Morgunblaðið - 14.01.1958, Blaðsíða 12
12
MORCVNBLAÐ1Ð
Þriðjudagur 14. janðar 1958
— Ó&insfundurinn
Framh. aí bls. 1
vinstri stjórnarinnar. Fyrst kom
kaupbindingin, þar sem tekin
voru af launþegunum 6 vísitölu-
stig.
Þessi fyrsta ráðstöfun vinstri
stjórnarinnax sætti að vonum
nokkurri furðu og mikilli andúð
hjá iaunþegafélögunum, sem
mörg mótmæltu þessari kjara-
skerðingu. Á Alþýðusambands-
þinginu 1956 var samþykkt
ályktun, þar sem m. a.
var sagt, að ekki kæmi til mála.
að auknum kröfum útflutnings-
framleiðslunnar yrði mætt með
auknum skattaálögum á almenn-
ing og var 19 manna nefnd kosin
á þinginu til að fylgja þessari
kröfu fram. En í nefndina voru
einkum valdir þeir forustumenn
komma og krata, sem mest höfðu
fordæmt skattaálögur, kaup-
bindingu, vísitölufals og gengis-
fellingu.
En varla hafði þessi nefnd
verið kosin, og fulltrúar ASÍ
komnir heim af þingi, er birtar
voru dýrtíðarráðstafanir stjórn-
arinnar, en þær voru eins og
menn muna um 300 milljón kr.
álögu á landsmenn í nýjum skött-
um.
Og viti menn, 19 manna nefnd-
in samþykkti álögurnar og sagði
í áliti sínu, að tvímælalaust bæri
að halda sömu stefnu, þ.e.a.s.
að stemma stigu við verðhækk-
unum. Það hljómar dálítið ein-
kennilega, að 300 milljón kr.
skattar á almenning dragi úr
verðbólgunni, og það ekki sízt í
munni þeirra manna, sem mest
höfðusáður talað um skattpíning-
ar.
Lengi vel héldu blöð stjórnar-
flokkanna því fram, að engar vör
ur myndu hækka, vegna þess, að
strangt verðlagseftirlit yrði upp
tekið i samvinnu við verkalýðs-
félögin, en frá þeirri kenningu
var þó brátt fallið.
Með þessu er þó ekki ölj sagan
sögð, hélt Gunnar Helgason
áfram. Heldur var reynt á skipu-
lagðan hátt að stilla svo til, að
mestur þungi skattaálaganna
kæmi á vörur, sem ekki voru í
vísitölunni, svo að launþegar
fengju ekki hærra kaup þrátt fyr
ir stórvaxandi dýrtíð. Þannig
hefur vinstri stjórnin framkvæmt
stórkostlega vísitölufölsun og
skerðingu. Sennilegt er að biðin
eftir réttlátri vísitölu verði ekki
styttri*en biðin eftir togurunum
frægu.
Ofan á þetta allt hefur gengið
svo raunverulega verðið fellt með
gjaldeyrisskatti, þó ennþá hafi
ekki komið til nýrrar skráningar
á krónunni. Og enn bætist við, að
kommúnistablaðið staðhæfir nú,
að sterk öfl meðal stuðnings-
manna ríkisstjórnarinnar vilji
gengislækkun.
Þannig rakti Gunnar Helgason,
sem skýrum rökum hin algeru
svik ríkisstjórnarinnar við laun-
þega á öllum sviðum. Árangur-
inn af 1% árs völdum þeirrar
stjórnar sem ranglega kennir sig
við vinnandi stéttir, er að lífs-
kjör alls almennings hafa verið
stórlega skert með skattaflóði,
lögbindingu kaups, vísitöluskerð-
ingu og raunverulegri gengis-
lækkun.
Næstur tók til máls Bergsteinn
Guðjónsson formaður Hreyfils. í
ræðu sinni gerði hann athyglis-
verðan samanburð á störfum
meirihluta Sjálfstæðismanna í
bæjarstjórn og þeirrar ríkisstjórn
ar sem nú situr við völd. Taldi
hann að vinstri flokkunum færist
illa að gagnrýna stjórn bæjar-
málefnanna í Reykjavík, því að
nú hefði allur almenningur fyrir
framan sig til samanburðar að-
gerðarleysi og svik hinnar vinstri
ríkisstjórnar.
Kom hann með það sem dæmi,
að vinstri flokkarnir héldu því
fram, að ef þeir hefðu meiri-
hluta í bæjarstjórn Reykjavíkur,
þá myndi aldeilis vera öðru vísi á
málum haldið. Þeir segðust
myndu lækka öll gjöld til bæjar-
sjóðs, margfalda framkvæmdir,
fækka starfandi verkfræðingum
hjá bænum en láta allar fram-
kvæmdir ganga miklu hraðar.
En Bergsteinn hélt áfram:
— Hafi nú einhver kjósandi
trúað að þessir möguleikar væru
fyrir hendi, þá geri ég nú ráð
fyrir að hann sé nú horfinn frá
þeirri ímyndun sinni. Það ætti
nú að vera deginum Ijósara
vegna athafna þessara manna í
ríkisstjórn landsins. Þar eiga þeir
sæti og þar tala verkin.
Þar hafa þeir lagt hundrað
milijóna króna nýjar álögur á
þjóðfélagsþegnana, en draga þó
stórlega úr framkvæmdum. Auk
þess er samkomulagið þeirra á
meðal slíkt að málgögn þeirra
svívirða hvert annað og kennir
hver öðrum um ófarirnar og mis-
tökin. Og þetta gengur jafnvel
svo langt að þeir lýsa hver ann-
an landráðamann.
Svo reyna þeir að dylja þetta
með því að ráðast á Gunnar Thor
oddsen borgarstjóra. En hvílíkur
reginmunur er ekki á störfum
Gunnars sem borgarstjóra og
þeirra sem ráðherra. Og enn sagði
Bergsteinn: — Væri það nú tíl
of mikils mælzt að vinstri flokk-
arnir upplýsi nú þegar hvern
þeir hefðu í hug að setja í borg-
arstjóraembæftið, ef þeir næðu
meirihluta í bæjarstjórn. Væri
það tij dæmis: Hannibal Valdi-
marsson, Brynjólfur Bjarnason,
Guðmundur J. Guðmundsson,
eða bróðir Hannibals, eða kona
bróður Hannibals, eða einhver af
því sauðahúsi.
En slíka menn afþökkum við, og
það skulum við sýna rækilega í
verki í kosningunum 26. janúar.
Við felum Sjálfstæðisflokknum
að stjórna bænum í framtíðinni,
því að þá getum við verið viss
um, að á málum verður vel haid-
ið.
Næstur tók til máls Einar Guð-
mundsson skipstjóri. Hann kom
einnig inn á þjóðmálabaráttuna,
enda væri óhjákvæmilegt annað
en að gagnrýna stjórnarstörf nú-
verandi ríkisstjórnar. Hún hefði
hlaupið frá vandamálunum
óleystum og það með þeim end-
emum, að dæmi eru ekki til slíks
fyrr í íslenzku stjórnarfari svo
sem afgreiðslu fjárlaganna nú
fyrir jólin.
Einar taldi, að óhætt mundi að
fullyrða, að hátt hefði þotið
í þeim skjá ef slík vinnu-
brögð hefðu verið höfð
frammi af hálfu bæjarstjórnar-
meirihluta Sjálfstæðisfiokksins
við afgreiðslu fjárhagsáætlunar
Reykjavíkur. Taldi hann, að
vinnubrögð stjórnarinnar í efna-
hagsmálunum hefðu leitt til
minnkandi kaupgetu almennings,
og til þess, að greiðslugeta hverr-
ar krónu færi þverrandi.
Núverandi ríkisstjórn hefur
tekizt að rýra svo álit erlendra
manna á gengi krónunnar, að í
samningum við Færeyinga um
starf á íslenzkum skipum. var
það höfuðskilyrði hinna erlendu
manna, að tryggt yrði, að gengis-
breyting ætti sér ekki stað á
samningstímabilinu. Taldi Einar
líklegt, að ef vinstri flokkarnir
næðu meirihluta *í Reykjavík,
myndi þeim takast að rýra álit
höfuðborgarinnar, eins og þeim
hefur tekizt að rýra álit landsins
út á við en reykvískir kjósendur
munu koma í veg fyrir slíkt í
bæjarstjórnarkosningunum.
Magnús Hákonarson verka-
maður, sem næstur talaði, vék
nokkrum orðum að Dagsbrúnar-
kosningunum, sem framundan
eru næstu daga, en Magnús er í
framboði þar á lista lýðræðis-
sinna. Kvað hann Sjálfstæðis-
menn mega vera bjartsýna og
örugga í sókn sinni að settu
marki, því að þótt áróðursvél
kommúnista í Dagsbrún væri
sterk, jafnvel svo sterk, að þeir
þykjast ekki þurfa að breiða yfir
nafn og númer þar, er málstaður
þeirra ekki góður.
— Við skulum aðeins drepa á
meðferð þeirra í kjaramálabar-
áttunni. Við skulum byrja söguna
í verkfallinu 1955. Þá hrópaði
málgagn kommúnista: — 30%
kauphækkun er lágmark. Og
hetjan Hannibal teygði fram álk
una, eins og bezt sést á ágætri
mynd, sem náðist af honum á
Lækjartorgi — 30% lágmark, —
aldrei að slaka á klónni.
En hver varð niðurstaðan og
hver varð meðferð málsins? Ég
held, að allir verkamenn hafi
verið því fylgjandi að fá bætt
kjör á þessum tíma. Þá náðust
samningar um 6—7% kauphækk-
un, eftir öll stóryrði kommún-
istanna.
Svo komst ný stjórn á laggirn-
ar, það voru sömu mennirnir og
áður þóttust vera að berjast fyrir
bættum kjörum verkalýðsins.
Fyrsta verk þeirra var að svíkja
gerða kjarasamninga og binda
kaupið, leggja á milljónir í nýj-
um sköttum. Allar þessar nýju
álögur voru þungbærar fyrir
verkamenn. En þó var það ekki
það versta, heldur svikin og
blekkingarnar. Og nú spyr ég: —
Haldið þið fundarmenn, að Sjálf-
stæðismenn hefðu svikið gefin
loforð með slíkum hætti sem nú-
verandi ríkisstjórn? — Og ég
svara því: — Nei, aldrei. Sjálf-
stæðisflokkurinn er eini starfandi
stjórnmálaflokkurinn, sem sýnir
að honum er treystandi. Hann
gefur ekki jafnstór loforð og
vinstri herrarnir, en hann efnir
loforð sín. Það gerir gæfumun-
inn.
Guðni Árnason formaður Tré-
smiðafélagsins ræddi fyrst nokk-
ur orð um það, að einum fulltrúa
iðnaðarmanna Magnúsi Jóhannes
syni hefði verið skipað öruggt
sæti á lista Sjálfstæðismanna við
bæjarstjórnarkosningarnar. Kvað
hann iðnaðarmenn fagna því og
myndu sameinast um D-listann.
Hann kom víða við í ræðu
sinni, þó ræddi hann einkum uni
byggingarmál og heilbrigðismál.
Bar hann saman hina ákveðnu
forustu bæjarstjórnarmeirihlut-
ans í byggingarmálum, meðan
vinstri stjórnin hefur verið að-
gerðarlaus og einskis nýt.
Þá vék hann að skuldasöfnu.n
ríkisstjórnarinnar og að þeirri
hættu sem væri samfara síaukn-
um viðskiptum við járntjalds-
löndin. Nefndi hann sem dæmi
um þetta reynslu Finna. Fyrir
nokkrum árum komu Finnar sér
upp miklum iðnaði tii að framl.
iðnvarning er fluttur var til Rúss
lands. En nú hafa Rússar skyndi-
lega hætt þessum kaupum í Finn
landi og eru því Finnar nú næst-
um á vonarvöl. Og Guðni spurði:
— Er þetta það sem koma skal
hér á landi?
Jóhann Sigurðsson verkamað-
ur kvaðst ekki viss um að allir
gerðu sér grein fyrir hve furðu-
leg gagnrýni vinstri flokkanna
væri oft á bæjarstjórn Reykjavík
ur. T.d. þegar þeir væru að gagn-
rýna aðgerðir Reykjavíkur í
byggingarmálum. Gera menn sér
það ljóst, að ef öllum fram-
kvæmdum og húsbyggingum á
aðeins einu kjörtímabili væri
safnað saman á einn stað, þá
hefðum við þar heila borg á stærð
við Hafnarfjörð? Á einu kjör-
tímabili undir stjórn Sjálfstæðis-
manna hafa Reykvíkingar þannig
byggt heila borg.
Jóhann minntist á það merki-
lega starf sem unnið hefur verið
á tómstundaheimilunum. Með þvi
holla starfi væri verið að byggja
heilbrigðan grunn þjóðfélags
framtíðarinnar.
í húsnæðismálunum sagði ræðu
maður, að öruggasti dómarinn
væru heimilisfeðurnir og fjöi-
skyldur þeirra, sem flutt hafa
inn í ný og holl húsakynni.
Stefna Sjálfstæðismanna í hús-
næðismálum hefði unnið stór-
sigur og sönnun fengizt fyrir því,
að stefnt væri í rétta átt. Jó-
hann skoraði að lokum á laun-
þega, að bindast allir í eina órofa
heild til að tryggja D-listanum
sigur við bæjarstjórnarkosning-
arnar.
Þá flutti ræðu Pétur Sigurðs-
son stýrimaður stutta og gaman-
sama ræðu. Hann rakti það,
hvernig núverandi stjórnarflokk
ar hefðu ofsótt Reykjavík, í svo
mikilli blindni, að þeir liafa
alveg gleymt sínum eigin kjós-
endum hér í bænum. Aðgerðir
þeirra hafa margar orðið til stór-
tjóns fyrir framkvæmdir bæjar-
félagsins og fyrir þegna þess í
heild. Skýrasta dæmið um
þetta er útsvarsmálið. En stað-
reyndirnar töluðu því máti, að út
svarið í Reykjavík væri lægra en
i öðrum kaupstöðum.
Pétur líkti vinstri stjórninni
við púkann á bitanum. Verk
hennar eru lítil og ill og ein-
kennast flest af svikum þeirra
öfund og hatri á okkur Reykvík-
ingum, en þau hafa blásizt út af
þeirra eigin lofi, aukizt og
margfaldazt því meira sem þess-
ir herrar hafa lofað og dáðst að
sjálfum sér. Að lokum sagði Péi-
ur:
Það hafa mörg gervitungl skot-
izt á loft undanfarið, sum munu
skína lengi, önnur skemur.
En við Reykvíkingar skulum
varast að láta gervisól komm-
únista varpa dauðageislum
sínum á Reykjavík. Það ger-
um við með því að fylkja
okkur um D-listann við
næstu bæjarstjórnarkosningar og
tryggja Sjálfstæðisflokknum sig-
ur.
Ræða borgarstjóra
Að lokum tók Gunnar Thorodd
sen borgarstjóri til máls. Hann
kvað það vera meginþætti í bæj-
armálastefnu Sjálfstæðismanna
að tryggja launþegum vinnuör-
yggi, húsnæði og heilbrigði.
Hann minnti á það, að Sjálfstæð-
ismenn hvort sem þeir sátu í
ríkisstjórn eða bæjarstjórn háfi
ætíð lagt höfuðáherzlu á að
tryggja öllum næga vinnu. Ríkis-
stjórn Ólafs Thors hafði á sírium
tíma forgöngu um hina miklu ný-
sköpun. Fyrsti nýsköpunartogar-
inn ,sigldi inn á höfnina í Reykja
vík. Og nú fer að hlaupa af
stokkunum í Þýzkalandi stærsti
og glæsilegasti togari, sem íslend
ingar hafa átt og kemur hann til
Reykjavíkur í febrúar eða marz.
Fleiri dæmi mætti nefna, svo
sem hafnarframkvæmdir, raf-
orkuframkvæmdir, hitaveituna
og vatnsveituna. Allt eru þetta
framkvæmdir bæjarins til þess að
tryggja grundvöll atvinnulífsins.
En stefna Bjálfstæðismanna er,
að örva framtak einstaklinganna
m.a. með því að bæjaryfirvöldin
búi í haginn fyrir þá.
Reykjavíkurbær hefur reynt að
gera betur við sína starfsmenn
en tíðkast- annars staðar. Þótt
launastigi starfsmanna ríkis og
bæjar sé sami, þá gerir bærinn
þó betur við sitt starfsfólk. T.d.
veitir hann öllum sem starfað
hafa 10 ár persónuuppbót, sem
er fólgin í hækkun um einn launa
flokk og jafngildir það 8Vz%
launahækkun.
Þá benti borgarstjóri á það,
að bæjarstjórnin kostar kapps um
að jafna atvinnu á vegum bæjar
ins. Áður var fækkað stórum í
bæjarvinnu, þegar kom fram á
vetur, en nú er ýmiss konar vinna
geymd til þess tíma, þegar ella
er minnst að gera. Einnig benti
hann á það, að Reykjavíkurbær
væri alger brautryðjandi í því að
gera verkamenn að föstum starfs
mönnum, sem nytu m.a. eftir-
launa. Nú eru 200 verkamenn
og bifreiðastjórar starfandi hjá
bænum með öllum réttindum
opinberra starfsmanna. En
hvað eru margir verkamenn,
sem njóta slíkra kjara hjá „ríkis-
stjórn hina vinnandi stétta“?
Varðandi heilbrigðismálin
benti borgarstjóri á það, að Heilsu
verndarstöðin nýja^ væri eitt
stærsta átak í sögu íslands til að
tryggja þjóðinni heilbrigði. Þá
mun ekki líða að löngu þar til
Bæjarsjúkrahúsið tekur til starfa
og heilsugæzla í skólum Reykja-
víkur er svo víðtæk að slíkt þekk
ist óvíða annars staðar.
Þá fór borgarstjóri nokkrum
orðum um húsnæðismálin, en á
því sviði hafa Sjálfstæðismenn
haft forustuna svo að eftirtektar
vert er:
Einn þýðingarmesti þáttur hús
næðismálanna var lögin frá 1949
um að vinna manna við byggingu
eigin húsa skyldi vera skattfrjáls.
Sjálfstæðismenn höfðu alla for-
ustu um setningu þessara laga
og án þeirra væru nú ekki til fjöl
mörg íbúðahverfi svo sem Bú-
staðavegshúsin, Smáíbúðahverfið
og Raðhúsin.
Þá lagði stjórn Ólafs Thors
1953 megináherzlu á stoínun
öflugs veðlánakerfis og var þá
heitið 200 milljón króna framlög
um til þeirra veðlána. Það heit
var efnt og meira en það, því að
220—230 millj. komu til útlána á
tveimur árum.
En um leið og núverandi stjórn
kom til valda, þá hrundi allt.
Veðlán þau sem margir einstakl-
ingar höfðu treyst á hafa dregizt
stórum saman.
Að lokum vék borgarstjóri
nokkrum orðum, að svikum rikis
stjórnarinnar varðandi framlög
til útrýmingar heilsuspillandi
húsnæðis. Það var gefið fyrirheit
um það, að ef bæjarsjóðir vildu
leggja fram fé til að útr. heilsu-
spillandi húsnæði, þá skyldi ríkið
leggja jafnmikið á móti.
Nú hefur Reykjavíkurbær lagt
15—16 millj. kr. á sl. ári fram til
smíði m.a. Raðhúsanna og til
fjölbýlishúsa við Gnoðarvog. —
En hvað fékkst frá ríkissjóði? Jú,
— með miklum eftirgangsmunum
fengust 3—4 milljónir frá stjórn
„hinna vinnandi stétta“. Þetta er
aðeins svolítil innsýn, lítið dæmi
um ástandið hjá ríkisstjórn Her-
manns og Hannibals. Þar er allt
hrunið, sem áður hafði verið
byggt upp.
V e r ka me n n
Látið ekhi kommúnisto meinn
ykknr félngsréttindo í Dngsbrún
S f Ð A N kommúnistar náðu
völdum í Dagsbrún hafa þeir
unnið markvisst að því að
koma upp aukameðlimakerfi
innan félagsins. Þegar þeir fá
því við komið telja þeir til
aukameðlima alla þá, sem eru
þeim andstæðir í stjórn félágs
ins. Hins vegar gæta þeir þess
vandlega að þeir menn sem
þeim eru hliðhollir fái fullgild
réttindi. Á þessum árum hafa
þeir komið upp skrá yfir mörg
hundruð manns, sem ekki
njóta fullra réttinda, hvorki
atkvæðaréttar né kjörgengis,
atvinnuleysisbóta né forgangs
réttar til verkamannavinnu á
félagssvæðinu. Aðeins örlitlum
hluta þessara manna ber sam-
kvæmt lögum félagsins að
vera aukameðlimir, en það
eru menn, SEM ERU BÚSETT
IR UTAN UMDÆMIS FÉ-
LAGSINS, UNGLINGAR INN
AN 16 ÁRA ALDURS OG
AÐRIR, SEM STUNDA
VINNU Á STARFSSVÆÐI
FÉLAGSINS UM STUNDAR-
SAKIR, EN EKKI EIGA
RÉTT TIL INNGÖNGU í FÉ-
LAGIÐ.
Á kjörskrá við síðustu kosn-
ingar í Dagsbrún voru um
2400 manns, en félagið fékk
33 fulltrúa kosna á Alþýðu-
sambandaþing. Er því full-
ástæða til að ætla að um 900
manns séu á aukameðlima-
skrá, menn sem ekhi njóta
neinna réttinda í félaginu,
þeirra er þcim mættu að gagni
verða, en samt eru nöfn þeirra
notuð til þess að kjósa full-
trúa fyrir Dagsbrún á þing
Alþýðusambands fslands.
Aukamcðlimir í Dagsbrún
ættu því hið allra fyrsta að
fullgilda réttindi sín í félag-
inrii. Þeir sem þegar hafa
greitt árgjaldið fyrir árið
1957 þurfa ekki að borga nema
10 krónur fyrir skírteinið.