Morgunblaðið - 25.01.1958, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.01.1958, Blaðsíða 19
Laugardagur 25. Januar 1958 MORGVNBLAÐ1Ð 19 Ógerniagui oð holdn bomboðs- fund í Neshoupsloð vegno skipn- logðra fundnrspjalln kommúnisto — segja Framsóknarmenn þar 1 bæ í NESKAUPSTAÐ hefur ekki verið haldinn neinn almennur framboðsfundur í sambandi við bæjarstjórnarkosningarnar og Guðmunda Elíasd. fær vtðurkenningu fvrir kirkjusöng KIRKJUEÁÐ Washingtonborgar veitti nýlega ýmsu listafólki og starfsmönnum útvarps- og sjón- varpsstöðva viðurkenningu fyrir framúrskarandi störf í þágu kirkj unnar. Fór afhending viðurkenn- ingarskjala fram í hádegisverði á Sheraton Park hótelinu í Was- ■hington, þar sem viðstaddir voru um 600 manns, þeirra á meðal ýmsir þjóðkunnir kirkjuleiðtogar 'listamenn, útvarpsfólk og sendi- inenn erlendra ríkja. Sat fulltrúi Æslenzka sendiráðsins þennan imannfagnað í fjarveru sendi- iherra. Meðal þeirra sem viðui-kenningu ■hlutu var íslenzka söngkonan Guðmunda Elíasdóttir og í lok samkomunnar söng hún einsöng („Faðir vor“) við verðskuldaða hrifningu áheyrenda. (Frá Utanríkisráðuneytinu). slíkur fundur verður ekki hald- inn. Ástæðan er sú að Framsókn- armenn í bænum telja með öllu vonlaust að slíkur fundur geti komið að gagni fyrir frambjóð- endur og bæjarbúa, þar eð komm únistar í bænum hafa alltaf skipu lagt fundaspjöll á slíkum fram- boðsfundum. Það voru kommúnistaforingj- arnir í Neskaupstað undir for- ustu Lúðvíks Jósefssonar ráð- herra, sem vildu boða til borg- arafundar vegna kosninganna. Sjálfstæðismenn þar í bænum kváðu sig reiðubúna að taka þátt í slíkum umræðum, ef allir flokk ar, sem þátt taka í kosningunum, mættu. Sl. laugardag kom í ljós að Framsóknarmenn voru ekki til- búnir til þátttöku í hinum vænt- anlega fundi. Á mánudaginn til- kynntu þeir bréflega, að þeir myndu ekki taka þátt í umræðum á slíkum fundi. Segja Framsókn- armenn að það sé reynsla undan- farinna ára, að ekki hafi verið unnt að hafa sæmilega fundar- stjórn vegna hóps manna, sem virðist hafa haft það hlutverk á fundum þessum, að hindra sæmi- lega siðsamar umræður um þau málefni, sem fyrir haíf legið. Segja Framsóknarmenn í bréfinu til kommúnista að engar líkur séu á að breyting til batnaðar muni verða í þessum efnum. Lögðu Framsóknarmenn síðan til í bréfi sínu til kommúnista, að fallið yrði frá slíkum borgara- íundi. Þeir munu aftur á móti hafa rætt þann möguleika að út- varpsumræður skyldu fram fara um endurvarpsstöðina, en því tóku foringjar kommúnista dauf- lega, enda skiljanlegt, þar sem þar gátu þeir ekki beitt klækjum sínum. Enska bikarkeppnin í DAG fer fram fjórða umferð ensku bikarkeppninnar. Sextán leikir fara fram í þessari umferð og þrengist því hringurinn mjög. Þessir eru leikir umferðarinnar: Bristol Rovers v. Burnley Cardiff City v. Leyton Orient Chelsea v. Darlington Everton v. Blackburn Rovers Liverpool v. Northamp. Town Manch. United v. Ipswich T. Newcastle U. v. Scunthorpe Notts County v. Bristol City Sheffield Wed. v. Hull City Stoke City v. Middlesbrough Tottenham H. v. Sheffield U. West Bromwich v. Nottingh. F. West Ham Utd. v. Stockport C. Wolverhampton W. v. Portm. York City v. Bolton W. Kjördeildaskipting Við hcsjarsfjórnarkosningarnar í Reykjavík 31. janúar 1958 K jördeildaskipting í Breiðagerðisskóla: 1. Akurgerði — Búðargerði 2. Bústaðavegur — Hamarsgerði 3. Heiðargerði — Hvammsgerði 4. Hæðargarður — Réttarholtsvegur 5. Sel j alandsvegur — Vatnsveituvegur Kjördeildaskipting í Langholtsskóla: 1. Ásvegur — Engjavegur 2. Ferjuvogur — Langholtsvegur 15 3. Langholtsvegur 16 — til enda 4. Laugarásvegur — Skeiðarvogur 99 5. Skeiðarvogur 101 — Vesturbrún. K j ördeildaskipting í Austurbæjarskólanum: 1. Auðarstræti — Barmahlíð 2. Barónsstígur — Blönduhlíð 10 3. Blönduhlíð 11 — Bólstaðahlíð 4. Bragagata — Eiríksgata 29 5. Eiríksgata 31 — Eskihlíð 6. Fjölnisvegur — Freyjugata 28 7. Freyjugata 30 — Grettisgata 83 8. Grettisgata 84 — Hrefnugata 9. Hverfisgata — til enda 10. Hörgshlið — Laugavegur 34B 11. Laugavegur 35 — til enda 12. Leifsgata — Mánagata 13. Mávahlíð — Miklabraut 48 14. Miklabraut 50 — Njálsgata 59 15. Njálsgata 60 — Rauðarárstígur 16. Reykjahlíð — Skipholt 17. Skólavörðustígur — Snorrabraut 36 18. Snorrabraut 38 — Urðarstígur 19. Úthlíð — Þverholt Kjördeildaskipting í Miðbæjarskólanum: 1. Aðalstræti — Bárugata 20 2. Bárugata 21 - — Bjarkargata 3. Blómvallagata — Flugvallarvegur 4. Framnesvegur — Hallveigarstígur 5. Hávallagata - — Hringbraut 80 6. Hringbraut 81 — Laufásvegur 69 7 Laufásvegur 71 — Óðinsgata 19B 8. Óðinsgata 20 — Smiðjustígur 9. Sóleyjargata — Suðurgata 10. Sölfhólsgata - — Vesturgata 40 11. VesLurgata 41 — Öldugata. Kjördeildaskipting í Laugarnesskólanum: 1. Borgartún — Hraunteigur 2. Hrisateigur — Kleppsvegur 48 3. Kleppsvegur 54 — Laugarnesv. 108 4. Laugarnesvegur til enda -—■ Miðtún 30 5. Miðtún 32 — Samtún 6. Selvogsgrunn — Suðurlandsbraut (Herskólahverfið og ,,H“-húsin) 7. Suðurlandsbraut til enda — Þvotta- laugavegur Kjördeildaskipting í Melaskólanum: 1. Aragata — Garðavegur 2. Granaskjól —Hagamelur 3. Hjarðarhagi — Kaplaskjólsv. 64 4. Kaplaskjólsv. Austurvöllur — Melhagi 5. Nesvegur - - Reynistaðavegur 6. Shellvegur — Tómasarhagi 7. Víðimelur - — Ægissíða. —Hves vegna kýs ég Staðreynd er það, að allir for- ystumenn vinstri flokkanna eru einungis sérhagsmunamenn, sem ekki hafa getað komizt áfram í lífinu af eigin rammleik. Hér er um að ræða vesæla bitlingahjörð, sem hefur hlotið ljótan munn- söfnuð í vöggugjöf, en skortir að sama skapi atorku og dugnað, þótt vitsmuna sé ekki ávallt vant. Hví skyldi skyldi eiga að skipta um forustu Reykjavíkurbæjar? Á heilbrigt hugsandi manni og konu hvergi að vera vært í land- inu? Þegar þess er gætt, að stjórn Reykjavíkur bæjar hefur á undan förnum árum unnið einstakt þrek virki í framkvæmdum, þá kemur það vissulega úr hörðustu átt, af „vel tömdum húsdýrum", eins og einn úr minnihlutaflokkunum, kallaði kommúnista í útvarpsum- ræðunum, að koma í veg fyrir það, að fólki sem bókstaflega leit ar hælis hjá Sjálfstæðismönnum í Reykjavik eftir ofþjökun í „fangabúðum“ vinstri manna vítt og breitt um landið, sé mein- uð landvist í Reykjavík. Það er engu líkara, en meginhlutverk vinstri forkólfanna sé að gjöra íslendinga landræka, ef þeir hlýða ekki boði og banni þeirrar helstefnu, sem nú ríkir í lands- stjórn íslendinga. Hins vegar telja Reykvíkingar nauðsynlegt, að einhvers staðar á íslandi sé griðastaður fyrir rétt hugsandi menn og hafa því ákveðið að láta sjálfa höfuðborgina þjóna því hlutverki framvegis, eins og hingað til, að forða fólki undan óstjórn ósamstæðra metorða- seggja, sem ekkert sjá nema sjálfa sig og sína, og misþyrma öllu sem eitthvað á skylt við frjálsa hugsun og réttsýni. Enginn má láta rugla svo dóm- greind sína, að hann missi sjónar á frelsi og framtíð og fyrir því kýs hann D-listann, menn og kon ur forsjálni og sanngirni. Reykvíkingar! Heilir hildar til — heilir hildar frá ! Guðlaugur Einarsson.** M úrhúðunarnef verð pr. rúlla kr. 225,75 U. Benediktsson hf. Lóugata 2 — sími 11228 BAF Höfum opnað raftækjavinnustofu á Vitastíg 11, undir nafninu R a f. Við framkvæmum vindingar á rafmótorum, viðgerð- ir á heimilistækjum o. fl. Sími 23621. Árni Sighvatsson, löggiltur rafvirkjameistari, Guðjón Guðmqndsson, rafvélavirki. i Innilegar þakkir færi ég öllum þeim, er sýndu mér ást- úð og virðingu og glöddu mig á ýmsan hátt á 75 ára afmæli mínu þann 20. janúar sl. Guð launi ykkur öllum. Guðríður Ásgeirsdóttir, Hamrahlíð 25. Faðir okkar MARTEINN EINARSSON kaupmaður, Laugavegi 31, andaðist að heimili sínu föstu. daginn 24. þ. m. Börn hins látna. Innilegar þakkir vottum við öllum nær og fjær, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför mannsins míns ANTONS JÓNSSONAR skipasmíðameistara. Fyrir mína hönd og ættingjanna. Margrét Magnúsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför JÓNS GUÐNA JÓNSSONAR Bolungarvík Elísabet Bjarnadóttir, börn og tengdabörn Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför systur okkar INGIBJARGAR JÓHANNESDÖTTUR frá Útibleiksstöðum Margrót Jóhannesdóttir, Salóme Jóhannesdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.