Morgunblaðið - 25.01.1958, Page 1

Morgunblaðið - 25.01.1958, Page 1
20 síður og Heimdallur Undirbýr ríkisstjórnin gengisíækkun, eignakönnun og peningaskipfi? Hvað er í leyniplöggunum, sem gœtt er enn betur en „gulu bókarinnar"? Við hvab átti Hermann með hótun inni á gamlárskvöld ? í VÖRN sinni fyrir „gula hneykslið“ hafa stjórnar- blöðin annað veifið haldið því fram, að því fari fjarri, að „gula bókin“ hafi verið nokk- urt sérstakt leyniplagg. Hannibal Valdimarsson hef ur því til sönnunar vitnað í, að dr. Jóhannes Nordal hafi fengið hana í hendur. Svo sem skýrt er frá annars stað- ar hér í blaðinu í dag, fékk dr. Jóhannes aldrei sjálfa „gulu bókina“. Hún var ekki látin 1 hendur annarra en út- valdra trúnaðarmanna. Morg- unblaðinu tókst þó að afla sér hennar, þvert ofan í það, sem tilætlunin var. En til eru aðrar bækur, sem mun betur hefur verið gætt og fullkomin launung hefur verið lögð á. Ástæðan til þeirrar ströngu gæzlu getur ekki verið önnur en sú, að þær hafi að geyma þvílík leyndarmál, að stjórnarherr- arnir telja, að þau megi með engu móti komast á almanna- vitorð „að svo stöddu“. sem stjórnin hafði kvatt til frek- ari tillögugerðar. Þótt gæzla „gulu bókarinnar" mistækist, þá hefur ríkisstjórnin látið gæta þessara skýrslna sem sjáaldurs auga síns. Hvað er í þeim, sem alþjóð má ekki fá vitneskju um? Morgunblaðið hefur áður vik- ið að því, að orðrómur gengi um, að í undirbúningi væri ný eignakönnun, innköllun seðla eða peningaskipti og gengisfelling. Um sanngildi þessa orðróms get- ur Morgunblaðið ekki fullyrt með sama hætti og um áætlanir „gulu bókarinnar“, þar sem tókst að afla sjálfrar frumheimildar- innar. En sannarlega hlýtur það að vekja meira en litla tortryggni, að þegar sagt er frá þessum orð- róm, þá mótmæla stjórnarblöð- in honum ekki. Þvert á móti. Tíminn snýr tali sínu að fregn- um um skattlagningu sparifjár og keppist við að afneita henni. Út af fyrir sig er það betra en búast mætti við, ef ekki er von á slíku. En enginn almennur orð- rómur hefur verið um, að það stæði tií, og er afneitunin þess vegna nánast út í hött. Fyrir hitt var full ástæða að synja, ef það stendur ekki til, að verið sé að undirbúa gengis- lækkun, eignakönnun og pen- ingaskipti. t í efnahagsmálum, í Þjóðviljan- um í haust um nauðsyn þvílíkrar ráðstöfunar. Haraldur hefur vafalaust haft undir höndum álitsgerð hinna er- lendu sérfræðinga og önnur þau plögg, sem nú er haldið vand- lega leyndum. Hann er og manna best að sér um, hvað í undirbún- ) ingi er. Ályktun hans var sú, að gengislækkun mundi hagkvæm- asta ráðið. En undirbúa yrði hana með nokkra mánaða útreikning- um. Haraldur skrifaði á þessa leið um mánaða-mótin október— nóvember í haust. Kemur þá heim, að öllum ,,útreikningum“ megi Ijúka skömmu eftir bæjar- stjórnarkosningar. Aðvörun hins unga Alþýðu- flokksforingja, Lúðvíks Gissur- arsonar, gegn fjármála-ofurveldi SÍS er einnig mjög athyglisverð. Ýmsir hafa fullyrt, að vikið hafi verið að því efni í skýrslu hinna erlendu sérfræðinga. Veit þó eng- inn, hvort Hermann Jónasson taldi nauðsynlegt að breyta ein- mitt því atriði eða einhverju öðru áður en skýrslan væri birt. En ætla má, að þessi frambjóð- I andi Alþýðuflokksins sé á meðal þeirra, sem skýrsluna hafa kynnt sér. Ef allar þessar skýrslur væru birtar eins og efni standa til, mundi ekki þurfa neinar getgát- ur um innihald þeirra, né um það, hverjir þeirra, sem koma fram með nýjar upplýsingar, hafi þær úr öðru leyni-plagginu eða hinu. Því líkt ástand er með öllu óþolandi. Verst af öllu er, að stjórnin skuli ekki fyrir kosn- ingar skýra óhikað frá því, hver áform hennar eru og gefa kjós- endum þannig kost á að dæma um þau. í stað þess leggur hún launung á það, sem mestu máli SEM kunnugt er hefur Gylfi Þ. Gíslason, ráðherra, undanfarið verið erlendis, þar sem hann hef- ur, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, tekið þátt í umræðum um stofn- un fríverzlunarsvæðis Evrópu. Meðan þessi ráðherra „gulu deild ar“ Alþýðuflokksins var er- lendis, afneituði Alþýðublaðið og ræðumenn Alþýðuflokksins í út- varpsumræðunum „gulu bók- inni“ og töldu Framsóknarmenn og kommúnista eiga allan „heið- urinn“ af því ráðabruggi, sem í bókinni felst. skiptir, lætur harðlega neita einstökum ráðstöfunum og magn- ar einmitt með því orðróm um, að hún ætli sér þær aðgerðir, sem hún lætur ekki neita að í undirbúningi séu, svo sem gengis- felling, eignakönnun og peninga- skipti. Nýr tónn í Alþýðublaðinu Sýnilegt er nú, að Gylfi og „gula deildin” hafa á ný náð yfir- höndinni í flokknum, því að í gær kveður við allt annan tón í Alþýðublaðinu. Nú eru nefndarmennirnir í hinni stjórnskipuðu nefnd, sem Tíminn kallar „tvo borgara“ orðnir „tveir menn“ á máli Al- þýðublaðsins. í útvarpsumræðun- um sagði Óskar Hallgrímsson þá skipaða „af hálfu Framsóknar- manna og kommúnista" og Al- þýðublaðið kallaði þá — meðan Gylfi var erlendis — „fulltrúa Framsóknarflokksins og Alþýðu- bandalagsins". Gylfi kemur heim og „gula deilcT Alþýðu- flokksins nær yfir- höndinni Jóhannes Nordal neitar oð hafa feng/ð „gu/u bókina" Almenningur hefur nú fengið nokkra innsýn í þær ráðagerðir ríkisstjórnarinnar, sem „gula bókin“ hafði að geyma. Við þá ófrýnilegu sjón hefur jafnvel miklum hluta fylgismanna stjórn arflokkanna brugðið óþyrmilega og sett voveiflegan ugg að hinum varfærnari mönnum í liðinu. En ef þær fyrirætlanir, sem þó hefur ekki verið gætt betur en „gulu bókarinnar“ eru svona ugg vænlegar, hvernig er þá hinum háttað, sem miklu strangari gæzla er höfð á? „Gula hneykslið“ er aðeins einn þáttur úttektarinnar frægu, sem Hermann Jónasson boðaði strax eftir valdatöku sína. Megin hluti hennar er hins vegar fólg- inn í áliti erlendu sérfræðing- anna, sem komu hingað haustið 1956. Á sínum tíma var því lofað, að úttektin skyldi fara fram fyr- ir „opnum tjöldum". „Gula bókin“ gefur nokkra skýringu á því af hverju það loforð var vanefnt. Á Alþingi í fyrra var Hermann Jónasson spurður að því, hvort og hvenær álitsgerð erlendu sérfræðinganna yrði birt. Hermann svaraði þá með hort- ugheitum en lét þó á sér skilja, að skýrslur um þessi efni mundu e. t. v. birtar síðar á árinu 1957, með einhverjum breytingum þó. Nú er árið 1957 liðið. Enn eru skýrslurnar óbirtar, bæði skýrsla hinna erlendu sérfræðinga og greinargerð íslenzku fulltrúanna, Það er og ekki þögnin ein, sem styður, að stjórnin hafi nú slík- ar ráðstafanir í undirbúningi. Þjóðviljinn hefur æ ofan í æ fullyrt, að samstarfsflokkar kommúnista mundu nú þegar hafa knuið gengislækkun fram, ef ekki strandaði á mótmælum kommúnista. Alþýðublaðið benti þó réttilega á, að vitanlega mundu kommúnistar jafnskjótt samþykkja gengislækkunina, og hún yrði gerð að skilyrði fyrir áframhaldandi setu þeirra í ríkis- stjórn. Þessi skrif stjórnarblaðanna og ræður ráðherranna, nú síðast Hermanns Jónassonar á gamlárs- kvöld, benda mjög eindregið til þess að gengisfelling sé í und- irbúningi. Hermann lét sér og þá ekki nægja að boða gengisfellingu, heldur bætti við: „Og þeir, sem grætt hafa á breytingum fjárhagskerfisins til þessa, þurfa til einskis að hlakka“. Við hvað átti Hermann með þessum dularfullu orðum? Þau sýna, að eitthvað meira en géngis lækkun er hatt-í huga. Er það ný eignakönnun og peninga- skipti? Ef ekki, hvað kemur þá annað til greina? Spyr sá, sem ekki veit. En víst er, að þvíiíkar hótanir forsætis- ráðherra á stórhátíð eru jafnfá- gætar sem þær eru óhyggilegar. Um gengislækkunina verður og að minna á skrif Haralds Jó- hannssonar, hagfræðings, eins aðalráðunauts ríkisstjórnarinnar Nokkur ákvœði „gulu bókarinnar" og „gula frumvarpsins" sem Einar Olgeirsson stöðvaði MEÐAL þeirra ákvæða, sem komin voru inn í „gula frum- varpið“, en Einari Olgeirssyni þótti ekki ganga nógu langt „inn á eignarréttinn", voru þessi: k Húseigendum skyldi bannað að gera leigusamninga án atbeina ríkisins. i* Ríkið skyldi ákveða upphæð húsaleigunnar. ic Bannað skyldi að segja upp liúsaleigusamningum nema í undantekningartilfellum. ic Ríkið svipti húseigendur ráðstöfunarrétti yfir því húsnæði, sem það telur þá ekki fullnýta eða skyldi þá til að borga „leigu“ fyrir sitt eigið húsnæði. ★ JQpphæð, sem svarar til 5 ára leigu skal sá greiða, sem vill ráða yfir sínu eigin húsnæði. Meðal þeirra ákvæða, sem ekki voru komin inn í frum- varpið, svo að Einari Olgeirssyni fannst hann tilneyddur að stöðva það, voru þessi: k Ríkiseinkasala fasteigna. Ríkið skyldi þá annað- hvort ráða, hverjir væru kaupendur eða hirða „söluá'góðann“. k Húsnæðisskömmtun, þar sem íbúðarstærð væri takmörkuð við „þokkalega 3 herbergja íbúð á um v 60 ferm. og 4 herbergja á um 80 ferm.“ k Stofnun byggingarvöruverzlunar ríkisins, sem fengi aðstöðu til einokunarverzlunar með byggingarefn?. k Takmörkun lánveitinga til opinberra íbúðabygg- inga, en einstaklingar fengju engin lán. Það er allt þetta, sem koma skal — og mun koma, ef stjórnin heldur velli í bæjarstjórnarkosningunum. Gylfi gegn flokksbræðrum Gylfi segir það ósannindi „að þetta nefndaráliti hafi legið til grundvallar frumvarpi" (þ. e. „gula frumvarpinu") og að frum- varpið sé „um allt annað efni“ en „gula bókin“. Óskar Hallgríms son segir aftur á móti, að í frum- varpinu sé „hluti þess, sem í „gulu bókinni“ felst“. Gylfi segir, að frumvarpið hafi „ekki (verið) lagt fyrir Alþingi". Alþýðublaðið talar um „gula frumvarpið11, sem lagt var fram á alþingi, en tekið af borðum þingmanna“. Loks segir Gylfi svo: „í því (frumv.) voru engin ákvæði um leigumiðstöð eða sölumiðstöð" Mbl. hefur birt nokkrar mynd- ir af ákvæðum frumvarpsins og nennir ekki að elta ólar við hinar fáránlegu. fullyrðingar, „gula“ ráðherrans. En hitt er rétt að hafa vel hugfast, að Gylfa finnst „allt í lagi“ með „gula hneyksl- ið“. sem Alþýðublaðið taldi þó — áður en Gylfi kom til — „árás og ofsókn gegn öllum þeim mörgu Reykvíkingum, sem búa í eigin húsnæði“. „Gula deildin" ræður Morgunblaðið er ekki svo kunn ugt heimilishögum í Alþýðu- flokknum, að það viti, hverjir ofan á verða um það er lýkur. En illu spáir afgreiðsla frum- varpsins um kosningahömlur, bankalög o. fl. um áhrif and- kommúnista í flokknum. Bendir það allt til þess að „gula deildin" hafi undirtökin. Framh. á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.