Morgunblaðið - 02.03.1958, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 02.03.1958, Qupperneq 4
4 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 2. marz 1958 í dag er 61. dagur ársins. Sunnudagur. 2. marz. Vika af göu Árdegisflæði kl. 2.36. Síðdegisflæði kl. 15.07. Slyaavarðstofa Reykjavíkur í Heilsuverndarstöðinni er opin all- an sólarhringinn. Læknavörður L R (fyrir vitjaniri er á sama stað, ití kl. 18—8. Sími 15030. Næturvörður er í Ingólfs- apóteki sími 11330. Reykjavíkur apótek, Laugavegs-apótek og Iðunnar-apotek, fylgja öll lokun- aatima sölubúða. Garðs-apótek, — Holts-apótek, Apótek Austurbæj- ar og Vesturbæjar-apótek eru öll opin virka daga til kl. 8, laugar- daga til k. 4. Þessi apótek eru öli opin á sunnudögum milli kl. Kópuv ogs-apótek, Álfhólsvegi 9 1 og 4. — er opið daglega kl. 9—20, nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga frá kl. 9—16 og helga daga frá kl 13—16. Sími 23100. Hafnarfjarður-apótek er opið alia virka daga kl. 9 -21. Laugar daga kl. 9—16 og 19—21. Helgi- daga kl. 13—16 og 19—21. Næturlæknir er Eiríkur Björns son. Kveníélng Háteigsséknu SKEMMTIFUNDUK í Þjóöleikhúskjallaranum miðvikudaginn 5. marz klukkan 8. — Félagsvist og skuggamyndir. Félagskonur mega taka með sér gesti. Skemmtinefndin. Unglinga vantar til blaðburðar við Laugav. III. Skúlagöfu tffgttttliIitMfr Sími 2-24-80 K.eflavíkur-apótek er opið alla virka daga kL 9—19, laugardaga kl. 13—16. Helgidaga kl. 13—16. Næturlæknir er Bjarni Sigurðsson. I.O.O.F. 3 = 130338 * AF M Æ Ll # Sjötugur varð í gær Stefán Sigurfinnsson, frá Ytri-Njarðvík um nú til heimilis að Bárugötu 32 í Reykjavík. Hjönaefhi Opinberað hafa trúlofun sína ungfrú Guðrún Guðmundsdóttir, rafvirkjameistara í Keflavík og Karl Halldór Ágústsson, vélstjóri m.s. Hamrafelli. 5 mínútna krossgáta 1S Lárétt- — 1 hóa saman — 6 skel — 8 sjór — 10 kimi — 12 fjárplógsmenn — 14 félag — 15 fangamark — 16 eldsneyti — 13 skorurnar. Lóðrétt,- — 2 brak — 3 til — 4 lélegur (forn ritháttur) — 5 hóps — 7 flokkurinn — 9 mann — 11 kveikur — 13 mjög — 16 ósamstæðir — 17 tveir eins. Lausn síöustu krossgátu rán — 10 get — 12 ostanna — 14 Lárétt: 1 sverð — 6 ota — 8 si — 15 NL — 16 odd — 18 ald- inin. Lóðrétt: — 2 vont — 3 et — 4 ragn — 5 hrossa — 7 Stalin — 9 Ási — 11 enn — 13 andi — 16 OD — 17 DN. ISSMessur Keflavílcurkirkja. Messa kl. 5 síðdegis. Innri Njarðvíkurkirkja. Barna guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Ytri-Njarðvík. Barnaguðsþjón- usta í Samkomuhúsinu kl. 2 síð- degis. — Séra Björn Jónsson. Flugvélar Flugfélag íslands hf: — Milli- landaflug: Hrímfaxi er væntan- legur til Rvíkur kl. 16:10 í dag frá Hamborg, Kaupmannahöfn og Oslo. Flugvélin fer til Lundúna kl. 08:30 í fyrramálið. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar og Vest- mannaeyja. Á morgun: til Akur- eyrar, Fagurhólsmýrar, Horna- fjarðar, ísafjarðar, Siglufjarðar og Vestmannaeyja. IQFélagsstörf Kvenfelag Háteigssóknar held ur skemmtifund í Þjóðleikhúss- kjallaranum miðvikudaginn 5. marz kl. 8. KFUM og K, Hafnarfirði. — Á almennu samkomunni í kvöld tal ar Reidar Albertsson kennari. Dansk Kvindeklub heldur fund í Tjarnarkaffi þriðjud. 4. marz, kl. 8.30 e.h. Bræðralag — Fundur verður haldinn í Bræðralagi, kristi- legu félagi stúdenta mánudaginn 3. marz 1958 á heimili séra Jóns Þorvarðarsonar Drápuhlíð 4. — Fundurinn hefst kl. 8.30 e.h. H Ymislegt Orð lífsins: Eg olli umturnan meðal yðar, eins og þegar Guð umturnaði Sódomu og Gómorru, og þér voruð eins og Lrandur úr hálsi dreginn. Og þó hafið þér ekki snúið yður til mín, se?ir Drottiun. Amos 4,11. Kvikmyndin frá Konsó verður sýnd í síðasta skipti að þessu sinni í samlromuhúsinu Laufás- vegi 13, í kvöld kl 8.30. Aðgang- ur ókeypis og öllum heimill. — HEIÐA 3Í. Hæ og hó! Afi og Heiða bruna með ofsahraða á sleða niður fjallið. Heiða hróp ar af fögnuði. Það er rétt eins og hún fljúgi áfram. Hún er vel klædd, svo að henni er hlýtt, og hún er örugg í fangi afa, sem stöðvar sleðann allt í einu með ör- uggum handtökum fyrir framan kofann, sem Pélur á heima í. Afi tekur ábreiðuna, sem hann. hafði vafið utan um Heiðu, og lyftir henni af sleðanum. Svo segir hann: „Nú skaltu fara inn, og þegar fer að dimma, verður þú að fara heim aftur“. Míyndasaga fyrir börn 32. Við gluggann situr amma Péturs við rokkinn sinn. „Góðan daginn, amma,“ segir Heiða og réttir fram höndina. Gamla konan, sem er blind, leitar að hendi henn- ar: „Ert þú Heiða litla, sem Pétur talar svo oft um?“ „Já, ég var einmitt að koma á sleða", svarar Heiða. „En hvað þér er hlýtt á hendlnni!" , Gamla konan heldur enn í hönd Heiðu. „Ég var vafin svo ræki- lega inn í ábreiðu“, segir Heiða. Það er auðheyrt, að Fjallafrændi er góður við hana og sinnir henni eins og góðum afa sæmir, hugsar Amma. 33. „En hvað það hriktir mikið í glugg- unum ykkar“, segir Heiða. „Afi getur á- reiðanlega lagað þá fyrir ykkur“. „Já, ég get nú ekki séð þá“, andvarpar amma. „Já, en amma“, segir Heiða. „Glugginn er rétt hjá þér“. Og Heiða bendir á hann með fingrinum. „Já, barnið mitt, en ég get ekkert séð, og á nóttunni þegar vind- urinn hvín, og það brakar og brestur í hverju tré, þá ligg ég andvaka og óttast, að húsið hrynji yfir okkur“. Vesalings amma! En hvað hún á bágt. Heiða getur ekki tára bundizt. FERÖIMAND Miska borgar sig ekki Vegna mikillar aðsóknar mun myndin verða sýnd bráðlega aft- ur. Háskólatónleikar verða í há- tíðasalnum í dag, sunnudag 2. marz kl. 5 stundvíslega. Verður þá flutt af hljómplötutækjum skólans þriðja sinfónía Beethov- ens („Eroica“ eða hetjuhljóm- kviðan). Dr. Páll ísólfsson skýrir verkið. Öllum er heimill ókeyp- is aðgangur. Kirkjukvöld í Hallgrímskirkju verður í kvöld kl. 8.30. Próf. Sigurbjörn Einarsson flytur fyr- iriestur er hann nefnir: Biblían, vísindin og heimsmyndin. Frú ICatrín Dalhoff leikur einleik á fiðlU. — Jakob Jónsson. Filadelfía: Bæna- og föstudag- ur fyrir Fíladelfíusöfnuðinn. — Brotning brauðsins kl. 4. Fórn- arsamkoma kl. 8,30, vegna ný- byggingar Fíladelfíusafnaðarins. Ræðumenn: Guðmundur Markús son og Garðar Ragnarsson. Allir velkomnir! Björn Jónsson ritstjóri og ráð- Aerra var einn mesti bindindis- baráttumaður sinnar tíðar. U mdæmisstúkan. Spurning dagsins? Hvernig lízt yður á poka- tizkuna? Þóra Friðriksdóttir, leikkona: Mér finnst hún vægast sagt hræðileg, þvi að þó maður hangi aftan í tízkunni, þá finnst mér of langt gengið að gera það, þegar hún miðast við að klæða af kon- unni allt kven- legt vaxtarlag. Vonandi er þetta ekkert annað en stundarfyrir- brigði hjá kvenþjóðinni. — Konni: Voruð þér að spyrjs um pokatízkuna? — er það nú eitthvað nýtt? Ég veit ekki betur en hún hafi ver- ið fundin upp I Hveragerði á ungmennafélags móti fyrir nokkr um árum — og þó hefur hann Tómas líklega séð hana fyrr, þegar hann orti „Hvað er í pok- anum“? — og mér finnst að það verði spurning dagsins framveg- is: Hvað er í pokanum? Annars snýr þetta öllum lögmálum við. Áður keypti maður „köttinn" í sekknum, en nú verðum við að kaupa sekkinn á „köttinn'*. Bryndís Schram, fegurðar- drottning íslands: Persónulega finnst mér fallegt að sjá háa og laglega konu í pokakjól, en það er ekki þar með sagt, að hver sem er geti klæðzt þannig. Konan má ekki vera lágvaxin né holdug, heldur há og beinvax- in. Þessi tízka er því mjög takmörkuð og því vafa samt að hún nái nokkurn tíma vinsældum meðal almennings. Jafnframt er mikill vandi að klæðast svona kjól þar sem bæði skór, taska og hárgreiðsla verða að vera í sama stíl svo að kjóll- inn njóti sín. Karlmenn virðast ekki vera ýkjahrifnir af þessum pokum og það hefur auðvitað mikið að segja, eins og skiljan- legt er. En hvað sem því líður finnst mér sjálfsagt að hver stúlka, sem getur klæðzt i>oka- kjólum og kann vel við þá, spóki sig í þeim svo lengi sem þeir eru í tízku. Kristján Arn- grímsson, verzl- unarstjórl: Pokatízkan? — mér finnst hún pokaleg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.