Morgunblaðið - 07.03.1958, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.03.1958, Blaðsíða 18
18 MORGVNBLAÐIÐ Fðstudagur 7. marz 1958 \ Fullirúar á Búnaðarþingi Viðskipiasamniitg- ur framlesigdur VIÐSKIPTASAMNINGUR ís- lands og Spánar frá 17. desember 1949, sem falla átti úr gildi um síðustu áramót, hefir v'erið í'ram- lengdur óbreyttur til 31. élesem- ber 1958. Framlengingin fór fram í Mad- rid hinn 22. febrúar sl. með er- indaskiptum milli Agnars Kl. Jónssonar ambassadors og Sr. D. Fernando María Castiella y Maiz utanrikisráðherra Spánar. Gunnar Huseby Frá Búna&arþingi: Miklor umræður um heimaslátriiif 1 GÆR var fjárhagsáætlun Bún- aðarfélags íslands fyrir árið 1958 til fyrstu umræðu á Búnað- arþingi. - Fjárhagsáætlun B. I. Niðurstöðutölur áætlunarinn- ar eru 3.628.560,00 kr. Hæstu tekjuliðir: Frá ríkissjóði 2.857.806,00 kr., seldar forlagsbækur 225.000,00 Jkr., tekjur af Frey 390.000,00 kr. Hæstu gjaldaliðir eru: Stjórn arkostnaður 466.653,00 kr., Bún- aðarþing 229.000,00 kr., jarðrækt in 409.698,00 kr., búfjárræktin 377.306,00 kr., búnaðarfræðsla 345.720,00 kr. til búnaðarsam- sambanda 325.000,00 kr., útgáfu- kostnaður Freys 400.000,00 Fjárhagsáætluninni var að lok inni framsögu vísað til annarrar umræðu. Erindi Þórarins Helgasonar varðandi elliheimili í sveit var til síðari umræðu og afgreitt án umræðna. Heimaslátrun Enn urðu talsverðar umræður um erindi yfirdýralæknis varð- andi slátrun stórgripa. Urðu menn ekki á eitt sáttir um að fella úr gildi undanþáguheimild- ina til heimaslátrunar stórgripa er ætlaðir væru til sölu. Bent var á að í ýmsum afskekktum fámennum héruðum mundi lítt framkvæmanlegt að koma stór- gripum til löggiltra sláturhúsa. Komu fram tillögur um að við- halda undanþágunni þar sem sér staklega stæði á þó þannig að viðurkenndum sláturskýlum væri komið upp. Bent var á að góð meðferð við slátrun nægði ekki þegar um væri að ræða flutning á kjótinu langan veg. Það væri einnig nauðsyn að hafa aðstöðu til þess að frysta kjötið þegar að lokinni slatrun. Slík aðstaða myndi jafnan vera fyrir hendi þar sem löggilt sláturhús væru. Þar sem málið var nú til síðari umræðu en breytingartil- lögur komu fram við ályktun nefndarinnar og fjöldi fulltrúa lét í ljós skiptar skoðanir á lausn þessa máls var því vísað til nefnd ar á ný til' þess að freista þess að samræma hin ólíku sjónar- mið. 70 ára 7. marz 1958 — Hamingjuósk Já, Guði sé lof, er gaf mér þig sem móðir, er gleðibrosin léku þér um kinn og kærleik nærðust hjartastrengir hljóðir og höndum fórstu um reifar- strangann þinn. Mér er sem ég sjái bros þitt blíða, er barst þú mig við glaða hjartað þitt. Þú kaust það strax að láta vel mér líða og lagðir'smáan dreng í rúmið sitt. Já, það varst þú, sem gerðir mig að manni og maki þinn með hjartna sam- stilling, og æska mín í hlýjum heima- ranni var hjóna beggja kærleiks- sameining. . Nú sendi ég þér þökk í litlu ljóði, þau launin eru smaerri en verðugt er. Að njóta þin var lífs míns glæsti gróði. sem góðri móður Drottinn fylgi þér. Ragnar Guðmundsson. Á miðvikudag var samþykkt á Alþingi þinasályktunartillaga Eggerts Þorsteinssonar um rann sókn á fjárfestingarþörf opin- berra stofnana og á leigusamn- ingum, sem ríkisstofnanir hafa gert sl. 10 ár við einstaklinga, félög og aðra opinbera aðila. — Tillögunni hafði verið nokkuð breytt. rv~ iH KR hélt innanfélagsmót í kúlu- varpi s. 1. miðvikudag. Lengst varpaði Gunnar Huseby 14,85 m., 2. Friðrik Guðmundsson 13,98 m og 3. Sigurður Júlíusson 12,23. í langstökki án atrennu stökk Hörður Lárusson 3,20 m., sem er mjög góður árangur. Landskeppni Dana og Islendinga í frfálsíþróftum í sumar Isi. frjálsíþróttamenn verða á mörguni stórmótum í Evrópu SAMNINGAR hafa nú verið gerðir um landskeppni í frjálsum íþróttum milli Dana og íslendinga og fer hún fram í Randers (skammt frá Arósum) 30. og 31. ágúst nk. Skýrði formaður FRI, Brynjólfur Ingólfsson, blaðamönnum frá þessu í gær. — Merkt, danskt íþróttafélag, Freyja, í Randers á 60 ára afmæli á þessu ári, og verður landskeppnin hámark mikilla hátíðahalda í því til- efni. Hafa verið gerðar ýmsar breytingar á góðum íþróttavelli par með landskeppnina í huga. Vel tekið Brynjólfur sagði að stjórn FRÍ hefði unnið að þessu máli eftir að ársþing FRÍ á sl. ári fól stjórn- inni að koma á einni landskeppni árlega. Var leitað fyrst til Norð- manna, en af samningum varð ekki. Þá buðu A-Þjóðverjar til landskeppni fyrst í ágúst við B- lið sitt. Sá tími er óhentugur ís- lsndingum vegna Evrópumeistara mótsins síðar í sama mánuði. Var ekki um annan tíma að ræða af hálfu Þjóðverja, en málinu er haldið opnu og er líklegt að af landskeppni við þá verði á næstu ári eða næstu árum. Er FRÍ sneri sér að Dönum tóku þeir þegar vel í mái»j, enda hafa þeir fullan hug á að reyua að vinna íslendinga í frjáls- íþróttum, en ísland hefur fjórum sinnum farið með sigur af hólmi yfir Danmörku. Stendur nú vel á því að hópur íslenzkra frjálsíþróttamanna verð ur í Stokkhólmi eftir miðjan ágúst í sambandi við Evrópu- mótið. Verður þar kjarni lands- liðsins, en aðrir munu þá fá tækifæri til að sjá Evrópumótið og halda síðan til landskeppninn- ar í Randers. Kjörin sem Danir bjóða upp á eru þau, að þeir greiða FRÍ ákveð in styrk í ferðakostnað til Kaup mannahafnar 'óg greiða síðan dvöl og ferðir íslendinga í Danmórku. Landskeppni Dana og íslend- inga í þessari grein hefur alltaí verið skemmtileg. Báðar þjóðir eiga ung og efnileg landslið og það er skoðun formanns FRÍ, að íslenzka liðið verði í sumar sterk- ara en nokkru sinni fyrr. Sömu trú hafa Danir á sínu liði — og þá er ekki að spyrja um spenn- inginn í keppninni. Evrópumótið Undirbúningur undir þátttöku í Evrópumótinu ér í fullum gangi. Tilkynnt hefur verið hámarks- tala þátttakenda héðan — 17 keppendur. Áætlaður kostnaður við að senda slíkan hóp er var- lega áætlaður 130 þús. kr., og hefur FRÍ fengið styrk Alþingis. 80 þús. kr., í því skyni. Geta íþróttamannanna ræður þó að sjálfsögðu ein um það hve stór hópurinn verður. Sennilega má áætla að 10—12 menn fari utan, og fleiri verði um miklar franv farir íþróttamannanna að ræða. Ýmis Ihk FRÍ hafa þegar boðizt ýmis bo8 fyrir íslenzka íþróttamenn til ýmissa stórmóta í sumar. M. a. má nefna að 6 menn eru boðnir til A-Þýzkalands að EM loknu. Þá er boð til Búdapest og boð til Dresden. — Verður áreiðanlega mikið fjör í frjálsiþróttum hér í sumar. Manchester sigraði Uniteé 1:0 MANCHESTER United sigraíli West Bromwich Albion í auka- leik ensku bikarkeppninnar með einu marki gegn engu. Markið skoraði hægri útherjinn Webster á síðustu sekúndum leiksins. Bezti maður liðsins var enn einu sinni Ernie Taylor. Það var hann, sem kom ruglingi á vörn WBA og sendi síðan knöttinn til vinstri útherjans Charlton, en hann gaf knöttinn ýfir til Webster, sem skoraði viðstöðulaust. Vellinum var lokað klukku- tíma fyrir leikinn, þar sem völl- urinn rúmaði ekki fleiri áhorf- endur. Talið var að um tuttugu þúsund manns hefðu verið fyrir utan völlin er leikurinn hófst. Áhorfendur voru yfir sextíu þús- und. — Manchester United leikur gegn Fulham í undanúrslitum bikarkeppninnar. Fulham er í annarri deild. Brasilía hættir við þátttöku RIO DE JANEIRO, 6. marz. — Brasilía mun hætta við þátttöku í úrslitakeppni heimsmeistara- keppninnar í knattspyrnu, ef sænska knattspyrnusambandið fellur ekki frá hinum háu kröf- um um endurgjald fyrir útvarps lýsingu af leikunum. Yfirlýsingu þessa gaf formað- ur íþróttasambands Brasilíu. — Hanri sagði og að mál þetta yrði rreti í brasiliska þinginu. Happdrætti Háskóla Islands Á MORGUN er síðasli söludagur í 3. ilokki Athugið: Til áramóta eru eftir 10198 vinningar — samtals 13 245 OOO krónur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.