Morgunblaðið - 15.01.1958, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 15.01.1958, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 15. Jan. 1958. Þessa dagrana stendur >fir í bogasal Þjóðminjasafnsins sýningin Bærinn okkar, sem fjallar um skipulagsmál Reykjavíkur. Það, sem mesta athygli vekur á sýningunni, er geysistórt líkan af allri Reykjavík fyrir vestan Elliffaár. Ljósmyndari Morgunblaðsins tók þessa mynd af hluta af líkaninu. Neðst á myndinni er Ægissíða. Nokkru ofar eru fjölbýlishúsin við Hjarðarhaga og síðan stórbyggingarnar, sem verða við Hagatorg: Melaskóli, Neskirkja, háskólabíóið fyrirhugaða, Búnaðarfélagshúsið og útvarpshöllin. Þar hjá er Háskólahverfið og Tjörnin. Við norðurenda hennar sést ráðhúsið. Til vinstri á myndinni eru Melarnir og eldri hverfi Vesturbæjarins, síðan Miðbærinn og Austurbærinn. Ber þar mest á Hallgrímskirkju. Ljósm.: Ól. K. M.) Ungur psliur lenti í hrakningi á Slrönduui Villtist af réttri leið og var kominn í miklar ógöngur. Eisenhower leggur fram hæsta fjárlagafrumvarpið á friðartímum GJÖGRI, Strandasýslu, 13. jan.— Á Þorláksmessu vildi það til, að piltur að nafni Hjalti Guðmunds- son frá Bæ í Trékyllisvík lenti í miklum hrakningum á leiðinni frá Kaldbak norður að Veiðileysu en þessi kafli er óbygg-ður og mjög iliur yfirferðar. Var piltur- inn, sem stundar nám í Hólaskóla á leið heim til sín í jólaleyfi. Átti að sækja piltinn á báti að Birgisvík, sem er nú eyðijörð, en þar sem ekki var lendandi vegna brims, varð hann að halda áfram að VeiðiIeysu.Lenti Hjalti, sem er 19 ára gamall í hinum mestu erf- iðleikum á þeirri leið. Fundu leit armenn hann niðri í fjöru í mikl- um torfærum og komu honum til hjálpar. Pilturinn var þrekaður mjög og lá í nokkra daga eftir ferðalagið vegna bólgu í fótum, en óslasaður var hann að öðru leyti. Kom ekki á tilteknum tíma. Hjalti lagði af stað frá Ásmund arnesi í Bjarnarfirði fótgangandi á Þorláksmessu og ætlaði hann sér að vera kominn eftir 2—3 tíma í Birgisvík, en þangað ætl- aði Ágúst Lýðsson að sækja hann á báti. Gangfæri var erfitt, mik- ill laus snjór, en veður gott að öðru leyti. Á tilteknum tíma var Ágúst kominn í Birgisvík til að sækja piltinn. Ekki sá hann neitt til hans, en þar sem ólendandi var í Birgisvík, hélt Ágúst til Veiðileysu og bjóst við að Hjalti sæi að ólendandi væri í Birgis- vík og héldi þangað einnig. En er Hjalti var eigi að heldur kom- inn til Veiðileysu um 6 leytið um kvöldið, fóru tveir menn til móts við hann á landi fótgangandi þeir Guðbrandur Þorláksson og Lýður Hallbergsson og um sama leyti lagði Ágúst af stað á báti sínum ásamt öðrum manni á móti Hjalta og ætluðu þeir að freista þess að lenda þar, er þeir mættu honum. Heyrðu veik köll. Er mennirnir er á landi voru höfðu gengið í eina klukkustund án þess að verða pilsins varir, vildi það til að Lýður hrasaði um stein. Stönzuðu þeir félagar við þetta, en í þeim svifum heyrð ist þeim eins og þrusk niðri í fjöru, en þeir voru þá staddir á háum sjávarbökkum. Tóku þeir þá til að hóa og kalla og gekk það um stund. Loks var tekið undir við þá niðri í fjöru. Var það Hjalti. Fundu leitarmenn- irnir piltinn þarna í fjörunni,sem er mjög ill yfirferðar og var hann kominn í hinar mestu ógöng ur þar sem heitir Breiðavík. Var Hjalti þrekaður mjög og illa á sig kominn. Hafði hann villzt af leiðinni niður í fjöruna, en þar hefði hann fljótlega komizt í þrot, þar sem hún er vart mönn- um fær nema háfjara sé. NICOSIA, 13. jan. — Kýpurbúar munu berjast gegn Bretum, þang að til þeir hafa farið með sigur af hólmi, segir foringi uppreisn- armanna, Dighenis, í flugriti, er dreift var um eyjarnar í dag. Við munum berjast til þrautar, bætir hann við, og falla ekki í þær gryfjur, sem Bretar hafa búið okkur. — Tilefnið til þessa bréfs er það að í dag eru liðin átta ár frá því gríska orþodoksakirkj- an undir forustu Makaríosar og Hresstist fljótlega Þeir félagar hresstu nú Hjalta á kaffi og öðru því, er þeir höfðu meðferðis og lifnaði hann tals- vert við. Urðu þeir nú að snúa við með hann til að komast upp úr fjörunni á rétta leið. í sama mund bar Ágúst þar að á báti og ákvað hann að lenda og taka Hjalta í bátinn. Gekk það með nokkrum erfiðismunum því Hjalti var mjög aðframkominn og féll flatur í flæðarmálið og blotnaði allur. Komst hann samt í bátinn, þurr föt fékk hann á Litlanesi, en þangað var hann sóttur á hestum síðasta spöl leið- arinnar. Hjalti var mjög bólginn á fótum eftir hrakninginn og lá hann nokkra daga heima hjá sér yfir jólin. Ókunnugur leiðinni. Hjalti var algjörlega ókunnug- ur þessari leið. Var hann orðinn svo þrekaður er hann fór fram hjá Birgisvík, að hann kvaðst ekki hafa orðið þess var hvar hann var staddur. Hugsaði hann aðeins um að komast í Veiði- leysu. Er sýnt að pilturinn hefði ekki komizt hjálparlaust úr þeim ógöngum, sem hann var kominn í. Má því segja, að þarna hafi skollið hurð nærri hælum. EOKA-leynifélagsskapurinn hófu baráttuna fyrir sameiningu Kýp- ur og Grikklands. — Neðanjarð- arhreyfing kommúnista á Kýpur hvatti íbúana til að láta til skar- ar skríða gegn Bretum, en yfir- menn kirkjunnar og EOKA hafa skoráð á fólkið að sýna stillingu. Þess má geta, að um þessar mund ir er mannréttindanefnd Evrópu- ráðsins stödd á Kýpur að athuga meðferð Breta á eyjarskeggjum. WASHINGTÐN, 13. jan. — Eis- enhower Bandaríkjaforseti lagði í dag fyrir sambandsþingið fjár- lagafrumvarp sitt fyrir fjárhags- árið, sem hefst 1. júlí í sumar. Er þetta hæsta fjárlagafrum- varp, sem flutt hefur verið í Bandarikjunum á friðartímum. Útgjöldin eru áætluð 73 þús. millj. dollara, eða 1 milljarð dollara hærri en á síðasta fjár- hagsári. Aðaláherzlan er lögð á land- varnirnar og er áætlað, að til þeirra renni 46 þús. milljónir dollara. Gert er ráð fyrir, að aukin verði til muna framleiðsla á fjarstýrðum vopnum, svo og flugvélum, sem eiga að geta flutt HELLNUM, 6. jan. — Tíðarfar hefir verið með eindæmum stirt um þessi áramót. Á aðfangadag jóla, gerði hér norðvestan ofsa- rok með snjókomu og hélzt svip- að veður um jólin og fram um nýjár. í veðrinu á aðfangadags- kvöld fauk þak af hlöðu á Ham- arendum, einnig þak af fjárhúsi í Gröf. Vegir tepptust þegar. Á- ætlunarferðir frá Rvík til Sands um Útnesveg hafa fallið niður og engin póstur borizt hingað né héðan síðan fyrir jól. Gjöf til kirkjunnar Við messugjörð á Hellnum á nýjársdag bárust kirkjunni sjö fveggja arma vegglampar, hinir vönduðustu og fegurstu gripir. Lamparnir eru úr látúni og kop- ar, smíðaðir í Svíþjóð fyrir með- algöngu Þorleifs Kristóferssonar húsgagnaarkitekts í Reykjavík, en hann og frú Magnfriður Sig- urbjörnsdóttir, Hofteig 16, höfðu forgöngu um fjársöfnun meðal velunnara kirkjunnar bæði hér slík vopn og skotið þeim og kjarnorkuknúnum kafbátum, sem geta skotið fjarstýrðum skeytum yfir 2000 km. vegalengd. Af fjarstýrðum skeytum verður mest framleitt af Þór, Júpíter og Atlasskeytum. Þrátt fyrir þessa miklu út- gjaldahækkun er ekki gert ráð fyrir hækkun á sköttum, nema síður sé. — í boðskap sínum sagði forsetinn m. a., að allt yrði gert, sem hægt væri, til að halda í horfinu í sambandi við varnir landsins. Bandaríkjamenn verða að leggja hart að sér, ef þeir eiga að geta staðið Rússum á sporði í framleiðslu nýtízku vopna, sagði forsetinn. heima, í Reykjavík og víðar. Sr. Þorgrímur Sigurðsson, sóknar- prestur, afhenti lampana fyrir hönd gefenda að aflokinni guðs- þjónustu, en þeim hafði þá ver- ið komið fyrir í kirkjunni. „Landabrugg og ást“ Þann 30. des. sýndi Umf. Trausti sjónleikinn „Landabrugg og ást“ í Félagsheimili hreppsins. Þann dag var erfitt yfirferðar vegna snjóa og þurftu margir að ganga síðasta spölinn að sam- komustað. Síðan hefir leikfl. fé- lagsins sýnt leikritið á Sandi og Ólafsvík, tvær sýningar á hvor- um stað, við húsfylli og ágætar undirtektir. í Ólafsvík urðu margir frá að hverfa, þar sem allir miðar seldust upp á svip- stundu. Áhugi almennings fyrir leikritaflutningi í þessum þorp- um er mikill, enda oft sýnd þar ágæt leikrit. í Ólafsvík verður t. d. frumsýnt bráðiega leikritið „Maður og kona“, en þar er starf andi leikfélag. -Regína. Dighenis segir: Við berjumsf þar fil yfir lýkur Stirt tíðarfar um áramótin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.