Morgunblaðið - 29.01.1958, Side 9
Miðvikudagur 29. jan. 1958
MORC.VNBT.AÐIÐ
9
Árni G. Eylands:
HUGLEIÐINGAR UM BÚSKAPINN 1957
ÞAÐ var ekki ætlun mín, að
þessu sinni, að rita um búskap-
inn á umliðnu ári, er margt sem
veldur. En er ég 12. janúar var
beðinn um að sýna lit á því enn
þá einu sinni, vildi ég ekki skor-
ast undan þvi, sem ekki getur
talizt nema lítil þegnskylda. Af
þessu leiðir þó að grein mín verð-
ur síðbúin, hún er ekki rituð á
réttum tíma og kemur úr hófi
seint fyrir augu lesenda. En því
nefni ég þetta, og hef að inngangs
orðum, að ég hef lengi talið og tel
enn að það sé meginatriði allrar
búmensku að gera hlutina á rétt-
um tíma. Og ef til vill er ekkert
betur til þess fallið að mæla
hvort bændunum miðar „nokk-
uð á. leið“ í búskapnum en ein-
mitt að veita því athygli út um
sveitir landsins hvort þetta eða
hitt er gert á réttum tíma og þá
venjulega vel gert, eða hvort það
er gert eftir dúk og disk, illa og
í ótíma.
Ég hefi lengi klifað um mold
og gróður, og oft verður mér lit-
ið til vorverkanna, hvenær flög
eru unnin, hvenær er borið á og
hvenær sáð? Og því miður mun
það svo að þar sem miklu munar,
um þessa hluti, frá því sem æski-
legt er, þar vill fleira hallast í
búskapnum. Einhverntíma var
þetta orðað þannig:
Hér gekk löngum seint að sá,
seint gekk líka sprettu að fá,
því að vonum stundum strá •
stutt er bóndinn hlaut að slá.
Sem betur fer lagast þetta með
hverju árinu sem líður, þekking-
in vex og kunnáttan, leiðbeining-
arnar aukast og batna og árangur
inn af'starfinu stækkar.
Bezta árið á þessari öld
Einhver lét svo ummælt að ár-
ið sem leið væri „bezta árið á
þessari öld“. Ekki ósennilegt að
satt sé. í slíkum árum reynir
minna á manndóm bóndans held-
ur en á erfiðu árunum, en í góð-
æri býzt gildur bóndi við harð-
ærinu.
Veðurstofan — Bára Sigfús-
dóttir veðurfræðingur ___ hefir
vinsamlegast látið mér í té nokkr
ar upplýsingar um veðrið á um-
liðnu ári kemur þar greinilega í
Ijós að sumarið var betra og
hlýrra en í meðallagi víðast hvar
um landið.
Veðurfar árið 1957
Bráðabirgðayfirlit
Janúar. Tíðarfar var hagstætt
fyrri hlutann, en mjög umhleyp
ingasamt og stormar tíðir seinni
hlutann. Gæftir voru lengst af
stirðar. Hiti var 2°—3° yfir með-
allagi og var hlýjast að tiltölu
um norðanvert landið. Úrkoma
var nokkuð meiri en í meðalári.
í febrúar og marz var lengst af
óhagstæð tíð, þó voru gæftir yf-
irleitt góðar. Snjóþungt var og
haglítið lengst af, en í marzlok
brá til þíðviðris. í febrúar var
hiti víðast 1°—1!4° undir meðal-
lagi, en marz var tiltölulega mild-
ari, hiti um meðallag eða lítið eitt
yfir því. Úrkoma var mjög
breytileg eftir landshlutum.
Tiðarfar í apríl var hagstætt og
yfirleitt orðið snjólaust í byggð
í lok mánaðarins, enda var hlýtt
í veðri hiti 2°—3° yfir meðallagi.
Úrkoma var yfirleitt nokkru
meiri en í meðalári. Víða tók að
votta fyrir gróðri um miðjan
mánuð. Gæftir voru góðar.
Maí. Tíðarfar var fremur ó-
hagstætt gróðri framan af, en eft-
ir pann 20. hlýnaði og gróðri fór
vel fram. Um sunnanvert landið
varð mánaðarhitinn nálægt með-
ailagi, en um norðanvert landið
um það bil 1° hlýrra en í meðal-
ári. Úrkoma var meiri en í með-
alári og sums staðar sunnanlands
mældist meira en tvöföld meðal-
úrkoma. Gæftir voru yfirleitt
góðar.
í júní var vefjurfar hæglátt og
hagstæð tíð á Suður og Vestur-
landi en of þurrt fyrir gróður á
Norðurl og Austurlandi. Hiti var
yfirleitt nálægt meðallagi, nema
á Vestfjörðum þar sem hlýrra
var. Úrkoma var helmingur þess
_sem venja er um norðanvert land
íð, en nálægt meðallagi um sunn
anvert landið.
Júlí. Tíðarfar var mjög hag-
stætt til heyskapar. Úrkoma var
lítil, víða um helmingur af með-
alúx-komu. Hiti var allbreytileg-
ur eftir landsklutum. Á Suður-
og Vesturlandi var yfirleitt held-
ur hlýrra en í meðalári en norð-
an lands og austan var kaldara.
Ágúst. Tíðarfar var hagstætt.
Öllum gróðri fór mjög vel fram,
en þurrkar voru fremur daufir.
Úrkoma ' var nálægt því sem
venja er, en hiti víðast 1°—1%°
yfir meðallagi.
í september og október var með
alhiti yfirleitt nálægt meðallagi.
Úikoma var víðast lítil í septem-
ber og minnst að tiltölu um sunn
anvert landið eða um % af með-
alúrkomu. I október mældist hins
vegar víðast meiri úrkoma en
venja er til. í september var tíð-
arfar talið hagstætt nema um
norðaustanvert landið, í október
var allumhleypingasamt. Um þ.
20. kólnaði og snjóaði víða.
í nóvember. var tíðarfar hag-
stætt nema fyrstu vikuna. Hiti
114°—214° yfir meðallagi, en
Árni G. Eylands
(5) og sauðfé 370 (220). — Trakt-
orar 4. Byrjað var að gefa naut-
gripum með beit um 20. nóv. og
er það svipað eins og 1956. Haust-
ið 1957 var slátrað 30 gripum af
holdakyni (blendingar), lögðu
þeir sig með 186,5 kg falli að með
altali.
Holt í Stokkseyrarhreppi: Taða
2500 hestar (2000), úthey 100
(300), nautgripir 62 (60), hross 8
(15) og sauðfé 120 (120). —
Traktorar 2.
Laugardælir: Taða 5800 hestax
(5500), nautgripir 130 (147),
sauðfé 320 (260) svín 30 (50). —
Traktorar 2.
Skriðuklaustur: Taða 1300 hest
ar (1300), úthey 100 hestar, naut-
gripir 7 (8), hross 6 (6), sauðfé
655 (640). Kartöflur 50 tunnur
(40). — Traktorar 2.
Garðyrkjan
Sumarið var hagstætt fyrir
garðyrkju. Kartöflur, sem eru
aðalgarðjurtin utan dyra, spruttu
langtum betur en árið áður, sem
var lélegt kartöfluár.
Kartöfluuppskeran er áætluð
um 100 þús. tunnur, en Hagstofan
telur að uppskeran 1956 hafi ver
ið 67 þús. tunnur.
Grænmetisverzlun landbúnað-
arins seldi um 30 þús. tunnur af
ísl. kartöflum á árinu en flutti
inn um 40 þús. tunnur. Ennfrem-
ur flutti verzlunin inn 370 smál.
af grænmeti, svo sem hvítkáli,
rauðkáli, gulrótum, rauðrófum
o. fl. Af lauk flutti verzlunin
inn um 280 smálestir.
Sölufélag garðyrkjumanna
seldi:
Tómata 230 smál. (191).
Gúrkur 21.382 kassa (21.796).
Hvítkál 66 smál. (76,7).
Gulrætur 55,7 smál. (38,7).
Blómkál 34.220 hausa (27.982).
Gróðurhús byggð á árinu eru
talin um 3500 ferm. mest í Hvera
gerði 2500 ferm., í Biskupstung-
um 600 ferm. og í Borgarfirði 400
ferm.
Etirfarandi tölur sýna fram-
leiðslu smjörs og osta o. fl. árin
1956 og 1957- Smjör
1956 1957
Birgðir 1.1. 95.064 139.511
Framleitt kg. 754.960 911.011
Selt kg. 710.513 768.553
Birgðir 31.12 139.511 281.969
Ostur
1956 1957
Birgðir 1.1. 126.736 165.660
Framleitt kg. 490.034 741.842
Selt kg. 451.110 498.540,5
Flutt út. 173.726,5
Birgðir 31.12. 165.660 235.235
úrkoma nálægt því sem venja er
til.
Desember. Tíðarfar var frem-
ur hagstætt. Fyrstu vikuna voru
hlýindi, en eftir það kólnaði held
ur og veður urðu óstöðug. Meðal-
hiti mánaðarins var lítið eitt und-
ir meðallagi og úrkoma var um
meðallag.
Heyskapur
í samræmj við veðurfar var
heyskapur yfirleitt góður, þó
ekki væri hann erfiðislaus alls
staðar. Flestir bændur voru því
að hausti vel undir vetur búnir,
með góðan heyafla, bæði að gæð-
um og magni.
Sem dæmi um heyskap o. fl.
nefni ég nokkur býli, öll ofan við
meðallag um stærð, og um leið
um heyskap og áhöfn, Svigatölur
éru tölur ársins 1956.
Bessastaðir: Taða 2400 hestar
(1800), nautgripir 60 (56), hross
0 (0), kindur 45 (36), hænsni 600
(600). Kartöflur 45 tunnur. —
Traktorar 3.
Vífilsstaðir: Taða 2500 hestar
(2400), nautgripir 85 (85), hross
'2 (2), hænsni 250 (300). Kartöflur
50 tunnur. — Traktorar 3.
Blikastaðir: Taða 2800 hestar
(2500), nautglipir 80 (75), hross
7 (6), sauðfé 10 (12). Kartöflur
40 tunnur, kornuppskera 18 tunn_
ur (25). — Traktorar 4.
Sámsstaðir: Taða 1300 hestar
(1300), af því verkað sem hey-
mjöl 360 hestar (200), úthey 80
hestar (60), nautgripir 17, hross
7, sauðfé 65. Kartöflur 130 tunnur
(120) og korn 90 tunnur (90),
grasfræ 350 kg. — Traktorar 2.
Gunnarholt: Taða í vothey
2500 hestar (2500), þurrhey
4500 (4300). Nautgripir 220 (240),
blendingar af holdakyni. Hross 7
Heyinu ekið
hross 22 (20), svín 70 (70) og
hænsni 400 (450). — Traktorar 3.
Hvanneyri: Taða og hey af
flæðiengjum 4500 (4200). Mjólk-
urkýr 81 (71), geldneyti 28 (50),
hross 20 (25) og hænsni 50 (50).
Garðaávextir: kartöflur 30 tunn-
ur (20), gulrófur 35 (20). —
Traktorar 10, þar af 1 beltistrakt-
or.
Hólar í Hjaltadal: Taða 4800
hestar (4500), nautgripir 60 (60),
hross 80 (80), sauðfé 560 (530).
Garðaávextir: kartöflur 120 tunn
ur (100) og gulrófur 100 (75). —
Traktorar 6, þar af 1 beltis-
traktor.
Egilsstaðir á Völlum: Taða 3300
hestar (3200), mjólkurkýr 32
(31), geldneyti 32, hross 5, (5),
Mjólkurframleiðslan
Mjólkurbúin eru nú 10 að tölu,
en verið er að byggja 2 ný bú, úl
viðbótar, á Hvammstanga og
Egilsstöðum, ennfremur geril-
sneyðingarstöð í Ólafsfirði og
Neskaupstað.
Sauðfjárræktin
Haustið 1956 var lokið niður-
skurði í Dalasýslu vegna mæði-
veiki, er þar kom upp 1955. Á
þetta svæði voru haustið 1957
flutt um 12 þús. lömb frá Vest-
fjörðum. Auk þess keyptu bænd-
ur á svæðinu nokkuð af lömbum
og veturgömlu fé í Laxárdal og
Hvammssveit, en þeir hreppar
höfðu fengið fjárstofn að fullu
1956.
En því miður reyndist mæði-
veikibjörninn ekki unninn. Haust
ið 1957 kom upp mæðiveiki í
Lækjarskógi í Laxárdalshr. en
bær þessi er ásamt nokkrum bæj
um öðrum í Dalasýslu sunnaa
hins svokallaða Dalahóifs.
Er þessir bæir þannig á
sama mæðivarnarsvæði eins
og Mýrasýsla frá Hvítá vestur að
Skógarnesi ó Mýrum.
Vegna þessara válegu tíðinda
var allt fé fellt á 7 bæjum: Lækj-
arskógi og Þorbergsstöðum í
Laxárdalshr., Brautarholti I og II,
Aflsstöðum, Köldukinn og Vatni
í Haukadalshreppi. Auk þess
nokkru af fé sem tilspurðist ann-
ars staðar, en verið hafði á fóðr-
um á þessum bæjum eða selt
þaðan. Alls rúml. 1500 fjór.
I Lækjarskógi kom í ljós all-
mikil sýking, töluverð á Þorbergs
stöðum og vottur á Brautarholts-
bæjunum. Á hinum bæjunum
kom engin sýking í Ijós. í haust
var gerð girðing úr sjó upp með
Haukadalsá í Haukadalsvatn. Á
vori komanda verður girt svo að
hinir umræddu bæir verði allir
í sérstöku mæðivarnarhólfi. Þaf
verður auðvitað sauðlaust til
hausts 1958.
Enn er ekki séð fyrir enda á
jan. — nov. 19
Innvegin mjólk kg............
Seld mjólk ltr...............
Seldur rjómi ltr.............
Framleitt smjör kg...........
Framleitt skyr kg............
Framleiddur mjólkurostur kg
Gramleiddur mysuostur kg ..
Framleitt nýmjólkurduft kg ..
Framleitt undanrennuduft kg.
Mjólk í niðursuðu ltr........
Undanrenna í Kasein ltr......
Frh. a bJs. 13.
gn o.fl.
1957.
61.781.529 54.979.815
26.446.536 25.349.909
808.265 773.940
900.451 772.238
1.665.820 1.482.150
776.294 491.345
46.090 51.353
35.300 37.050
345.635 282.225
144.118 163.500
4.893.242 4.271.400
Sláttutætari tengdur aftan í kraftmikla dráttarvél, en aftan í hann er síðan tengdur vagn