Morgunblaðið - 14.01.1958, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 14. janúar 1958
M OR CVN TIT. AÐIÐ
11
ir Hallgrímsson:
Andstaða stjórnarflokkanna gegn hags-
munamálum Reykvíkinga
ÞAÐ ER upplýst, að um 1—2 ára
skeið hafa farið fram samninga-
umleitanir milli minnihlutaflokk
anna í bæjarstjórn Reykjavíkur
um sameiginlegt framboð við
þessar bæjarstjórnarkosningar.
Þessar samningaumleitanir
hafa engan árangur borið, nema
ef vera skyldi hið fljótráðna
kosningalagafrumvarp, sem
keyrt var gegnum Alþingi örfá-
um dögum fyrir þingslit og 6
vikum fyrir kjördag.
Ýmsum getum má leiða að því,
á hverju þessar samkomulagstil-
raunir hafa strandað. Ósamkomu
lag, stefnuleysi og sundurþykkja
þessara flokka í ríkisstjórn lands
ins veldur hér um, og vinstri
flokkarnir gera sér væntanlega,
þrátt fyrir allt, ljóst, að það er
ekki vænlegt til fylgisaukningar
við bæjarstjórnarkosningar að
vitna til 3 missera ferils í ríkis-
stjórn.
Enda er augljóst af kosninga-
baráttu vinstri flokkanna, að því
skal sem mest leynt að þeir sömu
flokkar og standa að núverandi
ríkisstjórn, biðja nú um meiri-
hlutavald í bæjarmálum Reykja-
vikur.
Kjósendur hljóta þó að hafa
hliðsjón af því, hvernig sam-
starfi þessara flokka í ríkisstjórn
hefur verið háttað og hvaða ár-
angur hefur af því hlotizt, ekki
sízt varðandi sérstök hagsmuna-
mál Reykvíkinga.
Hvert mætti vænta um framgang
og úrlausn mála, eins og útrým-
ingu heilsuspillandi íbúða í bæn-
um, skólabygginga og byggingu
íþróttamannvirkja, ef vinstri
flokkarnir réðu í bæjarstjórn
eins og nú á Alþingi?
í þróffasvœðiðí Laugardal
5 millj. kr. greiddar úr bæjarsjóði á sl. ári,
en 145 þúsund kr. af ríkinu.
Á sl. sumri var hið stórglæsi-
lega íþróttamannvirki í Laugar-
dal tekið í notkun. íþróttasvæði
þetta á ekki eingöngu eftir að
verða lyftistöng íþrótta í Reykja-
vík heldur og á öliu landinu. —
Ástæða væri því fyrir ríkissjóð
að styrkja þetta íþróttamann-
virki betur en önnur með sér-
stöku fjárframlagi auk þess fjár-
framlags, sem lögum samkvæmt
á að koma úr íþróttasjóði ríkis-
ins.
Iþróttasjóður ríkisins á að
bera 40% kostnaðar við íþrótta-
mannvirki, en hefur ekki getað
staðið við það. Þannig var varið
úr bæjarsjóði á síðasta ári 5
millj. kr. til að gera íþróttasvæð-
ið í Laugardal hæft til notkunar
(til viðbótar við 11 millj. kr. áð-
ur), en úr ríkissjóði (íþrótta-
sjóði) voru á sl. úri aðeins greidd
ar 145 þús. kr.
Skuld íþróttasjóðs ríkisins
vegna íþróttasvæðisins í
Laugardal nemnr um síðustu i
áramót 4.7 millj. kr.
í þeim tilgangi að fá þetta
framlag greitt úr ríkissjóði bar
Jóhann Hafstein fram þá tiilögu
við afgreiðslu íjárlaga fyrir árið
1958, ' að sérstök fjárveiting að
upphæð kr. 2 millj. væri ætluð
íþróttasjóði svo að hann gæti
betur staðið við skuldbindingar
sínar gágnvart iþróttasvæðinu í
Laugardal.
Vinstri flokkarnir á Alþingi
felldu tillögu Jóhanns Haf-
steins, en í bæjarstjórn undr-
ast þeir, að ekki sé hægt að
fullgera hin myndarlegu
íþróttamannvirki.
Framlög til útrýmingar
heilsuspillandi húsnœði
Meira en 40 millj. kir. greiddar úr bæjarsjóði,
en 10 millj. kr. úr ríkissjóði á sl. 3 árum —
Strax eftir síðustu bæjar-
stjórnarkosningar var að frum-
kvæði Sjálfstæðismanna sam-
þykkt í bæjarstjórn áskorun til
ríkisstjórnar og Alþingis að gera
sérstakar ráðstafanir í sambandi
við húsnæðismálin, sem miði að
því, að útrýmt verði öllum
braggaíbúðum og öðru heilsu-
spillandi húsnæði.
Alþingi sampykkti svo að
frumkvæði ríkisstjórnar Ólafs
Thors lög um veðlánakerfi, út-
rýmingu heilsuspillandi íbúða o.
fl. 1955 og á grundvelli þeirra
laga hefur Reykjavíkurbær
byggt og er að ljúka byggingu
á 280 íbúðum og gert áætlun um
byggingu 520 íbúða til viðbótar.
Samkvæmt lögum þessum var
veitt á fjárlögum 1956 3 millj. kr
til útrýmingar heilsuspillandi
húsnæði og á fjárlögum 1957
4 millj. kr.
Þegar hinar miklu íbúðafram-
kvæmdir Reykjavíkurbæjar voru
í fullum gangi á árinu 1956, kom
í ljós, að 4 millj. kr. framlag í
þessu skyni á árinu 1957 mundi
hvergi nægja. Báru þeir Gunnar
Thoroddsen og Jóhann Hafstein
þá fram tillögu við afgreiðslu
fjárlaga 1957, að framlag þltta
skyldi hækka upp í kr. 10 millj.,
en vinstri flokkarnir felldu það.
Þegar leið að afgreiðslu fjár-
laga rétt fyrir síðustu áramót,
Geir Hallgrímsson
spillandi húsnæði á öllu landinu.
Að frumkvæði Sjálfstæðis-
manna var því samþykkt svo-
hljóðandi tillaga í bæjarstjórn
Reykjavikur 21. nóv. sl., og var
hún miðuð við pað, að árlegt
framlag bæjarsjóðs Reykjavíkur
yrði ekki minna en 10 millj: kr.:
„Bæjarstjórn skorar á þing-
menn Reykvíkinga að beita sér
fulltrúa sveitarfélaga, er sæti
eiga á Alþingi, að framlag ríkis-
sjóðs til að útrýma heilsuspill-
andi húsnæði, sbr. 16. gr. 1. nr.
42/1957, verði hækkað til sam-
ræmis við það, sem ætla má að
framlög sveitarfélaganna í þessu
skyni muni verða.
Telur bæjarstjórnin að til þess
þurfi ríkissjóðsframlagið á fjár-
lögum 1958 að nema um 12
millj. kr.“
Tillaga þessi var í bæjarstjórn
samþykkt með atkvæðum allra
bæjarfulltrúa.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík báru fram breyting-
artillögu, í samræmi við þessa
áskorun bæjarstjórnar Reykja-
víkur, að framlag til útrýming-
ar heilsuspillandi húsnæði yrði
hækkað úr 4 millj. kr. í 12 millj.
kr. á fjárlögum.
En vinstri flokkarnir á Al-
þingi felldu tillöguna, sem
þeir höfðu áður samþykkt í
bæjarstjórn.
Vinstri flokkarnir gera
þannig tilraun til að stöðva
húsbyggingaráætlun Reykja-
víkurbæjar. Ef Reykjavíkur
bær ætti að fylgja þeim
liraða, sem vinstri flokkarnir
á Alþingi álíta nægilegan, ætti
ekki að verða byrjað á neinni
hinna 520 íbúða, sem eftir er
að byggja samkvæmt bygg-
ingaráætluninni, fyrr en eftir
tæp 2 ár.
En yfirdrepsskapur og skyn-
helgi vinstri flokkanna í bæjar-
stjórn er þannig, að þar er talað
um meiri hraða og auknar fram-
kvæmdir á sama tíma og sömu
flokkar á Alþingi bregða fæti
fyrir slíku nauðsynjamáli sem
útrýming braggaíbúða og annars
fyrir því, í sam vinnu við aðra j heilsuspillandi húsnæðis er.
Skólabyggingar
Ríkissjóður á vangoldið til skólabygginga 8,3
millj. kr. um sl. áramót — og vanrækir til
viðbótar að ætla 6.5 millj. kr. til þeiirra
árið 1958.
var enn gerð tilraun til að fá
framlag ríkissjóðs hækkað.
Þá stóð dæmið þannig, að
úr bæjarsjóði hafði á sl. 3
árum verið varið til
144 raðhúsaíbúða við Bústaða-
veg og 120 íbúða í fjölbýlis-
húsum við Gnoðarvog, alls
um 40 millj. kr., en úr ríkis-
sjóði höfðu aðeins verið greidd
ar tæpar 10 millj. kr. á sama
tíma.
Hafði þó 144 væntanlegum rað-
húsaeigendum verið gefið fyrir-
heit um 70 þús. kr. lán frá ríkis-
sjóði vegna útrýmingar heilsu-
spillandi húsnæðis auk jafnhárr-
ar upphæðar frá bænum.
Þá var og umsækjendum um
120 íbúðir í Gnoðarvogshúsum
tilkynnt í samráði við Húsnæðis-
málastjórn, að 50 þús. kr. lán yrði
væntanlega veitt úr rikissjóði til
hvers íbúðareiganda vegna út-
rýmingar heilsuspillandi hús-
næðis auk jafnhárrar upphæðar
frá bænum.
Ef ríkissjóður á að standa í
skilum með þessi fyrirheit, þarf
að inna af hendi rúmar 16 millj.
kr. Þar af hefur ríkissjóður nú
greitt tæpar 10 millj. kr., en á
vangoldnar 6 millj. kr.
Til þess að mæta þeirri skuld-
bindingu ætluðu vinstri flokk-
arnir aðeins 4 millj. kr. á fjár-
lögum 1958 til útrýmingar heilsu
Aðstreymi fólksins til Reykja-
víkur og fólksaukningin þar hef-
ur skapað Reykjavíkurbæ mörg
vandamál og margvísleg.
Auk aukinna íbúðabygginga
og samhliða þeim þarf að hugsa
fyrir byggingu skólahúsa.
Að tillögu Sjálfstæðismanna
var samþykkt áætlun í bæjar-
stjórn um byggingu sem svarar
25 kennslustofa árlega fyrir
barna- og gagnfræðaskóla, auk
tilheyrandi húsnæðis, svo sem
leikfimisala, samkomusala, sér-
stofa, læknastofa o. s. frv.
Með tillögum þessum var ætl-
að að mæta fjölgun skólaskyldra
barna í bænum, auðvelda þeim
j skólagönguna með því að stytta
' leið þeirra í skóla og koma í veg
fyrir þrísetningu í skólastofur og
óhentugan skólatíma.
í samræmi við þessar tillögur
hafa á árinu 1957 verið byggðar
20 kennslustofur, 8 í Hagaskóla,
8 í Réttarholtsskóla og 4 í Breiða-
gerðisskóla, og auk þess hafin
bygging 8 kennslustofa í Gnoða-
vogsskóla.
í fjárhagsáætlun Reykjavík-
urbæjar fyrir ánð 1958 eru ætlað
ar kr. 10.500.000.00 til skólabygg-
inga, þar af 1 millj. kr. til Iðn-
skólans. Samkvæmt lögum á rík-
ið svo að greiða helming kostn-
aðar við byggingu skólahúsa, svo
að alls var byggingarkostnaður
barna- og gagnfræðaskóla áætl-
aður 19 millj. kr.
Byggja skal á þessu ári:
8 kennslustofur í Hlíðaskóla.
8 kennslustofur í Vogaskóla,
(sem hafið er).
8 kennslustofur í Laugalækjar-
skóla.
2 kennslustofur í Breiðagerðis-
. skóla.
Nú er þessari áætlun stefnt
i voða, þar sem á fjárlögum
1958 er ekki ætlað 9.5 millj.
kr. til skólabyggir.ga í Reykja-
vík heldur aðeins um 3 millj.
kr., en skuldir ríkisins við
Reykjavíkurbæ vegna skóla-
bygginga er um síðustu ára-
mót orðin 8.3 millj. kr., svo
að það vantar nær 15 millj.
kr. til þess að ríkið undir
stjórn vinstri flokkanna hafi
í þessum efnum í fullu tré við
Reykjavíkurbæ.
Reynt var við afgreiðslu fjár-
laga 1958 að iá framlag til skóla-
bygginga hækkað, en allt kom
fyrir ekki. Vinstri flokkarnir á
Alþingi töldu bersýnilega ekki
þörf á fleiri skólabyggingum í
Reykjavík, og því er ekki tekið
mark á sömu flokkum í þessari
kosningabaráttu, þegar þeir á-
fellast Sjálfstæðismenn fyrir að
vanrækja skólabyggingar.
Ef stefna vinstri flokkanna í
skólabyggingarmálum ætti að
ráða þá tæki hér um bil 3 ár
með núverandi ríkisframlagi til
skólabygginga í Reykjavík, að
greiða skuld ríkisins við bæinn,
þótt enginn skóli væri byggður
á meðan.
TVÍSÖNGUR OG TVÖFELDNI
VINSTRI FLOKKA
Það má deila um það, hve há-
um framlögum ríkissjóður og
bæjarsjóður geta staðið undir til
iþróttamannvirkja og útrýming-
ar heilsuspillandi húsnæðis.
Ef það er skoðun vinstri flokk-
anna, að framlög í þessu skyni
séu of há, þá ber þeim hrein-
skilnislega að halda því fram,
svo að umræður um málið fari
fram á þeim grundvelli.
En það er tvísöngur og tvö-
feldni, að heimta hækkuð fram-
lög úr bæjarsjóði til þessara
mála, en skera framlög úr ríkis-
sjóði niður, þótt ríkissjóður sé
langt á eftir bæjarsjóði í þess-
um efnum.
Varðandi skólabyggingar og
framlög til þeirra, þá ber þess að
geta, að Alþingi hefur sett
fræðslulög, sem kveða á um
skyldunám barna og unglinga og
hvernig því skuli háttað.
Það er því lagaskylda að sjá
börnum og unglingum fyrir hús-
næði til skólahalds. I þeim efn-
um eru menn sammála um, að
helzt er ekki hægt að gera meira
en tvísetja í skólastofur.
Það er því aukning skóla-
skyldra barna og unglinga í
bænum, sem ræður, hve margar
kennslustofur þarf að byggja ár-
lega. Alþingi hefur skuldbundið
ríkissjóð með lögum að greiða
helming byggingarkostnaðar
skóla og þess vegna er það skylda
Alþingis að taka afleiðingunum
af þessari skuldbindingu og ætla
nægilegt framlag ti skólabygg-
inga á fjárlögum. En í skóla-
byggingarmálum halda vinstri
flokkarnir uppi sama tvísöngn-
um og tvöfeldninni annars veg-
ar á Alþingi, hins vegar í^jæjar-
stjórn Reykjavíkur.
— o*o —
Vinstri flokkarnir hafa þannig
með þriggja missera setu í ríkis-
stjórn sýnt Reykvíkingum og sér-
stökum hagsmunamálum þeirra
fulla andstöðu. Mörg fleiri dæmi
mætti nefna um þetta en hér
hafa verið gerð að umtalsefni.
Það þarf því mikla óskamm-
feilni, þegar vinstri flokkarnir,
sjálfum sér sundurþykkir, biðja
nú um kjörfylgi Reykvíkinga.
Reykvíkingar hafa sem betur
fer fyrr sýnt, að þeir sjá í gegn-
um blekkingavef vinstri flokk-
anna.
Enn sem fyrr munu bæjarbúar
fela styrkum samhentum meiri-
hluta Sjálfstæðisflokksins stjórn
Reykjavíkur næstu 4 árin.
Jörundnr iær nainSð
Þorsleinn þorsBcabítur
Kemur til Stykkishélms á föstudag
STYKKISHÓLMI, 13. jan. — Héð
an lögðu af stað í morgun áleiðis
til Reykjavíkur, nefnd manna,
sem reka skal smiðshöggið á
stofnun togaraútgerðarfélgs þess
hér í Stykkishólmi, sem á döf-
inni er. Þetta félag kaupir tog-
arann Jörund frá Akureyri, cins
og skýrt hefur verið frá í frétt-
um blaðanna.
-fc Nefndarmenn tefjast
Nefndarmönnum hefur sótzt
ferðin seint, því mikil ófærð er
á vegum. Var áætlunarbíllinn
sem þeir fóru með ekki kominn
upp að Vegamótum klukkan að
verða 3 í dag. Á sumrin er þetta
um 1 klst. akstur héðan.
Stjórn útgerðarfélagsins en
það hefur hlotið nafnið Þórólfur
Mostraskeggur eftir landnáms-
manninum og eiga í henm sæti
'Sigurður Ágústsson alþingismað-
ur, Kristján Hallsson kaupfélags-
stjóri Sigurður Skúlason hótel-
eigandi, Lárus Guðmundsson
skipstjóri og Jóhann Rafnsson og
er hann formaður félagsstjórnar.
Framh. á bls. 19.