Morgunblaðið - 07.03.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.03.1958, Blaðsíða 6
6 MOnGVNBI AÐIÐ Fðstudagur 7. marz 1958 Þjóðleikhúsið: // Litli kotinn" Gamanleikur eftir André Roussin Leikstjóri: Benedikt Arnason ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýndi sl. þriðjudagskvöld gamanleikinn „Litla kofann" eftir franska rit höfundinn André Roussin. — Höfundurinn er enn á bezta aldri, fæddur 1911, og hefur sam ið allmörg leikrit, sem hlotið hafa miklar vinsældir. — „Litli kofinn" er fyrsta leikrit höf- undarins, samið 1947. Var það frumsýnt í París veturinn 1947— 48 við feiknahrifningu áhorf- enda, og hefur, að sögn, verið sýnt þar án afláts síðan. Auk þess hefur leikurinn verið sýnd- ur víða utan Frakklands og hvar vetna verið frábærlega vel tekið. Leikurinn gerist á eyðieyju í Suðurhöfum, þar sem skipreika fólk, hjón ein og vinur þeirra, hafa fyrir nokkru náð landi, alls- laus að öllu, nema samkvæmis- fötunum, sem þau stóðu í þegar slysið bar að höndum. Seinna bætist svo í félagsskapinn „villi- maður", sem kemur nokkuð við sögu. — Fjallar leikurinn um sambúð þessa fólks og þau vanda mál, sem eðlilega gera vart við sig, þar sem um er að ræða tvo hrausta menn og eina konu í þröngum og afskekktum heimi. Og ekki verður vandamálið auð- veldara fyrir það að eiginkonan og vinurinn hafa verið í þing- um saman um sex ára skeið, en geta nú ekki i fásinninu, haldið áfram þeim leik án þess að eigin- maðurinn verði þess var. Er vin- urinn, þegar leikurinn hefst, svo illa haldinn af öllu þessu, bæði andlega og líkamlega, að hann neyðist til þess að leiða eiginmanninn í allan sannleikann og mælast til þess hispurslaust, að hann fái að njóta eiginkon- unnar með honum. Þetta kemur eiginmanninum að vísu svo hast- arlega á óvart að honum ligg- ur við lömun, en af því að hann er maður „rökfastur" og hneigð- ur til heimspekilegra ályktana, þá lætur hann tilleiðast og er þegar samin eins konar reglu- gjörð um tilhögun sambúðarinn- ar, vitanlega með fullu samþykki eiginkonunnar. — Frakkar eru menn víðsýnir í svona málum og því hefði mátt ætla að allt félli í ljúfa löð við þetta drengilega samkomulag. En því er ekki að heilsa. Það kemur sem sé það babb í bátinn, að vinurinn segir bein- um orðum, að hann hafi alls ekki getað notið vikunnar, sem konan var í kofanum hjá honum af einskærri vorkunsemi við eig- inmanninn, sem þá varð að hírast einn í kofa sínum. Óneitanlega göfugmannlegt, en þó lék mér grunur á að þetta stafaði frem- ur af því að þrá vinarins til kon- unnar hefði rénað að mun, er hann „missti glæpinn" þ.e. — þegar eiginmaðurinn hafði lagt blessun.sína á samfundi hans og frúarinnar, og er slíkt ekki nema mannlegt. Einhver orðasveimur var um það fyrir frumsýninguna, að sið- ferðið í leiknum væri ekki upp á það bezta. í viðtali við Morg- unblaðið 4. þ.m. hafa leikararn- ir einróma þverneitað þessu og er ég þeim fyllilega sammála. Sannast þarna á okkur hið forn- kveðna, að hreinum er allt hreint. — Hins vegar verð ég að játa það, að nokkrir hinna rosknari vina minna, sem ég hingað til hef borið til ótakmarkað traust í sið- ferðilegum efnum, virtust fullir vandlætingar út af „rnóral" leiksins og urðu mér: það veru- leg vonbrigði. Aftur á móti voru aðrir, sem hörmuðu það, að hafa ekki orðið aðnjótandi þeirrar siðspeki, sem leikurinn boðaði, fyrr en nú. þegar alit væri orðið um seinao, — Þá voru margir gramir yfir því, að þeir kæmu ekki auga á neinn boðskap í leikn um, — því að auðvitað eiga allir leikir að hafa sinn „boðskap". En er hér ekki um að kenna glámskyggni sjálfra þeirra? Ég fékk ekki betur séð en að „boð- skapur" leiksins blasti við, og að meira að segja Rúrik, eða réttara, vinurinn, legði á hann megináherzlu í leikslok, sem sé sá, að forboðnir ávextir séu jafn an gómsætastir. Gömul sannindi að vísu, en þó alltaf ný, eins og „boðskapur" á helzt að vera. Og svo eru loks þeir, sem telja leikinn ekki samboðinn svo göf- ugri stofnun sem Þjóðleikhúsin — og munu þeir vera nokkuð margir. Ég skal játa það, að ég er frjálslyndur í þessu efni og vil ekki að Þjóðleikhúsinu sé of þröngur stakkur skorinn. Því er ég mótfallinn þvi að úthýst sé þaðan gamanleikum eða jafnvel försum, ef þeir eru vel samdir og þá fyrst og fremst leikrænir, þó að þeir verði ekki taldir til bókmennta. Það er fleira matur en feitt kjöt og góðir gamanleikir og farsar þjóna þeim lofsamlega tilgangi að vekja mönnum gleði og heilbrigðan hlátur og eiga því fullan rétt á sér. — Annað mál er svo það, að leikur sá, er hér ræðir um, er ef til vill of „franskur" til þess að hann falli í geð reykvískum góðborgurum og er í rauninni ekkert við því að segja, og vafalaust er, frönsk tunga betur til þess fallin en íslenzkan, að túlka þau við- kvæmu gamanmál, sem þarna ber á góma, og er þetta ekki sagt til þess að varpa rýrð á þýðingu Bjarna Guðmundssonar, sem mér virtist lipur og víða ágætlega hnyttin. Benedikt Árnason hefur sett leikinn á svið og annazt leikstjórn ina. Er þetta fyrsta leikritið, sem hann stjórnar í Þjóðleikhúsinu, en hann hefur sem kunnugt er Rúrik Haraldsson og Róbert Arnfinnsson í hlutverkum sinuin. sett á svið nokkra Memntaskóla- leiki við góðan orðstír. — Bene- dikt segir í áðurnefndu viðtali víð Morgunblaðið að leikritið „liggi á viðkvæmu „plani"" og geti því orðið klúrt ef það sé yfirdrifið. Þetta er hárrétt, en Benedikt hefur tekizt með prýði, að stýra hjá öllum boðum og blindskerjum í því efni. Hraði leiksins er hæfilegur, staðsetn- ingar eðlilegar og heildai'svipur sýningarinnar einkar góður. — Lárus Ingólfsson hefur teiknað búningana og hin fögru Ieiktjöld og á hann vissulega sinn veiga- mikla þátt að þeirri Suðurhafs- eyja-stemningu, sem ríkir á svið- inu. Svo sem áður segir eru leik- endur aðeins fjórir og skal þá fyrst frægan telja, eiginmanninn Philip, sem með „rökfestu" sinni og „skörpum ályktunum", en þó öllu heldur með réttum skilningi á mannlegu eðli, tekst að slá vopnin úr hendi vinar síns og keppinauts. — Róbert Arnfinns- son fer með þetta skemmtilega hlutverk og er leikur hans af- bragðsgóður og persónan öll sjálfri sér samkvæm í öllum við- brögðum. Henrik, hinn hrjáða elsk- huga eiginkonu Philips, leikur Rúrik Haraldsson. Er leikur Rúriks yfirleitt mjög góður, en þó nokkuð ójafn á köfíum. Bezt- ur þykir mér hann þegar hann er í sem mestri geðshræringu, enda er látbragð hans og svip- brigði þá bráðskemmtileg. Þóra Friðriksdóttir leikur Sus- önnu, hina fögru eiginkonu Philips, er unir sér vel í sam- búðinni við hina tvo heiðursmenn og lætur sig ekki muna um að bæta hinum þriðja við þegar þar að kemur, enda ekki smámuna- söm í ástamálum, frekar en marg ar aðrar franskar konur, að því er sagt er. Þóra sómir sér vel í þessu hlutverki að mörgu leyti, þó að hún hafi það ekki fyllilega á valdi sínu. Innlifun hennar virðist mér ekki nægilega sterk og leikurinn því oft ekki nógu eðlilegur og framsögn hennar (replik) er ekki alltaf sem bezt. „Villimanninn", sem reynist vera danskur matsveinn, leikur Jóhann Pálsson. — Jóhann er ungur leikari með litla reynslu á sviði að baki sér, en hann fer einkar laglega með þetta litla hlutverk. Var athyglisvert hversu vel hann bar fram dönskuna og hinn dansk-íslenzka málblending. Guðmundur Steingrimsson leik ur þarna lítið eitt á Bango, mjög vel. Leiknum var ágætlega tekið, enda mikið hlegið í leikhúsinu þetta kvöld. Sigurður Grímsson. Uppeldisskóli fyrir stúlkur í fyrrad. kom til umr. í samein- uðu Alþingi þingsályklunartillaga frá Ragnhildi Helgadóttur um, að þegar skuli hafizt handa um gtarfrækglu uppeldisskóla fyrir ungar stúikur. Óskynsamleg fjárlagaafgreiðsla Ragnhildur sagði m. a. i fram- söguræðu sinni: Tillaga þessi var lögð fram í nóvember s. 1., er fjárlög voru óaf greidd. Óhæfilegur dráttur hafði ^, þá þegar orðið á stofnun skóla fyrir stúlkur, er leiðzt hafa til afbrota. 1 fjárlögum þeim er voru í gildi, þegar tillagan kom fram, var heimild fyrir ríkisstjórnina WBslí ^Æ ' sterifar úr daglega lifinu „Æskan er jafn prúð og hún áður var", GÖMUL námsmey" hefur sent Velvakanda dálitinn pistil og gefið honum fyrirsögnina hér að ofan. Er hann framlag í hinar eilífu umræður um íslenzka æsku. Bréfritarinn segir: „Fyrrverandi nemandi kom ný- lega inn í Kvennaskólann í Reykjavík eftir 30—35 ár. Þurfti að bíða frammi á gangi stundar- korn. Var forvitni á að reyna, hvort mikil umskipti væru á orðin eftir allan þennan tíma. — Það er svo margt talað um aga- leysi og illa framkomu æskunn- ar nú á dögum. Þarna stóðu nú yfir kennslu- stundir um 200 nemenda. Ekkert heyrðist, utan raddir kenaranna og við og við mjóróma svör ein- stakra námsmeyja. Loks kom fram umsjónarstúlka skólans og hringdi skólaklukkunni taktfast og hátíðlega. Fyrstu bekkingar þustu út, skvettulegar eins og fyrstu bekk- ingar hafa alltaf verið. Þá kom auðsjáanlega 4. bekkur: Allt ann- að fas; ungar og prúðar „dömur". Skólinn var að tæmast. Nem- andi kom og barði að dyrum kennarastofu. Það virtist enginn inni. Kurteisin, sem prýddi þessa stúlku, þegar hún barði að dyr- um, beið, lauk loks upp og lok- aði aftur, var blátt áfram falleg sjón. Seinna sást námsmey ræða við forstöðukonu. Þar var'í senn að sjá virðingu og trúnað, sem bar vott fögrum umgengnishátt- um í öllu sínu látleysi. Það þarf afburðafólk til að halda slíkum anda yfir dagleg- um venjum hjá hundruðum nem- enda, sem koma úr alls konar umhverfi. Kvennaskólanum í Reykjavík hafa stjórnað mikil- menni, allt frá byrjun og fram á þennan dag. öll þjóðin stend- ur í þakkarskuld við slíkar stofn anir". Símagjöld ibúa í Breiðholtshverfi. MAÐUR í Breiðholtshverfi hef- ur kvartað yfir því, að ný- lega hafi fólk þar fengið reikn- inga frá símanum, sem við eftir- grennslan hafi reynzt vera vegna viðbótarstofngjalda. Telur hann slæmt að f á slíka reikninga mörg- um mánuðum eftir að síminn er kominn í hús þeirra þar í Breið- holti. Velvakandi getur upplýst, að gjald þetta er ákveðið með heimild í gjaldskrá þeirri, sem birt er í 3. dálki á bls. 245 í síma- skránni. Hins vegar munu hafa orðið mistök í sambandi við inn- heimtu gjaldsins og er það auð- vitað ekki sem bezt. Þaulsætnir spilamenn FRÉTTASTOFA Reuters hefur nýlega sagt heiminum þau tíðindi, að 4 stúdentar við háskól- arm í Bristol á Englandi hafi sett heimsmet í „þolbridge". Þeir spil uðu í sýningarglugga húsgagna- verzlunar þar í borginni. Þol- rauninni lauk síðdegis á laugar- dag, og höfðu þeir þá setið við í 73 klukkustundir og 10 mínútur. Ekki hafa borizt hingað út í höf neinar fréttir af háskólastúdent- um þessum síðan á sunnudag. Þá voru þeir enn sofandi, og höfðu sofið í 24 klst. samfleytt. Stúdentar í Bristol þykjast nú hafa klekkt á stúdentum í Shef- field, sem áttu að þeirra sögn fyrra metið: 72 klst. Af Görðun- um í Reykjavík berast hins veg- ar fréttir, sem benda til þess, að hér sé einhver misskilningur á ferðinni, og muni hvorki þeir í Sheffíeld né þeir í Bristol eiga heimsmetið. til að kaupa land fyrir þennan skóla. Kom fram í því vilji til að setja skólann á stofn, þó að til- lögur um beinar fjárveitingar hefðu verið felldar, er fjárlögin voru sett. Landkaupaheimildin var hint^ vegar aldrei notuð og felld var tillaga um, að hún væri tekin upp í f járlög þessa árs. Við afgreiðslu fjárlaganna voru einnig felldar tillögur um f járveitingar til skól- ans, bæði tillaga um 700 þús. kr. og önnur til vara um 500 þúsund kr. Með tilliti til þess, að svo ilia fór við afgreiðslu f járlaganna, virðist enn meiri ástæða til þes* nú en var í haust, að Alþingi sam þykki þá tillögu, sem hér liggur fyrir. Tillögur Iiggja fyrir 1 samræmi við breytingu, sem gerð var á sínum tíma á barna- verndarlögunum, fól fyrrverandi menntamálaráðherra stjórnar- nefnd vistheimilisins í Breiðavík, en það er ætlað drengjum, að gera tillögur um heimili fyrir stúlkur. Sú nefnd skilaði skýrslu og tillögum um staðarval, árið 1955. Gísli Jónsson formaður nefndarinnar, lagði einnig tillög ur fyrir fjárveitinganefnd. Þótt tillögumar hafi þannig legið lengi fyrir og ekki sætt verulegri gagnrýni, svo að mér sé kunnugt, hafa framkvæmdir dregizt. Þegar þessi þingsályktunartil- laga var lögð fram í haust, stóð til að skipa nýja nefnd í málið. Það hefur nú verið gert, og dreg ég ekki í efa, að hún muni vinna verk sitt vel og skila skynsamleg um tillögum. En þessi nefndar- skipun hefur, eins og við var bú- izt, v<-rið notuð til að afsaka, framkvæmdaleysið í málinu. Nú er ekki einu sinni fallizt á, að hafa landkaupaheimild í fjárlöguni eins og áður var, og sýnist mér því, að málinu miði aftur á bak en ekki áfram. Það má endalaust athuga þetfca mál og sérfræðingar geta deilt um fyrirkomulag og staðarval. —- Meðan ríkisstjórnin skákar í því skjólinu og hefst ekki aS, rata fleiri ungmenni í ógœfu vegna þess, að aðslöðu skorlir til að hjálpa þeim. Það virðist því ástæða til að Alþingi ger' álykt- un til að reka á eftir framkvæmd um. / Alvarlegl ásland í fangelsismálum Að ræðu Ragnhildar lokinni tók dr. Gunnlaugur Þórðarson til mála Kvaðst hann í þessu sambandi vilja ræða nokkuð almennt um Framh. á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.