Morgunblaðið - 07.03.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.03.1958, Blaðsíða 10
10 MORCVNBLAÐIÐ Fðstudagur 7. marz 1958 \ títg.: H.í. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigíus Jónsson. Aðamtstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, sími 33045 Auglýsmgar: Arni Garðar Knstmsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Asknftargjalci kr. 30.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 1.50 eintakið. UTAN UR HEÍMI r. Fuchs kemst á leiðarenda MENNTASTOFNANIR LANDBUNAÐ-! ARINS EIGA AÐ VERA í SVEIT FYRIR 11 árum var stofnuð framhaldsdeild f yrir unga búfræðinga við Bændaskólann á Hvanneyri. Til- gangurinn með stofnun hennar var eins og að líkum lætur að bæta og auka menntun íslenzkra búfræðinga og gera búfræði- menntunina hagnýtari og fjöl- þættari. Þessum tilgangi hefur á skömm um tíma verið náð. Margir ungir menn hafa stundað nám í fram- haldsdeildinni á Hvanneyri. Þeir hafa flutt aukna þekkingu á við- fangsefnum bænda og landbún- aðarins sem atvinnugreinar með sér út um sveitir landsins. Eng- inn mundi nú vilja leggja þessa framhaldskennslu í búfræði nið- ur. Allir þeir, sem unna íslenzk- um landbúnaði og skilja þýðingu hans fyrir þjóðina mundu telja það stórt spor aftur á bak. Rætt um búnaðarháskóla Og nú er farið að ræða um stofnun búnaðarháskóla. Sú hug- mynd þa-rf engum að koma á ó- vart. Þegar Jón Sigurðsson setti fram fyrstu tillögurnar um stofn- un háskóla á íslandi átti slíkur skóli að vera „Þjóðskóli". Hann átti í senn að vera embættis- mannaskóli og vísindaleg stoð og stytta aðalatvinnuvega þjóðar- innar. Enda þótt hugsjón hins framsýna og vitra stjórnmála- manns hafi að þessu leyti rætzt að nokkru með fjölþættu rann- sóknar- og vísindastarfi, sern unnið er innan vébanda háskól- ans eða í tengslum við hann, hef- ur háskólanám í landbúnaðar- fræðum ekki ennþá komizt á hér á landi. Þeir íslendingar, sem viljað hafa ljúka háskólaprófi í þeirri grein hafa því orðið að sækja til útlanda. Það er vissulega engin fjar- stæða að rætt sé um stofnun bún- aðarháskóla hér á landi. Fram- •haldsdeildin á Hvanneyri er vísir að slíkri stofnun. Lengir.g kennslutíma hennar og bætt að- staða til kennslu og vísindastarf- semi er auðveldasta og ódýrasta leiðin, sem hægt er að fara a'ð því takmarki að koma hér upp búnaðarháskóla. Og vitanlegE> verður okkar litla þjóð að hafs kostnaðarhlið hlutanna ávallt í huga. Við höfum lagt mikið fé í skólabyggingar og fræðslustaif- semi á undanförnum árum. Æska landsins býr nú víðast hvar við ágæt skilyrði til menntunar og skólagöngu. En við höfum enn ekki lagt nándar nærri nægilep.a mikla áherzlu á vísindalegt starf í þágu atvinnuvega okkar og hagnýta menntun þess fólks, sem vill vinna framleiðslustörf við sjó og í sveit. Stofnun búnaðar- háskóla upp úr framhaldsdeild- inni við bændaskólann á Hvanti- eyri er þess vegna ekkert óhóf heldur raunhæft spor til eflingar elzta atvinnuvegi þjóðarinnar. sem framleiðir hollustu og beztu matvæli hennar og mun enn um langan aldur verða mikilsverð kjölfesta í íslenzku þjóðlífi. Deilt um staðarval Nokkrar deilur munu nú um það risnar, hvort aukin fram- haldsmenntun búfræðinga og búnaðarháskóli eigi að vera ti! heimilis á Hvanneyri eða í Reykjavik. Guðmundur Jónssor. skólastjóri bændaskólans á Hvanneyri, sem stjórnað hefur framhaldsdeildinni frá upphafi ræddi það mál ýtarlega í fynr- lestri, er hann flutti á Búnaðar- þingi því, sem nú situr að störf- um. Taldi hann að búnaðarhá- skólinn ætti að vera á Hvann- eyri. Færði hann að þeirri skoð un mörg rök. Þar væri stórt bú og landrými mikið. Tilraunir væru þar hafnar á sviði naut- griparæktar, tilraunir með bu- vélar væru staðsettar þar, jarð- ræktartilraunir væru þar hafnar, fjárræktarbúið á Hesti væri þar í nágrenninu og öll rannsóknar- aðstaða færi þar batnandi. Guðmundur á Hvanneyri benti einnig á það, að flestar nágranna- þjóðir okkar og frændþjóðir hefðu byggt sína búnaðarháskóla í sveit. Framhaldsdeildin iór vel af stað Ýms rök má að sjálfsögðu einnig færa fyrir því, að búnað- arháskóli eigi að vera í höfuð- borginni og þá í tengslum við Háskóla íslands. T. d. er ekki óliklegt að þar yrði auðvelda'a að fá vísindalega menntaða menn til starfa við skólann. En hin rök- in, sem mæla með Hvanneyri eru þó þyngri. Og hvers vegna skyldi ekki vera hægt að fá vísindalega menntaða menn til starfa við menntastofnun í einu fegursta og þéttbýlasta héraði landsins? Vísir að búnaðarháskóla er þefe- ar risinn að Hvanneyri. Fram- haldsdeildin þar hefur farið vel af stað. Hana á að efla og styrkja þannig að hún fullnægi þörfum landbúnaðarins og verði að isl búnaðarháskóla. Engu að síð- ur þurfa íslenzkir búfræðingar á því að halda að sjá sig um meðal stærri þjóða, sem lengri og meiri reynslu hafa. Bændaskólarnir eiffa að vera í sveit Bændaskólarnir á íslandi eiga að vera í sveit. Þeir eiga þar heima á sama hátt og sjómannp- skólar eiga að vera í kaupstöð- um og við sjó. Þeir bændaskól- ar, sem hér eru starfandi haía f est rætur í héruðum sínum. Bæði Hvanneyrarskóli og Hólaskóli eru myndarlegar og velmetnar stofnanir. Að þeim hefur að vísu ekki verið búið eins vel og mörg- um öðrum skólum í landinu. Und anfarin ár hefur þó verið unnið að því að bæta aðstöðu þeirra. Aðsókn að skólunum er nú góð og margt bendir til þess að áhugi ungs fólks fyrir landbúnaði og sveitastörfum fari vaxandi. Ber og til þess brýna nauðsyn. Enc.a þótt offramleiðslu verði vart á einstökum tegundum landbúnað- arafurða er mikið verk að vinna í sveitum landsins. Framleiðsla landbúnaðarins þarf að ver'^a fjölþættari og betri. Þá munu nýir markaðir skapast og afkomu- grundvöllur bóndans verða traustari. -k Hinn brezki heimskauts€eið- angur dr. Vivians Fuchs hefur nú náð leiSarenda í Scott-stöðinni við McMurdo-sund. Þykir ferð þessi í tölu fræknustu landkönn- unarferða. Er þetta í fyrsta skipti sem farið er þvert yfir SuSur- skautslandið' með viðkomu á Suðurpólnum. Leiðin sem var far in mun vera 3400 km löng og tók hún 99 daga, eða einum degi skemur en dr. Fuchs áætlaSi. •k Á þessu langa ferðalagi áttu IeiSangursmenn oft við erfiðleika að stríða. íshella Suðurskauts- landsins er víða lítt könnuð og ógreið yfirferðar, með djúpum íssprungum. Og síðasti hlutinn var kapphlaup við hríðarveðrin sem oft skella yfir í byrjun marz mánaðar. Þó ber þess að geta jafnframt að leiSangurinn var betur búinn aS hvers kyns flutn- ingatækjum og vistum en nokkur annar heimskautsIeiSangur, A" Dr. Vivian Fuchs og félögum hans var ákaft fagnaS, er þeir óku inn í ScottstöSina. Voru myndirnar sem hér birtast teknar viS það tækifæri. T*r Efst sést fyrsti snjóbíllinn meS tveimur sleSum aka inn í ScottstöSina. í íniöjunni er dr. Fuchs seztur aS snæðingi og engin furSa þótt hann hefSi góSa matarlyst. NeSst eru blaSaljós- myndarar aS taka myndir af dr. Fuchs og Hillary, en fjöldi blaða- manna og ljósmyndara beið þeirra í Scott-stöSinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.