Morgunblaðið - 14.01.1958, Blaðsíða 16
16
MORCVNfíLAÐlÐ
Þriðjudagur 14. janúar 1958
WeU reiLcin cli
E/lír
EDGAR Ml'fTEL HOLZER
Þýð'ii.g:
Svorrir Haraldsson
i
10
u
% %
Cl
„Ég held ég sé dáliítið þreytt-
ur“.
„Já, ég bjóst l'íka við því, en ég
spurði bara svona. Mér þykir
vænt- um að þú skulir vera veik-
ur“.
„Hvers ve«gna?“
„Vegna þess, að ef þú hefðir
verið heilbrigður, þá hefðirðu ekki
komið hingað til dvalar. Þú átt
áreiðanlega eftir að lifa margar
skemmtilegar stundir hérna. Það
heldur Berton líka. Hann sagðist
hafa orðið svo áhyggjufullur og
órólegur, þegar hann sá þig í bátn
um“.
„Hvers vegna?“
„Hann sagði að þú hefðir haft
svo undarlegan, starandi svip. Ég
sá það líka sjálf úr felustaðnum
mínum. Berton sagðist hafa hald-
ið að þú værir óvinur. En nú er
hann viss um að þú sért góður.
Og hann heldur að þú sért vinur.
Þegar hún fór aftur frá borð-
inu, hvíslaði Olivia: „Var ég ekki
einmitt að segja þér, að hún
myndi verða góð eiginkona?" Svo
bætti jnin við, án þess að taka sér
nokkra málhvíld: „Langar þig
ekki að tefla eina skák, áður en
þú háttar, eða ertu þreyttur?"
Hann myndar sér alltaf rétt Uit
á fólki. Hann er hug-hug —“
„Hugsýnismaður", botnaði Gre-
gory. •
„Já, alveg rétt. Ég les ósköpin
ÖH, en ég á stundum erfitt með
að muna orðin“. Hún studdi hend.
inni á hné hans. — „Þú mátt ekki
verða hræddur við neitt í þessu
húsi. Við Berton skulum verja
þig fyrir öllu illu“.
„Er eitthvað illt á slæðingi
hérna í húsinu?"
„Nú er an.iar bátur að fara
hérna fram hjá. Hlusbaðu bara
sjálfur. Ekkert dup-dup heyran-
legt og þess vegna má slá því
föstu, að það sé karlmaður undir
árunum. Ég vildi annars að ég
gæti gengið þér í móður stað. —
Þegar þú kemur upp í herbergið
þitt, skaltu líta út um gluggann
og þá muntu sjá hve skógurinn er
yndislegur. Það var nýtt tungl á
laugardaginn — og í dag er mið-
vikudagur. — Það verður því
mjög ungt tunglsljós i kvöld“.
Stundarfjórðungi síðar stóð
hanr við annan gluggann í her-
berginu sínu og horfði brosandi á
skógarrunnana og um leið minnt-
ist hann orða hennar: — „Það
verður mjög ungt tunglsljós í
kvöld“. Tunglið lýsandi, bogmynd
uð sigð, með rauðleitum litblæ,
gægðist upp fyrir trjátoppana.
Að skammri stundu liðinni myndi
það hverfa bak við dökku stofn-
ana, sem báru við föl-gráan him-
ininn. Geislar þess féllu í löngum
rákum yfir rjóðrið, þar sem kirkj
an og íbúðarhúsið stóðu. — Og
skuggarnir af trjánum runnu sam
an við skugga húsanna og teygðu
sig svo út yfir myrkt vatn fljóts-
sins, sem stjörnurnar spegluðust í.
! Hér og þar brá fyrir lýsandi eld-
flugum, sem flögruðu ’im, hvíld-
arlaust og kviklega, og báru ým-
I ist við dökkt vatnið, eða trén sem
Rafmagnsplaströr
5/8”
Heildsölubirgðir
G. Morieinsson hí.
Bankastræti 10 — Sími 15896
Finnshar
Kvenbomsur
og kuldastigvel
margar
gerðir
H ECTOR
Laugaveg 11 — Laugaveg 81
mynduðu eins konar varnargarð
umhverfis rjóðrið. Eld-flugurnar
sveimuðu algerlega hljóðlaust um
í myrkrinu, — stundum margar í
einu dreifðar og reikular. —
Kannske voru þær að gefa merki
um yfirvofandi hættu? Kannske
voru þær líka að reyna að vísa
mönnum leiðina að földum fjár-
sjóði?
Tunglið bi-á ævintýralegri, glitr
andi slæðu yfir lauf trjánna og
þegar eitthvað ýfði vatnsflötinn,
myndaðist gári á yfirborðinu, lík-
astur glitrandi streng, sem svo
fæddi af sér aðra glitrandi
strengi, er skyndilega eyddust
aftur og hjöðhuðu, unz yfirborð
vatnsins varð aftur eins og fljót-
andi himinn, þéttsettur stjörnum
og tunglum.
Loftið var þrungið laufilmi,
sem barst inn í herbergið til hans
en rétt þegar hann var að snúa
sér frá glugganum, með tómt
mæliglasið í hendinni, fann hann
einhvern sæstan moskus-ilm, sem
hlaut að koma frá blómi, er leynd
ist einhvers staðar, þar sem
hvorki sól né tungl gerðu nokkurn
tíma skugga.
Meðan hann hellti úr flöskunni
og fylgdist nákvæmlega með því,
hvernig yfirborð vökvans hækkaði,
jafnt og þétt, í glasinu, var hann
að hugsa um þetta blóm, reyndi
að geta sér til um lit þess og lög-
un krónublaðanna, eðli þess rökk-
urs er það lifði í, begund býflugn-
anna, sem hlutu að fljúga suðandi
í kringum það og annarra þeirra
dýra, er horfðu á það. .. .
Og meðan hann drakk, fannst
honum hann geta séð það með
drúpandi, bláum, postulíns-ki-ónu
blöðum, £ rauðleitu rökkrinu.
Hann heyrði það, þegar hann
var lagztur fyrir, innan við
flugnanetið. — Söng ilms og ást-
ar, er svæfði hann fljótt og þægi-
lega.
7.
Gangurinn lá frá vestri til aust-
urs og skipti efri hæðinni í tvo
jafna hluta. Suðurhlutanum var
skipt í tvö jafnstór svefnher-
bergi og svaf Gregory í suð-vestur
herberginu, en þær Mabel og Oli-
via í hinu. Svefnherbergi hr. og
frú Harmston náði yfir tvo
þriðjuhluta norður-loftsins og
loks var svo bað og snyrtiherberg-
ið, í norð-austurhorni hússins.
Rúmið, sem þær Olivia og Ma-1
bel sváfu í, var eins og rúm Gre-
gorys, gamaldags mahogni-rúm,,
með f jórum stólpum og sængur-;
himni. Olivia hafði alveg sérstakt
dálæti á sængurhimninum. Fyrst |
og fremst veitti hann ásarnt^
flugnanetinu, hið öruggasta skjól
og svo skapaði hann stað, þar sem
margt undarlegt sást og heyrðist
í myrkrinu. Margar næturnar lá
hún andvaka og hlustaði eftir dul
arfullum hljóðum. Sumar nætur
heyrðist ekki neitt, en aðrar næt-
ur — plop — og létt trítl ör-
smárra fóta.... Þá þrýsti hún sér
sem fastast að Mabel og skalf ogl
tók andköf í annarlegri gleði-
vímu. Á höggunum og trítlinu gat
hún heyrt hvort það var fullorðin,
sex þumlunga löng þúsundfætla
eða hálfvaxin, eða hvort það var
svört Herkulesarbjalla eða ein-
hver af hinum minni, svörtu bjöll
um. Eða loðin köngulló. Bjöllurn-
ar og loðnu köngullæ'rnar gáfu
fi’á sér eitt plop og stóðu svo kyrr-
ar í nokkrar sekúndur, áður en
þær hreyfðu sig úr stað, en þús-
undfætlurnar byrjuðu strax að
hlaupa, með snöggu, suðandi
hljóði. Stundum kom það líka fyr-
ir að björtum ljósrákum brá fyr-
ir í myrkrinu, snöggt og kvikandi,
og þá fylgdi hún þeim eftir með
augunum, er þær lýstu upp rykið
á sængurhinminum, sem lá í svört
um flekkjum, eins og skuggamynd
af eyjum. Svo fjarlægðust ljósrák-
irnar og hurfu, en hún lá eftir,
æst og áhyggjufull. En ekki nema
stutta stund í einu. Skyndilega
birtist flöktandi ljós, einhvers
staðar úti í myrkri herbergisins..
Ofan við þvottaborðið .... Ofan
við kommóðuna. . . . Ofan við stól
inn, sem þær systurnar höfðu
hrúgað fötunum sínum á ... . Og
nú rétt hjá höfðinu á henni, fyrir
utan flugnanetið.
Eld-flugur, bjöllur og loðnar
köngullær voru vinir. Þúsundfætl-
ur og sporðdrekar — sporðdrek-
arnir voru alveg hljóðlausir — ó-
vinir. Loðnu köngullærnar voru
skelfilegar útlits, með feita búk-
Inn og gildu, löngu löppunum, en
þær voru alveg meinlausar. Bæði
henni og Berton þótti vænt um
þær og vorkenndu þeim. Og þau
litu á eld-flugurnar sem vinveitta
anda, sem vissu um felustað
Grænu flöskunnar, bústað Genie.
(Þau vonuðu að einhvern góðan
veðurdag myndi góð, vingjarnleg
eld-fluga vísa þeim á staðinn).
Nokkru eftir að Gregory var
farinn til herbefgis síns, ákvað
öll fjölskyldan að fara að dæmi
hans. Það var regla, sem séra
Harmston hafði lögleitt, að þau
gengu öll samtímis til hvílu. Hann
gat ekki fellt sig við það, að sum-
ir meðlimir fjölskyldunnar vektu
fram eftir öllum nóttum við lest-
ur eða tafl. .
Þegar Olivia var lögzt út af og
horfði á Mabel afklæðast, fór hún
að hugsa um Gregory í næsta
herbergi. Hann virtist hafa sofn-
Skrifstofa mín er flutt
í Xjarnargötu 4 (Steindórsprent) II. hæð
SVAVAR PÁLSSON, cand oecon.
lögg. endurskoðandi,
sími 19875 — Pósthólf 1323.
MARKÚS
Eftir Ed Dodd
VEH, I SEE SOME
EWES AND A COUPLE
OF LAMBS... BUT
NO RAM /
1)—Þarna sé ég margar geit-1 2) — Jú, bíddu við, hérnai
ttr, «n cngan haíur. i kemur stór hafur. I
3) — Hafurinn er stór o£ glæsi- I legur, þar sem hann bar við him-
I in.
að undir eins, því að ekkert hljóð
hafði heyrzt frá honum, frá því
að þær komu inn í svefnherbergið.
„Heldurðu að hann sé að reykja
í myrkrinu, Mabel?“
„Hvers vegna skyldi hann vera
að reykja í myikrinu? Hann er
sjálfsagt sofjiaður. Hann virtist
vera orðinn þreyttur". Hún talaði
í hálfum hljóðum og sneri andlit-
inu að myndinni af drengnum
Jesú, sem hékk fyrir ofan snyrti-
borðið. (Lítil húseðla átti heima
bak við myndina, grá-brún á lit-
inn, eins og þilfjalirnar). Mabel
hafði klætt sig úr græna kjólnum
og stóð nú í nærpilsinu. Hún tók
hluti af snyrtiborðinu og lagði þá
frá sér aftur, á sinn venjulega,
óákveðna hátt, eins og hún hefði
skyndilega gleymt því, hvað hún
var að gera. Svo var eins og hún
myndi það aftur. Hún klæddi sig
úr nærpilsinu og byrjaði að
strjúka það og slétta úr því. Hún
lagði það á stólinn og geispaði.
Svo litaðist hún seinlega um í her
berginu, um leið og hún strauk,
annars hugar, fingurgómunum
upp og niður ef'tir löngum, flötum
maganum á sér. Hún var frekn-
ótt ofan frá hálsi og niður að
nafla og freknurnar voru mjög
margbreytilegar að stærð og lög-
un, sumar örsmáar, en aðrar ein9
og stór bjöllu-fótspor. (Ejnu sinni
hafði Berton sagt: „Maginn á Ma-
bel er alveg eins og undarlegt
landabréf").
„Ollie, hvar er morgunsloppur-
inn minn? Hefurðu séð hann?“
„Nei, hangir ha.in ekki bak við
hurðina?"
„Nei, ég sé hann ekki“.
„En hann á að vera þar. Ég sá
h’ann þar, áður en við fórum nið-
ur að borða í kvöld“.
>,Ég sá hann líka“.
„Ég hef ekki snert hann. —
Mamma hlýtur að hafa fengið
hann lánaðann".
„En hún segir mér það alltaf,
þegar hún þarf á honum að
halda“.
„Hún hefur bara gleymt þvi.
Flýttu þér nú að komast írúmið.
Mig langar til að fara að hlusta".
En Mabel hélt áfram að nudda
á sér magann og klóra. Hún klór-
aði sér á naflanum með þumal-
fingurnöglinni, strauk svo yfir
Ijósbrúnu brjóstvörtuna með vísi-
fingrinum. Vandræðasvipurinn,
sem komið hafði á andlit hennar,
þegar hún spurði eftir morgun-
sloppnum, hvarf og augun í henni
SHlItvarpiö
Þriðjudagur 14. janúar:
Fastir liðir eins og venjulega.
18.30 Útvarpssaga barnanna: —
„Glaðheimakvöld", eftir Ragn-
heiði Jónsdóttur; IV. (Ilöfundur
les). 18,55 Framburðarkennsla í
dönsku. 19,05 Óperettulög (plöt-
ur). 20,30 Daglegt mál (Árni
Böðvarsson, kand. mag.). 20,35
Erindi: Bjórinn, — bygginga-
meistarinn mikli í hópi dýranna
I (Ingimar Óskarsson, riáttúrufræð
, ir gur). 20,55 Svissnesk tónlist (af
segulböndum). 21,30 Útvarpssag-
an: Kaflar úr „Sögunni um San
Michele" eftir Axel Munthe (Karl
Isfeld rirhöfundur). 22,10 „Þriðju
dagsþátturinn". — Jónas Jónas-
son og Haukur Morthens stjórna
þættinum. 23,10 Dagskrárlok.
Miðvikuilagur 15. janúar:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50—14,00 „Við vinnuna": Tón-
leikar af plötum. 18,30 Tal og tón
ar: Þáttur fyrir unga hlustendur
(Ingólfur Guðbrandsson náms-
stjóri). 18,55 Framburðarkennsla
í ensku. 19,05 Óperulög (plötur).
20.30 Lestur fornrita: Þorfinns
saga karlsefnis: II. (Einar Ól.
Sveinsson prófessor). 21,00 Kvöld
vaka: a) Jón Eyþórsson veður-
fræðingur flytur „hríðarbálk" eft
ir Lúðvík Kemp. b) Islenzk nólist:
Lög eftir Árna Björnsson( plöt-
ur). c) Rímnaþáttur í umsjá
Sveinbjörns Beinteinssonar og
Valdimars Lárussonar. d) Broddi
Jóhannesson flytur veiðisögu eft-
ir Gunnar Einarsson frá Berg-
skála. 22,10 íþróttir (Sigurður
Sigurðsson). 22,30 Harmonikulög:
Carl Jularbo og hljómsveit hans
1 leika (plötur). 23,00 Dagskrárlok.