Morgunblaðið - 15.03.1958, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.03.1958, Blaðsíða 14
14 MOKGVISBL AÐIÐ Laugardagur 15. marz 1958 Stœkkun landhelginnar Norræna ungHngahljómsveitin óskar eftir ísienzkum háíttakenaum GAUTABORG. —• Hljómsveitin heíir aðsetur í háskólabæruun Lundi í Suður-Svíþjóð. Mark- miðið er að safna saman ungl- ingum frá öllum Norðurlöndum, en auðvitað verður áhugi á tónlist að vera fynr hendi. Gefst unglingunum þá tækifæri til þess að leika með hljómsveitinni, og ef einhver skyldi hafa meiri áhuga á hljómsveitarstjórn þá fær sá að reyna það. Námskeiðið tekur um mánaðai tíma og á þeim tíma eru haidnir 1—2 hljómleikar á viku. Undan- farin sumur hafa þátttakendur fengið að kynnast verkum margra norrænna tónskálda t.d. verkum eftir Norðmanninn Har- ald Saeverud, Svíann Karl Birg- er Blomdal o. fl. Einnig hafa ver- ið fluttar sinfóníur og kammer- tónlist eftir hin heimsfrægu tón- skáld svo sem Brahms, Schubert, Schuman, Haydn, Mozart og Beethoven. Eitt árið hafði hljómsveitin samvinnu við tónlistarháskólann, Konservatorium Der Stadt í Vín. Tuttugu unglingar frá skóla þess um tóku þátt í hljómleikum hinn- ar norrænu „sumarhljómsveitar", sem gestir. Skömmu eftir þetta fóru tuttugu unglingar frá nor- rænu hljómsveitinni, þ.e.a.s. þátt takendur frá Danmörku, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð og dvöldu í Vin í mánaðartíma sem gestir. Gafst þeim þar kostur á að kynn- ast tónlistarlífi borgarinnar, en hún er þekkt um allan heim sem mikil tónlistarmiðstöð. Unglingahljómsveitin var stofn uð árið 1951 og hefir síðan haft námskeið á hverju sumri. Ég átti tal við stjórnanda henn- ar um dagirin, tónskáldið John Fernström. Sagði hann að því mið ur hefði þeim ekki tekizt að fá neinn íslending enn sem komið væri. „Að vísu“, sagði tónskáld- ið, „bárust nokkrar umsóknir frá íslandi fyrsta sumarið, en þær voru allar dregnar til baka, sennilega vegna hins mikla ferða kostnaðar, sem um er að ræða milli íslands og Svíþjóðar. Við getum því miður ekki veitt neina styrki, en hins vegar myndum við greiða fargjald þátttakenda frá t.d. Gautaborg til Lunds. Ef þér skrifið eitthvað um þetta“, sagði John Fernström að lokum, „þá segið, að okkur yrði mikil gleði að fá einhvern eða einhverja íslendinga með í sumar“. Utaná- skriftin er: Nordiska Ungdoms- orkestern, Lund, Sverige. Hér virðist vera um að ræða óvenjugott tækifæri fyrir ung- linga sem viija ieika í hljómsveit og vilja kynnast hljómsveitar- stjórn. — Guðm. Þór. ÞEGAR Sjáifstæðismenn komu því til leiðar árið 1952, að land- helgin var færð út í 4 sjómíl- ur, var stigið ^stærra „skref í rétta átt“, en mörgum mun ljóst vera. Eins og meðfylgjandi mynd sýnir, var línan hugsuð og merkt á sjókortið 4 sjómílur frá yztu nesjum og dregin þvert fyrir alla flóa og firði landsins. Þar með voru helztu hrygningar- og upp- vaxtarsvæðin friðuð fyrir drag- nóta- og botnvörpuveiðum, þeim veiðarfærum, er allan botngróð- ur eyðileggja, er þau fara yfir, og mun þó dragnótin verri. Síðan hefur reynslan sýnt tvennt. I fyrsta lagi, að fiskur hefur mjög aukizt bæði innan og utan landhelgislínunnar. í öðru lagi, að línan þarf að færast enn utar og að hún þarf að breytast, eins og brotalínan á myndinni sýnir. Ef landhelgislínan er færð út um átta sjómílur, frá því sem hún er nú, er að miklu leyti búið að útiloka togarana frá grunn- miðum landsins. Það virðist því vera sjálfsagður hlutur, að um leið og landhelgislínan er færð út, sé hún hugsuð þannig, að sem auðveldast sé að verja hana. Sé línan dregin bein frá stað 12 mílur sunnan við Geirfugia- sker við Vestmannaeyjar, til ann ars staðar 12 mílur utan við Geir- fuglasker hjá Eldey, styttist hún mikið og útilokar að mestu, að nokkurt útlent fiskiskip geti veitt nálægt henni. Aftur á móti væri ekki nema sanngjarnt, að okkar eigin togarar fengju að veiða þar á afmörkuðu svæði innan land- helgislínunnar, þann tíma vetr- arvertíðar, sem fiskgengd er mest. Á hverri vetrarvertíð hafa netjasvæöi fiskibátanna' við Vest mannaeyjar verið afmörkuð með baujum er hafa bæði ljós og veifu. Eins mætti afgirða veiði- Vatnsrör sprungu, rofmótor og elduvél biluðu, shóiunum lokuð GJÖGRI, Strandasýslu, 14. marz: í Trékyllisvík hefur að undan- förnu margt gengið á tréfótum, og undarlega mörg óhöpp haía viijað þar til á skömmum tíma, sérstaklega í sambandi við barna íKÓlann þar. Hefur þetta gengið svo langt, að mönnum þykir ekki einleikið, og telja jafnvel að „Móri“ gamli sé stiginn upp á foldina enn á ný, og láti nú hendur standa fram úr ermum um alls konar hrekkjabrögð og meinfýsi. Bilanir i skólanum. Ástandið í barnaskólum er nú þannig, að hann er vatnslaus og rafmagnslaus og einnig er elda vél skólans biluð. Voru börnin öll send heim til sín í gærdag vegna ástandsins. Skal nú nánar greina frá þessum atvikum. í haust voru fengin ný járnrör til þess að endurnýja gömlu vatnsleiðsluna til skólans, en hún er um einn kílómetra á lengd. Verkið gekk fljótt og vel og vatn var nóg fyrst í stað. En í fyrstu frostum sprungu pípurnar og skólinn varð vatnslaus. Nýr rafmagnsmótor var feng- inn til skólans fyrir nokkru og þótti tegundin afar góð. Fyrir mánuöi bilaði mótorinn og hefur ekki farið í gang síðan, þótt raf- fræðingur hafi verið fenginn til og tekið hann ailan í sundur. Finnur raffræðingurinn ekkert að mótornum. Skólinn hefur ver ið ljóslaus síðan. Ný eldavél var sett í skólann fyrir ári. Hefur ráðskonunni gengið vel að elda á vélinni, sem er koks-eldavél. Fyrir nokkrum dögum bilaði eldavélin og er óvíst að hægt sé að gera við hana hér. Sé það ekki hægt, er skóla- haldinu sjálfhætt á þessu ári. En það er fleira einkennilegt, sem hefur skeð hér. Hinn 25. febrúar sl. kastaði hryssa hérna og mun það vera einsdæmi. Helzt ekki á embættismönnum Þá má einnig geta þess, hvað sem því veldur, að embættis- menn virðast ekki geta þrifizt í Trékyllisvík. Fyrir nokkrum ár- um sótti ungur prestur um Ár- nesprestakall, sem einnig er í Trékyllisvík. Fékk hann veitingu fyrir brauðinu. Var byggt hús handa prestinum fyrir um hálfa milljón króna í Trékyllisvík, en um það bil, sem byggingunni var að ljúka, fór presturinn það- an alfarinn til Reykjavíkur. Læknisbústaður var og byggð- ur í Trékyllisvík fyrir mörgum árum. En læknar hafa afsagt með öllu að hafa búsetu þar og hafa haft aðsetur á Djúpavík s.l. 12 ár. —Regína. — Við túngarðinn Framh. al bis. 6 stéttarinnar heldur fyrst og fremst að kynna sér og Drjóta til mergjar ýmsar nýjungar og hagsmunamál bænda yfirleitt. Þessi félagsskapur er að því leyti sérstæður að hann ber hags- munamál vinnuveitenda þeirra, er hann skipa, fyrst og fremst fyrir brjósti. Stétt ráðunauta er enn ung að árum og störf þeirra í mótun. Verksviðið er vítt og störfin óþrjótandi. Það eru fyrst og fremst ungir og áhugasamir menn sem þarna eru að verki, menn sem sækja fram á við og berjast af einurð fyrir heill land búnaðarins, þessarar elztu at- vinnugreinar okkar íslendinga. svséði togaranna og láta fiskibát ana frjálsa ferða sinna. Togararnir munu almennt stunda veiðar á svo nefndum Halamiðum fyrrihluta vetrar, en færa sig í janúarmánuði suður að Jökli og á grunnin við Eldey, og áfram austur með ströndinni eftir því, sem fiskurinn gengur á miðin. Verði árangur ráðstefnu þeirr- ar, sem nú er haldin í Genf sá, helgislínunni, myndi gæzla henn ar, hvað togarana snertir, að mestu leyti beinast að veiðisvæði Vestfjarðabáta. Það myndi að sjálfsögðu auðvelda okkar smá- vaxna gæzluskipaflota mjög starf ið, svo að jafnvel Vestfirðingar gætu orðið ánægðir. Fiskimið Austfjarðabáta lokar 12 mílna línan að mestu inni. Nú má með réttu segja, að við það að landhelgislínan er færð út um átta mílur, þá stækkar hringurinn kringum landið og landhelgislínan verður þar af Innri línan sýnir 4 inílna landhelgina, en sú ytri 12 mílna landhelgislínuna. að viðurkennd verður 12 mílna landhelgi, getum við rólegir út- hlutað togurum okkar garðstæð- um og leyft þeim að veiða á á- kveðnum svæðum innan land- helgislínunnar, án þess að skipta okkur nokkuð af því, hvað Bret- ar og Belgíumenn segja. Með 12 mílna iandhelgi, mun sundið milli Grímseyjar og lands lokast. Hins vegar munu mynd- ast þar krókar, er geta gert land- helgisgæzlu þar erfiða, einkum á síldveiðitímabilinu. Þess vegna er nauðsynlégt að láta landhelg- islínuna koma beina frá Rauðu- núpum, 12 mílur utan við Gríms- ey og þaðan beint að Hornbjargi. Erlend síldveiðimóðurskip hafa oft á undanförnum árum legið við festar á Grímseyjarsundi. Þau geta gert það áfram, þó að land- helgisiínan verði færð út um átta sjómílur. Og verði síldveiði að ráði, eitthvert árið, þá gera þau það vafalaust. Fjöldi þeirra er ekkert takmarkaður af land- helgislínunni. Það væri algerlega ómögulegt fyrir nokkurt varð- skip að verja landhelgina þar, ef mikil síldveiði væri, þar sem 12 mílna línan líggur einmitt þar, sem síldarinnar er helzt von. Grunnin við Grímsey eru við- urkennd sem miklar uppeldis- stöðvar flestra þeirra fiskteg- unda er við Island veiðast. Þau hafa ávallt verið mjög eftirsótt af erlendum togurum. Grímsey- ingar munu bezt sjálfir geta sagt frá því, hversu oft þeir hafa seð erlenda togara draga botnvörp- una upp að túngarðinum hjá sér. Með þessum breytingum á land leiðandi lengri. En enginn tog- araskipstjóri siglir margar sjó- mílur inn í landhelgi til þess að komast á fiskimið. Þeir halda sig venjulega á þeim fiskimiðum, sem línan liggur um. Það er vafalaust öllum ljóst, að hvernig sem landhelgislínan verður lögð, þarf gæzluskip, til þess að gæta hennar. Það er til dæmis algjörlega ófullnægjandi, að hafa aðeins eitt varðskip, sem örugglega getur talizt hafa meiri ganghraða, enn togararnir sjálfir. Þeir sem vilja fá kafbát, til þess að gæta landhelginnar, hafa sjálf sagt hugsað sér að láta kafbát- inn læðast að togaranum eins og kött að mús og víst er músin hrædd við köttinn. En varðskip af svipaðri gerð og Þór myndi sjálfsagt gera margfalt meira gagn og yrði tæplega eins dýrt í rekstri. Pétur Sturluson, vélstjóri, Álafossi. Se^iUtíur t, i udg Olafur Magnússon, Baldursgötu 9, Rvík. Málfundafélag stofnað í Keflavík KEFLAVÍK, 14. marz. — 1 gær- kvöldi var stofnað hér í bænum málfundafélag ungra manna og hlaut það nafnið Málfundafélag- ið Ýmir og eru stofnendur þess 10. Formaður var kosinn Hilmar Jónsson. Aðrir í stjórn eru þeir Höskuldur Goði Karlsson og Páll Jónsson. Markmið félagsins er eins og segir í félagslögum, „að efla félagsþroska félagsmanna og gefa þeim kost ó æfingu í rök- réttum málflutningi.“ Mun félagatala vera komin fast að því hámarki er ákveðið var á stofnfundi, en það eru 250 félagsmenn. Fundi á að halda reglulega og hefur umræðuefni fyrsta fundar þegar verið valið. Skal þar rætt um bindindi. — Ingvar. Nýr hæjarverkfræð- inyur á Akranesi AKRAính,c>I, 14. marz. — Það gerðist á seinasta íundi bæjar- stjórnar að ráðinn var nýr bæj- arverkfræðingur i þjónuslu bæj- arins. Er það Björgvin Sæmunds- son, verkfræðingur, ættaðui af Akureyri en hefur undanfarið unnið hjá Reykjavíkurbæ. Fráfarandi bæjarverkfræðing- ur, sem sagði upp starfi sínu hjá bænum, hefur verið ráðinn til starfa hjá vitamálastjórninni. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.