Morgunblaðið - 07.03.1958, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.03.1958, Blaðsíða 4
MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 7. marz 1958 \ FSDaobok í dag er 66. dagur ársins. Föstudagur 7. marz. Árdegisflæði kl. 6,18. SíSdegisflæði kl. 18,43. Siysavai'Jsloía Ke) kjavíkur i Heilsuverndarstöðirini er opin all- an sólarhiinginn. Læknavörður L R (fyrir vitjanir* er á sama stað, frr kl. 18—8. Sími lí ). Næturvörður e - i Ingólfs- apóteki sími 11* . Reykjavíkur apótek, Laugavegs-apótek og Iðunnar-apotek, fylgja öll lokun- artíma sölubúða. Garðs-apótek, — Holts-apótek, Apótek Austurbæj- ar og Vestux-bæjar-apótek eru öll opin virka áaga til kl. 8, laugar- daga til 16 4. Þessi apótek eru öT. opin á sunnudögum milli 'd. 1 og 4. — Kópaiogs-apótek, Álfhólsvegi 9 er opið daglega kl. 9—20, nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga frá kl. 9—16 og helgr daga frá kl 13—16. Sími 23100. Hafnarfjarðar-apótek er opið alla virka daga kl. 9 -21. Laugar daga kl. 9—16 og 19—21. Helgi- daga kl. 13—16 og 19—21. Næturlæknir er Eiríkur Björns son. Keflavíkur-apótek er opið alla virka daga kl. 9—19, laugardaga kl. 13—16. Helgidaga kl. 13—16. Vegna smávægilegra mistaka verður læknavakt í Keflavík ekki birt framvegis. 0 Helgafell 5958377 — IV/V — 2. RMR — Föstud. 7.3.20. — Fr. — Atkv. — Hvb. 1.0.0?. 1 == 139378y3 es D.dv. P^ Brúókaup Síðastliðinn laugardag voru gef in saman í hjónaband Hermína Jónsdóttir frá Akureyri og Níels Jacob Niclasen frá Færeyjum. — Heimili ungu hjónanna verður fyrst um sinn að Kirkjustræti 2, Reykjavík. [Hjónaefni Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Fjóla Sveinbjörns- dóttir, símamær frá Seyðisfirði og Guðmundur Sigurjónsson, sjó maður, Nýbýlavegi 21. * AfMÆLI * Sjötíu ára er í dag Þorkelína Jónsdóttir, Tjarnarkoti, Innri- Njarðvík. Skipin Eimskipafélag íslands h. f.: — Dettifoss fór frá Keflavik 3. þ.m til Gautaborgar, Gdynia, Vent- spils og Turku. Fjallfoss fór frá Rotterdam 6. þ.m. til Antwerpen, Hull, Kaupmannahafnar og Rvík- ur. Goðafoss fór frá New York 26. f.m. Væntanlegur til Reykjavíkur árdegis 8. þ.m. Gullfoss fór frá Hamborg í gærdag til Kaupmanna hafnar. Lagarfoss fðr frá Gauta- borg 2. þ.m. Væntanlegur til Rvík ur á hádegi í gærdag. — Reykjafoss fór frá Siglufirði 3. þ.m. til Bremerhaven og Ham- borgar. Tröilafoss er í New York. Tungufoss kom til Hamborgar 6. þ.m. Fer þaðan til Reykjavíkur. Skipadeild S.Í.S.: — Hvassafell fór í gær frá Reykjavík áleiðis til Stettin. Arnarfell fór frá New York 3. þ.m. áleiðis til Reykjavík ur. Jökulfell er í Reykjavík. Dís- arfell á að fara í dag frsj Rostock áleiðis til Islands. Litlafell er í Rendsburg. Helgafell fer í dag frá Akureyri til Svalbarðseyrar og Húsavíkur. Hamrafell fór frá Reykjavíkur 1. þ.m. áleiðis til Batumi. Litla stúlkan á inyndinni er Heiða eins og hún lítur út í kvik- myndinni, sem gerð hefir verið um hana. Stjörnubíó sýndi þessa mynd á sinum tíma og vegna þess að senda verður filmuna til Þýzkalands næstu daga, verður myndin sýnd I bíóinu kl. 5 á laugardag og sunnudag. — í vor keniur svo framhald myndarinnar og nefnist það „Heiða og Pétur". Flugvélar Flugfélag íslands h.f.: Hrím- faxi fer til Glasgow og Kaup- mannahafnar kl. 08,00 í dag. — Væntanlegur aftur til Reykjavík ur kl. 23,05 í kvöld. Flugvélin fer til Osló, Kaupmannahafnar og Hamborgar kl. 08,30 í fyrramálið. Innanlandsflug: 1 dag er áætlað að fljúga til Akureyrar, Fagur- hólsmýrar,. Hólmavíkur, Horna- fjarðar, Isftfjarðar, Kirkjubæjar klausturs og Vestmamiaeyja. A morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Blönduóss, Egilsstaða, Isafjarðar, Sauðár- króks, Vestmansaeyja og Þórs- hafnar. LoftleiSir h.f.: — Hekla er vænt anleg kl. 07,00 í fyrramálið frá New York. Fer til Osló, Kaup- mannahafnar og Hamborgar kl. 08,30. Saga er væntanleg til Reykjavíkur kl. 18,30 annað kvöld frá Kaupmannahöfn, Gauta borg og Stafangri. Fcr til New York kl. 20,00. SFélagsstörf Frá Guðspekifélaginu: — Að- alfundur Dögunar er í Guðspeki- félagshúsinu í kvöld og hefst kl. 8. — Kl. 8,30 verður fyrirlestur, Sigvaldi Hjálmarsson talar: — „Hvað er Yoga?". Þorsteinn Hall dórsson flytur kafla úr ritum P. Bruntons „Fágun tilfinningalífs- ins". Ennfremur verður hljómlist EIÐA rir b»rn 43. 1 stóra húsinu hans herra Sesemanns 1 Frankfurt situr Klara í hjólastólnum sínum. Hún er yndisleg stúlka með ljóst hár og blíðleg, blá augu, en hún er mjög fölleit og veikluleg. Við hliðina á stól hennar situr ungfrú Rottenmeier, þráðbein í baki. Síðan frú Sesemann dó, hefir hún stjórnað þessu stóra húsi. Hún er mjög ákveðin, en ekki sérstaklega vingjarnleg. Klara horfir sífellt á úrið sitt. „Kemur hún ekki bráðlega, ungfrú Rottenmeier?" spyr hún hvað eftir annað. 44. Heiða, sem Klara bíður eftir með svo mikilli eftirvæntingu, er nú komin að stóra húsinu, og þjónninn Sebastian opn- ar dyrnar. „Mig langar til að tala viS ungfrú Rottenmeier," segir Dídí frænka. „Það kemur mér ekkert við". segir Sebastian. „Styðjið á hinn bjölluhnappinn, þá kemur Tinetta stofustúlka." Og Sebastian fer inn aftur. Dídí styður á hinn hnappinn og Tinetta stofustúlka birtist í gættinni. Hún ber snjóhvítan kappa á höfðinu. Drembileg á svip vísar hún þeim upp á loft. 45. Ungrfú Rottenmeier starir á Heiðu. „Hvað heitir þú?" Heiða, sem horft heiir undrandi á hina viðamiklu hárgreiðslu á höfði ungfrúarinnar, svarar hátt og greini- lega: „Heiða". „Á það að vera nafn eða hvað? Hvaða nafni varst þú skirð?" spyr ungfrú Rottenmeier. „Ég man það ekki". „Er stelpan ósvífiit?" Ungfrúin er reið. Dídí segir, að Heiða hafi verið skírð Aðai- heiður. „Já, það verður þó að teljast nafn. Hvað er hún gömul?" „Hún er rúmlega tíu ára". — Didí rekur ofurlítið í vörð- FERDBfelAND Skíðakappinra og kaffiveitingar í fundarlok. — Gestir eru velkomnir. Olníði söfnuSurinn. — Bræðra félag óháða safnaðarins heldur skemmtikvöld í Kirkjubæ laugar- daginn 8. marz kl. 8,30. Félags- vist og skemmtiatriði. Allt safn- aðarfóik hjartanlega velkomið. HúsmæSrafélag Reykjavikur. — Næsta saumanámskeið félagsins hefst föstudaginn 7. marz kl. 8 síðdegis, í Borgartúni 7. Ymiskgí Happdrœtti Háskóla fslands. — Dregið verður í S. flokki mánu- dag 10. marz. Menn skyldu at- huga, að síðasti söludagur í þess- um flokki er á laugardag. HjúkrunarkvennablaSiS, 1. tbl. 1958 er komið út. Efni: Greining á krabbameini í brjósti. — Árs- skýrsla FlH. Laun hjúkrunar- kvenna. Astríður Símonardóttir (minningai'greinar). — Raddir hjúkrunarnema. Hvere ber að vænta af hjúkrunarnámi? Diet uppskriftir. Fréttir og tilkynn- ingar. — Jan Castricum, Zuid Kerken- laan I Limmen (N. H.), Holland, sem er 17 ára, óskar eftir að kom- ast i bréfaviðskipti við pilt eða stúlku á sínu reki hér á landi. Hann er frímerkjasafnari og vill skipta á íslenzkum frímerkjum. Brenlwood International Stamp Club, 2023 Westwood Blvd., Los Angeles, 25, California, U.S.A., sem hefur milligöngu um frí- merkjaskipti meðal unglinga í 27 löndum, hefur óskað eftir því, að blaðið birti heimilisfang og utaná- ski'ift sína, sem hér með er gert. Þeir unglingar, sem hafa áhuga á frímerkjaskiptum viö önnur lönd, geta því skrifað beint til klúbbsins og komizt þannig { frí- merkjaskiptasamband við ein- hver af þessum 27 löndum. For- maður klúbbsins heitir Phil Fern, og veitir hann allar upplýsingar bréflega. Frá háskólanum. •— Dr. Herdíg von Magnus, sem hingað er kom in í boði Háskóla Islands, flytur fyrirlestur í kvöld kl. 8,30 í 1. kennslustofu . háskólans, fyrir lækna og læknanema, um bóluefni gegn mænuveiki, framleiðslu þess og notkun. [Aheit&samskoí Áheit á Strandarkirkju, afh. MbL: Stúlka kr. 15,00; N N 5,00; S E 50,00; Ó Þ Hafnarfirði 50,00; V Akranesi 100,00; A J Rvík 100,00; Þorvaldína 100,00; F N 100,00; ónefndur 25,00; Guðrún 100,00; áheit K K 50,00; J G afh. af Sigr. Guðm., Hafnarfirði 10,00 Bryngeir Guðjðnsson 100,00; H S H 500,00; kona 10,00; Á S 100,00; Þ G 50,00; R E E 50,00; Margr. Magnúsd., 50,00; S J 15,00; gömul kona 30,00; Dóra 10,00; A P 130,00; A J 50,00; Þ Þ 20,00; Hulda 10,00; E S 200,00; NN 30,00; Sigrún 100,00. L 50,00. Læknar fjarverandi: Jónas Bjarnason læknir verður fjarverandi 2—3 vikur. Þorbjörg Magnúsdóttir verSur fjarveranii frá 10. febr. í rúman mánuð. Staðgengill Þórarinn Guðnason. ¦ Kristjana Helgadóttir, fjarver- andi frá 1. marz, öákveðið. Stað- gengill: Jón Hjaltaiín Gunnlaugs son. Söfn Bæjarbókasafn rleykjavíkur, Þingholtsstræti 29A, sími 12308. Útlán opið virka daga kl. 2—10, laugardaga 2—7. Lesstofa opin kl. 10—12 og 1—10, laugardaga 10—12 og 1—7.. Sunnudaga, útlán opið kl. 5—7. Lesstofan kl. 2—7. Utibú, Hólmgarði 34, opið mánu- daga kl. 5—7 e.h. (f. börn); 5—9 (f. fullorðna). Þriðjudagd, mið- I vikudaga, fimmtudaga og föstud. i kl. 5—7. — Hofsvallagötu 16 op- ' ið virka d-ga nema laugai-daga, ' kl. 6—7. — Efstasundi 26, opið mánudaga, miðvikudaga og föstu- i daga kl. 5—7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.