Morgunblaðið - 15.03.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.03.1958, Blaðsíða 1
16 síður ®g Lesbók 45 árgangur. 63. tbl. — Laugardagur 15. marz 1958 Frentsmiðja Morgunblaðsins Utanríkisráðherra viðurkennir á Alþingi: Aðalverktökum einum leyft að selja vörur keyptar af erlendum aðilum á Keflavíkurflugvelli Vinnufriður í Danmörku H. C. Hansen skarst i leikinn HÖFN, 14. marz. — í nótt náðist samkomulag milli fulltrúa at- vinnurekenda og fulltrúa Iaun- þega um kaup og vinnu 300.000 ófaglærðra verkamanna. Sam- Upplýst, að engin ástæða er til gagnrýni á Sameinaða verktaka PINGSÁLYKTUNARTILLAGA þeirra Einars Olgeirssonar og Karls Guðjónssonar um skipun nefndar til að rannsaka verzlunar- viðskipti við herlið Bandaríkjanna og verktaka þess á íslandi var til fyrri umræðu í neðri deild Alþingis í gær. í umræðunum kom fram, að íslenzkir aðalverktakar hafa flutt út af Keflavíkurflugvelli varning, sem fenginn var hjá varnar- liðinu eða erlendum aðilum í þess þjónustu. Sölunefnd varnarliðs- eigna gagnrýndi þessa flutninga, og voru þeir þá stöðvaðir af utanríkisráðherra. — Jafnframt Ttom fram, að flutningar á eign- um Samcinaðra verktaka af flugvellinum voru allt annars eðlis, þar sem um var að ræða eignir, sem þeir höfðu keypt á innlendum markaði eða sjálfir flutt inn-skv. fullkomnum leyfum. Eins og óður hefur verið skýrt fró í Mbl. er tillagan ó þessa leið: „Neðri deild Alþingis ólyktar að skipa 5 manna rannsóknar- nefnd innandeildarmanna skv. 39. gr. stjórnarskrórinnar til þess að rannsaka: 1) hvaða sala ó þeim varningi, er herlið Bandaríkjanna á ís landi eða verktakar í þjónustu þess hafa flutt inn tollfrjálst, hef- Genfarráðstefnan: Bandaríkin meðmælt friðan fiskimiða GENF, 14. marz. — Frá Gunn- ari G. Schram, fréttaritara Morgunblaðsins á Genfarráð- stefnunni. í fyrradag talaði W. C. Ilerr- ington, fulltrúi Bandaríkjanna, í fiskifriðunarnefndinni. Kvað hann mikla nauðsyn á því að setja alþjóðareglur um fiski- vcrnd til að koma í veg fyrir rányrkju og koma á sem beztri nýtingu fiskstofnanna. Nauösyn- legt væri líka að setja ákveðnar reglur um friðun fiskimiða þar sem þörf krefði. Mikla athygli vöktu ummæli hans um sérstaka hagsmuni strandríkja sem lifðu á fiskveið- um, en þar kom hann inn á sjón- armið Íslendinga: „Það kunna að vera önnur vandamál, er skapast af sérstökum efnahagslegum að- stæðum, sem ættu að hljóta við- urkenningu í alþjóðalögum“. Síðar sagði hann: „Bandaríkja- mönnum er ljóst, að efnahags- ástandi, sem hefur sinar sér- stöku orsakir og réttlætingu, hef- ur verið lítill gaumur gefinn á alþjóðaróðstefnum, og þeim leik- ur hugur á að afla sér upplýs- inga um þess konar efnahags- ástand og kynnast sjónarmiðum annarra sendinefnda varðandi þetta vandamál“. Bússinn Krylov sagði, að fiski- friðunarsamþykktirnar yrðu að taka skýrt fram, að bannað væri að loka nokkrum hluta hafsins fyrir útlendingum, sem þar vildu fiska, en þó yrðu þeir að lúta alþjóðasamþykktum við veiðarn- Someining Þýzkolnnds ekki óirávíkjoniegl skilyrði BONN, 14. marz. — Formælandi vestur-þýzku stjórnarinnar, Fel- ix von Eckardt, sagði frétta- mönnum í dag, að Bonn-stjórnin mundi ekki gera það að ófrávíkj anlegu skilyrði fyrir ráðstefnu æðstu manna, að sameining Þýzkalands yrði til umræðu þar. Sagði hann þetta, þegar hann var að svara spurningum um fréttir þýzkra blaða, þar sem skýrt var frá því, að Dulles utanríkisráð- herra Bandaríkjanna hefði gefið í skyn, að Barfaaríkin gætu fall- izt á ráðstefnu æðstu manna þar sem eingöngu yrði rætt um af- vopnun almennt. Von Eckardt sagði, að frétt- irnar hefðu verið bornar til baka, en hins vegar mundu Vestur-Þjóð verjar ekki koma í veg fyrir eða tefja fyrir ráðstefnu æðstu manna, enda þótt ákveðið yrði að ræða þar aðeins um afvopnun. ur farið fram með leyfi íslenzkra stjórnarvalda; 2) hvort farið hafi verið að lögum og settum reglum um þau viðskipti; 3) hvers vegna hluti af þeim viðskiptum sé framkvæmdur af öðrum aðilum en þeim, sem rík- isstjórnin hefur falið þessa verzl- un; 4) hvaða einkaaðilar séu kaup- endur og hvern ágóða þeir muni hafa haft af þeim viðskiptum. Nefndin skal hafa það vald, sem heimilað er í 39. gr. stjórn- arskrárinnar, til þess að heimta skýrslur af embætismönnum og öðrum. Nefndin skal að rannsókn lok- inni gefa deildinni ýtarlega skýrslu um störf sín og niður- stöður.“ Blaðaskrif undanfarið Einar Olgeirsson fylgdi tillög- unni úr hlaði með ræðu. Hann sagði m. a.: Tillaga þessi er borin fram til að fá rannsókn á fyrirbæri, er staðhæft hefur verið, að átt hafi sér stað undanfarið. Alþingi hefur jafnan haft sér- staka gát á því, að hagnaður af viðskiptum við hið erlenda her- lið hér á landi rynni til ríkisins. Árið 1944 voru sett bráðabirgða- lög, sem þingið staðfesti 1945, þar sem ákveðin er stofnun 5 manna sölunefndar setuliðseigna. Tilnefndu allir stjórnmálaflokk- arnir menn í nefndina. Lögin eru enn í gildi og eru hin einu lög, Framh. á bls. 2 Hansen sló í borðið kvæmt fyrri samningum fá ófag- lærðir menn styttingu vinnutim- ans úr 48 tímum í 45 tíma á viku aiveg eins og faglærðir menn, og fulla launauppbót auk hækkunar á aukagreiðslu til láglauna- manna. Um þessa hækkun urðu harðar deilur, og lá við að samnings- viðræðurnar færu út um þúfur, þegar forsætisráðherrann skarst í leikinn í gærkvöldi og kallaði fulltrúa deiluaðila á sinn fund í forsætisráðuneytinu. Hélt ráð- herrann þrumandi ræðu yfir full- trúunum og setti hnefann í borðið. Sennilega hefur stjórnin verið klofin um spurninguna -hvort lög gjafarvaldið ætti að skerast í leikinn, ef til stórtiðinda drægi í þessu deilumáli Nú er vinnufrið- ur tryggður í Danmörku þrjú næstu árin, ef samtök atvinnu- rekenda og launþega samþykkja samningsuppkastið. —Páll. Frétfum um bardagana á Súmötru ber ekki saman Súkarno og rábherrar hans lýstir stríðsglæpamenn SINGAPORE, 14. marz. — í dag eftir hádegi gerðu skip Djakarta stjórnarinnar árás á hafnarborg Padang borgar, sem er miðstöð uppreisnarmanna á Mið- Súmötru. Útvarpið í Padang skýrði frá því, aö árásin hefði staðið yfir í klukkustund og mörg hús verið eyðilögð. Árásin var gerð af tveimur herskipum, sem liggja fyrir akkerum rétt hjá Padang. Rnssiim er ekkert ómögulegt segir Kmsjeff 1 „kosniugaræðu" í Moskvu MOSKVU, 14. marz. -— f dag hélt Krúsjeff foringi rússneskra kommúnista ræðu í Moskvu- útvarpið þar sem hann lýsti því m.a. yfir, að Rússar væra nú komnir svo langt tæknilega, að þeir gætu leyst af hendi hvaða verkefni sem vera skyldi. Ræðan var haldin í íþróttahöllinni i Moskvu og er Iiður í „kosninga- baráttu", en á sunnudaginn á að kjósa í æðstaráð Sovétríkjanna. Krúsjeff var klappað mikið lof í lófa, þegar hann sagði hlust- endum sínum, að byggingar- framkvæmdir í Sovétríkjunum Konungshjónin í írun skilin TEHERAN, 14. marz: — í dag var gefin út opinber tilkynning þess efnis að Reza Pahlevi kon- ungur í íran hafi skilið við konu sína „með mikilli sorg“. Hátt- settir embættismenn við hirðina fóru þegar að svipast um eftir nýju drottningarefni. Hjónabandið var leyst upp vegna þess, að þau hjónin voru barnlaus, en ríkiserfinginn verð- ur að vera beinn afkomandi kon- ungsins. Soaraya fyrrverandi drottning, sem er 25 ára gömul, gaf þá yfirlýsingu, að hún fórn- aði hamingju sinni með mikilli hryggð og gæfi samþykki sitt við hjónaskilnaðinum. Hún mun fá 100 milljón ríala (um 2.500.000 krónur) og árleg eftirlaun, auk þess sem hún held- ur öllum skartgripum sem hún hefur fengið frá manni sínum öðrum en þeim, sem beinlínis tilheyra krúnunni. Reza Pahlevi var áður kvæntur systur Farúks Egyptalandskon- ungs og áttu þau eina dóttur. Þau skildu árið 1948 eftir 9 ára hjóna band. ættu ekki sinn líka í veröldinni. Hann kvað hag verkamanna mjög hafa batnað, þeir fengju hærra kaup, betri vinnuskilyrði og meiri tryggingar. Sagði hann, að nú væri búið að ganga frá áætlun, sem binda mundi endi á húsnæðisskortinn innan 12 ára. Götuvinna kvenna Krúsjeff sagði, að hætt hefði verið við að byggja skýjakljúfa vegna kostnaðarins, en nú væri í ráði að mynda samvinnufélög um byggingar til að auðvelda fólki að kaupa eigin hús. Hann kvað erlenda gesti hafa á réttu að standa þegar þeir gagn rýndu einn þátt í rússnesku at- vinnulífi, nefnilega erfiðisvinnu kvenna, sem oft ynnu með haka og skóflu að því að hreinsa götur eða leggja vegi. Sagði hann, að ekki kæmi annað til mála en Rússar gætu fundið upp vélar til að auðvelda þessi störf, úr því þeir hefðu komið spútnik á loft. Krúsjeff sagði, að kjötfram- leiðsla Rússa hefði aukizt um 38% á síðustru fjórum árum. Naut gripum licfur fjölgað um 10.900.- 000, sagði hann. Þá hét hann því, að vinnudagur iðnaðarmanna mundi brátt verða 7 tímar, en vinnudagur námumanna og ann- arra, sem ynnu hættuleg eða lýj- andi störf, yrði 6 tímar. Er þetta í annað sinn á einni viku sem höfuðborg uppreisnarmanna verður fyrir árás. Padang-útvarpið skýrir frá þvi, að uppreisnarmenn hafi komið í veg fyrir landgöngu stjórnar- hersins á austurströnd Súmötru í morgun. Tvö af þremur skipum, sem notuð voru til þessarar land- göngutilraunar, voru eyðilögð. Lítill hópur hermanna, sem í land komst, hefur nú verið um- kringdur og verður sigraður í dag, segir útvarpið. Padang útvarpið neitar. Padang-útvarpið ber til baka þá frétt stjórnarinnar í Djakarta að her hennar hafi nú á valdi sínu hin auðugu olíuhéruð Pakan Bahru, þar sem Caltex- olíufélag- ið á stærstu fyrirtæki sín. Þá skýrir útvarpið frá því, að bar- dagarnir standi enn yfir, og að uppreisnarmenn hafi fellt 150 menn úr 600 manna fallhlífaher- styrk stjórnarinnar sem gerði árásina. Stríðsglæpamenn Stjórn uppreisnarmanna hefur sent út tilskipun þess efnis að Sukarno forseti og allir ráðherrar hans skuli handteknir og sakaðir um stríðsglæpi. Sjafruddin forsæt isráðherra uppreisnarmanna lét hafa þetta eftir sér í dag: „Ef ég hefði Sukarno hér, mundi ég hengja hann á hæsta gálga.“ Djakarta-stjórnin tilkynnti I morgun, að herstyrkur hennar hefði tekið Dumai, eina af helztu borgunum á Mið-Súmötru þar sem olíufélögin eiga mikið af olíuvinnslustöðvum. Hefði það gerzt á miðvikudag skömmu eftir að hersveitir og fallhlífadeildir stjórnarinnar hófu árás sína á Pakan Bahru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.