Morgunblaðið - 15.01.1958, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 15.01.1958, Qupperneq 20
11. tbl. — Miðvikudagur 15. janúar 1958. Gengislækkun eftir kosningar er eina úrræði stjórnarinnar Timinn tekur undir gengislækkunar- boðskap Hermanns Jónassonar EINS og kunnugt er, lýsti Hermann Jónasson forsætisráðherra því yfir í áramótaræðu sinni, að gengi íslenzku krónunnar væri alltof hátt. Jafnframt skýrði hann frá því, að sérfræöingar ríkisstjórn- arinnar ynnu nú að undirbúningi ráðstafana til lausnar vanda at- vinnuveganna. En hvorki niðurstöður þessarar rannsóknar né til- laga ríkisstjórnarinnar væri að vænta fyrr en eftir bæjarstjórn- arkosningar. f áramótaávarpi forsætisráðherra fólst þannig bein yfir- lýsing um það, að ríkisstjórnin teldi gengislækkun líkleg- ustu leiðina út úr þeim erfiðleikum, sem að íslenzku efna- hagslífi steðja um þessar mundir. Blað kommúnista, Þjóð- viljinn, hefur einnig þrásinnis lýst því yfir, að Framsókn- arflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hafi sótt fast á um gengislækkun, en ráðherrar kommúnista hafi til þessa get- að hindrað hana. Tíminn tekur undir skoðun Hermanns í gær birti Tíminn, málgag.n forsætisráðherrans, grein upp úr tímariti Landsbankans, þar sem mjög, er deilt á núverandi upp- bótakerfi og talið að það hindri að nýjar útflutningsgreinar vaxi upp í landinu. Ennfremúr er bent á það jafnvægisleysi í gjald- eyrismálum þjóðarinnar, sem se afleiðing misræmisins á milii verðlagsins innanlands og utan Er það greinilega skoðun þess, er greinina ritar, að uppbótai- kerfið hafi gengið sér til húðar og ný gengisskráning ísl. krónu sé óhj ákvæmileg. Auðsætt er að Tíminn birtir þessa grein, vegna þess að hún felur í sér staðfest- ingu á þeirri skoðun Hermanns Jónassonar í áramótaávarpi aö gengi ísl. krónu sé alltof hátt og gengisfelling sé óhjákvæmileg Tíminn grípur hverja rödd, sem tekur undir þessa skoðun fegins hendi. Gengislækkun hin „nýja leið“ Allt bendir því til þess að hin „nýja leið“ vinstri stjórnarinn- ar, verði gengislækkun. En til- lögur um þau úrræði verða ekki lagðar fram fyrr en eftir bæjar- stjórnarkosningarnar. Enginn tekur mark á þeim staðhæfingum kommúnista, að þeir muni aldrei samþykkpi gengislækkun meðan þeir sitji í ríkisstjórn. Vitanlega munu kommúnistar samþykkja gengis- fellingu eftir bæjarstjórnarkosn- Kosningaskrifstofur fyrir Miðbæinn, Vesturbæinn Smáíbúahverfi, Bú- staðahverfi, Blesugróf og Austurbæ í dag opna Sjálfstæðismenn í Reykjavík fimm kosningaskrif- stofur. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðis- manna fyrir Nes- og Melahverfi hefur verið opnuð í KR-húsinu, með inngangi frá Ægissíðu. Síminn þar er 13-0-97, og er skrifstofan opin frá kl. 5—10 e.h. dag hvern. Sjálfstæðismenn, sem búsettir eru í Miðbænum (frá Óðinsgötu vestur að Aðalstræti), hafa kosn- ingaskrifstofu að Laufásvegi 58. Hún verður opin daglega kl. 2— 10 e. h., sími 12742. Sjálfstæðismenn í Vesturbæn- um hafa skrifstofu að Ægisgötu 10. Hún er einnig opin daglega kl. 2—10, sími 11288. Sjálfstæðismenn í Austurbæn- um hafa opnað skrifstofu að Hverfisgötu 42 (2. hæð). Þar er opið daglega kl. 5—10. Síminn er 14722. Loks hafa Sjálfstæðismenn, er búa í Smáíbúða- og Bústaðahverf unum og í Blesugróf, opnað skrif- stofu á Sogavegi 94. Fyrst um sinn verður hún opin kl. 8—10 e. h. dag hvern. Síminn cr 18647. Á skrifstofunum liggja frammi kjörskrár, og þar eru gefnar all- ar upplýsingar, sem kosningarn- ar varða. Sjálfstæðisfólk er hvatt til að hafa samband við skrifstofurnar í hverfum sínum hið fyrsta. ingarnar, alveg á sama hátt og þeir hafa samþykkt áframhald- andi dvöl hins erlenda varnar- liðs í landinu og tekið ábyrgð á samningum við Bandaríkjamenn þar að lútandi. Kommúnistar samþykkja allt, bæði gengislækk un og „hernám“, aðeins ef þeir Lúðvík og Hannibal fá að hanga í ráðherrastólum sínum. En almenningur í landinu veit nú hvað til stendur. Gengislækk- un er eina úrræði vinstri stjórn- arinnar. ) Andlátsfregn | ANTON JÓNSSON, skipasmíða meistari frá Arnarnesi, lézt í Landsspítalanum aö morgni dags hinn 14. þ. m. Þessa mæta manns verður síð- ar getið nánar hér í blaðinu. Björn Pálsson í SAMBANDI við 50 ára afmæli Björns Pálssonar, flugmanns, 10. janúar s. 1. sæmdi Slysavarna- félagið hann Björgunarheiðurs- merki S.V.F.Í. með gullstjörnu fyrir framúrskarandi fórnfúst björgunarstarf við áhættusamt sjúkraflug. Dagsbrúnar- fundur í kvöld FUNDUR verður haldinn í Verkamannafél. Dagsbrún annað kvöld kl. 8.30 í Iðnó. Á funui þessum verða umræður um störf Dagsbrúnarstjórnarinnar á sl. ári. Má búast við að umræður verði miklar um þessi mál, þar sem verkamönnum í Reykjavík mun þykja stjórn kommúrísta í félag- inu hafa haldið iila á kjara- og hagsmunamálum félagsmanna. Allir þeir lýðræðissinnar i Dagsbrún, sem fá því við komið ættu að fjölmenna á fundinn og þar sem búast má við húsfylii ættu menn að mæta tímanlega. Jóhann Guðmundur Bjarni Sjálfstœðisfélögin í Reykjavík Álmennur endafundur kjós- kvöld i Heiir- dallnr FULLTRÚARÁÐSFUNDUR verður í Heimdalli í dag kl. 17.30 í ValhöII. Áríðandi mál á dagskrá. Fulltrúar eru beðnir að mæta vel og stundvíslega. SJÁLFSTÆÐISFELÖGIN í Reykjavík halda fund í Sjálfstæðis- húsinu í kvöld. Er þetta fyrsti almenni kjósendafundurinn, sem félögin efna til fyrir bæjarst.jórnarkosningarnar. Á fundinum munu ýmsir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins lialda ræður. Munu þeir skýra stefnu og störf flokksins í bæjarmálunum og svara áróðri andstæðinganna. Eftir því sem Iíður að kjördegi herða Sjálfstæðismenn sóknina. Að undanförnu hefur fulltrúaráðið haldið hverfafundi og unnið af miklu kappi. Fjölmennt hefur verið á samkomum Sjálfstæðis- félaganna. Hvarvetna kemur í ljós áhugi og baráttuvilji í röðum Sjálfstæðismanna. Menn eru staðráðnari en nokkru sinni fyrr í því, að tryggja Reykjavík áfram farsæla stjórn Sjálfstæðisflokks- ins. Engar kosningahömlur fá hindrað menn í þeim ásetningi. Þvert á móti hvetur allt framferði ríkisstjórnarinnar alla hugs- andi menn til að veita vinstri flokkunum verðuga ráðningu í kosningum þessum. Ræðumenn á fundinum í kvöld verða: Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, Magnús Jóhannesson, trésmiður, Kristján J. Gunn- arsson, yfirkennari, Gróa Pétursdóttir, frú, Jóhann Hafstein, banka- stjóri, Guðmundur H. Guðmundsson, húsgagnasmíðameistaii. Bjarni Benediktsson, ritstjóri, Einar Thoroddsen, hafnsögumaður og Geir Hallgrímsson, hæstaréttarlögmaður. --------------------------------Allt stuðningsfólk lista Sjálfstæðisflokksins er vel- komið á fundinn meðan- hús ■ rúm leyfir. Fundurinn hefst kl. 8,30 og er fólki ráðlagt að mæta stundvíslega þar sem búast má við mikilli aðsókn. SÍS, auðhringurinn, sem jafnvel leiðtogar Alþýðuflokksins segja nú að ógni pólitísku frelsi þjóð- arinnar, seilist stöðugt til aukinna áhrifa í Reykjavík. Bak við hann stendur Framsóknarflokkur- inn, sem nú er í nánu samstarfi við Alþýðuflokkinn og kommúnista. — Reykvíkingar svara ásælni og yfirgangi SÍS og Framsóknarflokksins bezt með því að fylkja sér einhuga um D-Iistann, lista Sjálfstæðisflokksins og hins frjálsa framtaks, í bæjarstjórnarkosningunum hinn 26. jan. n.k. Spilakvöld Sjálf- stæðisfélaganna í Hafnarfirðí í kvöM H AFNARFIRÐI — Að þessu sinni verður spiluð félagsvist í tveimur húsum í kvöld: Sjálfstæðis- og Góðtemplara- liúsinu. Verður þetta síðasta spilakvöld Sjálfstæðisfélag- anna fyrir kosningar, og hefst það kl. 8,30. Eins og jafnan áður, verða v^rölaun veitt. Þetta spilakvöld verður frá brugöið þeim fyrri að því leyti, að nú verða flutt ávörp, og einnig mun hinn vinsæli leikari, Karl Guðmundsson, skemmta. — Er allt Sjálfstæð- isfólk hvatt til að fjölmenna á spilakvöldið og taka með sér gesti. —G.E.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.