Morgunblaðið - 14.01.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.01.1958, Blaðsíða 20
MKrgunMnliiií 10. tbl. — Þriðjudagur 14. janúar 1958. Arsháfið Sjátfsfæðisfélaganna í Keflavík með glæsibrag KEFLAVÍK, 13. jan.: — Árshátíð Sjálfstæðisfélaganna í Keflavík var haldin sl. laugardag í Ung- mennafélagshúsinu og var fjöl- menni úr Keflavík og nágrenni, svo húsrúm reyndist of lítið. Alfreð Gíslason bæjarfógeti, setti hátíðina með ræðu, og ræddi hann m. a. um væntanlegar bæj- arstjórnarkosningar og sigurvissu Sjálfstæðisflokksins í þeim. Þá voru veitingar fram bornar, sem konur úr „Sókn“, kvenfélagi Sjálfstæðisflokksins önnuðust um af mikilli rausn og prýði. Ólafur Thors og frú hans voru heiðursgestir hátíðarinnar og flutti Ólafur aðalræðuna. Kæða Ólafs Thors á árshátið Sjálfstæð- isflokksins á Suðurnesjum vekur ávallt mikla athygli og varð svo einnig nú. Var ræðumönnum báð- um mjög vel fagnað. Að lokinni ræðu Ólafs Thors hófst fjölbr. skemmtiskrá undir- búin og flutt af heimafólki. Falur Guðmundss. var kynnir skemmti skrár og rak þar hvert atriðið annað. Nýjustu dansana sýndu þau Inga Árnadóttir og Kristinn Guðmundsson og var þeim ákaft fagnað og ekki talin standa að baki því bezta annars staðar. — Hörður Jóhannesson sagði gaman sögur, við mikinn fögnuð áheyr- enda. Þá voru sýndir tveir leik- þættir. Undravélin, sem Höskuld Spilakvöld Sjálf- stæðisfélagaima í Hafnarfirði HAFNARFIRÐI — Annað kvöld er síðasta spilakvöldið hjá Sjálfstæðisfélögunum fyr- ir kosningarnar, og verður að þessu sinni spilað í tveimur húsum: Sjálfstæðishúsinu og ,Gúttó‘. Á síðasta spilakvöldi félaganna var það mikil að- sókn, að ákveðið var að spila nú á tveimur stöðum. Eins og áður segir, verður þetta síðasta spilakvöldið fyr- ir kosningar, og verður vel til þess vandað. Flutt ávarp í báðum húsunum og cinnig verður skemmtiþáttur. Ættu þátttakendur að mæta stundvíslega, því að búast má við mikilli aðsókn, en félags- vistin hefst kl. 8,30 e. h. G. E. Sigurjón Guðmundsson segir sig úr bankuráði Búnaðarbankans SIGURJÓN GUÐMUNDSSON forstjóri hefur fyrir skömmu sagt sig úr bankaráði Búnaðar- bankans. En í því hefur hann átt sæti fyrir hönd Framsóknar- flokksins. Eins og kunnugt er hefur bankastjóri Búnaðarbankans tek- ið sér nokkurra mánaða livíld frá störfum sakir lasleika. Tók Hcrmann Jónasson landbúnaðar- ráðherra sig þá til og setti Fram- sóknarmann austan af Austfjörö- um til þess að gegna bankastjóra- starfi með Ilauki Þorleifssyni, sem áður hefur gegnt banka- stjórastarfi í bankanum í forföll- um bankastjórans. Afsögn Sigurjóns Guðmunds- sonar mun vera afleiðing þess- arar ráðabreytni landbúnaðar- ráðherra. ur Goði Guðrún Sigurbergsdóttir o. fl. léku og hinn þátturinn var „Bréf að sunnan“, saminn á vest- firzku og leikinn af Þórunni Sveinsdóttur og Helga S. Jóns- syni, sem einnig var höfundur þáttarins. Öli þessi skemmtiatriði tókust með afbrigðum vel og vöktu ó- skiptan fögnuð. — Að loknum skemmtiatriðunum hófst dans- inn. Þegar Ólafur Thors og frú hans kvöddu hátíðina voru þau hyllt með húrrahrópum og ótal fram réttum höndum, enda eiga þau hjónin miklum vinsældum að fagna á Suðurnesjum. Þessi sýning sýndi greinilega sigurvissu og aukið fylgi Sjálf- stæðisflokksins í Keflavík og á Suðurnesjum. —H. Lýðræðissinnar í Dagsbrún KOSNINGASKRIFSTOFA lýð- ræðissinna í Dagsbrún er í Þing- holtsstræti 1, sími 23527. Þess er sérstaklega óskað, að sem flcstir andstæðingar kommúnista í fé- laginu hafi samband við skrif- stofuna og veiti upplýsingar varð andi kosningarnar. Skrifstofan. er opin frá 10 til 10 daglega. Starfsmenn útlendingaeftirlitsins í reykingasal Gullfoss „stimpla" Færeyingana og aðra farþega inn í landið. AÖeins fáir Færeyinganna voru með þjóðbúningshúfu sina. Sjá grein á bls. 2. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Aftakaveður á Isafirði ÍSAFIRÐI, 13. jan. — Seinnipartinn í nótt og í morgun gerði aftakaveður á ísafirði af suðvestri. Stóð rokið fram á síðarihluta dags en varð stillt um kvöldmatarleytið. Hvassast var hins vegor upp úr hádeginu. Nokkurt tjón varð af þessu roki. Tjón á bátum Allir bátar voru á sjó þegar stormurinn skall á og urðu þeir að skilja eftir meira og minna af línu, 40—80 lóðir. Tveir bátar fengu áfall. Það voru Ásbjörn frá ísafirði, en á honum brotnaði stýrishús og Mímir frá Hnífsdal, en á honum Miklarannir í Skíðaskálanum MIKLAR annir voru í Skíðaskál- anum um helgina, einkum síð- degis á sunnudag og aðfaranótt mánudags, er fjöldi manns var á leið að austan og austur um Hellis heiði í aftakaveðri og hríð. Að- faranótt mánudags var því vöku- nótt hjá starfsfólki Skíðaskálans, sagði Steingrímur Karlsson, gest gjafi í Skíðaskálanum, er leitað var frétta hjá honum í gær. Hellisheiði var ófær, en var rudd í gær, og töldu bilstjórar, Vesamannaeyja- báturinn Búríell talinn ónýtur VESTMANNAEYJUM, 13. jan. — í gær var athugað, hvort ná mætti á flot vélbátnum Búrfeiii, sem strandaði á laugardaginn á Brim urð í Vestmannaeyjum. Við at- hugun kom í ljós, að mikill sjór var í bátnum og hann brotinn mjög. Er báturinn talinn alger- lega ónýtur, og verða ekki gerðar frekari tilraunir til að ná honum út. Dýptarmælir og ýmislegt fleira lauslegt var tekið úr bátn- um. Brimurð er syðst á Heimaey austan við Stórhöfða og nær frá Garðsenda að Ræningjatanga. Er þetta mikil brimavík og ber því nafn með réttu. Búrfell var 22 lestir að stærð, Cóð síldveiði BJÖRVINJUM, 13. jan. — Þær fregnir berast frá rússneska síld- veiðiflotanum, að hann veiði ágæt lega á svæði um 100 sjómílur norð-austur af Færeyjum. Rúss- arnir veiða i reknet og hafa lagt talsvert magn af ágætri fersk- síld á land í Færeyjum. sem fóru um heiðina, að hún væri sæmilega fær stórum bílum, en ekkert vit væri í því fyrir bíl- stjóra á litlum bílum að leggja á heiðina. ' Bílar, sem lögðu af stað frá Hveragerði síðdegis á sunnudag, komu ekki í bæinn fyrr en kl. 5 um nóttina, og skólafóik, sem fór frá Skíðaskálanum kl. 4, komst ekki til Reykjavíkur fyrr en á miðnætti. Snjóýtur fóru fyr- ir bílunum, og menn frá vega- gerðinni voru á heiðinni og hjálp uðu bílunum áleiðis. í Skíðaskál- ann komu um 40 manns úr Rvík og ætluðu austur á bóginn, en um 70 komu að austan á vesturleið. Alls munu hafa verið í Skíða- skálanum á sunnudag um 200 manns, er ætluðu að fara á skíð- um í Hveradölum. Sagði Stein- grímur að veður hefði verið fremur slæmt og fólkið hefði því litið getað verið utanhúss. Þó versnaði veðrið ekki að ráði fyrr en um það leyti, sem fólkið lagði af stað í bæinn síðdegis. Um tvö leytið um nóttina tók að rigna, og veðrið lægði nokkuð. brotnaði borðstokkurinn. Ekkert tjón né meiðsl urðu á mönnum. Nokkrir bátar lágu í höfninni og var rokið svo mikið, að erfitt var að hemja þá. Einn þeirra, Bryndisi, 14 smál., sem var í báta höfninni, sleit upp og rak upp að Edinborgarbryggju, sem bát- urinn barðist utan í og skemmd- ist á honum öldustukkurinn. — Einnig brotnaði vélbáturinn Gull faxi frá Þingeyri nokkuð. ísborg varinn tjóni Togarinn ísborg lá á Isafirði við hina nýju uppfyllingu. Var verið að landa fiski úr skipinu. En svo mikil var veðurhæðin, að togarinn sleit margsinnis af sér festingar og kippti m. a. í sundur 3Vz þuml. vír. Þó tókst að verja skipið tjóni. í roki þessu, sem stóð innan úr firðinum, gekk brimlöðrið yf- ir eyrina. Það var þó bót í máli, að ekki var stórstreymi. Ella hefði tjón getað oi'ðið meira. Kosninga- skrifsfofa fyrir Langholfs- og Vogahverfi SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN hefur opnað kosningaskrifstofu fyrir Langholts- og Vogaliverfi að Sigluvogi 15. Skrifstofan verð ur opin daglega frá kl. 10 til 12 f.h. 2 til 6 e.h. og á kvöldin frá 8 til 10. Á skrifstofunni verða gefnar upplýsingar um allt er varðar bæjarstjórnarkosningarnar og er Sjálfstæöisfólk í þessum hverf- um hvatt til að hafa samband við skrifstofuna hið fyrsta. Sími skrifstofunnar er 33159. Sjálf- sfæðisfólk SJÁLFSTÆÐISFÓLK er vildi aðstoða við skriftir er vinsam- Iega beðið að hafa samband við skrifstofuna í Sjálfstæðishúsinu. KOSNINGAHANDBÓK Heim- dallar er komin út. í bókinni eru allir listabókstafir og nöfn fram- bjóðenda ásamt fullkomnum tölu legum upplýsingum úr undan- förnum alþingis- og bæjarstjórn- arkosningum. Bókin hefst á köflum úr grein Gunnars Thoroddsens borgar- stjóra um sjálfræði sveitarfélaga. Bókin, sem er mjög handhæg, er fáanleg á öllum bóka- og blaða- sölustöðum og kostar aðeins 15 krónur. Slagsmál í Lækj simmleysis SNAGGARALEGUR náungi sló stóran og sveran mann til jarðar í Lækjargötunni í gærkvöldi. Þessi atburður átti sér nokkurn aðdraganda, en hjá þeim sem sló, var um nauðvörn að ræða. Upphaf átaka þessara var að allmargt fólk, konur og karlar voru við stöð Fossvogs-strætis- vagnsins fyrir neðan Menntaskól ann. Þar í hópnum var hár mað- ur og sver, 30—40 ára. Hann var eitthvað hreifur af vini og tók nú að flangsa utan í konu er á stæð- inu var. Nærstaddir létu sem þeir yrðu þess ekki varir. Gekk svo um hrið. Þá tók sig út úr hópn- um maður sem mun hafa verið útlendur, því hann talaði íslenzku með annarlegum hreim. Hann vatt sér að dónanum og bað hann að láta konuna af- skiptalausa. Nú taldi béijakinn sig hafa orðið fyrir móðgun og hófust nú sviptingar. Aðrir hreyfðu sig ekki, karlmenn irnir skutust framhjá og undu sér léttilega upp í vagninn. Þann- ig gekk um hríð. — Nú bar þar að snaggaralegan mann, sem ber- sýnilega ætlaði með vagninum. Það kom snöggvast hik á hann, en síðan greip hann til beljakans og bað hann hætta óspektum, en argötimni vegna nærstaddra þá sneri jakinn sér að þessum manni, og tók að lumbra á hon- um. —- Maðurinn var í hörku- ryskingum við dónann, er Dóm- kirkjuklukkan sló hálf sjö, en þá ók vagnstjórinn af stað, án þess að hafa hreyft legg eða lið far- þega sínum til hjálpar. Maður-inn sem var að fást við dónann sá á eftir bílnum. Hann sleit sig nú af beljakanum og gekk yfir göt- una. Hann var kominn út á miðja götu er jakinn kom á eftir hon- um og réðist fyrirvaralaust aftan að honum. Hann svaraði árásinni um hæl: Á örskotsstund sneri hann sér við, sló dónann leiftur- snöggt högg, með þeim afleið- ingum að hann féll við. Hér var ekki um neitt rothögg að ræða, en sjónarvottar sáu að árásarmaðurinn dasaðist við þetta, en snaggaralegi maðurinn gekk síðan leiðar sinnar. Þar með var þessum slagsmálum lok- ið sem aidrei hefðu þux-ft að verða, ef aðeins nærstaddir hefðu snúið sér í sameiningu á móti beljakanum og haldið honum unz lögreglan kom, en hún sást hvergi nærstödd, þó innan við 100 m væru að hjarta Miðbæjar- ins, Lækjartorgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.