Morgunblaðið - 07.03.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.03.1958, Blaðsíða 13
Föstudagur 7. marz 1958 MORGVNBLAÐIÐ 13 6.000.00 og í Danmörku; Noregi, Austurríki og Þýzkalandi kr. 5.000.00. 6. Ekki eru veittir styrkir til þeirra námsmanna, sem njóta sam- bærilegs styrks frá öðrum opinber- um aðilum. 7. Um verkfræðistúdenta gilda þessar reglur: Þeir, sem lokið hafa fyrrihlutaprófi við háskólann hér, fá styrk í tvö ár og hálft lán þriðja árið. Verkfræðistúdentar, sem stunda nám erlendis í námsgrein- um ,sem hægt hefði verið að ljúka í fyrrihlutaprófi við verkfræðideild ina hér, fá því aðeins styrk strax, að þeir hafi hlotið I. einkunn i stærðfræðigreinum við stúdents- próf. Aðrir stúdentar fá ekki styrk. fyrr en þeir hafa með tveggja til þriggja ára námi sýnt geta sína við námið, þ.e. tekið p'róf, sem er hlið- stætt við fyrrihlutapróf verkfræði- deildarinnar hér. 8. Námsmenn, sem ekki stunda nám nokkurn véginn allt árið, fá að jafnaði hálfan styrk eða lán. Hið sama gildir um þá, sem njóta Styrks frá öðrum opinberum aðil- um, en þó ekki svo mikils, að rétt þyki að fella niður með öllu styrk- veitingu til þeirra. 9. Lyfjafræðingar, er takið hnfa próf hér, áður en þeir hófu fram- haldsnám erlendis, fá styrk fyrra árið og hálfan styrk og hálft lún seinna árið. 10. Þegar hjón sækja og bæði telj ast verðug styrks, fá þau til ,'.»m- ans 1% styrk eða lán. 11. Menntamálaráð hefur í hyggju að taka upp þá tilh., að veita lán í upphafi náms, en styrki síðar, þeg ar lengra er komið og umsækjandi hefur sýnt festu við námið og sýnt þykir, að hann muni ljúka því. Þess er þó ekki kostur, að breyta þannig til nema að nokkru leyti á einu ári, sakir þess hve mikill hluti fjárins er bundinn af fyrri styrk- og lánveitingum. Við úthlutun í ár hefur ráðið farið nokkuð inn á þessa braut, að því er varðar nýjar umsóknir. Er þar fylgt þessum reglum: —Frá Búnaðarþingi Frh. af bls. 11 hús er ekki nokkur leið að koma þeim. Því verður það eitt af aðalatriðunum fyrir þá sem unga kaupa til framhaldsuppeldis og uppkomu æðarvarps, að hafa hús og annan útbúnað sem líkasta'n því sem var í aðalstöðinni. En verð á ungum þriggja vikna gömlum til þeirra sem kaupa vildu virðist mér vel gæti veriö áætlað um 50 kr. hver ungi. Þó er það í raun og veru ekkert aðalatriði. Hitt er ég viss um að eftirspurn eftir slíkum ungum verður mikil. Það hefur lengi verið áhugamál mitt að fá úr því skorið, svo að ekki verði á móti mælt, hvort slíkt ungaupp- eldi verði ekki sterkasti þáttur- inn í uppkomu nýrra æðarvarpa og aukningu í eldri varplöndum Fyrir utan ótvíræða áhugaaukn- ingu á ræktun æðarvarpa ef hugmyndin reynist rétt. Það má t. d. benda á það, að fugl, sem þannig er uppalinn verður mann kærari og mun ekki gleyma að eta mat sinn, sem honum er boð- inn, t. d. um varptímann. Ligg- ur þá í hlutarins eðli að fugku- þeir, sem komizt hafa upp að hinu náttúrlega uppeldi mundu því fljótt læra átið af hinum. En á mat má teyma fuglinn að mestu eftir vild. Hitt atriðið, leiðbeiningarstarf- 18 viðkomandi æðarvörpum i landinu, verður æ meira aðkall- andi og þarf Búnaðarfélag ís- lands að geta sinnt því, jafnvel þó í litlum mæli sé til að byrja með. Þeir gömlu, sem kunnu og nenntu að hugsa og hirða um æðarvörpin og dúninn undir hreinsun falla óðum í valinn. En svo virðist sem unga kynslóðm láti þetta reka á reiðanum og út- koman er óumflýjanlega minnk- andi dúntekja. Það er þjóðfélags- legur skaði og skömm, að þessi undurhugþekka og arðsama at- vinnugrein falli niður í svo að segja ekki neitt, að miklu leyti vegna vanhirðu og vankunnátt'J. Leiðbeiningar þær, sem ríkis- valdið veitir og mun veita þess- um tveim greinum hlunninda eiga að koma gegnum aðalstofn- un hinnar íslenzku bændastétt- ar, Búnaðarfélag íslands, eins og önnur leiðbeiningarstarfsemi bændunum til handa. Þeir, sem hefja nám í tungu- málum og bókme^intum hljóta hálfan styrk og hálft lán á fyrsta ári. Námsmenn í öðrum greinurn, sem ekki verða lærðar liér, fá því aðeins fullan styrk strax, að þeir hafí hlotið I. einkunn viö stúdents- próf, en aðrir hálfan styrk og hálft lán. Þeir, sem eru við tiltölu- lega stutt nám, fá þó aðeins lán. Sú regla, sem Minntamálaráð tekur upp að nokkru leyti aö þessu sinni, að veita lán í upphafi náms en styrki síðar á nárv.stimanum, verður á engan hátt til hö draga úr stuðningi við þá, sem halda áfram námi. Það skal loks tekið fram, að auk þeirra reglna, sem að framan grein- ir, var jafnan reynt að taka tillit til undirbúnings umsækjenda undir það nám, er þeir hugðust stunda, svo og meðmæla, ef fyrir lágu. Enginn ágreiningur var í-Mennta málaráði um framangreinda út- úthlutun. :• KVIKMYNDIR •:¦ // „Hetjusaga Douglas Bader TJARNARBÍÓ hefur nú byrjað sýningar á stórmerkri brezkri kvikmynd, er nefnist „Hetjusaga Douglas Bader". Er myndin gerð á vegum Rank-félagsins og byggð á ævisögu hins fræga brezka flug manns, Douglas Baders, sem kanadiski orrustuflugmaðurinn fyrrverandi, Paul Brickhil! hefur skráð. Er myndin áhrifamikil saga um stórbrotna hetjulund, hugrekki og frábært viljaþrek Baders, sem ungur missir báða fætur í flugslysi en lætur síður en svo bugast við það mikla áfall. Hann liggur lengi í sjúkra- húsi, en þegar hann losnar þaðan fær hann sér gervifætur og tekst eftir miklar þrautir og viljaþrek að beita þeim með þeirri leikni að hann verður ekki aðeins fyllilega hlutgengur sem flugmaður í brezka hernum í heimsstyrjöldinni síðari, heldur er hann gerður að flugsveitarforingja og vinnur hverja hetjudáðina annarri meiri og er sæmdur ýmsum heiðurs- merkjum, uns hann er tekinn til fanga af Þjóðverjum í ágústmán- uði 1941. Var hann svo í fanga- búðum Þjóðverja þar til Amer- íkumenn frelsuðu hann i aprílmán uði 1945. — Áformað hafði verið að Bader yrði viðstaddur frum- sýningu kvikmyndarinnar hér, en hann gat ekki komið þvi við vegna mikilla anna. Bader nýtur geysi- mikillar hylli meðal ensku þjóðar innar, sem dáir hetjuluHd hans og hin frábæru afrek hans á stríðsárununi. Hinn mikilhæfi enski leikari; Kenneth More fer með hlutverk Baders í kvikmyndinni af frá- bærri snilld. Er hann kunnur hér af leik sínum í kvikmyndunum „Genevieve", „Doktor in the House" og „The Deep Blue See", sem hér hafa verið sýndar og hann leikur aðalhlutverk í. Konu Baders, Thelmu, leikur Muriel Pavlow, og fer prýðilega með það hlutverk. — Þá má geta þess til gamans, að í myndinni sjáum við einnig góðan kunningja, Mr. Hunt, sem sett hefur nokkur leik rit á svið hér í Þjóðleikhúsinu. Ef til vill má segja að kvik- mynd þessi sé nokkuð langdregin á köflum, en engu að síður er hún að meginefni þróttmikil og áhrifa rík hetjusaga, er sem flestir ættu að sjá. Ego. Hornafjarðarbáfar vesða vel í nel HÖFN í Hornafirði, 5. marz. — Seinni hluta febrúar bárust á land í Hornafirði alls 725 lestir af slægðum fiski með haus. Frá ára- mótum hafa mestan afla, Jón Kjartansson, 254 lestir í 33 róðr- um, Helgi 252 lestir í 37 róðrum og Akurey 227 lestir í 36 róðr- um. Veitingahússeigendur Af sérstökum ástæðum er til sölu talsvert magn af áhöld- um til veitingareksturs svo sem bollasett, sykurkör og rjóma könnur, kaffikönnur, teskeiðar, hnífapör, dúkar, servíettur, skálar, föt, pottar og ýmislegt fleira. Allt sem nýtt. Selst á lágu verð'i og með hagkvæmum greiðsluskilmálum ef um kaup á einhverju magni er að ræða. Þeir, sem .óska nánari upplýsinga leggi nafn sitt og síma- númer á afgreiðsiu blaðsins fyrir þriðjudag merkt: „Veitingahús —8797". ¦ Tilkynning til g jaldenda skatts á stóreignir Samkvæmt reglugerð nr. 21, 4. marz 1958, framleng- ist aður auglýstur kærufrestur út af álagningu skatts á Stóreignir til 27. marz nk. í Reykjavík, en annars staðar á landinu til 6. apríl nk. Reykjavík, 5. marz 1958 Skattstjórinn í Keykjavík. íbúð til sölu Glæsileg 3 herbergja íbúðarhæð (90 ferm.), sem ný, ásamt 1 herbergi í risi, við Birkimel. Sér geymsla og afnot af frystiklefa í kjallara. Hitaveita (geislahiiun). Upplýsingar gefur STEINN JÖNSSON, hdl., lögfræðiskriistofa—-l'asteignasala, Kirkjuhvoli, Símar: 14951 og 19090. Ibúb óskast 2—3 herbergja íbúð óskast strax eða 14. maí. Upplýs- ingar í síma 16826. Rábskona óskast. Tvennt í heimili. — Upplýsingar í síma 19037, í dag. TIL SÖLU nýtt Java mótorhjól. Til- boðum sé skilað til Mbl. fyrir 12. þ.m. merkt: „Jawa — 8802". Mereedes Benz 180 árg. 1955, skipti á Volks- wagen möguleg. Aðal BILASALAN Aðalstr. 16. — Sími 3-24-54. Ford Anglia '5> Þetta eru einna vinsælustu 4ra manna bílarnir. Aðal BILASALAN Aðalstr. 16. — Sími 3-24-54. Nýr GARANT Þessir sendibílar eru svo til ófáanlegir, notið tæki- færið. Aðal BILASALAN Ihj____ j.ú. — Smii 3-24-54. Til sölu ný Nilfisk ryksuga Upplýsingar í síma 34011 eftir kl. 7 í kvöld og á morgun. Loftþjappa til sölu 2ja þrepa loftþjappa með 300 1. loftgeymi og 5 ha. rafmótor. Uppl. í síma 19451. HÚSGÖGN i úrvaii Einsmannssófar 2 gerðir Tveggjamanna sófar 5 gerðir Innskotsborð úr Tekk og Maghoní Bókaskápur og bókahillur Armlaus sófasett Létt sófasett frá kr. 5.400,00 Djúpir stólar frá kr. 1.350,00 Blómagrindur, símahillur, blaðagrindur, smáborð og kommóður. :6\ /7 Snorrabraut 48 Sími 19112. Moskwitch '58 ókeyrður kemur til lands- ins í næstu viku. Bitreioasalan Ingólfsstræti 4. Sími 17368. Höfum kaupendur að nýjum og notuðum bíl- um. Bifreiðasalan Ingólfsstræti 4. Sími 17368. Chevrolet '54 einkavagn ekinn 40 þús. mílur, nýkominn frá Banda ríkjunum. Bíllinn lítur út sem nýr. Til sölu í dag. BIFREIBASALAN Bókhlöðustíg 7. Sími 191-68. Erlendar TÖSKUR í miklu úrvali Hattabúð Reykjavikur Laugavegi Trillubátur Til sölu 5 tonna opinn trillu bátur með sem nýrri 22ja hestafla Albin-vél og gír- skiptri netarellu. Til sýni« hjá Þórði Sveinssyni, Þor- lákshöfn. Tilb. sendist Guð- björgu Þórðardóttur, Þing- holtsstræti 86, Reykjavík. TIL LEIGU góð Sherb. íbúð í raðhusl, við Álfhólsveg í Kópavogi. Ibúðinni fylgir ræktuð, af- girt lóð. Leigist til tveggja ara, frá byrjun maí n. k. Tilboð sendist Mb'-, fyrir 12. marz, merkt: „8796". HJIIIIIIIIIIIIIllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllilll'l^ S í M I | 24-330 | | RAFLAGNIR | = Framkvæmum: = Nýlagnir og breytingar í= verksmiðjur og hús. H Önnumst: = Raflagnateikningar ogs viðgerðir á heimilistækj-= = Vesturgötu 2. Sími 24330.S ^iiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.