Morgunblaðið - 15.03.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.03.1958, Blaðsíða 8
6 MORCVNBLAÐ1Ð Laugardagur 15. marz 1958 tJtg.: H.l. Arvakur, Reykjavík, Framkvæmdastjóri: Sigius Jónsson. Aðaintstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Knstiusson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Asknftargjald kr. 30.00 á mánuði innaniands. í lausasólu kr. 1.50 eintakið. f AFANGI I URRÆÐALEYSI EGAR Vilhjálmur Þór flutti gengislækkunar- boðskap. sinn á dögun- um, duldist engum, að hann tal- aði þar í nafni meirihluta ríkis- stjórnarinnar. Ræða hans var í beinu framhaldi þess áróðurs, sem uppi hafði verið haldið af hennar hálfu. Þetta játaði Tím- inn hinn 6. marz sl., er hann sagði: „Það er því Ijóst, að meirihluti ríkisstjórnarinnar er svipaðrar skoðunar og Vilhjálmur Þór varð andi þessi mál.“ Það voru ekki einungis álykt- anir Vilhjálms, sem voru í sam- ræmi við yfirlýstan vilja ríkis- stjórnarinnar, heldur var 'mál- flutningur hans mótaður af blekk ingum Tímans, sl. ár, eða blekk- ingar Tímans mótaðar af fyrir- mælum Vilhjálms. Þar er erfitt að greina á milli, því að Vilhjálmur Þór er og hefur verið einn blað- stjórnarmanna Tímans. ★ Blekkingin varð auðsæust, þeg ar Vilhjálmur gaf í skyn, að ástandið í fjármálum þjóðarinn- ar væri nú ekki alvarlegra en verið hefði 1955. Til að komasí að þeirri niðurstöðu varð hann að sleppa vitneskju um gerólíkt magn birgða útflutningsvara og innfluttra vara þá og nú og horfa fram hjá hinni gífurlegu föstu skuldaaukningu erlendis. Slík glámskyggni á staðreyndir er furðuleg. Engin afsökun henn- ar er, þó að sagt sé, að Vilhjálm- ur hafi haldið sér við gjaldeyris- málin ein, en ekki gert aðrar staðreyndir að umræðuefni. Jafn vel Tíminn getur ekki gengið þegjandi fram hjá því að ástand gjaldeyrismála verður ekki skilið frá efnahagsmálunum í heild, því að hann segir í gær: „Gengi gjaldmiðilsins er ekk- ert sérmál, sem hægt er að að- skilja frá þjóðlifinu að vild. Það er spegilmynd af þjóðarbúskapn- um og framleiðslunni og þeirri tiltrú, sem efnahagskerfið hefur. Efnahagsmálin þarf því að skoða sem eina heild en ekki sem að- skilin sérmál.“ ★ Efnahagsmálin eru aðeins einn þáttur þjóðmálanna. Hér á landi er aðalmein efnahagsmálanna það, að kommúnistar hafa náð ofurvaldi innan verkalýðsfélag- anna. Valdi, sem þeir beita til að sprengja það þjóðfélag, sem þeir kenningum sínum sam- kvæmt telja, að hvort eð er standi á glötunarbarmi og sé alme.m- ingi til óheilla. Glöggur skilningur þessara sanninda og dugur til að hegða sér í samræmi við þau. eru for- senda þess, að ráðið verði v:ð þær meinsemdir, sem við hefur verið að etja í efnahagslífinu undanfarna áratugi. Meinsemdir, sem auðvitað eiga ekki allar ræt- ur sínar að rekja til kommúnista, en þeir hafa visvitandi magnað með misbeitingu á ofurvaldi sínu í verkalýðsfélögunum. Enn bólar ekki á því, að Fram- sóknarmenn vilji í verki viður- kenna þessa staðreynd, þó að enginn vafi sé á að mörgum þeirra er hún fullkomlega ljós. Því fer svo fjarri að ráðamenn Framsóknar vilji hverfa af viliu sins vegar, að greinilegt er, að þeir eru nú að koðna niður fyrir kröfum kommúnista. ★ Hinn 13. marz segir Tíminn: „Styrkjakerfið hefur gengið sér til húðar. Um það ætti ekki að þurfa að deila. Vandinn er að finna leiðina til baka. Vel má vera, að hún verði ekki fljótfarin. Vel má vera, að heppilegt sé að hún verði farin í áföngum. Almennur skilningur á þeim hættum, sem uppbótakerfið leyn ir, þarf e. t. v. að fá tækifæri til að vaxa meira en orðið er. Um þetta má ræða og efalaust deiia með rökum,“ Næstu daga áður en þessi yfir- lýsing birtist, höfðu Framsóknar menn dreift út þeim sögum, að Hermann hefði ákveðið að láta slag standa, og leggja fram frum- varp um hin „varanlegu úrræði“, þ. e. gengislækkun og ráðstafan*- ir, sem henni áttu að fylgja. Með þessu átti að setja kommúnistum stólinn fyrir dyrnar og neyða bá til að samþykkja kröfur Her- manns eða hverfa úr ríkisstjórn. Þessi var boðskapurinn, þang- að til Lúðvík Jósefsson kom úr utanför sinni. En eins og kunn- ugt er, skrapp hann austur fyrir járntald á heimleiðinni frá Genf. Hvað sem valdið hefur, hvort Lúðvík hefur flutt þann boðskap, að kommúnistar ættu að hverfa úr stjórn, ef á þeim yrði níðst úr hófi, og Hermann þá misst kjarkinn eða hann hefur komið með ný gylliboð að austan, þá er vist að eftir komu hans, breytt I ist skyndilega veður í lofti. ★ Nú er á Alþingi farið að bolla- leggja um, hvort nýir skattar til lausnar efnahagsmálunum þurfi að vera 100 eða 200 milljónir króna. Samtímis berast fregnir um, að stjórnarherrarnir sitji önnum kafnir við að reikna út, hversu mikið fé tilteknar skatta- hækkanir og nýir gjaldstofnar muni gefa þeim. Allt bendir því til þess, að leitinni að „varanlegu úrræðun- um“ verði frestað enn um sinn. Hin góða aðstaða, sem Eysteinn Jónsson sagði á sl. hausti, að nú- verandi stjórnarflokkar hefðu til að finna þau og hrinda þeim í framkvæmd, hefur þegar á herti reynzt verri en fjármála- ráðherrann sagði fyrir. Nú verð- ur því sennilega enn gripið til bráðabirgðalausnar og eru þær orðnar nokkuð margar bráða- birgðalausnirnar í efnahagsmál- unum, sem V-stjórnin hefur beitt sér fyrir á valdatíma sínum. Enginn þarf þó að ætla, að! mikillætið í orðum verði minna > en áður. Vafalaust verður sagt, I að hér sé aðeins um að ræða| einn af „áföngum“ í leitinni að hinni varanlegu lausn. Slíkt hjal ráðleysingjanna eykur einungis á óvirðingu þeirra í augum al- þjóðar, sem vissulega tekur undir! lýsingu Tímans, er hann hafði að' fyrirsögn síðustu forystugreinar sinnar um aðgerðir V-stjórnar- innar í efnahagsmálum: „Heil- brigð skynsemi á í vök að verj- ast“ UTAN ÚR HEIMl] Bobby feflir fyrirhafnarlítið og kemst sjaldan í tímabröng Hann langar framar öllu til oð taka bátt í svæðakeppninni í Júgóslavíu „ÞETTA undrabarn á ekki sinn líka í allri skáksögunni", segir dr. Hans Kmoch, formaður Man- hattanskákklúbbsins, fyrrum frægur skákmaður og höfundur fjölda ritgerða um skák. „Á hans aldri höfðu hvorki Morphy, Capa blanca né Reshevsky unnið slík afrek. Bobby varð efstur í síð- ustu þrem mótum, sem hann tók þátt í, án þess að tapa nokkurri skák, og mjög fáar af skákum hans fóru í bið“. e Ungi bandaríski skáksnilling- urinn Bobby Fischer varð 15 ára sl. miðvikudag, og 7. jan. sl. varð hann skákmeistari Bandarikj- anna. Sá sigur heimilar honum að taka þátt í svæðakeppninni, sem fer fram í ágústmánuði í haust í Júgóslavíu. Hafði gaman af að leysa alls konar þrautir . Foreldrar Bobbys skildu árið 1945, og síðan hefir hann búið í New York hjá móður sinni og systur, sem báðar eru hjúkrun- arkonur. Joan, systir hans, sem nú er tvítug kenndi Bobby mann ganginn, þegar hann var 6 ára að aldri. Móðir hans segir, að mjög ungur að aldri hafi hann haft gaman af að leysa alls kon- ar þrautir og hafi dundað við slíkt klukkustundum saman. — Kennarar hans segjast minnast þess, að löngum hafi hann haft eintök af rússneska skákblaðinu Schachmaty í vasanum. Bobby var ekki sérstaklega á- hugasamur um skólanámið, og er talinn vera í meðallagi góður námsmaður. Þó segja kennarar hans í Erasmus Hall, að hann sé mjög góður í sumum námsgrein- um, en heldur slakur í öðrum. Grét yfir ósigri En hann hefir ætíð sýnt mjög mikinn áhuga á hvers konar í- þróttum og einkumííþróttakeppn um. Alltaf tók hann það nærri sér að tapa. Ef það kom fyrir, var hann vanur að draga sig í hlé og jafnvel fella tár í laumi. Hann grætur ekki lengur yfir ósigri, en honum líður alltaf illa, þegar hann tapar. • Þegar Bobby var á níunda ár- inu kynntist hann Carmine Nigro, forseta Brooklynskák- klúbbsins. Nigro fékk þegar á- huga á drengnum. „Hann hefir hjálpað mé meira en nokkur ann ar“, segir Bobby. Meðan jafn- aldrar hans lásu skrítlublöð, las Bobby skákblöð, þ.á.m. Schach- maty og flest bandarísku skák- blöðin. Þetta bitnaði auðvitað á lexíunum. Klaufalegur og feiminn unglingur Er Bobby kom fyrst í Manhatt- anskákklúbbinn, var hann lítill vexti með rjóðar kinnar. Hann hefir vaxið mikið síðan og er nú 5 fet og 10 þuml. á hæð, klaufa- legur í framkomu og mjög við- kvæmur. Honum þykir gaman að vera frægur, en á ekki auðvelt með að koma eðlilega fram, þeg ar athygli allra beinist að hon- um. Venjulega er hann feiminn og hlédrægur, stundum er hann ofurlítið grobbinn. Hann kann aðeins vel við sig meðal skák- manna. Þá er hann í essinu sínu. Þegar hann tekur þátt í skákkeppní, er hann rólegur, öruggur og fullorðinslegur — en neglurnar hefur hann nagað upp í kviku. Bobby Fischer hefur mikinn áhuga á íþróttum og er mjög sæmilegur skíðamaður. „Það má ekki gleymast, að hann er raunverulega barn, sem hefir verið tekinn of snemma í tölu fullorðinna vegna þess, hve mik- ill skáksnillingur harin er“, seg- ir einn af aðdáendum hans. — „Hann er góður piltur. Það get- ur vel verið, að hann sé ofurlít- ið montinn. Og hvers vegna skyldi hann ekki vera það? Þeg- ar hann er ekki „í skákheimin- um“ hefir hann tilhneigingu til að vera feiminn og þögull. En hann mun sigrast á því með tím- anum“. • Þegar hann tekur þátt í skák- keppni, er hann rólegur, örugg- ur og fullorðinslegur — en negl- urnar hefir hann nagað upp í kviku. í hraðskák er hann skraf- reifur en greinilega taugaóstyrk- ur. Hann á ekki marga vini að skákmönnum frátöldum. Þegar hann ræðir við fullorðna menn, sem hann þekkir ekki vel, verð- ur hann oft fýlulegur á svip, eins og til að sýna, að hann þori að bjóða þeim byrginn. „Ef ég ætti nóga peninga —“ Hann hefir ekki gert neinar ákveðnar áætlanir um framtíð- ina. Hann veit ekki, hvort hann langar til að fara í háskóla. „Ef ég ætti nóga peninga, mundi ég taka þátt í skákmótum. En það er ekki hægt að vinna fyrir sér með skák“. (Verðlaunin í skák- meistarakeppninni í janúar voru 600 dollarar).Bobby geðjast ekki að blaðamönnum og segir, að þeir skrifi allaf illa um sig og hafi aldrei rétt eftir sér. „Þeir segja, að ég sé heimskur og hafi ekkert til að bera nema skák- gáfu. Það er ekki satt. Ég er góð- ar í ýmsum íþróttum, mjög sæmi legur í spönsku og hefi afskap- lega gaman af stjörnufræði". Vel lesinn í faginu Bobby er mjög vel að sér í bóklegri hlið skáklistarinnar, ef svo mætti segja. Hann kann ut- anbókar allar helztu byrjanir og hvernig þær þróast áfram. Ef gott minni væri það eina, sem þyrfti til að skapa mikinn skák- snilling, myndi úa og grúa af þeim í heiminum. En hvað þarf til þess að verða mikill skák- snillingur? „Æfingu. Vinnu. Hæfileika“, svaraði Bobby. Ríku legt ímyndunarafl og jafnvel Framh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.