Morgunblaðið - 07.03.1958, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.03.1958, Blaðsíða 11
Föstudagur 7. marz 1958 M n ft c inv n j. AfílÐ 11 Frá Búnaðarþingi: Hlunnindi af æBarvarpi eru meiri en af /ax- og silungsveiði Erindi Ólafs Sigurðssonar á Hellulandi SL. föstudag flutti Ólafur bóndi Sigurðsson á Hellulandi erindi það, er hér fer á eftir á Búnaðar- þingi: Því miður eru fáar sagnir um æðarvörp og nytjar þeirra fyrr á öldum, en þó hlýtur að hafa verið mikið af æðarfugli hér við land á landnámsöld. Endur og æðarfulg, og þær fuglategundir, sem mestur var fengur í, um slíkt er getið, og sveit þar við kennd, eins og Anda kíll og bújörð eins og Æðey. Svo gæfur var fuglinn að ganga mátti að honum og má nærri geta að landnámsmenn hafa notfært sér fugla- og eggjatekjur, eftir því sem hægt var, þar sem búpenings stofn þeirra, sá er þeir komu með, var aðeins fáir einstakling- ar og varð því að biða allmörg ár eftir fjölgun og nytjun. Það sem fyrst er vitað um mennilega umhirðu æðarvarps var í Viðey árið 1230. Þá voru Viðeyingar búnir að finna það út, að hyggi- legra var að hlynna að fuglinum en drepa hann miskunnarlaust. Þeir höfðu meira upp úr eggjum og dúni, dúnn var ein tegund grá vöru, en að éta stofninn. Og þar bólar á hreiðrum þessara fugla tegunda, því Viðeyingar semja við Ásgeir prest í Gufunesi, að greiða honum 1200 silfurs eða láta hann haía Þerney, ef hann láti af að drepa æðarfugl á nes- inu. Prestur kaus eyna, en þetta gjald mun hafa verið sem næst 60 þúsund krónum í vorum pen- ingum. Viðey hefur verið kjör- land fyrir æðarfugl, vaxin þétt- um, lágum birkiskógi og viðar- gróðri. Ég gizka á að á þeim tíma hafi ekki verið minna varp en sem svarar 30 þúsundum hreiðr- um og eggjatekju. Það er 80— 190 þúsund egg árlega, því gamli vaninn var að skilja aðeins eftir eitt egg í hreiðrinu. En æður- in er svo trygg, að hún situr á einu eggi allan útungunar- tímann. Það hefur því ekki ver- ið af tómri mannúð að borga Ásgeiri presti þessa upphæð. í Þorfinnssögu karlsefnis er frá því Bagt, að þeir koma á ey eina, þar sem ekki varð stigið niður fæti fyrir æðarfulgi og nefndu þeir hana Straumey, sem er í mynni St: Lauen-fljóts. Svo sunn- arlega er enginn æðarfugl nú. Hefur honum verið eytt, eða hann flúið undan byggð á sama hátt og hér. Ég hefi sagt frá þessu með það 1 huga að sýna fram á að marg- falda megi æðarfuglsstofninn án þess að átuskortur eða aðrir af- komumöguleikar standi þar í vegi. Kjörmatur hans er krækl- ingurinn, sem vex á öllum skerj- um kringum hann. Hann étur einnig síld og síli, kafar ágæt- lega og er fleygur vel, sem sagt ákaflega vel búinn af hendi nátt- úrunnar. Margir ágætir menn hafa á undanförnum 200 árum skrifað um æðarvörp og ræktun þeirra. Þeini kemur öllum sam- an um eitt, að koma megi upp æðarvörpum á flestum jörðum, ei að sjó liggja. Af þessum rit- gerðum er langbezt sú, sem Eyj- ólfur Guðmundsson, „Varp-Eyj- ólfur", á Vatnsnesi reit í fjórða árgang Andvara. Eftir honum eru höfð þau ummæli, að hann gæti komið til æðarvarpi frammi á heiðum, ef hann vildi. Eflaust hafa þessi áhrif orkað því, að ýmsir atorkumenn komu upp æðarvörpum og er mér kunn ugt um ýmsa þeirra. Má þar til nefna Friðrik á Mýrum í Dýra- firði, er kom upp 80 punda varpi, sem svo fór niður í ekki neitt, eftir lát hans. En nú hefur dugn- aðarmaðurinn Gísli Vagnsson haft það upp aftur á ótrúlega skömmum tíma. Eitt árið bættust við hjá honum þúsund hreiður. Á Hólmum í Reyðarfirði er svip aða sögu að segja. Eftir að Eski- fjarðarbær fékk jörðina Hólma Ólafur Sigurðsson til afnota gekk æðarvarpið mjög til þurðar. Þar hafði verið um 200 punda varp, en var komið niður í 30 pund. Á Eskifirði var gamall maður, sem lengi hafði hirt varpið á Hólmum, í tíð prests þar. Hann biður Ólaf Sveinsson, forstjóra áfengisverzlunarinnar, sem þá var á Eskifirði að hafa áhrif á það, að hann mæti passa varpið í Hólmanum. Ólafur kom því svo fyrir, að karlinn fékk að gæta varpsins í þrjú ár, þá var það komið upp í 90 pund. Hér Hvað hafði skeð á þessum vörp um? ' rísa margar spurningar. Hvar var fuglinn, og hvað var hann að gera? Lifði hann kannske við söng og þyt, gleði og gaman og hugsaði ekki til búskapar og barn eigna? Ég vil negja sögu að tveimur bændum, sem komið hafa upp hjá sér ígælum æðarvórpum frá grunni, hvor með sínum hætt- inum. Pétur Jónsson, faðir þeirra Hofstaðabræðra, Björns og Sig- urðar, var fæddur og uppalinn á Lóni í Viðvíkursveit, þar sem yarp var gott. Hann byrjaði bú- skap á Ytri-Brekkum í Akra- hreppi og var hreppstjóri. Þegar Pétur var roskinn orð- inn, fluttist hann að Hofstöð- um og keypti þá jörð og þá byrj- ar hann að rækta æðarvarp. Hann tók tvenn hjón úti í Lóns- hólma og athugar að hafa rétta maka með kollunum. Flytur þau svo í hripum fram í lítinn hólma í tjörn á Hofstaðaeyjum, býr þeim snoturt hreiður og hvolfir hripunum yfir þau. Á hverjum degi vitjaði hann um þau, til þess að gera þau mannvön og sýna þeim, að hann hafði ekk- ert illt í huga með þessum flutn- ingi. Eftir viku tók hann hripin ofan df þeim, enda voru fuglarn- ir þá orðnir gæfir og rólegir og unguðu út eggjum sínum. Árið eftir fékk hann 6 hreiður í hólm- ann. Eftir ekki ýkjamörg ár var komið þarna 30 punda æðarvarp, var þá hólminn þéttsetinn. Þetta varp hélzt óbreytt alla búskap- artíð sona hans og áfram meðan það fólk var þar, sem kunni að meta og hirða varpið. En 10—12 árum eftir brottflutning þessa fólks var varpið komið niður í ekki neitt og má þar segja, að veldur hver er á heldur. Hinn bóndinn var Steinn hreppstjóri á Hrauni á Skaga, sem er nýlát- inn. Hann friðaði dálítið nes með góðri girðingu, gerði þar hreið* ur og annan útbúnað, fékk fyrsta árið 3 kollur en nú er það með álitlegustu æðarvörpum í sýsl- unni. Þangað leitar fuglinn, sem hann finnur frið og öryggi og hann er einkennilega mannkær. Þess vegna þarf einmitt að koma oft í varpið. Enda var það siður á stærri varpjörðum, að rosk- inn maður eða kona dvöldu í varpinu yfir varptímann í kofa og dútluðu við varpið, hirtu dún og hreinsuðu. Hvergi var varpið þéttara en í kringum kofann, enda jafnvel inni í hon- um. í Vigur við ísafjarðardjúp verpti fuglinn úti um alla eyju. Á síðustu áratugum hefur hann stöðugt fært sig nær bænum, enda er varpið þar með blóma og vaxandi. Á Illugastöðum á Vatnsnesi var varpið áður í smá hólma skammt frá landi, beint undan bænum. Engið var á móti hólmanum og rann lækur þar niður. Fuglinn sat oft á eyrinni við lækinn. Fór bóndinn þá að gera hreiður þar á eyrinni. Það þarf ekki að orðlengja það, að fuglinn fór brátt að færa sig úr hólmanum og á eyrina, og svo áfram upp með bæjarlækn- um og nú er varpið þarna beint á móti bænum hinum megin við lækinn. Þarna finnur fuglinn ungsveiði, sem mun vera nær því rétta eftir athgun veiðimála- stjóra og tvöfalda æðardúnshlut- fallið sem líka mun vera nærri sanni, enda lætur Hagstofan að því liggja. Með því að verðleggja laxinn nýveiddan á 30 kr. kg. og silunginn á 15 kr. kg., verður árlegt verðmæti veiðinnar 3,3 milljónir. Og með því að telja verð æðardúns um 1000 krónur, verður árlegt verðmæti dúnsins 4 milljónir króna. Þá ber að hafa í huga, að kostnaður við veiði lax og silungs er talsvert mikill, veiðarfæri og vinna. En við dúnframleiðslu er kostnað- ur sama sem enginn. Þetta staf- ar af því, að tekin egg, þó að um lítið magn sé að ræða, borga fyrirhöfnina að mestu, að undan tekinni hreinsun, sem nú er kom- in niður í 30 kr. kg. Til' dæmis tek ég aldrei fleiri egg en svo að meðaltalið sé- um það eitt egg úr hreiðri og oftast ekki nema sem svarar hálfu eggi á hreiðra- tölu, ef mikill vargur er í varp- inu, eins og oft vill verða í köld- um vorum. Ríkisvaldið hlynnir að lax- og silungsveiðinni með því að hafa tvo menn þar í starfi og er fjárveiting til þess 248 þúsund krónur á ári fyrir utan greiðslu til fiskvega, sem nemur árið sem leið 84 þúsundum króna og til klaksjóðs 10 þúsundum kr. Samtals eru þetta 342 þúsund til lax ¦ og silungsveiðimála. En til að hlynna að æðarvarpsræktun í landinu hefur engu verið til kostað af hálfu hins opinbera nú um tíma. Þó tel ég að vaxtarmöguleiki þessara tveggja hlunnindagreina séu sem svarar einn á móti 5 eða jafnvel 10, og hef ég nokkurn kunnugleika á báðum þessum hlunnindagreinum. Ég hef hér á Æðakolla og bliki oryggi og vernd. Um átthaga- tiyggð og vanafestu fuglsins, segi ég svo þessa smásögu. Hvítasunnuhret mikið gerði eitt sinn sem oftar á Norður- og Vesturlandi. Setti þá svo mikinn snjó niður í Æðey, að víða var snjólagið metersþykkt. Sólskin og stillur komu strax eftir hret- ið. Hávarptíminn stóð yfir og verptu kollurnar sem óðast ofan á snjóinn. Við þessu var ekkert hægt að gera, en þegar snjórinn þiðnaði, brást það ekki að æð- urinn lenti með eggin sín og dún niður í hreiðri. Efalaust á sínu gamla hreiðri. Með hrafninn er það vitað, að hann rænir eggj- um úr æðarvörpum og ber þau burtu og grefur úti um hagann. Varp-Eyjólfur segist hafa séð hrafn bera 30 egg úr varpi á einni nóttu. En það bregzt ekki að hrafninn grefur þau upp aft- ur vorið eftir. Slíkt hef ég marg oft séð og eru eggin þá orðin lík osti. Þetta er hvorki þefvísi eða minni, heldur er fuglinn útbúinn eins og leðurblakan og laxinn, með eins konar radar. Þetta gerir hrafninn til þess að eiga næg egg handa ungum sínum, en hann verpir allra fugla fyrst. Hvað hefur svo ríkisvaldið gert fyrir æðarvarpið? Það er fljót- sagt. Það eru friðunarlögin og lög um eyðingu svartbaks og hvorutveggju lögunum slælega framfylgt. Ég vil bera hér saman tvær greinar hlunninda, lax og silungsveiði annars vegar og æð- arvörpin hins vegar. Með því að leggja til grund- vaiiar framtal hlunnindanna á búnaðarskýrslu 1951—1954 og þrefalda framtalið af lax og sil- undan minnzt á skrif ýmissa ágætra manna um æðarvörpin og ráð þeirra. Einnig sagt frá fram kvæmdum nokkurraáhugamanna um að koma upp æðarvörpum, sem hafa borið ágætan árangur. En því ber ekki að neita, að slíkt verk reynir á þolinmæði og ár- en andarungarnir. Þeir urðu fleygir, og fóru sína leið um haustið. Ég átti þá enga hringa til að merkja þá og veit þvi ekki fyrir víst, hvort þeir komu í varp- ið á ný. Þó var ein kolla, sem kom þremur árum síðar í varp- ið, sem ég áleit að væri ein af þessum fjórum. Hún beit í buxna skálmar mínar og nartaði í fing urna á mér. Hitt gátu vel hafa verið blikar. En því miður hef ég hvorki haft tíma né tækifæri til þess að halda slíkum tilraun- um áfram. Oddur Kristjánsson gullsmiður á ísafirði hafði mikla löngun til að koma upp æðar- varpi með ungauppeldi og átti við mig mikil bréfaskipti um málið. Var hann kominn allvel af stað, þegar hann lézt af flug- slysi. Tvær tilraunir með upp- eldi æðarunga hefur Kristján Geirmundsson á Akureyri fram- kvæmt, sem báðar sanna, að það er tiltölulega auðvelt að ala ungan upp. Aðra tilraunina gerði hann fyrir mína beiðni en á sinn kostnað að öðru leyti en því, að Búnaðarfélag íslands borgaði matinn handa ungunum og nam það 1000.00 kr. Síðari tilraunina gerði hann fyrir Reykjavíkurbæ nú sl. vor. Er það tilraun, sem ekki kemur beint við æðarvarps ræktun í landinu að öðru leyti en því, að fá þekkingu á uppeldi æðarunga. Ungarnir voru nefni- lega gerðir ófleygir með þvi að klippa þrjár flugfjaðrir af öðr- um vægnum á unganum nýklökt um, og gera þá með því að tömd um fuglum. Auðvitað kemur ým- islegt í ljós um æðarfulga, svo sem aldur, kynþroski, varpmagn, dúnmagn ,dúngæði og m. fl. Vegna þess hve góður æðar- dúnn er, sem einangrun í flug- mannaföt á hinum hraðfleygu vélum nútímans, eru aðrar þjóð- ir, sem eiga lönd að Norður-ís- hafinu að hefjast handa um rækt un æðarvarpa. Má þar nefna Kan ada, Grænlandsstjórn og Rússa við Kolaskagann og Síberíu- strönd. Kanadamenn og Danir hafa leitað hingað til mín til þess að fá vitneskju um allt sem lýtur að ræktun æðarvarpsins hér á landi. Sl. haust sendi ég bún- aðarmálastjóra áætlun um kostn- að við að koma upp uppeldisstöð fyrir þúsund æðarunga, sem hann lagði svo fyrir fjárveitinga- nefnd Alþingis. Með þessari áætl- un fylgdu nokkrar athugasemd- ir um það á hvern hátt ég teldi slíkt ungauppeldi mundi lyfta undir æðarvarpsræktun í land- inu, fyrst til að byrja með. Þegar unginn er þriggja vikna gamall, er hann að mestu úr allri hættu, þá orðinn svo hraustur að hann þarf ekki hita annan en skjól í húsi. Fiskinn þarf ekki að mala heldur höggva niður. En fæði vekni og tekur venjulega áratugi ungans er fiskur og aftur fiskur að koma upp góðu æðarvarpi. 10g fiskm'aðkur, meðan hann er Stálpaðir æðarungar Þetta hef ég sett í samband við það, hve árleg fjölgun æðar- fuglsins er lítil vegna dauða ung- anna og af völdum vargfugls og veðra. Því var það fyrir mörgum áiatugum, að mér datt í hug, að fleyta ungunum yfirþetta hæítu- tímabil og gerði tilraun með þetta fyrir réttum 50 árum, eða 1908. Ég setti 4 æðarunga undir tamda önd, sem var að unga út. Bún ól upp æðarungana eins og sína, en peir voru sýnilega hraust ari og dugmeiri að bjarga sér ungur. Fram að þriggja vikna aldri má ætla að átthagatryggð sé ekki farin að þróast, heldur sé það aðallega næstu þrjár vik- ur eða mánuðinn en þá er hann orðinn fleygur. Athyglisvert er það, að öll hús í uppeldisstöðinni þurfa að vera með sama lit, til dæmis hvít. Annars er ekki nokk- ur leið að skipta um hólf við þá, sem oft þarf vegna misþroska og aldurs, — svo alger er vaninn og tortryggnin, að inn í öðru vísi lit Framh. á bls. 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.