Morgunblaðið - 23.01.1958, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 23.01.1958, Qupperneq 19
Flmmtudagur 23. Jan. 1958 mORGUNTiLAÐIÐ 19 Blóðugir bordugur í Curucus Forseta Venezuela settir urslitakostir CAKACAS OG WASHINGTON 22. janúar — Alvarlegt ástand ríkir nú í Venezuela. Allsherjar- verkfall er þar skollið á og mót- mælagöngum gegn forseta og stjórn landsins linnir ekki. Kom- ið hefur til átaka meS borgurum og lögreglu — og herma fregnir, að 50 manns hafi látizt í vopnuð- um átökum í höfuðborginni í gær. Mjö|g ströng ritskoðun er í Venezuela og litlar sem engar fregnir hafa borizt af ástandinu þar, en útvarpið í nágrannarík- inu Colombia skýrði svo frá í dag, að enn hefðu verið farnar fjöldagöngur um götur höfuð- borgarinnar í dag og komið hefði til átaka. Hefði lögregla beitt kylfum og táragasi, en ekki er kunnugt um mannfall. Bílstjórar gerðu uppsteit mikinn á strætum borgarinnar og ráðgert var og að hringja kirkjuklukkum um allt land í mótmælaskini við stjórn- arvöldin, sem komust þó að sam- komuiagi við forráðamenn kirkj- unnar um áð koma í veg fyrir það. Samkvæmt síðustu fréttum frá Washington hafa samtök herfor- ingja sent forseta Venezuela úr- slitakosti þar sem þess er kraf- izt að hann afsali sér völdum þegar í stað til þess að komið verði í veg fyrir frekari blóðs- úthellingar. Seinustu fréttir: Mikill fjöldi manna var hand- tekinn í Caracas í óeirðunum í dag og lögðu stjórnarandstæðing- ar eld í margar opinberar bygg- ingar og verksmiðjur. Mun mikið tjón hafa hlotizt af. Olíuiðnaður- inn gengur hins vegar sinn vana gang. Tortryggninni þorf oð eyðtt — segir H. C. Hanser WASHINGTON, 22. janúar — Diefenbaker, forsætisráðherra Kanada, hefur látið svo um mælt, að Kanadamenn mundu fagna ríkisleiðtogafundi svo fremi að hann yrði vel undirbúinn og fyr- ir hendi væri umræðugrundvöll- ur, sem einhverjar vonir væri hægt að tengja við. H. C. Hansen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur einnig viðhaft svipuð ummæli. Sagði hann, að hugmyndin um griðasáttmála væri ekki ný — og slíkur sátt- máli mundi ekki tryggja heims- friðinn. Eins og málum væri nú komið yrðu vestrænar þjóðir að treysta á varnir sínar. Ef Ráð- stjórnin mundi hætta hinum svívirðilega áróðri í garð Vest- urveldanna og segja þjóum sín- um sannleikann um lýðræðis- þjóðirnar, væri miklum áfanga náð. Ef Ráðstjórnin vildi í ein- lægni draga úr tortryggninni milli austurs og vesturs og lægja öldurnar á alþjóðavettvangi — væri þetta rétta leiðin. Gils í „garðholunni46 GILS GUÐMUNDSSON, efsti mað- ur á lista Þjóðvarnarflokksins, tal- aði i gær af mikilli fyrirlitningu um að Reykjavíkurbúum hefði verið úthlutað nokkrum „garðhol- um‘% til að rækta í kartöflur. Þjóðvarnarfulltrúinn ætlaði að springa af vandlætingu yfir því, hversu lítilfjörlegt þetta væri. Þessar „garðholur46, sem Gils talaði um, eru þó ekki ndnni en það, að á sl. sumri voru ræktaðar 1256 bæjarhúar fengið sér úlhlut- aða garða til ræktunar. Á s’. sumri nam kartöfluuppskeran um 10 þús und tunnum, og er Reykvíkingum þannig miklir kartöfluframleið- endur. Það væri fróðlegt að sjá rækt- unina hjá Gils og „garðlioluna44 hans! Ef Gils vantar „garðholu“ lianda sér, er óhælt að segja hon- um, að Iiann getur fengið vænan garð útlilutaðan, því að hægt er að fullnægja allri eftirspurn Reykvík inga eflir garðlöndum. Þessi skröksaga Gils um „garð- holurnar“ og fyrirlitning hans á ræktun Reykvíkinga, er got- dæmi um það, hvernig fulltrúar minni- hlutaflokkanna skrökvuðu í út- varpinu í gær. Gils talaði um „skroksögur Þjóðviljans46. Af liverju var hann þá að bæta við þær, sá góði maður! Verkamenn snúnst gegn EOKA NICOSIA 22. jan. — f dag kom til mikilla verkfalla og mótmæla funda á Kýpur. Ástæðan er sú, að tveir af forystumönnum hinna vinstrimanna voru drepnir í gær. Morðingjarnir voru tveir, grímu- klæddir menn, og þykir fullvíst, að þeir hafi verið úr EOKA skæruliðahreyfingunni. Verka- lýðssamtök vinstrimanna, sem sögð eru á snærum kommúnista, en flokkur þeirra er bannaður á eyjunni, boðuðu þá til tveggja sólarhringa verkfalls til þess að mótmæla morðunum. 35 þús. manns eru í verkalýðssambandi þessu og var þátttaka í verkfall- inu góð. Ekki kom til neinna átaka vegna mótmælafundanna, en borin voru ótal spjöld með áletruðum slagorðum — svo sem: Niður með morðingjana, látið leiðtoga fólksins í friði — o. s. frv. PARÍS 22. jan. — Franskur drátt arbátur er nú á leið til hafnar í Tunis með afturhlta norska olíu flutningaskipsins, sem brotnaði í tvennt á Miðjarðarhafi, í togi. Er hann væntanlegur til hafnar á morgun. PARÍS 22. jan. — Fastaráð Atlantshafsbandalagsins kom saman í morgun og ræddi m. a. síðasta bréf Bulganins. Sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum var hugsanlegur ríkisleiðtoga- fundur ekÉL ræddur að pessu sinni. Verða eldflaugastöðvar reistar Bagadadbandalagsríhjunum ? MOSKVU 22. jan. — í Moskvu hefur verið skýrt frá, að nýjustu og langdrægustu flugskeyti Rússa séu það nákvæm, að ekki geti munað meira en 9 km frá skot- marki á tugþúsundakm. vega- lengd Ensko knottspyrnon SJÁVARLOFTIÐ í Blackpool virðist ekki hafa góð áhrif á Úlfana. Þeir hafa tapað fimm sinnum í sjö undanfarin skipti, sem þeir hafa heimsótt Matt- hews gamla og menn hans. — Blackpool-liðið lék mjög vel all- an leikinn, og sigraði örugglega, þótt eitt mark liðsins væri dæmt ógilt. Úlfunum hefur gengið illa undanfarið. Þeir hafa aðeins fengið þrjú stig í síðustu fjórum leikum deildarkeppninnar. Fram- herjunum hefur gengið mjög illa að skora, þrátt fyrir opin tæki- færi. Má því búast við kaupum hjá félaginu. Úlfarnir hafa nú fimm stiga forskot yfir Preston og WBA. Preston gerði jafntefli í Lund- únum á móti Tottenham. Tókst heimaliðinu að jafna skömmu fyrir leikslok. Þótt WBA sigraði Sheffield Wednesday, heldur Preston enn öðru sæti, vegna hagstæðari markatölu. Manchester United hafa vald- ið miklum vonbrigðum í ár. Hafa þeir tapað sjö leikum og gert sex jafntefli í tuttugu og sjö leikum. Til samanburðar má geta þess að þeir töpuðu sex sinnum og gerðu átta jafntefli í allri deild- arkeppninni í íyrra. — Undan- farnar vikur hafa orðið miklar breytingar á liðinu. Út úr fram- líunni hafa verið teknir hægri útherjinn Berry, hægri innherj- inn Whelan og vinstri útherjinn Pegg. í framvarðalínunni er Ed- wards eini maðurinn, sem virð- ist öruggur með stöðu sína í fyrsta liðinu. — Bakverðirnir Byrne og Foulkes eru þeir sömu og léku með liðinu í fyrra. — Þá keypti United írska landsliðs- markvörðinn Gregg um miðjaa desember, og hafa ekki tapað leik síðan. Sigur liðsins yfir Bolton gefur til kynna að liðið sé tilbúið til stórátaka aftur. í djúpi gleymskunnar berjast liðin, sem eru í fallhættu. Shef- field Wednesday er neðst með 16 stig, en aðeins þrjú stig skilja næstu fimm lið. I annarri deild hefur West Ham tekið forystuna, vegna hag- stæðari markatölu en Charlton. en bæði liðin hafa 35 stig. West Ham keypti miðherjann Vic Keeble frá Newcastle snemma í haust. Keeble lék með Newcastle á Wembley, þegar liðið vann bik- arkeppnina 1955. Hefur Keeble leikið mjög vel með West Ham og á mikinn þátt í velgengni fé- lagsins. Á móti Swansea skoraði hann þrjú mörk. Hefur hann þá alls skorað 15 mörk í 27 leikum. Á meðan leitar Newcastle að mið herja um landið endilangt, en lið ið er í mikilli fallhættu. Charl- ton tókst að sigra Bristol City á sjálfsmarki. Liverpool tapaði óvænt heima á móti Middles- brough. Baráttan ætlar að verða hörð og skemmtileg í annarri deild. Aðeins þrjú stig skilja sex eftsu liðin. Félag Wolves Preston WBA Man. City Luton Man. City Nott. For. Chelsea Burnley Tottenh. Blackpool Arsenal Bolton Everton Birmingh. Portsm. Aston V. Newcastle Leeds Sunderl. Leicester Sheffield W 27 Félag L U J T M S West Ham 14 7 6 64:39 35 Charlton 15 5 7 63:44 35 Liverpool 14 6 8 55:42 34 Blackburn 12 6 9 44:34 33 Fulham 12 8 7 59:40 32 Barnsley 12 8 7 51:41 32 Ipcwich 12 7 8 49:47 31 Grimsby 13 4 9 69:40 30 Stoke 13 4 11 57:47 30 Hudderf. 9 11 7 46:45 29 Leyt. Or. 12 4 11 63:53 28 Midlesb. 11 6 10 50:43 28 Sheff. Utd. 10 8 9 40:39 28 Cardiff 9 8 10 42:47 26 Bristol R. 10 4 13 54:57 24 Derby C. 9 5 13 44:52 23 Doncanster 6 8 13 34:51 20 Notts. C. 8 4 15 31-51 20 Rotherham 7 5 14 40:56 19 Bristol C. 6 7 13 35:59 19 Swansea 7 4 16 45:74 18 Lincoln 5 8 13 31:52 13 WASHINGTON 22. janúar — Dulles, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hélt í dag flugleiðis frá Washington ásamt helztu mönn- um utaríkisráðuneytisins. Á mánudaginn hefst í Ankara ráð- herrafundur Bagdadbandalagsins og mun Dulles sitja hann. Mun hann koma við í Marokko og Persíu á leiðinni og ræða við forystumenn þar. Væntanlega er hann aftur til Washington 1. feb. Dulles mun færa ráðherrafund inum boðskap Bandaríkjaforseta þar sem hvatt er til nánari sam- stöðu hins frjálsa' heims í bar- áttunni gegn einræði og kúgun kommúnismans. Ráðstjórnin held ur því á lofti, að för Dullesar sé gerð í þeim einum tilgangi að hvetja Bagdadbandalagsríkin til þess að koma upp eldflaugastöðv um og taka við bandarískum eld- flaugum, en talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins kvað þessar staðhæfingar ósannar. Var hann spurður að því hvort eldflaugastöðvar yrðu reistar í þeim löndum fyrir botni Miðjarð arhafs, sem mundu æskja þess. Ekki kvaðst talsmaðurinn geta svarað neinu til með það. Hins vegar sagði hann að Tyrkir mundu taka við eldflaugum sem eitt af aðildarríkjum Atlantshafs bandalagsins, en sem kunnugt er, eru Tyrkir einnig í Bagdadbanda laginu. Innilegar þakkir færi ég vandamönnum og vinum, er minntust mín á áttatíu ára afmæli mínu 13. janúar, með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum. Lifið heil. Elinborg Guðmundsdóttir, Skólavörðustíg 15. Lokað í dag vegna iarðarfarar Verzlun H. Tofl Skólavörðustíg L U J T M S 27 17 6 4 63:32 40 27 15 5 7 61:39 35 27 12 11 4 64:45 35 27 14 6 7 68:43 34 27 14 4 9 45:37 32 27 14 3 10 68:64 31 27 13 4 10 55:40 30 27 11 7 9 61:54 29 27 13 3 11 55:53 29 27 11 6 10 58:59 28 27 12 4 11 48:44 28 27 12 3 12 43:47 27 27 11 5 11 49:59 27 27 8 10 9 41:46 26 27 8 8 11 49:60 24 27 9 4 14 50:54 22 27 9 4 14 46:57 22 27 8 4 15 43:48 20 27 7 6 14 34:49 20 27 6 8 13 32:62 20 27- 8 3 16 50:69 19 27 6 4 17 49:71 16 Síðastliðinn miðvikudag léku Man. Utd. og Red Star (Belgrad) í Evrópu-bikarkeppninni. — Fór leikurinn fram í Manchester. Voru aðstæður mjög slæmar, rigning kvöldið áður, frost um nóttina og þoka á meðan á leikn-1 um stóð. Englendingarnir voru fljótari að átta sig á vellinum og léku mun betur en mótstöðu- mennirnir. Hinn frægi mark- maður, Beara, lék með Red Star og varði af mikilli prýði. Þrjátíu mínútur liðu áður en Júgóslav- arnir áttu skot á mark andstæð- inganna. En fimm mínútum síðar skoruðu þeir óvænt. Vinstri inn- herjinn sendi háan knött að marki Englendinganna. Mark vörðurinn, Gregg, stóð of fram- arlega og „sigldi“ knötturinn yf'r höfuð hans í markið. En í síðari hálfleik gerðu innherjinn Charl- ton og framvörðurinn Colman tvö mörk og tryggðu þar með United sigurinn. Evrópukeppnin er útslátta- keppni, en leikið heima og að heimna. Séu liðin jöfn að stigum gildir markatalan. Sé markatalan jöfn leika félögin aftur einn leik í hlutlausu landi. Leikurinn i Belgrad fer fram snemma í febrúar. Elsku litli drengurinn okkar og bróðir SIGURJÓN FRANKLINSSON Laugarnescamp 38B, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju föstudaginn 24. þ.m. kl. 10.30 f.h. Kristín Hansdóttir, Franklín Steindórsson, systkini og aðrir vandamenn. KRISTÍN ÞÓRARINSDÓTTIR, frá Bolungarvík, kennari við Melaskólann, sem andaðist 18. janúar síðastl. verður jarðsett frá Fossvogskirkju föstudaginn 24. þ. m. klukkan 1,30 e. h. Athöfninni verður útvarpað. F. h. fjarstaddra systkina. Jóhanna Björnsdóttir. gTtntroa—p—■wptwmb—p——ao——a——gac———obmbmnB—aa—ajg3M Innilegt þakklæti til allra þeirra mörgu, nær og fjær,. sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og jcirðar- för elsku litla drengsins okkar JARLS Guð blessi ykkur öll. Edda Ögmundsdóttir, Sigurður Samúelsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.