Morgunblaðið - 15.03.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.03.1958, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 15. marz 1958 WU ci í reiLcin di Eftir EUGAll MI'l'TEL HOLZEIi ÞýSii.g: Sverrir Haraldsson L 61 u CjCjCl „Nei, ég er fullkomlega heil- brigð, drengur minn. Og vertu ekki svona skelfdur á svipinn — enda þótt ég geti skilið tilfinning- ar þínar. Ég er alls ekki að reyna að ásaka þig eða ávíta. Mig lang- ar bara til að vita vissu mína, það er allt og sumt“. „Langar þig að vita viss....?“ „Já, ég er nú einu sinni móðir hennar. Finnst þér kannske for- vitni min ekki eðiileg?" Hún hló — „oh, góði Gregory, vertu ekki svona á svipinn". „En er það nokkur furða? Ég á við. ..." „Já, ég skil þig fyllilega, dreng- ur minn. En sjáðu nú til. Hún er ástfangin af þér. Við höfum öll veitt því athygli, og það væri því mjög eðlilegt að hún svæfi hjá þér. Þess vegna spurði ég?“ „Oh, nú fer ég að skilja". Hann glotti aftur. — „Ég hef sannar- lega verið skilningstregur. Nei, við höfum ekki sofið saman. Mér þykir mjög leiðinlegt, að þú skul ir þurfa að verða fyrir vonbrigð- um. Og fyrst við erum nú orðin svona hreinskilin og einlæg hvort við annað, þá er bezt að ég segi þér það, að ég hef aldrei sofið sjá kvenmanni siðan ég fór frá Eng- landi, fyrir bremur mánuðum". Hún hallaði undir flatt. — „Þú segir þetta eins og þú sért hreyk- inn af þessu einlífi þínu. Hvers vegna? Er ekki jafnnauðsynlegt að fullnægja kynferðislegum þörf um sínum regluiega, og öllum öðr um líkamsþörfum?" „Hef ég nokkuð bofið á móti því?“ „Nei, ekki beiniínis með orð- um, neldur með látbragði. Oh, en þetta er hræðilegt af mér. Ég ætti ekki að vera að stríða þér svona, aumingja strákurinn. Ég gle.ymi Opna aftur vefnaðarvöruverzlun mína Langholtsvegi 19 Fribbert Friðbertsson Nýkomin Dönsk Karlmanna sjóstígvél Verð 250.00 Aðaistræti 8 — Laugaveg 38 því alveg, að þú ert ekki hema hálf-siðaður“. „Það er einmitt það. Þú verð- ur að sýna mér umburðarlyndi". Hún hló: — „Þú hefur a. m. k. talsverða kímnigáfu. Það er gott. En í alvöru talað, drengur minn. Láttu ekki neinar heimskulegar siðferðishugmyndir aftra þér frá því að hafa mök við Mabel, ef þig langar til þess á annað borð. Ég varð dálítið æst fyrsta morguninn sem þú vai'st hérna, vegna þess að ég hélt að hún hefði farið inn til þín um nóttina. Það hefði ver- ið skammarlegt lauslæti og allt slíkt lítum við mjög ströngu auga. Ekkert tæki mig jafnsárt og það, að sjá hana elta karlmenn af tómum losta og lauslæti. En svo lengi sem hún er ástfangin af þér og þú svarar — ja, þá er allt í lagi. „Ég skil hvað þú átt við“. „Við höfum engin hindrandi, villimannsleg tabú hér, Gregory. Ég segi þetta í fyllstu alvöru. Það er okkar einlægasti vilji að lifa hollu og heilbrigðu lífi. Við venj- um börnin við aðhald, þegar að- halds er þörf, en við viljum að þau séu frjáls í öllu því er snert- ir hinar náttúrlegu þarfir þeirra. Við trúum því að náttúrlegar þarf ir og hvatir hljóti að vera heil- brigðar og hollar, annars væru þær ekki náttúrlegar. Hvers vegna skyldum við þá bæla þær niður?“ „Já, hvers vegna?“ „Þú hefur nú kynnzt nokkuð lifnaðarháttum fólksins hérna. — Hefurðu nokkurs staðar orðið var við drykkjusvall eða lauslæti? — Nei. Fólk erfiðar í sveita síns and litis. Það er ekki haldið af neins konar kynórum. Það umgengst kynferðismálin, eins og önnur viðfangsefni líðandi stundar. Það spaugast að þeim, eins og það spaugast að áti, sundi og kirkju- göngum. Oh, það er svo margt sem þú átt eftir að læra, viðvíkj- andi okkur hérna, drengur minn. Við erum ekki fulikomin frekar en aðrir. Og við vonumst heldur ekki eftir neinni fullkomnun. — Þvert á móti, við erum alltaf að uppgötva einhver; j. nýja galla og annmarka á lifnaðarháttum okk- ar. En við gerum okkar bezta og okkur er fuil alvara“. Hún brosti: — „Þegar ég kom fyi'St hingað með Gerald frænda þínum, leit ég sömu augum og þú á hiutina. Ég furðaði mig mjög á kenningum Geralds og áleit þær ekki framkvæmanlegar. Ef ég hefði ekki verið svona ástfangin af honum, þá hefði ég strax farið aftur til Englands, en hann bað mig um að bíða og sjá hverju fram yndi og ég gerði það. Mig hefur heldur aldrei iðrað þess“. Gregory sá að henni vöknaði aftur um augu. „Smátt og smátt fór mér að skiljast það, drengur minn, að sið fræðin er afleiðing af hegðun manns. Hver getur fullyrt hvað sé skilyrðislaust rétt og hvað rangt? Hver getur úrskurðað ein- hvern sérstakan verknað rangan og annan réttan? Það liggur svo í augum uppi, að slíkt sé fjar- stæða, að mig furðar stórlega á því, að það skuli ekki allir gera sér það fyllilega ljóst — og það á þessum tímum, þegar allir eiga að vera svo upplýstir. Það er þess vegna sem við gerum gys að þér, drengur minn. Hvernig gætum við litið á þig öðru vísi en sem hálf gerðan villimann? Það sem kall- ast siðmenning í þeim heimi, sem þú þekkir bezt, er í okkar augum hlægileg villimennska og ekkert annað — a. m. k. hlægileg, ef hún væri ekki jafnáköf og — rauna- leg. Milljónir mann láta blekkjast af tilfinninganæmum vandlætur- um og guðrækilegum skrumur- um“. Með KIWI gljá skérnir betur og endast lengur MeS KIWI næst gljáinn ekki aöeins fljótast heldur verður hann þá einnig bjartastur. KIWI verndar skóna fyrir sól og regni. Ef þér notið KIWI reglulega, munuð þér fljótt sjá hversu mikið lengur skórnir endast og hve þeir verða snyrtilegri. jíiyrtimenni ym ^iian heim nota ICIWi O. Johnson & Kaaber h/f Reykjavik L ú ó Meanwhile I WAS OUT GETTING "S FIREWOOD, MRS. BLITZ, AND I SAW FIVE HORSES ACROSS , J3L A þlTTLE MEADOW/ Mark HAS STRUGGLED DESPER- atelv to bring decker to a DOCTOR, BUT EXHAUSTION AND HUNGER FINALLV OVERTAKE HIM AND HE COLLAPSES IN THE SNOW THAT MUST ■ BE MARK TRAIL'S STRING, FRANK...GO SEE IF YOU CAN LOCATE HIS CAMP/ 1) Markús hefir barizt hetju- baráttu við að reyna að koma Króka-Ref undir læknishendi, en að lokum verður hann að gefast upp örmagna og fellur fram yfir sig í snjóinn. Úlfarnir óttast mann inn á meðan lífsmark er með honum en vita að þeir þurfa ekki lengi að bíða. 2) Á meðan þessu fer fram ei leitarleiðangur Önnu ekki langt undan. „Ég varð var við fimm hesta skammt héðan, þegar ég var að ná í eldivið," sagði Frið- rik. „Þeir hljóta að tilheyra Mark úsi“, sagði Anna. „Farðu og gáðu að, hvort þú finnur bækistöð hans.“ Hún andvarpaði: — „Þú veizt ekki hvei'su heit. ég þrái að sjá okkar kæra England aftur, Gre- gory, Gerald líka. Við höfuni lif- að marga dapurlega nóttina inni í Stóru stofunni og rifjað upp ljúf- sárar endurminningar. Þú heldur að við söknum Englands ekki? — Auðvitað söknum við þess. En við verðum að halda starfi okkar á- fram hérna og við erum ham- ingjusöm hér, þrátt fyrir allt og allt. Hamingjusöm, vegna þess að við sjáum mikinn árangur af bar áttu okkar. Við gerum tvö hundr uð manneskjur hamingjusamar, eins og mannlegar verur eiga að vera hamingjusamar. — Það er okkar huggun. Og þegar við les- um Time Magazine eða Daily Mirror, sem hr. Buckmaster fær oftast sent, þá get ég fullvissað þig um það að við öðlumst enn meiri huggun. England! Hugsaðu þér bara að hverju England er nú orðið. — Flaðrandi, ráðalausu Englandi, sem lætur blekkjast af ábyrgðarlausu skrumi manna, eins og Hitlers og Mussolinis". Hún saug upp í nefið og þurrkaði aug- un með svuntuhorninu. Svo brosti hún og spurði: „Hvað með Middenshot Gre- gory? Hefur margt breytzt þar? Verzlar Carp gamli Bun ennþá og Ram og Cross?" „Já, já. Middenshot breytist ekki. Carp gamli er dáinn, en frænka hans rekur verzlunina. Nú er hún kölluð te-verzlun“. Hún hló. — „Þarna sérðu hvað ég get orðið viðkvæm, þegar ég leyfi tilfinningunum að ráða“. „Já, ég sé það“, svaraði hann brosandi. Hún horfði á hann litla stund og sagði svo: „Mér líkar vel við þig, Gregory. Ég held að okkur muni koma vel saman. Að þínum dómi, kunnum við að vera sér- vitrar og kenjóttar manneskjur, en síðar meir muntu samt komast að raun um það, að við erum mjög óbreyttar og venjulegar mannver- ur — og þú munt verða sömu skoð unar og við: að Náttúran getur ekki haft rangt fyrir sér. — Þú munt vita, að ef þú fylgir Nátt- úrunni, þá ertu á réttri leið. Þú skalt ekki brosa. Bíddu bara og sjáðu til. Ég er ekki að segja þér að þú eigir að afneita Náttúr- unni. Þvert á móti. Þú mátt ekki misskilja mig. En svo lengi sem við vinnum í samræmi við Nátt- úruna, getum við ekki verið á spilltum vegi. Ég held satt að segja, að ekkert krefjist jafnmik- ils aga og aðhalds og raunveru- legt, náttúrlegt líf. Tökum bara Mabel sem dæmi. Þú myndir ekki segja, eftir þessa stuttu kynn- ingu ykkar, að hún væri lauslát að eðlisfari, eða hvað? Svaraðu mér“. „Nei, það myndi ég áreiðanlega ekki gera“. „Nú, þarna sérðu. Og Mabel hef ajtltvarpiö Laugardagur 15. marz: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14,00 Fyrir hús freyjuna: Hendrik Berndsen tal- ar um pottablóm og blómaskraut. 14,15 „Laugardagslögin“. 16,00 Fréttir og veðurfregnii'. — Radd ir frá Norðurlöndum; XIII: Út- varpsþáttur frá Noregi um stór* virkjun á Þelamörk. 16,30 Endur- tekið efni. 17,15 Skákþáttur (Guð mundur Arnlaugsson). — Tónleik ar. 18,00 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18,30 Útvarpssaga barnanna: „Stroku- drengurinn" eftir Paul Askag, x þýðingu Sigurðar Helgasonar kennara; I. (Þýðandi les). 18,55 1 kvöldrökkrinu: Tónleikar af plötum. 20,30 Upplestur: Lárus Pálsson leikari les eina af smá- sögum Halldórs Kiljans Laxness. 20,55 Tónleikar: Samsöngvar úr óperum (plötur). 21,15 Leikrit: „Kveðjustund" eftir Tennessea Williams, í þýðingu Erlings Hall dórssonax-. — Leikstjóri: Baldvin Ilalldórsson. 22,10 Passíusálmur (35). 22,20 Danslög (plötur). —■ 24,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.