Morgunblaðið - 07.03.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.03.1958, Blaðsíða 1
20 síður 45 árgangur. 56. tbl. — Föstudagur marz 1958. Prentsmið.ia Morgunblaðsins Svíar vilja 6 mílna landhelgi Telja 3 milna landhelgi „venjureglu sem aldrei hafi veriB viðurkennd þjóðréttarlega 44 Genf, 6. marz — Einkaskyti til Mbl. frá fréttaritara þess á Genfar-ráðstefnunni. í DAG héldu fulltrúar Svíþjóð- ar, Hollands, Ítalíu, Portúgal og Guatemala raeður í landhelgis- nefndinni. Aðalfulltrúi Svía, S. Petren sendiherra, gerði grein fyrir sjónarmiðum Svía og lagði til að landhelgin yrði ákveðin 6 mílur. Hann kvað Svíþjóð hafa haldið fram fjögurra mílna land- helgi frá því á 18. öld, enda hefði þriggja mílna reglan aldrei verið viðurkennd þjóðréttarlega, enda þótt hún sé eins konar „venju- regla“. En það sama gildir einnig um 6 mílna regluna, sagði Sví- inn — og því teldi sænska stjórn- in ekki ástæðu til að leyfa víð- ari landhelgi en 6 mílur — og sé að baki þeirri tölu sögulegur réttur sem ekki standi að baki enn stærri landhelgi. Hann lagði áherzlu á, að vernda þyrfti frelsi á hafinu og setja ákveðnar reglur svo að einstök ríki gætu ekki skert haffrelsið með ótakmörk- uðum aðgerðum. Varaði hann einnig við því að gera samþykkt- ir á ráðstefnunni sem gengju svo langt, að sum ríki neituðu að stað festa þær, jafnvel þótt meiri- hluti ríkjanna, sem aðild eiga að ráðstefnunni, væru fylgjandi slík um samþykktum. Átti hann hér við kröfur um stærri en 6 mílna landhelgi, en ekki vildi hann taka afstöðu til einka-fiskveiði- rétta strandríkjanna að svo komnu máli. Hollenzki fulltrúinn, Verzijl prófessor, sagði m. a.: „Þriggja mílna reglan hefur í alþjóðalögum aldrei misst hið skuldbindandi gildi sitt“. Þess vegna væri ekkert ríki skyldugt til þess að viðurkenna stærri landhelgi annars ríkis nema sér- stakar sögulegar aðstæður lægju þar að baki. Enda þótt sum ríki hafi víkkað landhelgina úr þrem mílum hefur það ekki skapað öðr um þjóðum skyldu til að viður- kenna þá víkkun, sagði hann. Þriggja mílna reglan er enn í gildi og henni verður aðeins beytt með samþykki meirihluta ráðstefnunnar. Um réttindi strand ríkisins, sagði hann, að hollenzka stjórnin „væri algerlega andvíg hinum minnstu sérréttindum strandríkjanna" — og mun þar m. a. vera átt við fiskveiðirétt- indi. Hann lagði áherzlu á það, að ekkert samband væri á milli landgrunnsins sjálfs og hafsins yfir því hvað lögsögu strandríkis- ins snerti. Það ætti enga kröfu til sjávarins yfir landgrunninu þótt það kynni að eiga kröfu til landgrunnsins. Þó mætti veita strandríki réttindi til útvíkkunar, eða öllu heldur viðbótarbeltis utan við landhelgina, en ekki greindi fulltrúinn frekar frá því hvort það varðaði aðeins tolla og sóttvarnir, eða fiskveiðar. Fulltrúi Portúgals tók ekki af- stöðu til málsins, en ítalski full- trúinn var 6 mílna landhelgi meðmæltur,- og fulltrúi Guate- mala mælti með 12 mílna land- helgi, en þá landhelgi hafa ein- mitt þessi tvö ríki. Gunnar G. Schram. «------------------------------ Stöðvarhúsið. Hið nýja raforkuver í Bolungar vík tekið til starfa Þota skotii* niðer í Kóreu SEOUL, 6. marz — Bandarísk þota af Sabre-gerð var skotin nið ur af loftvarnarliði N-Kóreu- manna, er hún var á æfingaflugi við hlutlausa beltið á markalín- unni í dag. Flugmanninum tókst að bjarga sér í fallhlíf — og barst hann norður fyrir marka- línuna áður en hann nam við jÖrðu. S|ð|stnáfum foifað RÓMABORG, 6. marz. — í dag sló í brýnu með kommúnistum og kaþólskum við umræður í ítalska þinginu. Kommúnistar sökuðu kaþólska presta um að þeir reyndu að hafa áhrif á stjórn máialífið í landinu. Gæzlulið þingsins var þegar kvatt til og tókst að róa þingmenn og koma í veg fyrir að tií slagsmála kæmi. Ástæðan til þessa er sú, að mikill úlfaþytur hefur verið meðal ka- þólskra vegna máls prestsms, sem var dæmdur til skaðabótagreiðslu á dögunum, sakaður um að hafa rægt ung hjón, er létu gefa sig saman í borgaralegt hjónaband. Segja kommúnistar, að Ítalía sé undir áhrifavaldi páfa — og láta ófriðlega. Fyrsta orkuverið, sem lokið er við samkvæmt rafvæðingqráætluninni, sem samið var um sumarið 1953 Tryggir Bolvíkingum nœga raforku SÍÐASTL.IÐNA NÓTT var rafmagnsstraumi frá hinu nýja orku- veri Bolvíkinga hleypt á veitukerfi kauptúnsins. 1 dag er þess vegna mikill fagnaðardagur í Bolungarvík, sem undanfarin ár hef- ur búið við ónógt og dýrt rafmagn frá lítilli dísilstöð. Orkuver Bolvíkinga er eitt þeirra þriggja, sem hafizt var handa um í tamræmi við rafvæðingaráætlun þá, sem ríkisstjórn Ólafs Thors tók upp í málefnasamning sinn eftir alþingiskosningarnar 1953. Hin tvö orkuverin voru við Mjólkár í Arnarfirði og Grímsá á Austurlandi. Orkuverið í Bolungarvík er um 600 hestöfl og tryggir kaup- túninu og sveitabæjunum í nágrenni þess næga raforku. Síðar er gert ráð fyrir að það verði tengt heildarrafveitukerfi Vestfjarö'a cftir að virkjuninni í Arnarfirði er lokið. Bolungarvíkurvirkjunin mun kosta um 11 millj. kr. í rúmlega Þórður Kristjánsson trésmíða- meistari. Önnuðust þeir alla bygg ingarvinnu. — Verkfræðingur þeirra var Ólafur Pálsson, en Sig- urður Thoroddsen verkfræðing- ur hefur haft yfirumsjón með verkinu af hálfu raforkumála- stjórnarinnar. 20—35 manns hafa unnið við framkvæmdirnar. Hafa verkamennirnir flestir verið frá Bolungarvík og Isafirði. tramh. á bls. 3. Framkvæmdir í llé ar Bolvíkingar byrjuðu undir- búning að virkjun Fossár á Reið- hjalla fyrir tæpum 40 árum. Ár'ð 1929 var byggð þar stífla, en siö- an strönduðu framkvæmdir á fé- leysi. Bygging orkuversins, sem nú er risið, hófst í endaðan júní árið 1956. Hefur vinna við fran- Verðurhún náðuð? PARÍS, 6. marz — Hammarskjöld og Voroshilov eru meðal þeirra, sem sent hafa Coty Frakklands- forseta og Gaillard beiðni um að lífi alsírzku stúlkunnar, sem dæmd hefur verið til dauða vegna vopnaburðar á íranska menn, verði þyrmt. Lacost Alsírmála- ráðherra er einnig meðal þeirra, er biðja um náðun fyrir stúlk- una, sem er 22 ára að aldri. Lík- legt er talið, að stúlkan verði náðuð, en æðstu dómarar Frakk- lands fjalla nú um málið. Stytta af Omrchill LONDON, 6. marz — Þegar Churchill veiktist á dögunum hafði hana nýlokið við að sitja fyrir hjá listamanni, sem er að gera af honum 8 feta háa styttu — úr bronzi. Verður henni kom- ið fyrir í bæ þim í Essex, sem Churchill var þingmaður fyrir — og sat á þingi í 33 ár. Verður styttan vígð 1959 — í minningu 'nnrásardagsins. Könnu aftur ur 2." féll jarðar WASHINGTON, 6. marz—Eisen- hower forseti varð vonsvikinn, er ijóst var, að tilraunin til að skjóta „Könnuði 2.“ út í geim- inn liafði mistekizt, sagði blaða- fulltrúi forsetans við fréttamenn í kvöld. Að vísu er ekki hægt að segja með vissiu hvort „Könnuð- ur 2.“ gengur nú umhverfis jörðu, en nokkra daga mun taka að rannsaka málið til hlítar. Ilins vegar eru margir vísindamenn þeirrar skoðunar, að þriðja þrep- ið hafi brugðizt og „Könnuður 2.“ fallið til jarðar aftur, senni lega í Afríku — eða þá Indlands- liaf eða sunnanvert Atlantshaf. Hins vegar verður ekkert fullyrt um þetta. Vel gæti svo verið, að „Könnuður 2.“ gengi umhverfis jörðu, en senditæki hans liefðu aðeins bilað. Sem fyrr segir verð- ur málið upplýst innan nokkurra daga. e Seint í gærkvöldi bárust fregnir þess efnis, að það sé nú upplýst, að hreyfillinn í fjórða þrepi Júpiter-eldflaug- arinnar, sem átti að bera „Könnuð 2.“ út í geyminn, hafði ekki verið settur í gang áður en eldflauginni var skot- ið á loft. Þess v#gna mun síð- asta þrepið (sem „Könnuður 2.“ var í) ekki náð þeim hraða á braut sinni umhverfis jörðu, sem nauðsynlegur er til þess að „Könnuður 2.“ héldist á brautinni. Þá var einnig skýrt frá því, a* eldflaugin hafi ekki verið’ búin vörnum gegn ■ hinum geysimikla hita, er myndast við Ioftnúninginn, þegar „Könnuður 2.“ heftur fallið til jarðar. Þess vegna mun hann hafa eyðzt áður en hann náði yfirborði jarðar. kvæmdina því staðið IV2 ár. Verktakar voru þeir Ragnar Bárðarson byggingameistari og Ljósmyndarar ella Home STOKKHOLMI, 6. marz. — Douglas-Home býr í góðu yfir- læti með sænsku hirðinni. í dag fór hann ásamt Margréti prins- essu í smáskemmtiferð út fyrir borgina, til vinkonu Margrétar, er býr úti í sveit. Dvaldist þeim þar nokkuð, en blaðaljósmynd- arar biðu þolinmóðir utandyra, því að þeir hafa haft mjög strang an vörð um Douglas-Iíome og Margréti allt frá því að pilturinn steig á sænska grund. Ekkert er vitað um það hvað þau munu taka sér fyrir hendur á morgun, Eisenhower og Bulganin skiptast á bréfum Sirkus eða eitthvað annað? Washingtou, New York, London og París, 6. marz í DAG afhenti Mensjikov sendi- herra Rússa í Washington nýtt bréf frá Búlganin til Eisenhower — og nokkrum stundum síðar fékk Mensjikov heimsókn frá bandaríska utanríkisráðuneytinu — og var honum þá afhent svar Eisenhowers við síðustu orðsend- ingu Bulganins. Hið wýja bréf Bulganins mun verða birt í Moskvu á morgun — svo og í Washington. Mensjik»v sagði í viðtali við blaðamenn í dag, að Gaillard leitar trausts PARÍS, 6. marz. — í dag leitaði Gaillard forsætisráðherra trausts franska þingsins vegna fjárveit- inga, sem hann hefur ákveðið til varnarmála. Er m. a. gert ráð fyrir að senda 28.000 hermenn til viðbótar til Alsír. Mun atkvæða- greiðsla fara fram á morgun — og almennt er talið, að stjórnin haldi velli. frá hans sjónarmiði hefði held- ur þokazt í áttina hvað samkomu- lag um ríkisleiðtogafund snerti — og kvaðst han* viss um að takast mætti að ná samkomulagi um einhver atriði, ef fundurinn yrði haldinn. Af hálfu Bandaríkjastjórnar eru tillögur Rússa um undirbún- ing ríkisleiðtogafundar taldar ófullnægjandi — og í dag lét Hammarskjöld svo um mælt, að hann teldi það sjálfsagt og eðli- legt að ríkisleiðtogafundurinn yrði haldinn í aðalstöðvum S. Þ., ef samkomulag næðist um fund- inn. Framh. á bls. 19. Fyrsta olían PARÍS, ti. marz. — í dag kom olíuflutningaskip til hafnar í Le Havre og var það með fyrsta farminn frá hinum nýju olíulind- um í 'Sahara. Farmurinn er 14.000 lestir — og telja sérfræð- ingar þetta beztu olíu, sem hing- að til hefur komið á heimsmark- aðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.