Morgunblaðið - 14.01.1958, Blaðsíða 10
10
MORCTnVRT. AÐIÐ
Þriðjudagur 14. Janúar 1958
tTtg.: H.f. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðaintstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Öla, simi 33045
Auglýsingar: Arni Garð'ar Knstinsson.
Ritstjórn: Aðaistræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargiaici kr. 30.00 á mánuðí innanlands.
I lausasölu kr. 1.50 eintakið.
ÁRÓÐURINN GEGN SJÁLF-
STÆÐISMÖNNUM
AÐ vekur furðu þegar
litið er á blöð minnhluta-
flokkanna í bæjarstjórn
Reykjavíkur, hvernig þau haga
andstöðu sinni gegn Sjálfstæðis-
mönnum og hvere eðlis sú gagn-
rýni er, sem þessi blöð halda
uppi. Ef blöðunum er flett, kem-
ur í ljós, að í stað eðlilegrar og
skynsamlegrar gagnrýni, er nart
og jafnvel níð um einstaka menn.
Á bæjarmál, sem einhverju varða,
er naumast minnzt.
Það er auðvelt að taka dæmi
um þetta, sem að vísu hafa sum
áður verið rakin hér í blaðinu,
en er þó rétt að rifja aftur upp.
Blöðin taka það upp, hvert eftir
öðrú^ — að nú sé búið að „eyða“
og „sóa“, eins og það er kallað,
stórum sjóðum, sem einstök bæj-
arfyrirtæki eiga. Gangur þess-
ara mála er einfaldlega sá, að
sumar stofnanir Reykjavíkur-
bæjar hafa að undanförnu haft
nokkurn tekjuafgang en aðrar
ekki, eins og gengur. Ef tekjur
hrökkva ekki fyrir útgjöldum,
er mismunurinn að sjálfsögðu
greiddur úr bæjarsjóði. En hafi
stofnanir tekjuafgang, svo sem
t. d. Hitaveita og Húsatrygging-
ar, er það fé ávaxtað i bæjar-
sjóði og er síðan tiltækt fyrir
þær stofnanir, þegar á þarf að
halda. Það væri auðvitað ekkert
vit í því, að Reykjavíkurbær
legði slíkt fé inn á banka, sem
aðeins greiða lága innlánsvexti,
en tæki síðan rekstrarlán hjá
sömu bönkum við miklu hærri
vöxtum. Það mundi þykja lítið
vit í slíkri ráðsmennsku enda er
á það að líta að raunverulega
eru allar þær stofnanir, sem hér
er um að ræða eign bæjarfélags-
ins og þar með almennings í
bænum. Hér er ekki um að ræða
neina „eyðslu“ eða „sóun“, held-
ur sjálfsagða ráðstöfun, sem er
bæjarfélaginu í heild í hag.
Þetta var eitt dæmið, en ein-
mitt þetta mál hefur verið lang-
mest áberandi áróðursmálið í
blöðum andstæðinganna fram að
þessu.
★
Þá er það táknrænt, að Tím-
inn skuli s. 1. laugardag, eyða
stórum hluta af sjálfri forsíðu
blaðsins undir stóryrði út af þvi
að húsið Skúlatún 2 skuli ekki
vera þinglesin eign Hitaveitunn-
ar, heldur skuli bæjarsjóður
Reykjavíkur vera talinn eigandi
hennar í afsals- og veðmálabók-
um Reykjavíkur. Þetta á að bera
vott um emhverja óreiðu og næg-
ir ekki minna en forsíða SÍS-
blaðsins til að útmála þessi ósköp.
Nú er það svo, að bæjarsjóður
er skráður eigandi allra fast-
eigna bæjarins og bæjarstofn-
ana í veðmálabókum, enda er
bæjarfélagið auðvitað raunveru-
legur eigandi allra þessara fast-
eigna. En á reikningum bæjar-
ins eru eignirnar svo tilfærðar
hjá þeirri stofnun, sem yfir þeim
ræður og nýtur arðs af þeim.
Bæjaryfirvöldunum dettur auð-
vitað ekki i hug að kosta tug-
um þúsunda til þess að þinglýsa
eignum hjá einstökum bæjarfyr-
irtækjum. Ríkissjóður Eysteins
Jónssonar mundi auðvitað hafa
drjúgar tekjur, ef slíkt væri tek-
ið upp, en þær tugþúsundir, sem
þar færu til ríkisins, væru til
einskis gagns fyrir bæjarfélagið.
Tökum sem dæmi að eign Gas-
stöðvarinnar við Hverfisgötu
yrði fengin Slökkvistöðinni til
umráða, eins og ráðgert er. Þá
ætti, skv. kenningu Tímans, að
fara að kosta stórfé til að yfir-
færa Hverfisgötueignina sem
bæjarfélagið á með þinglýsingu
yfir á Slökkvistöðina, sem bæj-
arfélagið er líka eigandi að!!
★
Timinn og Þjóðviljinn hafa
tekið þessa og þvilíka „gagnrýni"
upp hver eftir öðrum, dag eftir
dag. Alþýðublaðið hefur hingað
til farið sér hægar. En þegar það
sá hve blöð samherjanna voru
rausnarleg við að bera fjarstæður
á borð fyrir lesendur sína, vildi
Alþýðublaðið ekki vera minna.
Og á sunnudaginn sló blaðið hin
líka gersamlega „út“, svo eins
og stendur á það metið í endem,-
unum. Þann dag stendur með
stórri fyrirsögn á forsíðu í Al-
þýðublaðinu: „Hefur íhaldið
vanrækt að auka hitaveituna til
að hlynna að olíufélögum?"
Lengra er víst tæplega hægt að
komast í fjarstæðum og er slíkt
fleipur vitanlega ekki svara vert,
enda reynir Alþýðublaðið okki
með einu orði að rökstyðja það,
að slíkri endemisspurningu skuli
vera varpað fram. Auðvitað veit
Alþýðublaðið vel að leit eftir
heitu vatni i bæjarlandinu hefur
verið haldið ósleitilega áfram og
að Reykjavíkurbær vill leysa
hitaveitumálið með stór-
virkjun í Krýsuvík. Alþýðublað-
inu er fullkunnugt um öll aðal-
atriði þessa máls og spurningin,
sem borin er fram stafar því af
illkvittni og engu öðru.
Þá má nefna enn eina fjar-
stæðuna, þó hún sé ekki eins
hrikaleg og sú hjá Alþýðublað-
inu en það er staðhæfing Þjóð-
viljans á sunnudaginn um að
slöngur Slökkviliðsins séu ónýt-
ar. Þar er því „slegið upp“ með
feitu letri og stórum fyrirsögn-
um, að aðbúnaðurinn að slökkvi-
starfsemi bæjarins sé á þann
hátt, að slöngurnar séu ekki not-
hæfar. Er í þessu sambandi vitn-
að í brunann í Þingholtsstræti
28 á aðfangadagskvöld. Vitaskuld
á Slökkviliðið nóg af góðum
slöngum, en alltaf getur komið
fyrir að slanga bresti og skeður
slíkt ósjaldan af því, að lög-
reglan hefur ekki getað haft nógu
öruggt eftirlit með því að bif-
reiðir aki ekki einhvers staðar
yfir slöngu. Slíkt tilfelli á auð-
vitað ekkert skylt við það, að
slöngur Slökkviliðsins séu ónýt-
ar, eins og Þjóðviljinn tekur til
orða.
★
Þessi dæmi um frammistöðu
blaða minnihlutaflokkanna í
bæjarmálunum, eru skýr og tákn
ræn. Hér er ekki um „gagnrýni"
að ræða og því síður nýtilegar
tillögur um lausn vandamála.
Það, sem borið er á borð eru
fjarstæður, nart og illkvittni á
borð við það, sem tilfært er hér
að ofan.
IITAN UR HEIMI
Tekur brezka þjóðin Windsorhjónin
í sátt?
HINN 10. des. sl. var 21 ár liðið
frá því að Edward VIII, konung-
ur Bretaveldis, núverandi her-
togi af Windsor, afsalaði sér kon-
ungdómi til þess að geta gengið
að eiga konuna, sem hann elsk-
aði. Þorri brezku þjóðarinnar tók
það mjög nærri sér, að Edward
er með þeim ætti að fáheyrt er.
Snjöllustu sérfræðingar og lista-
menn hafa lagfært og skreytt hús
ið allt innanstokks og má segja að
það sé i vissum skilningi lista-
safn. Allt er þar með fornu sniði,
jafnvel er þjónustufólkið klætt
samkvæmt aldagömlum brezk-
að tala um stjórnmál, hvort sem
um alþjóðamál eða málefni
Bretaveldis er að ræða. Opinbert
hlutleysi gagnvart slíkum mál-
um er enn ríkt i honum frá því
að hann var einn af æðstu þjón-
um Bretaveldis.
Lífið etr leikur
Þeir fáu, sem komið hafa til
sveitaseturs hertogahjónanna,
skammt utan við Parísarborg,
sannfærast enn betur um það
hver aðaláhugamál hertogans
eru. Garðurinn er einn hinn feg-
ursti í Frakklandi og golf er þar
i hávegum haft. Húsakostur er
þar hinn ríkmannlegasti, enda
þótt hann komist ekki á hálf-
kvisti við stórhýsið í borginni.
Líf þeirra virðist nú einn leikur
fra morgni til kvölds nema hvað
hertoginn fær stúndum smá
gigtarköst. •
Hertogahjónin af Windsor
skyldi meta ást sína og banda-
rísku konuna meira en skyldur
sinar við þjóðina og Bretland.
Enn gætir í Bretlandi þess kala
— og þá ekki sízt hvað hertoga-
frúna snertir. Edward yfirgaf
England skömmu eftir að hann
lét af konungdómi — og hefur
aðeins stöku sinnum heimsótt
ættjörðina síðan. Um margra ára
skeið ferðuðust þau Windsor-
hjónin land úr landi — og virt-
ust hvergi eira. Er styrjöldin
brauzt úr baðst Edward þess að
fá að þjóna föðurlandinu og var
honum falin landsstjórastaða á
Bahameyjum. Er hann lét af þvi
embætti, ferðuðust þau hjón enn
um skeið — og virtust hvergi
finna ró.
— enn eins og nýgift hjón.
um venjum. Hertogafrúin hefur
getið sér mikla frægð fyrir þátt-
töku í samkvæmislífi stórborg-
anna beggja vegna hafsins og það
er heldur ekki ofsögum sagt, að
margir sækja þau hjón heim og
jafnan er mikill og góður matur
þar á borðum. En hertogahjónin
bjóða sjaldan til fjölmennra
veizlna. Þau kjósa miklu fremur
að bjóða oft, en fáum i einu, því
að hertoginn er maður hægur og
kýs helzt að rabba við fáa í senn,
hljóðláta menn, en skrafreifa.
Og ekki bregzt hertoginn ánægð
ari við en þegar gestir hans hafa
áhuga á garðyrkju eða golfleik,
því að það tvennt hefur jafnan
verið aðaláhugaefni hans. Hins
vegar fæst hann sjaldan til þess
Maður fortíðarinnar
I Bretaveldi deila menn oft um
það hvort hertoginn hafi öðlazt
hamingju lífsins, hvort hamn iðr-
ist nú að hafa sagt skilið við
brezku þjóðina, hvort hann hafi
hlotið það, sem hann vænti. En
yfirleitt kemst fólk ekki að á-
kveðinni niðurstöðu, enda ekki
von. Þessar umræður eru að vísu
ekki háværar — og þær fara dvin
andi með hverju árinu, sem líður.
Ungu fólki, undir þrítugu, finnst
hertoginn heyra fortiðinni til.
Honum er skipað á bekk með
Valentino ogCharleston hvað það
snertir. Hann er á yfirborðinu
gleymdur Bretum — og enn eru
þeir fjölmargir, sem láta ljót orð
falla, þegar á hertogann er
minnzt — og vilja sem minnst
um hann tala, vilja gleyma hon-
um. Sorpblöðin finna sér það oft
til efnis lað flytja slúðursögur
um hertogahjónin og er það hvað
sízt fallið til þess að minningin
um Edward konung varðveitist
í Bretlandi í þeim anda, sem her-
toginn af Windsor hefði ef til vill
kosið sjálfur.
Bezt «evmd á tízkusýn-
inafum o« næturklúbbum
Það hefur sennilega ekki verið
ásetningur hertogans, þegar
hann afsalaði sér konungdómi
fyrir 21 ári, að segja að fullu skil-
ið við þjóð og fósturjörð enda
þótt innri maðurinn hafi sigrað
helgar erfðaskyldur hans. Og
samt getur verið, að hann hafi
gert sér grein fyrir því hvaða af-
leiðingar hið örlagaríka skref
hans hafði. En hann hefur senni-
lega ekki vænzt þess, að 20 árum
eftir atburðinn segði eitt Lund-
únablaðanna: „Windsorhjónin
Framh. á bls. 19.
Lifa í auðle^ð
Fyrir nokkrum árum ákváðu
þau loksins að setjast að i París.
Hafa þau tekið á leigu stórhýsi
eitt skammt frá miðhluta borg-
arinnar og segja kunnugir, að þar
hafi þau búið um sig eins og
nýgift hjón, enda þótt bæði séu
nú komin yfir fimmtugt. Þetta er
fyrsta varanlega heimilið, sem
þau hafa eignazt — og ekki svo
lítið, 30 herbergja íbúð. Enda þótt
heimilisgleði þeirra sé líkt við
gleði nýgiftra hjóna í blóma lífs-
ins, eiga þau eitt, sem engin
nýgift hjón þekkja: Auðlegð.
Windsorhjónin lifa nú svipuðu
lífi og auðugustu aðalsmenn
Bretaveldis lifðu í uppafi aldar-
innar. Nú á tímum líðast engum
slíkir lifnaðarhættir í Bretlandi
— og segja má, að nú hafi heldur
enginn efni til slíks.
Garðvrkia OPr prolf
Ibui-ðurinn í húsi þeirra í París
Edward VIII, konungur Bretaveldis, flytur þjóð sinni þann
boðskap í desember 193G, að hann muni afsala sér konungdómi
vegna konunnar, sem hann elski.