utan-
rikisráðuneytisins. Kom hann þá
einnig við hér í Reykjavík og
sýndi nokkrar af myndum sín-
um. Sýningin verour opnuð fyrir
gesti kl. 5 síðd. en fyrir almenn-
ing kl. 8 síðdegis. Hún verður
opin dagl. frá kl. 10—12 f.h. og 2
—10 e.h. til 27. jan. Sýningin er
haldin á vegum The Cororan
Gallery of Art í Washington og
upplýsingaþjónustu Bandaríkj-
anna hér í Reykjavík.
Af kinversku foreldri.
Listmálarinn Dong Kingman er
fæddur i Kaliforniu árið 1911 af
kínversku foreldri, en fjölskylda
hans fluttist til Hong Kong og
ólst Kingman þar upp. f æsku
naut hann tilsagnar kínverskra
málara og kennara í Hong Kong.
Hann stundaði myndlistanám við
listaháskóla San-Francisco um
nokkurt skeið. Kingman hélt
fyrstu sýningu sína 1936 i bæjar-
bókasafni San Francisco-borgar
og vöktu málverk hans þá mikla
athygli. Síðar hlaut hann tvisvar
námsstyrki frá Guggenheim-
listastofnuninni og gerði það hon
úm kleift að ferðast víða um
Bandaríkin og stunda framhalds-
nám í málaralist.
Búsettur í New York.
Kingman starfaði um skeið í
utanríkisþjónustu Bandaríkjanna
og hefur síðan verið búsettur í
New York. Þar hefur hann und-
anfarið m. a. kennt vantslitamál-
un við Columbíaháskólann og
Famous Artist School.
Sýningin hefur farið víða.
Þessi sýning var fyrst opnuð í
The Corcoran Gallery of Art í
Washington. Síðan hefir hún ver-
ið sýnd víða, svo sem í Japan,
Kóreu, Formósu, Hong Kong,
Filipseyjum, Malajalöndum,
Síam, Indlandi, Tyrklandi, Aust-
urríki, Noregi, Bretlandi og nú
hér á Islandi.
Leiðrétting
Prentvillupúkinn brá á leik
í blaðinu Heimdalli s.l. sunnu-
dag. í kvæðinu á fyrstu
síðu, annarri ljóðlínu, stóð flest-
um í stað festum.
Vörður — Hvöt — HeimdaHur — Óðinn
Almennur kjúsendafundur
Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík efna fil almenns kjósendafundar í Sjálistæð-
ishúsinu miðvikudaginn 15. þ. m. kl. 8,30 e. h.
Ræðumenn:
Gunnar Thoroddsen borgarstjóri
Magnús Jóhannesson trésmiðu'r
Kristján J. Gunnarsson yfirkennari
Gróa Pétursdóttir húsfrú
Jóhann Hafstein bankastjóri
Guðmunduu- H. Guðmundsson húsgagnasmiður
Bjarni Benediktsson ritstjóri
Einar Thoroddsen hafnsögumaður
Geir Hallgrímsson hæstaréttairlögmaður
Alll stuðningsfólk lisla Sjálfslæðisflokksins velkomið á fundinn meðan húsrúm leyfir.
Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík