Morgunblaðið - 15.03.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.03.1958, Blaðsíða 2
2 MORCUNBL.4ÐIÐ Laugardagur 15. marz 1958 — Abalverktökum esnum .... Framh. af bls. 1 sem til eru um viðskipti af þessu tagi. Skipun þessara mála kom til umræðu í þinginu árið 1952 1 tilefni af fyrirspurn frá núver- «mdi menntamálaráðherra. Kom þá fram, að árið 1948 var sér- stakur maður fenginn til að Ijúka þeim störfum, sem sölunefndin hafði haft með höndum. Var sú breyting gerð með ráðherrabréfi og verður það að teljast nokkuð undarlegur háttur. Þegar lið Bandaríkjanna kom hingað 1951, var svo um samið, að þær vörur, sem það flytti inn tollfrjálst, mætti aftur flytja úr landinu, en ekki láta af hendi hér nema með sérstakri heimild ísl. yfirvalda og með þeim skilyrðum, er • þau settu. í framkvæmd hefur það skilyrði verið sett til skamms tíma, að vörurnur væru látnar í hendur íslenzkra stjórnvalda. Viðskiptin við herliðið hafa numið miklum upphæðum, en skort hefur á, að þau hafi verið greinilega færð á ríkisreikning- unum. Þar er nú talað um hagn- að frá sölunefnd varnarliðseigna. Fyrir nokkru hafa tvö blöð, Morgunblaðið og Tíminn, rætt um, að sérstæð viðskipti hafi far- ið fram við Keflavíkurflugvöll. Um málið urðu hörð orðaskipti milli blaðanna síðustu dagana í febrúar, og er full ástæða til að fram komi, hvernig í öllu liggur. Sameinaðir verktakar Guðmundur 1. Guðmundsson: — Ég var erlendis, er blaðaskrif tirðu um þetta mál. Um leið og ég tek undir yfirlýsingu utan- ríkisráðuneytisins, sem þá var gefin út, vil ég nota tækifærið til að setja fram greinargerð um flutning varnings frá Keflavíkur- flugvelli 1 sambandi við skipu- lagsbreytingar á opinberum fram kvæmdum í þágu varnarliðsins. Ég ræði fyrst um Sameinaða verktaka. Ljóst var frá upphafi, að miklar framkvæmdir mjmdu verða á vegum varnar- 'liðsins, sem hingað kom 1951, og voru ákvæði um þær sett í samn ingana, sem þá voru gerðir. — Varnarliðið samdi við bandarískt verktakafirma sem að- alverktaka, og skyldi það annað hvort annast framkvæmdir sjálft eða semja um þær við íslenzka undirverktaka. Þar sem óttazt var, að einstakir íslenzkir verktakar myndu ekki rísa fjár- hagslega undir framkvæmdum og að hætta væri á skaðlegum und- irboðum þeirra í milli, beittu ís- lenzk stjórnvöld sér fyrir stofn- un samtaka þeirra aðila, sem óskuðu að vinna að framkvæmd- um fyrir varnarliðið. Sameinaðir verktakar voru stofnaðir og fengu einkarétt á að taka að sér framkvæmdir fyrir hina bandarísku aðalverktaka. Snemma komu í ljós erfiðleik- ar á samvinnu Sameinaðra verk- taka og aðalverktakanna. Því var firmað Islenzkir aðalverktakar stofnað 1954, þó að erlendir aðal- verktakar ættu áfram vélar og tæki á Keflavíkurflugvelli og hefðu þar framkvæmdir með höndum. Á árunum 1951—1956 var unn- ið fyrir hundruð milljóna á Kefla víkurflugvelli. En af ástæðum, sem mönnum eru kunnar, stöðv- uðust framkvæmdir að mjög veru legu leyti 1956. Þær hófust aftur 1957, en í minna mæli en áður. Þegar þá var tekið að semja við Bandaríkjamenn, lagði ég á- herzlu á, að íslenzkir aðilar tækju við öllum framkvæmdum. Af ýmsum ástæðum var hvorki framkvæmanlegt né heppilegt að færa út starfssvið Sameinaðra verktaka, en íslenzkum aðalverk tökum voru faldar allar fram- kvæmdir. Skyldi gripið til undir- verktaka eftir því sem skynsam- legt og heppilegt vasri hverju Guðmundur L sinni. Moð þessu var fótum kippt undan starfsemi Sameinaðra verktaka sem slíkra á Keflavík- urflugvelli og leystust samtökin upp. Þau höfðu eignazt ýmsar vélar og áhöld og efnisafgangar höfðu safnazt hjá þeim á Kefla- víkurflugvelli. Allt þetta hafði verið keypt á frjálsum markaði á Islandi eða flutt inn að fengnum fullkomnum leyfum. Sumt hafði verið fiutt inn á flugvöllinn og þá ekki kom ið til, að greidd væru opinber gjöld vegna innflutnings. Er svo var komið, að Samein- aðir verktakar voru að leysast upp í sinni upphaflegu mynd, vaknaði sú spurning, hvað gera ætti við þessar eignir. Samein- aðir verktakar sneru sér til mín og óskuðu eftir að fá að flytja þær af flugvellinum og ráðstafa þeim á frjálsum markaði, eftir að greidd hefðu verið gjöld af því, er flutt hafi verið ótollað á flugvöllinn. Með bréfi frá 5. sept. gerðu Sameinaðir verktakar grein fyrir þeim eignum, sem hér væri um að ræða. Ótolluðu vör- urnar voru tæp 10 tonn af saum, um 300 plötur af vatnsheldum krossviði og tæki til byggingar- íramkvæmda. Mér fannst ekkert áhorfsmál, hvernig snúast skyldi við þess- ari málaleitan. Ég hafði staðið fyrir því, að komið var í veg fyrir það 1957, að Sameinaðir verk- takar gætu starfað áfram eins og áður, og það hefði verið hrein óbilgirni, ef ég hefði meinað þeim að ráðstafa eignum sínum eins og um var rætt. Ég lét virða þær og rannsaka og voru þær metnar á rúml. 600.000 kr., þar af var rúml. helmingur fyrir einn kranabíl. Utanríkisráðuneytið hafði ekk ert vald til að taka þessar eignir af, Sameinuðu verktökum eða knýja þá til að afhenda þær sölu- nefnd varnarliðseigna. Valið stóð því á milli þess að leyfa að flytja þær af Keflavíkurflugvelli, tollafgreiða þær og leyfa að ráð- stafa þeim á íslenzkum mark- aði, eða láta þær grotna niður á flugvellinum. Var fyrri leiðin valin og það tilkynnt samtökun- um með bréfi 6. sept. íslenzkir aðalverktakar Ég snýr mér þá að íslenzkum aðalverktökum. í samningunum um varnarmálin 1957 lagði ég áherzlu á, að íslendingar einir væru verktakar á Keflavikur- flugvelli. Bandaríkjamenn lögðu áherzlu á, að hinn íslenzki aðili tæki við sem mestu af vélum og efni, er erlendir verktakar áttu hér. Úr kaupum gat ekki orðið þá, en íslenzkir aðalverk- takar fengu afnotarétt og skyldi samið um eignarréttinn síðar. Hinlr erlendu aðilar áttu einnig matar-, skrifstofu- og svefnskála með útbúnaði. Var samið um, að íslenzkir aðalverktakar tækju við þessum eignum. Skálunum skyldi skilað aftur síðar í sama ástandi, en Ijóst er, að um það gat ekki verið að ræða að því er áhöldin og húsgögnin í þeim varðaði, tóku ísl. aðalverktakar við þessum munum, þó að þeir þyrftu ekki á þeim að halda öll- um. íslenzkir aðalverktakar hafa unnið mikið og margþætt starf á Keflavíkurflugvelli. Á 3 árum hafa þeir flutt inn efni sjálfir fyrir meira en 40 millj. kr. og tekið við efni frá verkfræðinga deild hersins fyrir um 30 míllj. kr. Hefur komið í ljós, að efnis- afgangar hafa safnazt fyrír, og ekki hefur þurft að nota allt keypt efni, m.a. vegna þess, að áætlunum um framkvæmdir hef ur verið breytt. Hinn 25. nóvem ber leituðu aðalverktakar til mín og báðu um leyfi til að fá að flytja af flugvellinum efni, er ráðstafað yrði á innlendum mark aði, þegar gjöld hefðu verið greidd af því. Við athugun kom fram, að hér var að mestu um timbur að ræða sem ekki hefði reynzt fullnægjandi. Taldi ég ekki rétt, að það væri látið grotna niður og féllst því á mála- leitunina. Sundurliðun á efnis- birgðum þessum lá ekki fyrir og var því ekki sundurliðun í leyf- inu. Strax var tekið að flytja út af vellinum efni, svo og nokkuð af áhöldum og munum úr skál- unum. sem fyrr er frá greint. Mun verðmætið alls vera um 200.000 kr. Ég hef athugað lista yfir áhöldin og munina. Er verulegur hluti þeirra notuð eld húsáhöld, notuð teppi, dýnur og lök svo og skrifstofuvélar. Er þetta víst eklci allt eftirsóknar- vert, og veit ég ekki, hvernig salan gengur, ef hún verður leyfð, þegar ég hef athugað málið nánar. Söluncfnd varnarliðseigna Einar Olgeirsson vildi halda því fram hér áðan, að brotin hefðu verið lögin, sem sett voru 1945. Þessi lög voru bundin við ákveðnar ráðstafanir, kaup á eigrium setuliðsins, sem þá var á fslandi og skuldbindingar, sem ríkið tók á sig í því sambandi varðandi óuppgerðar skaðabóta- kröfur á setuliðið. Lögin skiptu ekki máli um annað en þessi at- riði. Nefnd, sem sett var á fót til að taka við vörum frá varnar- liðinu, sem hingað kom 1951, starfar á grundvelli ákvæðis i samningunum, sem þá voru gerð ir, en ekki laganna frá 1945. Árið 1953 var gerður samningur milii utanríkisráðuneytisins og varn- arliðsins, þar sem segir. að flug- herinn skuli afhenda ríkisstjórn- inni það, sem fara á á íslenzkan markað. Aldrei hefur verið sam- ið um slíka afhendingu á eignum erlendra verktaka hér á flug- vellinum eða á eignum verk- fræðingadeildar varnarliðsins. Þessir aðilar hafa flutt út varning sinn eða látið hann í geymslu. Það var frá þeim, sem íslenzkir aðalverktakar fengu það, sem þeir vildu flytja af vellinum, og þess vegna var þar ekki um brot á samningnum að ræða, þó að sölunefndin tæki ekki að sér söl- una. Ég taldi réttara að þessum eignum yrði komið í verð en að þær væru látnar liggja, og þess vegna var leyfið gefið út til aðal verktaka. Þar var ekkert for- dæmi skapað og ekki vikið frá reglum. Ég tek fram, að ég fékk til- kynningu um, að íslenzkir verk- takar hefðu flutt meira út af I frá 1953 ekki til þessara aðila allra eins og samnirigarnir frá 1951 gera yfirleitt? Þá upplýsti ráðherrann, að íslenzkir aðalverktakar hefðu gengið lengra en heimilt var og því hefðu flutningar þeirra verið stöðvaðir. Mér skildist jafnvel, að Sameinaðir verktakar hefðu einnig farið út fyrir sitt leyfi. (Guðmundur f. Guðmundsson grípur fram í: Þetta hvort tveggja er algert ranghermi hjá þing- manninum. Ég sagði aðeins, að ég hefði látið athuga málið að gefnu tilefni í blaðaskrifum). Þá er sagt, að málið sé ýfirgrips mikið og rannsókn erfið. En skyldi vera vanþörf á að rann- sókn færi fram? Tvö ólík atriði Bjarni Bencdiktsson: Miðað við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar, er hún tók við völdum, væri eðli- tegt, að nú væri búið að ráð- stafa eignum varnarliðsins, er hér dvaldist þá. En ríkis- stjórnin hefur ekki efnt orð sín um brottför hersins og ráð- stafanir þær, Bjarni Benediktsson sem hér er rætt um, voru ekki gerðar vegna brottfarar hersins, heldur þvert á móti vegna þess, að ákveðið var að hefja nýjar' framkvæmdir á hans vegum. Af ummælum utanríkisráð- herra er Ijóst, að hér er um að ræða 2 gersamlega ólík atriði. í fyrsta lagi eru það eignir Sameinaðra verktaka, sem fluti- ar hafa verið af Keflavíkurflug- velli. Þeir höfðu sjólfir keypt eignir þessar innanlands eða flutt þær inn, en alls ekki fengið þær frá varnarliðinu eða aðilum, sem hér hafa verið I skjóli þess. Við gerðir Sameinaðra verktaka og leyfi ráðherrans til þeirra er því alls ekkert að athuga, nema sýnt sé fram á, að þeir hafi farið út fyrir leyfi sitt, en mér er ekki kunnugt um, að það hafi nokkurs staðar komið fram. Allt annars eðlis eru flutning- ar Islenzkra aðalverktaka frá ílugvellinum. Þar er um að ræða varning, sem þeir hafa ekki sjálf- ir flutt inn í landið, heldur keypt af erlendum aðilum á flugvellin- um. Utanríkisráðherra sagði, að vellinum en til var ætlazt í upp- (_ oafiul, ao hafi, er flutningunum var langt \ þessir erlendu aðilar hefðu ekki komið. Lét ég þá stöðva þá. svo verig skyldir til að selja íslenzka að athuga mætti, hvort leyfið ríkinu eignir sínar, það gilti að- hefði verið misnotað. Til öryggis eins um fiugherinn sjálfan. Það hef ég líka gert ráðstafanir til að athugað verði, hvort Samein- aðir verktakar hafi farið út fyrir leyfi sitt. Tillagan, sem hér liggur fyrir, virðist rúma marga og víðtæka hluti og yrði erfið og tímafrek í framkvæmd. Meginatriði nefnd arinnar yrði að rannsaka starf- semi sölunenfndarinnar. Ræða Einars Olgeirssonar Einar Olgeirsson: Atriði í ræðu utanríkisráðherra þarfnast frek- ari skýringa. Hann sagði, að Sameinaðir verktakar hefðu leystst upp. En eru þeir ekki aðilar í ís- lenzkum aðal- verktökum að hálfu? Og hvernig getur félag, sem ekki er til, verið það? Þá vil ég spyrja: Var sölunefndin beðin um álitsgerð áður en leyfin voru veitt til að flytja vörur af Keflavíkurflugvelli. Hefði hún ekki getað annazt söluna? Þá er sagt, að lögin frá 1945 séu úr gildi. Þau eru þó einu lögin um þessi atriði sem til eru, og setja ber ný lög, ef víkja á frá höfuðreglum þeirra. Svo sagði ráðherrann, að verktökum og verkfræðinga- deild hersins væri ekki skylt að hafa skipti við sölunefndina. Hvers vegna náði samningurinn Elnar Olgeirsson er þó óumdeilt, að þeir gútu ekki selt eignirnar íslenzkum aðilum nema með leyfi utanríkisráðu- neytisins. Það leyfi hefur vafa- laust verið gefið með það fyrir augum, að eignirnar væru áfram á flugvellinum. Og þótt íslenzkir aðilar hefðu fengið eignirnar í hendur, gátu þeir ekki flutt þær þaðan nema með öðru leyfi ráðu neytisins. Er um það var sótt var það hið eina eðlilega, að þess væri krafizt, að söbuncfnd varn- arliðseigna sæi um sölu eign- anna. Utanríkisráðherra virtist gera sér grein fyrir þessu, en afsakar sig með því, að um óverulegar upphæðir hafi verið að ræða. Það kann að vera nokkur af- sökun, þó að hin leiðin hefði ver- ið hreinlegri. Það kom líka í ljós, að skjótlega varð ágreiningur um, hvað fælist í leyfinu til ísl. aðalverktaka, og er greinilegt, að ráðherrann telur, að þeir hafi gengið lengra en góðu hófi gegndi. Ráðherrann sagði raunar hér úðan, að hann hefði stöðvað flutn ingana frá Keflavíkurflugvelli vegna blaðaskrifa. En hér hefur honum skotizt, þótt skýr sé. í fréttatilkynningu utanríkisráðu- neytisins, sem m.a. er birt í Al- þýðublaðinu 23. febrúar, segir m.a.: „Eftir að íslenzkir aðalverk- takar s.f. höfðu hafið flutninga á umræddum vörum út af Kefla- víkurflugvelli, taldi Sölunefnd varnarliðseigna, að farið væri inn á verksvið nefndarinnar, þar sem um fleiri vörur væri að ræða en þær sem talizt gætu vöruaf- gangar. Ráðuneytið gerði þegar hinn 19. þ.m. ráðstafanir til þess að stöðva flutningana og er málið í athugun". Hér kemur fram, að það var alls ekki vegna blaðaskrifa, held- ur íhlutunar sölunefndarinnar, sem flutningarnir voru stöðvaðir. Blaðaskrifin hófust ekki fyrr en síðar, er utanríkisráðherra var farinn úr landi. Ráðherrann hef- ur í mörgu að standa svo að hann getur misminnt eins og aðra menn. Mér er ekki grunlaust, að ráð- herrann viiji gera minna úr við- skiptum íslenzkra aðalverktaka en efni standa tii. Auðvitað er ekkert auðveldara en láta líta svo út nú, að vöruflutningarnir hafi aldrei átt að vera meiri en þeir eru þegar orðnir, en framkvæmd- irnar segja ekkert um þær ráða- gerðir, sem uppi voru. Hagkvæmt fyrir ríkissjóð Guðnwindur í. Guðmundsson: Þegar aðalverktakar höfðu tekið að flytja vörur af flugvellinum sneri sölunefndin sér til mín, beiddist upplýsinga og taldi, að hér gæti hættulegt fordæmi ver- ið skapað. Ég skýrði málið fyrir nefndinni, en taldi rétt að gefnu þessu tilefni og þar sem ég var að fara utan, að stöðva flutninga og láta alhugun fara fram. Hún er nú í undirbúningi og gangi. Ég hef ekki gefið í skyn, að neitt liggi fyrir um misnotkun í þessu sambandi. Það var ekki rétt, að íslenzkir aðalverktakar hafi ekkert flutt inn sjálfir af varningi. Þeir hafa haft mikinn innflutning með höndum og safnast þá fyrir af- gangar. Aðalverktakar tóku einn- ig við miklum áhöldum af er- lendum aðilum að frumkvæði ut- anríkisráðuneytisins, sem ekki er rétt að láta eyðileggjast. Flutn- ingar þeirra af vellinum eru annars ekki meiri en sem nemur 200.000 kr. Einar Olgeirsson taldi, að Sam- einaðir verktakar væru enn til sem aðili að íslenzkum aðalverk- tökum. Myndað hefur verið hluta félag um þennan hluta og eru eigendur þess félags þeir, sem áður voru í Sameinuðum verk- tökum. Tolltekjur ríkisins af vöru- flutningunum út frá Keflavíkur- flugvelli nema um 400.000 kr. Ríkissjóður hefur þannig vart fengið minna en hefði verið, ef sölunefndin hefði tekið varning- inn til sölu, svo að fjárhagshags- muna ríkisins hefur verið gætt. Á að leyfa söluna? Bjarni Benediktsson: Ég hef ekki gagnrýnt vöruflutninga ísl. aðalverktaka að svo miklu leyti, sem um kann að vera að ræða vörur, er þeir hafa sjálfir flutt inn. — Þá var það villandi hjá ráðherranum, að ræða aðeins um verðmæti þess, sem búið er að flytja út af flugvellinum. í til- kynningu utanríkisráðuneytisins í síðasta mánuði segir einmitt, að flutningarnir hafi verið stöðvaðir. yfirleitt skilst mér, að ráðherr- ann vilji nú gera lítið úr málinu, og sýnist mér, að hann hugsi sér að afturkalla stöðvunina og leyfa ísl. aðalverktökum að selja varn- inginn, sem búið er að flytja af flugvellinum. Það myndi gefa að- alverktökum færi á að bjarga sínu skinni, og hefur e.t.v. stjórn- málalega þýðingu, en mjög fer af ráðherranum skörungsskapur- inn, ef hann lætur hafa sig til slíks. Guðmundur I. Guðmundsson: Ekkert liggur fyrir um ákvarðan ir í málinu. — Ég hef hér tölur um vöruflutningana. Sameinaðir verktakar fluttu út af flugvellin- um varning, sem að verðmæti var 611.000 kr. og greiddu tolla í ríkissjóð kr. 392.000. Aðalverk- takar fluttu út fyrir 216.000 og greiddu um 200.000 í tolla. ★ Þingsályktunartillögunni var siðan visað til allsherjarnefndar og 2. umræðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.