Morgunblaðið - 15.03.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.03.1958, Blaðsíða 16
VBÐRIÐ Allhvass suðaustan, þýðviðri. oriwmlílíi 63. tbl. — Laugardagur 15. marz 1958 Genfarráðsfefnan Sjá grein á bls. 9. Fiumvarp Jóns Pálmasonar til að bæta fjárstjórn ríkisins: Greiðslur úr ríkissjóði umfram fjárlög séu háðar samþykki þingkjörinna manna Fjárlogin eru nu elcki virt nema að takmörkuðu leyti JÓN PÁLMASON hefur lagt iram frumvarp til laga um eftir- heimild til að eyða fé eða ákveða útgjöld umfram það, sem gert er ráð fyrir í fjárlögum eða öðrum lögum, sem Alþingi hefur sett, nema samþykki yfirskoðunar- manna komi til. Gildir þetta um allar starfsgreinar og stofnanir ríkisins og tekur til beinna fjár- útláta, lána, ábyrgða og manna- ráðninga, annarra en í þær stöð- ur, sem ákveðnar eru með lögum. Nýjar stöður og stofnanir Enga ríkisstofnun má setja á fót nema með lögum, og skal hafa samráð við yfirskoðunar- menn um starfsmannafjölda og ráðningar, að svo miklu leyti sem lög um stofnunina ákveða það ekki. Nú vill einhver starfsgrein eða stofnun rikisins fjölga starfsmönn um eða ráða menn í ólögbundna stöðu, auka húsnæði, kaupa bif- reið eða gera aðrar ráðstafanir, sem auka kostnað frá því, sem verið hefur, og er þá skylt að bera allt slíkt undir yfirskoðun- armenn. Skipting fjárveitinga Þegar veitt er fé í fjárlögum í einu lagi til meiri háttar verka, svo sem atvinnuaukningar, skóla- bygginga, vegaviðhalds, hafnar- bóta o. fl., þá er skylt að hafa samráð við yfirskoðunarmenn um skiptinguna. Starfsliættir yfirskoðunarmanna Yfirskoðunarmenn velja sér formann, er kallar þá til funda og stjórnar fundum þeirra. Verði þeir ekki sammála um eitthvert mál, geta þeir krafizt þess, að afgreiðslu á því verði frestað, þar til Alþingi gefst færi á að taka afstöðu til þess. Skylt er ráðuneytisstjórum og forstöðumönnum ríkisstofnana að láta yfirskoðunarmönnum í té allar upplýsingar, sem þeir óska eftir. Greinargerð með frumvarpinu er birt á bls. 3. Jón Pálmason Iit til varnar gegn ofeyðslu hjá ríkinu og stofnunum þess. Efni frumvarpsins er það, að yfirskoð- unarmenn ríkisreikninga, sem kosnir eru af Alþingi slcv. ákvæð- um stjórnarskrárinnar þurfi að samþykkja þær ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar í fjármálum, sem ekki byggjast á fjárlögum. í frumvarpintu segir m.a.: Ríkisstjórnin skal eigi hafa Stýri Esju laskað- ist á Patreksfirði PATREKSFIRÐI, 14. marz. — Hingað kom sl. nótt kl. 3, strand- ferðaskipið Esja í hringferð vest ur og norður um land. Var hið versta veður, norðaustan stormur með snjókomu og skafrenningi. Esja lá við stálþilið í skipaskurð- inum í Patrekshöfn við afferm- ingu. Kl. 7,30 sigldi skipið aftur á bak út úr rennunni. Enn var norð austan stórviðri, og stóð vindur- inn þvert á skipið. Færðist það eitthvað úr leið og tók niðri. Esja liggur enn á ytri höfninni á Pat- reksfirði. Strax í morgun var fenginn kafari frá vélsmiðjunni Sindra á Vatneyri til að athuga skemmd- irnar á stýrisútbúnaði, sem talið var að hefði laskazt. Kom þá í Ijós, að neðri „stamminn“ hafði brotnað og neðri endi stýrisins laskazt. Óvíst er enn hvort Esja heldur ferðinni áfram til ísafjarð ar og snýr þar við til Reykjavík- ur, eða hvort Skjaldbreið komi hingað á morgun og taki farþega og vörur úr Esju á allar hafnir á Vestfjörðum til ísafjarðar. Mundi þá Esjan fara héðan beint suður til viðgerðar. — Karl. ★ Eftir upplýsingum forstjóra Skipaútgerðarinnar er ákveðið að Skjaldbreið taki vörur og farþega úr Esju og fiytji norður. Stanzlous ótíð í hólfan mónuð Veðurglöggir menn spá góðri hláku HOLSF J ÖLLUM, 14. marz. — Hér á Hólsfjöllum hefur verið stanzlaus ótíð í hálfan mánuð og engri kind hleypt út úr húsi einn einasta dag. Hross hafa verið úti, en nú er mjög tekið Skólakostnaður Stjáxnarliðið fellir tillögur Péturs Ottesen Á FUNDI í neðri deild Alþingis í gær var gengið til atkvæða um frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um greiðslu kostnaðar við skóla, sem reknir eru sameiginlega af ríki og sveit- arfélögum (sbr. Mbl. sl. miðviku- dag). Breytingartillaga Péturs Ottesen um aukna hlutdeild rík- isins í stofnkostnaði héraðsskóla \ar felld að viðhöfðu nafnakalli með 17 atkv. gegn 10. Stjórnar- liðar voru á móti, Sjálfstæðis- menn með tillögunni. — Tillaga Péturs um aukna hlutdeild ríkis- ins í hitunarkostnaði þessara skóla, ef þeir njóta ekki hita- veitu, var felld með 15 atkv. gegn 10. Síðan fór frumv. til 3. umræðu. Erfitf aðfá menn fi! að vinna togogaraafla á Patreksfirði PATREKSFIRÐI, 14. marz. — Gylfinn landaði hér s.l. þriðjudag 180 lestum af 'fiski sem fóru til vinnslu í hraðfrystihúsið hér. Ólafur Jóhannesson er væntan- legur hingað í næstu viku. — Mikill hörgull er nú á vinnu- afli í landi. Til þess að geta unnið afla togarans í frystihúsinu þurfti að fá menn innan af Barðaströnd og voru þeir fluttir á snjóbíl yfir Kleifaheiði. Verður reynt að fá mannafla af Barðaströnd fram vegis hingað þegar togararnir landa. —Kari. að þrengjast um fyrir þau og eru menn í óða önn og taka þau á hús. Eru horfur á að taka þurfi einnig fullorðin hross á hús, en það hefur ekki gerzt fyrr. í þorralok var hér búið að gefa sauðfé jafnmikið og í allan fyrravetur. Hér um slóðir er vonazt til að vel muni hlána nú um helgina. Beztu veðurspámenn hér um slóð- ir telja að svo verði. Samgöngur eru hér engar utan póstferða, en um daginn kom Björn Pálsson hingað á sjúkra- flugvélinni til að sækja veikan mann í Möðrudal og gekk það allt að óskum. I Jökuldal hefur verið harður vetur og jarðlaust þar með öllu. Bændur munu þó yfirleitt enn vera birgir að heyjum, en þess munu þó dæmi að á stöku bæjum sé nú svo gengið á heybirgðir að bændur séu uggandi orðnir, ef ekki bregður fljótlega til hins betra. — Víkingur. Illviðri og fiskileysi SIGLUFIRÐI, 14. marz. — Sama ótíðin er búin að vera hér síðan fyrir jól. Þeir eru teljandi dag- arnir, sem ekki hefur snjóað eitt- hvað. Mikil ófærð er um allan bæinn og aðeins aðalgötum hald- ið opnum og til þess er notuð ýta. Ógæftir hafa verið miklar og lítið aflazt þegar gefið hefur, hvort heldur er á línu eða í „troll“. Togbátarnir hafa ekki komizt út síðan á þriðjudag, er þeir komu inn og lönduðu 15 —20 lestum af fiski. Þá hefir tog- arinn Elliði landað um*200 lest- um af fiski til herzlu og fryst- ingar. — Guðjón. Matthías Johannessen. 9Borgin hló6 — ný Ijóðabók eftir Mlatthías Joharanesen í GÆR kom í bókabúðir ljóðabók eftir Matthías Johannessen, sem hann nefnir „Borgin hló“. í henni eru 30 ljóð. Bókin er gefin út af Helgafelli og kostar 60 krónur. Ljóð Matthíasar hafa áður Ijirzt í ýmsum tímaritum, en þetta er fyrsta ljóðabók hans. Matthias er 28 ára gamall og hefur stundað blaðamennsku síðan 1952. Hann lauk prófi í íslenzkum fræðum Bilun í Skeið- fossvirkjun SIGUFIRÐI, 14. marz. — Allar aflvélar ríkisverksmiðjanna eru nú í gangi nótt sem dag, því ann ars væri hér rafmagnslaust að mestu. í Skeiðfossvirkjun er nú hið alvarlegasta ástand, því önnur vélasamstæðan er biluð og að auki hafa langvinn frost haft þau áhrif að vatnið hefur stór- lega minnkað. Er orðið svo vatns lítið, að bregði ekki til hins betra, muni vatnið þrotið um mánaða- mótin, en vonandi rætist úr áður en til svo alvarlegra tíðinda dreg ur. — Guðjón. Varðarkaffi í Valhöll í dag kl. 3-5 s.d. við Háskóla Islands vorið 1955 óg fór síðan til Hafnar og stundaði framhaldsnám í bókmenntum 1955—56. „Borgin hló“ er smekklega úr garði gerð, prentuð á góðan pappír stóru og fallegu letri. — Hörður Ágústsson listmálari sá um útlit bókarinnar. Fjölmenn íitför Gísla Guð- mundssonar í GÆR fór fram útför Gísla Guð mundsson, bókbindara. — Fjöl- menni var í Dómkirkjunni er lík- fylgdin kom þangað og þar var þá fyrir utan Lúðrasveit Reykja- víkur, er lék sorgarlag. Söng- menn úr Dómkirkjukórnum báru kistuna inn í kirkjuna. Dómprófastur, séra Jón Auð- uns, flutti minningarræðuna, en að henni lokinni söng Dómkirkju kórinn. Þá lék dr. Páll ísólfsson einleik á kirkjuorgelið PÍLA- GRÍMAKÓRINN eftir Wagner, óperusöngkonan Guðrún Á. Sím- onar söng sálminn „Allsherjar drottinn" eftir Cesar Frank. Söng þá kórinn á ný og lauk kirkju- athöfninni með því að Dómkirkju kórinn söng nokkur vers úr „Allt eins og blómstrið eina“. Gísli Guðmundsson, söng í kór Dómkirkjunnar í 65 ár, hafði sjálfur áður en hann lézt ákveðið hvað sungið skyldi og leikið þá er hann félli frá. Stjórn og starfsmenn ísafoldar prentsmiðju báru kistuna úr kirkju og í kirkjugarð bókbindar ar. Sextán bílar veöurtepptir v/ð mjólk- urflutninga austan Fjalls í nótt Skgfrenningurinn var svo svartur að ekki sá út úr augum EINS og kunnugt er af fréttum hefur verið hið versta veður í Árnessýslu undanfarna daga. — Hellisheiði hefur verið ófær nokkuð lengi, og mjólkurbílarn- ir hafa farið Hrýsuvíkurleiðina. I gær var talsverð ófærð á kafla fyrir neðan Hlíðarskóla, en bíl- arnir komust þó yfir hann. — Áætlunarbíll, sem lagði af stað frá Reykjavík kl. 4,30 í gærdag, kom kl. 9 á Selfoss. Ýtur og vegheflar eru á þessari leið, bíl- unum til aðstoðar. Sá ekki út úr augum Austur um sveitir var mikil ófærð í gærdag. Víðast hvar var skafrenningur svo svartur, að ekki sá út úr augum. Dró þá mjög í skafla, og var ófært í flestar sveitir, sem sækja átti mjólk í. Margir bílar urðu teppt- ir, og þar á meðal margir mjólk- urbílar frá Selfossi, sem urðu að bíða í nótt fastir í snjó á hinum ýmsu leiðum. Ekki hefur verið hægt að moka neitt austur um vegina eða upp í Hreppa vegna veðurhamsins. 16 bílar veðurtepptir í nótt A Rauðalæk voru þrír mjólk- urbílar veðurtepptir í nótt. Voru þeir ýmist á heimleið eða á leið eftir mjólkinni. Þrír voru veður- tepptir á Hellu, tveir á Hvols- velli, tveir vörubílar eða leigu- bílar í mjólkurflutningum á Hvítanesi í Landeyjum, einn í Þykkvabæ, einn 'á Kílhrauni á Skeiðum og fjórir ofar á Skeið- unum. Þrír af þeim voru á Efri- Brúnavöllum í nótt. Snjóplógur í Grímsnesi Einn bíll kom úr Grímsnesi í gærdag, og annar var væntan- legur í gærlcveldi, ásamt bíl, sem tók mjólk úr Laugardal í gærdag. Flutti hann mjólk frá Apavatni, en þangað var komið með mjólkina á sleðum. Snjó- plógur fór á undan þessum bíl- um úr Grímsnesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.