Morgunblaðið - 02.03.1958, Qupperneq 11
Sunnudagur 2. marz 1958
MORCVNBLAÐIÐ
11
Þingvellir aff vetrarlagi. Útsýn yfir Almannagjá, Lögberg og vellina. Ljösmyndari Mbl. tók þessa
mynd, er hann var á ferff þar ausiur frá fyrir nokkru. 1
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugard. 1. marz
Andlát Brynleifs
Tobíassonar
Dauða Brynleifs Tobíassonar
bar að mjög snögglega og með
óvenjulegum hætti. Mun nær
einsdæmi, að hjón deyi bæði
sömu nóttina, á þann veg sem
hér varð. Brynleifur var einn
þeirra manna, sem lengi verður
eftir munað. Hann þótti ágætur
kennari, að vísu sérvitur nokkuð,
en fjölfróður.
Meðal þjóðarinnar í heild var
hann kunnastur fyrir forustu sína
í bindindismálum. Þar var hann
í fremstu fylkingu áratugum
saman. Brynleifur skildi manna
bezt, að hóf í málflutningi er
vænlegast þegar til lengdar læt-
ur. Öfgar geta einnig verið hættu-
legar í baráttunni við óreglu og
óhóf. Tillögur Brynleifs í bind-
indismálum voru markaðar af
eindreginni sannfæringu og góð-
um skilningi á því, hvað er fram-
kvæmanlegt.
I íslenzkri mannfræði vann
Brynleifur Tobiasson grundvall-
arverk með því að taka saman
bókina: Hver er maðurinn? Þaö
rit er ómissandi handbók, að
sjálfsögðu þarf það endurnýjunor
við, en þar ruddi Brynleifur
brautina.
í umgengni var Brynleifur
skrafhreifur og ske'mmtilegur
maður, sem ætíð var ávinningur
að spjalla við. — Áður fyrri
fylgdi hann Framsóknarflokkn-
um að málum, var af þeirra hálfu
í framboði til þings og naut ann-
ars trúnaðar þeirra. En Brynleif-
ur var fyrir löngu horfinn úr
þeim félagsskap og lét sér ára-
tugum saman annt um framgang
Sjálfstæðisstefnunnar. Síðasta
sinnið, er sá, sem þetta ritar, átt;
tal við Brynleif var nokkru eftir
bæjarstjórnarkosningarnar. —
Hringdi Brynleifur þá til að sam-
gleðjast yfir hinum ágæta sigri,
og benti fyrstur manna á það,
sem satt er, að í innanlandsmál-
um hefði aldrei glæsilegri kosn-
ingasigur verið unnin á íslandi.
Ráðherrann
þurfti liádegisverð
Dean Acheson er tvímælalaust
með fremstu stjórnmálamönnum.
sem nú eru uppi meðal vest-
rænna þjóða. Á meðan hann var
varautanríkisráðherra Banda-
ríkjamanna gerðist hann einn af
upphafsmönnum Marshall-sam-
starfsins. Síðar var hann sem
utanríkisráðherra helzti frum-
kvöðull Atlantshafsbandalagsins
og atkvæðamesti leiðtogi þess,
þangað til hann lét af störfum.
Acheson hefur á seinni árum
skrifað nokkrar bækur um stjórn-
mál og viðhorf Bandaríkjamanna
til þeirra. Nú nýlega er komm
út bók eftir hann um stöðu þjóö-
ar hans í alþjóðamálum og heit-
ir hún: Power and Diplomacy.
Bók þessi er prýðilega rituð og
skrifuð af yfirsýn viturs og
reynds stjórnmálamanns. Ache-
son víkur m. a. að því, að hug-
sjónir og raunsæi um þýðingu
valdsins í alþjóðastjórnmálum
verði að fylgjast að, ef vel á að
fara. En hægara kann að vera að
gera sér þessa nauðsyn ljósa en
að orða hana ætíð réttilega. Segir
Acheson af því þessa sögu:
„Fyrir nokkrum árum stóð
hæfileikamikill írskur utanríkis-
ráðherra fast á því við mig, að
eg semdi og skýrði á einni síðu
og í orðum, sem kveiktu í heim-
inum, trú frjálsra manna. Eg
benti honum á, að írskt skaplyndi
væri miklu betur lagað til þessa
háleita verkefnis — þó að krafan
um stuttleik kynni þar að skapa
örðugleika — en þær veraldlegu
erfðir, sem ég hefði fengið frá
láglöndum Skotlands — gegnum
Ulster — og Suður-Englandi. Og
meira en það, ég bauð honura
kyrrláta stofu og til leiðbeining-
ar um efni og stíl, faðirvorið,
sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkj-
anna og Gettysburgræðu Lin-
colns. En hann var þá boðinn í
hádegisverð."
Lofið mér
að skoða skjölin:
Acheson víkur einnig að því,
hvort krefjast beri þess af þeim,
sem gagnrýni stjórnarvöldin, að
þeir setji fram í einu og öllu
hvernig leysa skuli viðfangsefmn
Um þetta segir hinn reyndi
stjórnmálamaður:
„Það væri flónska af mér að
segja stjórninni hér eða annars-
staðar hvað hún eigi að gera í
hinum mörgu og ólíku tilfellum,
sem hún þarf við að fást. Eng-
inn, sem stendur utan við hefur
þá þekkingu — þó að margir
blaðamenn sýnist halda að þe,r
hafi hana — né þau ráð yfir,
hvað gert er og hvernig, né yfir-
mönnunum, sem framkvæma
verkin, er þarf til þess að þeir
geti sagt til um þetta. Eg hefi ann
ars staðar nefnt, að Charles E.
Hughes (utanríkisráðh. og dóm-
stjóri Hæstaréttar. Ath. Mbi )
svaraði, þegar hann var spurður
hvað hann myndi segja, ef utac,-
ríkisráðherrann spyrði hann ráða
um tiltekið málefni: „Eg mundi
biðja um, að mér gæfist færi á
að skoða skjölin.“. Sá, sem ekki
hefur hina nýju og nánu þekk-
ingu, sem embættismaðurinn
ræður yfir, verður að láta sér
nægja að tala almennt um mál-
in.“
Þjóðarhag lirakar
Þessi regla á ekki síður við á
íslandi en í Bandaríkjunum. Al-
ger fásinna er að krefjast þess
af þeim, er utan við standa, að
þeir beri fram ákveðnar, sundur-
liðaðar tillögur um úrlausn hinna
flóknustu viðfangsefna stjórn-
málann'a. Það geta valdhafarnir
einir gert, þeir, er í sinni hendi
hafa alla þræði. Verkefni stjórn-
arandstöðunnar er að halda uppi
skynsamlegri gagnrýni og benda
á eftir hverjum meginreglum
vænlegast sé að leysa vandann.
Þetta hafa Sjálfstæðismenn
gert frá því, að þeir komust í
stjórnarandstöðu. Við þann höf-
uð-erfiðleika hefur þó verið að
etja, að stjórnvöldin hafa á fátt
lagt meira kapp en að dylja'fyr-
ir almenningi flestar staðreyndii',
sem segja til um hvert ástandið
er í raun og veru. Þetta verðui
til þess, að sumir missa stjónar á
því, sem úrslitum ræður.
Endalaust er togazt á um það,
bak við tjöldin, og nú orðið einr-
ig í almannaaugsýn, í stjórnar-
blöðunum, hvað til bragðs eigi
að taka í efnahagsmálunuru.
Sannleikurinn er þó sá, að nán-
ast verður að líta á það sem
tækniatriði, hvert af hinum
þekktu úrræðum er notað a
hverjum tíma, ef tilganginum er
náð og atvinnu og framleiðslu
haldið uppi, svo sem við verður
komið.
Það er óhagganleg-staðreynd,
að þrátt fyrir allar deilurnar um
efnahagsmálin á undanförnum
árum, þá hefur öllum ríkisstjórn-
um þangað til nú tekizt að halda
atvinnuvegunum gangandi og
framleiðslunni við ú þann veg,
að efnahagur landsmanna hefur
farið síbatnandi frá því, að eymd-
arstjórn Framsóknar og Alþýðu-
flokksins á árunum fyrir seinna
stríðið lauk. Á tímabilinu, sem
síðan er liðið, hefði vissulega
margt mátt betur fara en ætiö
hefur verið sótt - rétta átt, þang-
að til nú. í öllu fjasi sín um
fjárhagsmálin þegja stjórnar-
herrarnir og málgögn þeirra um
það, sem mestu máli skiptir. Hef-
ur hagur þjóðarinnar í heiid
batnað frá því að V-stjórnin tók
við, hefur hann staðið í stað eða
hefur honum e. t. v. stórlega
hrakað? En sú ömui'lega stað-
reynd blasir nú við.
„Spilað úr“ 600
millj. kr. umfrain
tekjur
Nú er komið í ljós, að til þess
að halda uppi atvinnu og fram-
kvæmdum í landinu á síðasta lVz
ári, hefur V-stjórnin í senn þurft
að taka að láni 386 milljónir kr.
hjá erlendum lánardrottnum og
því til viðbótar auka á skuld-
bindingar bankanna út á við um
79,4 milljónir, ganga á birgðir
útflutningsvöru í landinu um 55
millj. kr. og eyða a. m. k. 100
milljónum króna af erlendri
vöru, sem búið var að draga að
í landinu. Á þennan veg hefur
ríkisstjórnin á IV2 ári aflað sér
með varhugaverðu móti, vægast
sagt, rúmra 600 milljóna til að
„spila úr“, svo að orðalag Lúð-
víks Jóséfssonar frá því í sumar
sé notað.
Auðvitað hefur nokkuð a?
þessu fé farið til framkvæmda,
sem eðlilegt er að taka erlent
lánsfé til. Sogsvirkunin nýja mun
þó ekki fú af þessu fé nema eitt-
hvað h. u. b. 100 millj. króna
Að henni slepptri hafa á þessu
tímabili sízt verið meiri fram-
kvæmdir en voru á næstu áruin
á undan, en þá jukust sambæri-
leg lán erlendis á tæpum þrem-
ur árum einungis um 130 milli.
króna, eða ekki nema um lít:Ö
brot/ af því, sem nú hefur gerzt
á IV2 ári.
Halli
á þjóðarbúinu
Verulegur hluti þess fjár, seni
nú hefur verið aflað með bein-
um lántökum eða með eyðsiu
handbærra eigna, hefur farið til
að standa undir halla á þjóðar-
búinu. Svo stórkostlegum halla,
að jafnvel þeir, er tortryggnastir
hafa verið í garð valdhafanna
hafa ekki til neinnar hlítar gert
sér grein fyrir, hversu hallinn
er ískyggilegur, né heldur hví-
líku ráðleysi hann lýsir.
Eða hvaða vit er t. d. í því að
ganga svo stórlega á eignir, sem
hér hefur verið gert og safra
jafnmiklum skuldum til þess að
geta staðið undir launagreiðslum
til 1865 erlendra manna, þar af
kringum 1350 sjómanna, sem
stjórnarvöldin beittu sér fyrir eða
létu fá vinnuleyfi í landinu á sl.
ári? Má þó vel vera að útlend-
ingarnir hafi verið mun fleiri,
því að enn hefur einungis verið
hægt að grafa upp skýrslu um
hversu margir höfðu komið til
landsins fram að 1. september.
Um þetta eins og annað verður
að notast við skýrslubrot, sem
menn ná af hendingu, því að
heildarmyndina reyna stjórnar-
völdin að fela eftir sinni ítrustu
getu.
Vísitölustigin 20
Þrátt fyrir eignai'ýrnun og
skuldasöfnun hefur og engan
veginn tekizt að halda í horfinu
um lífskjör almennings. í þeim
efnum reyna stjórnarvöldm að
vísu að halda uppi stórkostlegum
blekkingum og rangfæra vísi-
töluna í meira mæli en nokkru
sinni fyrr. Þrátt fyrir það hefur
vísitalan þó hækkað á s.l. ári um
5 stig, og víst er það mikil hækk-
un á ekki lengri tíma. Hins vegar
reyna stjórnarherrarnir og fylgis
menn þeirra að þegja alveg í hel.
að frá því að V-stjórnin tók við
hafa hvorki meira né minna en
9 vísitölustig verið falin með
auknum niðurgreiðslum á vöru-
verði. Þessar upplýsingar voru
knúnar fram fyrir atbeina Sjálf-
stæðismanna. Þær birtust í mjög
greinargóðri skýrsiu í Hagtíðind-
um. Ber að lofa þá framtakssemi
hagstofustjóra. En lærdómsríkt
er, að ekkert stjórnarblaðanna
hefur er.n sagt frá þessu grund-
vallaratriði.
Þá gera stjórnarblöðin sér ekki
heldur sérlega tíðrætt um 6 visi-
tölustigin, sem launþegar voru
sviftir skömmu eftir að V-stjórn-
in tók við. Sannarlega hafa öll
þessi 20 vísitölustig mikla þýð-.
ingu, þegar meta skal, hvernig
ástandið í raun og veru er í efna-
Ihagsmálum okkar, og hvort
stjórninni hafi tekizt að leysa
I þann vanda, sem við var að etja.
Stuðningur
Framsóknar við
kommúnista
Mikla athygli vekur hversu
ákafur Framsóknarflokkurinn er
nú í að styðja kommúnista innan
verkalýðsfélaganna. Þetta er
þeim mun athyglisverðara sem
Framsókn ekki alls fyrir löngu
hafði bundizt svardögum við Al-
þýðuflokkinn um sameiginlega
baráttu gegn kommúnistum. Nú
eru þau héitorð öll rofin, og
örgustu fjandmenn Alþýðuflokks
ins studdir til valda í verkalýðs-
hreyfingunni.
Ekki þarf að fara í grafgötur
um, hvernig á þeim svikum
stendur. Þjóðviljinn segir s.l.
fimmtudag um stjórnarsamvinn-
una og þá samvinnu við verka-
lýðsfélögin, sem sé forsenda
hennar:
„Engum kemur til hugar að sú
samvinna standi degi lengur en
vinstri öflin ráða þýðingarmestu
verkalýðsfélögunum og fara með
yfirstjórn heildarsamtakanna“.
Hér er að gerast hið sa na og í
Kópavogi. Þar sveik Hermann
flokk sinn vegna hótunai 'R'inn-
boga Rúts Valdemarssonan>
Finnbogi Rútur hefur og sagt
frá því, að Hermann Jónasson
hafi spurt miðstjórn Framsóknar,
hver „þyrði“ að mæla öðru bót en
að vera á móti Alþýðufl. í verka-
lýðsfélögunum. í miðstjórninni
mun enginn hafa staðizt ógnun
I Hermanns. Þolgæði Alþýðuflokks
ins er vissulega mikið. Þar er
reynt að hugga sig við að Sjálf-
stæðismenn hafi áður fyrri ein-
hvern tímann unnið með komm-
únistum innan verkalýðsfélag-
anna. Stóð nýlega í Alþýðublað-
inu, að Sjálfstæðismenn hefðu
hjálpað kommúnistum þar til
valda 1942. Sú sagnfræði hvílir á
fullkomnum misskilningi. Sá,
sem þá var drýgstur í hjálpinni
við kommúnista, var einmitt Her-
rnann Jónasson. Bandalagið var
að vísu eklci jafn opinbert þá og
nú, en allir, er þessa atburði
muna, vita, að það voru gerðar-
dómslögin og klofningur lýðræðis
sinna út af þeim, sem leiddi til
sigurvinninga kommúnista á ár-
inu 1942. Sjálfstæðismenn telja
sig ekki undan ábyrgð á gerðar-
dómslögunum. En þeir sáu skjót-
lega að þar hafði verið gerð ein
mesta skyssa í íslenzkum stjórn-
málum á þessari öld. Hermann
Jónassen telur þá lagasetningu
hins vegar enn í dag sér til hins
mesta hróss. Enda hefur hún
ásamt eymdarstjórn Hermanns
á árunum 1934 til 1939 reynzt
helzti aflvaki kommúnista hér á
landi.
^orysta
Mermanns
Giiomundssonar
Hin imyndaða samvinna Sjálf-
stæðismanna og kommúnista inn-
an verkalýðsfélaganna var af allt
öðrum toga spunnin og löngu
fyrr.
Á.stæðan var sú, að 1930 hafði
verið sett í lög Alþýðusambands-
ins, að kjörgengi á Alþýðusam-
bandsþing skyldu engir aðrir
Framh. á bls. 19.