Morgunblaðið - 23.01.1958, Síða 9

Morgunblaðið - 23.01.1958, Síða 9
Fimmtuclagur 23. jan. 1958 MORGVN BLAfíll 9 * — Utvarps- umræðurnar Frh. af bls. 1. þar sem þau dvelja að öllu leyti. Hins vegar hefur Barnavinafélag ið Sumargjöf með höndum rekst- ur daglieimila, þar með taldir leikskólar og dagvöggustofa og að mestu leyti er þetta í húsakynnum sem hærinn hefur afhent félaginu til þessara nota og búið húsgögn um og áhöldum. Auk þess greiðir bærinn hallann á rekstri féiags- ins. Haustið 1956 var að tiihlutan borgarstjórans skipuð nefnd til að rannsaka þörf á vistheimilum og dagheimilum og gera tillögur um framtíðarskipun þeirra mála. Nefndin skilaði áliti og tiilögum snemma á sl. ári og er nú unnið að undirbúningi á framkvæmd þessara tillagna. Við skipulagn- ingu nýrra bæjarhverfa er þess gætt að sjá þeim fyrir leikvöilum og athafnasvæðum fyrir æskuna. Á þessu kjörlímabili liefur verið tekin upp smábarnagæzla á lok- uðum leikvölluni á 7 stöðuin í bænum, auk tveggja þar sem að- eins er gæzia á sumrin, — Þessir vellir, sem taka við 8mábörnum til öruggrar gæzlu eru einskonar miliistig milli almennra leikvalla og leik- skóla og til stórmikils hagræðis fyrir mæður. Skólagarðar eru starfræktir, og vinnuskólum, öðru nafni unglingavinnu hefur bærinn haldið uppi 1 mörg ár. Til þess- arar starfsemi alirar hefur á því kjörtímabiii, sem nú er að Ijúka, verið varið 25 milljónum ki-óna og læt ég þessar tölur tala sínu máli um hug ráðantanna Keykjavíkur tii æskunnar. En þetta sem ég taldi er þó ekki nema hluti af þeim fjárhæð- um, sem bærinn ver sérstaklega fyrir æskuna. Fyrir utan þetta eru margvísleg framlög, sem nema milljónum á ári hverju. Þá vék frúin að skólamálun- um: Það er óhætt að fullyrða, að rekstur skólanna hér £ Reykja- vík sé með meiri myndarbrag en nokkurs staðar annars staðar á landinu og langt umfrain það sem krafizt er í fræðslulögun- um. Mó þar til nefna hina full- komnu heilbrigðisþjónustu, heil- brigðiseftirlit, tannlækningar, ljósböð, lýsisgjafir, sjúkraleik- fimi, heimavist fyrir veikluð börn, ennfremur heimavistaskóla að Jaðri og fleira og fleira. Vegna hinnar öru fjölgunar barna og unglinga, en s. 1. haust fjölgaði um hálft sjöunda hundrað í barna og gagnfræðaskólum bæj- arins, hefur reynzt erfitt að koma upp nægu skólahúsnæði til að fullnægja þörf skólanna og þurfti að taka húsnæði á leigu í þessu skyni. Nú eru starfræktir 4 skólar fyrir barna- og gagnfræðastigið og áætlað að hefja smíði tveggja til viðbótar á þessu óri. Bæjar- yfirvöldin hafa sett sér það mark að auka á næstu árum skólahús- næði um 25 almennar kennslu- stofur á ári, auk húsnæðis fyrir heilbrigðisþj ónustu, leikfimi og samkomur, sérkennslu ýmsa °- s- frv. Hafa á þessum vetri verið teknar til afnota 26 viðbótarkennslustofur, þar af 20 i hinum nýju skólabyggingum. A þessu ári er áætlað að bærinn verji IOV2 milljónum til skóla- bygginga, þar af einni milljón til Iðnskóla, hinu til barna- og gagnfræðaskóla. En hver er nú afstaða stjórnarflokkanna til skóla- mála Reykjavíkur? — Sam- kvæmt lögum á ríkissjóður að greiða helming stofnkostnaðar barna- og gagnfræðaskóla og nú þegar skuldar hann Reykjavík- urbæ á 9. milljón í vangoldnum framlögum til skólabygginga. Á fjárlögum yfirstandandi árs eru veittar 3 milljónir til skólabygg- inga í Reykjavík á meðan bær- inn áætlar 9% milljón til bygg- ingar barna- og gagnfræðaskóla. Tillögur Sjálfstæðismanna um að hækka framlagið voru kolfeldar af stjórnarliðinu á Alþingi. Þetta var nú stórhugurinn og rausnin og svo koma fulltrúar þessara flokka og bregða Sjálfstæðis- mönnum um áhugaleysi og seina- ganga í skólabyggingarmálum. Þá gat frú Auður um heimilis- hjálpina og fæðingarstofnun bæj- arins o. fl., en sagði að lokum: Nú eru eftir 2 daga liðin 50 ár síðan konur voru í fyrsta sinn kosnar í bæjarstj. Reykjavíkur. Þessa afmælis, þessa áfanga í baráttu íslenzkra kvenna fyrir pólitísku réttindi sínu minnast andstæðingar okkar Sjálfstæðis- manna á þann hátt að enginn þeirra hefur konu í því sæti í lista sínum að nokkur von sé til hún nái kosningu. Kommúnistar sem hafa þó mest státað af því að hampa kvenfólkinu hafa ýtt konunni úr þriðja og niður í sjötta sæti á sínum lista. En reykvískum konum gefst tæki- færi til að þakka þessum flokk- um hugulsemina á viðeigandi hátt í kjörklefanum á sunnudag- inn kemur. Þorvaldur Garðar Kristjánsson : Átak Sjálfstæðis- manna i bygging- armálunum heldur áfram Kommúnistinn, Guðmundur Vigfússon, sagði hér í umræðun- um í gærkvöldi að veðlánakerfið í sambandi við íbúðabyggingar, sem Sjálfstæðismenn börðust fyr ir, hefði í tíð fyrrverandi ríkis- stjórnar verið tómt og dautt, en það hefði orðið hlutskipti komm- únista í núverandi ríkisstjórn að bjarga við málinu. Hvað er hæft í fullyrðingu þessari? Látum staðreyndirnar tala. Samkvæmt skýrslu húsnæðismálastjórnar hafði almenna veðlánakerfið veitt samtals íbúðalán að upp- hæð 76.674.000 króna, þegar ríkis stjórn Ólafs Thors lét af völd- um. Lánakerfið hafði þó starfað í 9 mánuði. Þetta þýddi að í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar voru veitt lán úr kerfinu að meðaltali á mánuði milli 8 og 9 millj. kr En hvað hefur skeð síðan? Síðan núverandi ríkisstjórn tók við völdum og fram til 23. okt. sl. eða í 15 mánuði, hefur aðeins verið lánað úr hinu al- menna veðlánakerfi, 59.321.000 eða tæpar 4 milljónir króna á mánuði. Frá 23. okt. til síðustu áramóta voru lán veitt úr veð- lánakerfinu um 10 milljónir króna og breytir það ekki þeirri mynd að 8—9 milljónir króna voru veittar á mánuði til íbúða- Iána FYRIR stjórnarskiptin, en aðcins tæpar 4 SÍÐAN. Þetta er þá það, sem þeir guma af. En nú spyr einhver: Var ekki félagsmálaráðherra, Hannibal Valdimarsson, að tala í útvarpið í fyrrakvöld og lofaði hann ekki einhverju? — Ekki er rétt að gleyma því. Ráðh. lofaði að stað- ið yrði við loforð. A sl. vori fékk ríkisstjórnin sett lög til sýndar- mennsku í húsnæðismálunum. I greinargerð að frumvarpinu að lögum þessum um húsnæðismála- stofnun, byggingarsjóð ríkisins og fleira, lofaði ríkisstjórnin að útvega um 40 milljónir króna til almenna veðlánakerfisins á ár- inu 1957. Framlag þetta skyldi standa undir útlánum til viðbót- ar við það fjármagn, sem átti að tryggja byggingarsjóðnum með skyldusparnaði og hluta af stór eingaskatti. Engar efndir urðu og næst gerðist það í október sl. að þá lofar ríkisstjórnin að standa við loforð. En svo afhuga var hún að efna loforð sitt, að verka- lýðssamtökin urðu að kaupa end- urnýjun loforðsins með því að falla frá kröfu um almenna kaup hækkun. Það skeði svo næst í mál- inu að ráðherra kommúnista kom í útvarpið í fyrrakvöld. Ráðherrann upplýsir að Seðla- bankinn veiti lán til hins al- menna veðlánakerfis, svo að full- nægt verði loforðinu um 40 milljón króna framlag til íbúð- anna, en þess. er ekki jafnframt látið getið, að lánið frá Seðla- bankanum er fengið með því að ávísa tekjum byggingarsjóðs rík- isins af skyldusparnaði og stór- eignaskatti. Afrek ríkisstjórnarinnar er því þetta: Þrisvar hefur hún komið fram fyrir þjóðina: Sjá, við veitum 40 milljónir kr. til íbúðalána. I hvert skipti hefur alltaf verið um nýtt átak að ræða, þótt alltaf sé verið að glíma við sama loíorðið. Og þeg- ar peningarnir svo loks eiga að vera að koma, þá er þetta ekki eftir allt saman, sama framlagið sem þeir hafa verið að tala um allan tímann, heldur raunveru- lega tekjur byggingasjóðs, sem þeir höfðu hátíðlega lofað að ætti að renna til íbúðalána til viðbótar 40 milljón krónunum. Þetta er þá afrek rikisstjórnar- innar í lánamálunum. Hefur raunar nokkurn tímann verið unnið annað eins afrek í blekk- ingum og ósvífni! En hvað þá um útrýmingu bragganna og annað heilsuspill- andi húsnæði í bænum? Á kjör- tímabili því, sem nú er að ljúka, var gerð áætlun um byggingu 800 íbúða til útrýmingar heilsu- spillandi húsnæðis. Nú þegar er lokið við eða langt komið með um 280 íbúðir. Unnið er að und- irbúningsframkvæmdum á 220 íbúðum, þ. e. a. s. á kjörtímabil- inu hefur veríð unnið samtals að 500 íbúðum. Á næsta kjörtímabili munu Sjálfstæðismenn halda áfram þessum framkvæmdum með sama hraða og ljúka þá þess- ari mestu áætlun um byggingar- framkvæmdir, sem gerð hefur verið á íslandi. Þá verður útrýmt braggaíbúðunum með öllu. Og hvað hefur þá ríkisstjórnin gert í þessum málum? Meðan bæjarsjóður hefur lagt fram 40 milljónir króna til útrýmingar heilsuspillandi húsnæðis hefur ríkissjóður lagt fram aðeins 10 milljónir. — Stjórnarflokkarnir hafa fellt tillögur Sjálfstæðis- manna á Alþingi um að ríkissjóði sé skylt að leggja fram fé í þessu skyni til jafns við sveitarfélögin. Hins vegar hefur ríkissjóður stór kc '.lega hækkað tolla og skatta á byggingarefni, síðan hún tók við völdum. Þá hefur verið sett á 16% innflutningsgjald á bygg- ingarefni og loks innheimtir svo ríkissjóður 9% í söluskatt af byggingarframkvæmdum. Allt það, sem ríkið gerir nú til að út- rýma heilsuspillandi húsnæði í Reykjavík er að skila aftur því sem tekið hefur verið í sköttum og tollum af þeim byggingum, sem bærinn hefur verið að reisa. Geir Hallgrímsson: Hindrib „gula” tilræbib í ræðu sinni kom Geir Hall- grímsson víða við og birtast hér nokkur atriði úr henni: Öll erum við sammála um það, að blómlegt atvinnulíf sé grund- völlur framkvæmda og fram- fara, hamingju og hagsældar. Það hlýtur fyrst og fremst að ver„ verkefni landsstjórnarinnar með stefnunni í efnahagsmálum að tryggja atvinnu handa öllum og skapa skilyrði fyrir aukinni fram leiðslu. Það er athyglisvert í þess um umræðum, að fulltrúar vinstri flokkanna treysta ekki stjórn sinni betur en svo, að þeim hefur orðið tíðrætt um mögu- legt atvinnuleysi, fyrr en varir. Höfnin er lífæð Reykjavíkur og að því leyti grundvöllur at- vinnu í bænum. Á s. 1. kjör- tímabili hefur verið varið nærri 30 milljónum króna til fram- kvæmda við höfnina úr sjóðum hafnarinnar án þess að til lán- töku hafi komið. Dráttarbátur- inn Magni, fyrsta íslenzka stál- skipið, var tekið í notkun og 19% aukning varð á bólvirkja- lengd hafnarinnar. — Nú hafa Sjálfstæðismenn lagt fram hafa Sjálfstæðismenn lagt fram tillögur um framtíð Reykjavík- urhafnar, stækkun ytri hafnar- innar og nýting innri hafnar- innar. Þar er af stórhug og fram- sýni starfað að málunum. Bárður Daníelsson gagnrýndi þessar til- lögur áðan, en á bæjarstjórnar- fundi lýsti varamaður hans, Gils Guðmundsson, ánægju sinni yfir þessum tillögum. Tvöfeldni vinstri flokkanna annars vegar í ríkisstjórn og hins vegar í bæjarstjórn er alkunn. Varðandi útgerðarmálin, þá lofa kommúnistar bæjarbúum 10 af 15 hinna nýju togara. En sá meg- ingalli er þó að gjöf Njarðar, að í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar var það beinlínis tekið fram, að enginn þessara 15 togara skyldi fara ' til Reykjavíkur, heldur skyldi þeim öllum ráðstafað til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Málsvarar kommúnista og Framsóknarmanna gera lítið úr þátttöku Sjálfstæðismanna eða Reykjavíkur í hinum nýju virkj- unum Sogsins. Var því haldið fram, að Reykjavíkurbær hefði allt þegið af ríkinu. En allar framkvæmdir við Sog hafa verið unnar að frumkvæði og með und- irbúningi Rafmagnsveitu Reykja- víkur. Sogsveitan er sameign Reykjavíkurbæjar og ríkisins. Sogsveitan tekur þau lán sem fengin hafa verið til hinna nýju virkjana og greiðir afborganir og vexti þeirra með tekjum frá raf- magnsnotendum. Og ríkissjóður hefur beinlínis grætt á þessu stórvirkjunum eða tekið í að- flutningsgjöld og önnur gjöld 25 milljónir króna af írafoss- virkjuninni. Sams konar gjöld að Efra-Sogs virkjuninni nema 22 eða 24 milljónum króna auk 10 milljóna króna yfirfærslu- gjalds, er það vei'ður greiðslu- kræft. Bæjarfulltrúar minnihluta- flokkanna segja útsvör hér geta verið lág, vegna þess að bærinn sé miðstöð landsins. En einmitt sú staðreynd skapar bænum margvísleg útgjöld og Reykjavík þarf vegna fólksfjölgunar að leysa t. d. húsnæðismál, skóla- byggingar og lóðaþörf, verkefni, sem aðrir kaupstaðir þurfa ekki að leysa vegna þess að þar fækk- ar fólkinu. Bæjarfulltrúar minni- hlutaflokkanna gera samanburð á útsvarsgreiðslu manna í Reykja vík og annars staðar með því að deila íbúafjöldanum í heildar- útsvarsupphæð. Er gefið í skyn að útsvörin séu nefskattur á hvern íbúa bæjarins jafnt barnið í vöggunni og fulltíða mann. Sjálfstæðisflokkurinn hefur síður en svo tekið upp þá aðferð við niðurjöfnun útsvara í Reykjavík. Enda skiptir það fyrst og fremst máli, þegar útsvarsálögur hinna ýmsu bæjarfélaga eru bornar saman, hvað menn með sömu tekjur og sömu fjölskyldustærð þurfa að borga í hverju bæjar-1 félagi. Þá kemur í ljós, hvernig útsvarsbyrðum er skipt. Það er staðreynd, staðfest af mörgum dæmum, að í Reykjavík, greiðir fjölskyldufólk lægri útsvör en á nokkrum öðrum stað á landinu. Þannig eru útsvör á fjölskyldu fólk 30%—40% hærri í þeim bæjarfélögum, sem vinstri flokk arnir ráða, svo sem Neskaupstað og Akranesi heldur en í Reykja- vík undir stjórn Sjálfstæðis- manna. Vinstri flokkarnir reyna að af- neita ,,gulu bókinni“ og frum- varpinu, jafnvel Þjóðvarnarmað- urinn Gils Guðmundsson sá’ ástæðu til að sverja fyrir þessa bókaútgáfu og Óskar Hallgríms- son afneitaði fyrir hönd krata en gat hins vegar ekki, hvers vegna kratar höfðu þagað í viku án þess að bera af sér samábyrgðina. Timinn segir bara tvo borgara hafa samið þetta, að því er virðist í frístundum, en í ljós kemur að þessir tveir borgarar eru formað- ur húsnæðismálastjórnar, skipað ur af Alþýðubandalaginu og full- trúi Framsóknar í húsnæðismála stjórn. Og „gulu bókina" sam- þykktu þeir af fyrirlagi Hanni- bals Valdimarssonar ráðherra. Þá er það og upplýst, að á grundvelli „gulu bókarinnar" var frumvarpið samið og útbýtt á Alþingi. „Gula frumvarpið" bann ar mönnum að gera leigusamn- inga um húsnæði sitt án atbeina hins opinbera. „Gula frumvarpið" bannar upp sögn gildandi leigusamninga nema í undantekningartilfellum. „Gula frumvarpið" heimilar rík- inu ráðstöfun á því húsnæði ein- staklinga sem sérfræðingar telja þá ekki fullnýta. „Gula frum- varpið“ leyfir mönnum því aðeíns að nýta sitt eigið húsnæði að vild að þeir greiði ríkinu upphæð sem svarar til 5 ára leigu. Þessu frumvarpi var kippt aftur á síð- ustu stundu, því það gekk ekki nógu langt inn á eignarréttinn. Það vantaði í frumvarp „gulu bókarinnar“ tillögur um ríkis- einkasölu fasteigna, bann gegn byggingu stærri en 60—80 fermetra íbúða og einskorðun lánveitinga til opinberra íbúða- bygginga. Ef stjórnarflokkarnir fá ekki duglega ráðningu í þess- um kosningum, verða allar til- lögur „gulu bókarinnar" lögfest- ar. Gísli Halldórsson: Athafnamesta kjörtimabilió KJÖRTÍMABIL það sem nú er á enda hefur verið eitt athafna- mesta kjörtímabil bæjarstjórnar Reykjavíkur. Aldrei hefur verið hyggt jafn mikið á vegum Reykja víkurbæjar, ekki einungis íbúð- arhúsnæði, heldur og byggingar í þágu almennings. Má þar til- nefna Heilsuverndarstöðina, bæj- arsjúkrahúsið og skólahús. Meg- instefna Sjálfstæðisflokksins er sú að hafa útboð um allar bygg- mgarframkvæmdir, en fela síðan lægstbjóðepda verkið. Það er því einkennilegt að andstæðingar okkar skulu ráðast á bæjarstjórn armeirihlutann fyrir það að ekki séu boðnar út byggingar og efni til þeirra. Sannleikurinn er sá, að allar framkvæmdir hafa verið boðnar út, eins og t.d. ibúðarhús- Fran.h. á b.is 12

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.