Morgunblaðið - 25.03.1958, Síða 4
4
MORCVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 25. marz 1958
I dag er 84. dagur ársins.
Þriðjudagur 25. marz.
65 ára í dag. — Bjarney Guð-
mundsdóttir, Kópavogsbraut 34.
Einmánuður byrjar.
Árdegisflæði kl. 7,56.
Síðdegisflæði kl. 20,18.
Slysavarðstofa Reykjavíkur í
HeiLsuverndarstöðinni er opin all-
an sólarhringinn. Læknavörður L.
R (fyrir vitjanir) er á sama stað,
frá kl. 18—8. — Sími 15030.
Næturvörður er í Lyfjabúðinni
Iðunni, sími 17911. Reykjavíkur-
apótek, Laugavegs-apótek og
Ingólfs-apótek fylgja öll lokunar-
tíma sölubúða. — Garðs-apótek,
Holts-apótek, Apótek Austurbæj-
ar og Vesturbæjar-apótek eru öll
opin til kl. 8 daglega nema á laug
ardögum til kl. 4. — Þessi apótek
eru opin á sunnudögum milli kl.
1 og 4.
Hafnarfjarðar-apótek er opið alla
virka daga kl. 9—21. Laugardaga kl.
9—16 og 19—21. Helgidaga kl. 13—16
og 19—21. —
Næturlæknir er Ólafur Ólafss.
Keflavíkur-apótek er opið alla
virka daga kl. 9—19, laugardaga kl.
9—16. Helgidaga kl. 13—16.
Vegna smávægilegra mistaka
verður læknavakt í Keflavík ekki.
birt framvegis.
Kópavogs-apótek, Álfhólsvegi 9
er opið daglega kl. 9—20, nema
laugardaga kl. 9—16 og helgidaga
kl. 13—16. — Sími 23100.
Edda 5958325 — 1 atkv.
I.O.O.F. Rb. 1 == 1082538 Vi —
9 II.
* AFMÆLI <■
50 ára er í dag Baldvin Sigurðs
son bifreiðastjóri, Rauðalæk 41,
Bvík.
Flugvélar
Flugfélag íslands hf.: Hrím-
faxi er væntanlegur til Reykja-
víkur kl. 16:05 í dag frá Lund-
únum og Glasgow. — Gullfaxi fer
til Glasgow, Kaupmannahafnar og
Hamborgar kl. 08,00 í fyrramálið.
Innanlandsflug: 1 dag er áætlað
að fljúga til Akui-eyrar (2 fexðirj
Blönduóss, Egilsstaða, Flateyrar,
Sauðái'króks, Vestmannaeyja og
Þingeyrar. — Á morgun er áætl-
að að fljúga til Akureyrar, ísa-
fjarðar og Vestmannaeyja.
Loftleiðir hf.: — Edda milli-
landaflugvél Loftleiða kom til
Reykjavíkur kl. 07,00 í morgun
frá New York. Fór til Glasgow
London kl. 08,30.
SBS Skipin
Eimskipafélag íslands h.f.: —
Dettifoss fór frá Ventspils 23.
þ.m. til Turku og Rvíkur. Fjall-
foss kom til Rvíkur 21. þ.m frá
Gautaborg. Goðafoss fór frá
Vestmannaeyjum 23. þ.m. til
New York. Gulifoss fór frá Hafn
arfirði 21. þ.m. til Hamborgar,
Gautaborgar og Kaupmannahafn
ar. Lagarfoss fór frá Keflavík í
gærkvöld til Vestmannaeyja og
þaðan til London, Rotterdam og
Ventspils. Reykjafoss fer vænt-
anlega frá Hamborg í dag til
Rvíkur. Tröllafoss kom til Rvík
ur 22. þ.m. frá New York. Tungu
foss fer frá Vestmannaeyjum í
kvöld til Lysekil og Gautaborgar.
Skipaútgerð ríkisins: — Hekla
er á Austfjörðum á suðurleið.
Esja fer væntanlega frá Rvík í
kvöld vestur um land til Akur-
eyrar. Herðubreið kom til Rvík-
ur í gær frá Austfjörðum. Skjald
breið fer frá Rvík kl. 16 í dag
vestur um land til Akureyrar.
Þyrill er á Austfjörðum. Skaft-
fellingur fer frá Rvík í dag til
V estmannaeyj a.
Eimskipafélag Rvíkur h.f.: —
Katla er í Durazzo. — Askja fór
s.l laugardagskvöld frá Dakar á-
leiðis til Reykjavíkur.
Skipadeild S.Í.S.: — Hvassafell
er á Akranesi. Arnarfell fór i gær
frá Akureyri áleiðis til Rotter-
dam. Jökulfell fór í gær frá Kefla
vík áleiðis til New York. Dísarfell
er í Reykjavík. Litlafell er í
Rendsbui-g. Helgafell fór frá Ham
borg í gær áleiðis til íslands. —
Hamrafell fór fi'á Batumi 18. þ.
m. áleiðis til Reykjavíkur.
E|Félagsstörf
Frá Félagi áhugaljósmyndara.
Fundur í Félagi áhugaljósmynd-
ara verður haldinn n.k. fimmtu-
dag kl. 20,30 í Tómstundaheimil-
inu að Lindargötu 50. Fundarefni:
Ævar Jóhannsson flytur erindi
urn stækkun litmynda. Sýndar
verða nokkrar slíkar myndir. Sýnd
ar verða litskuggamyndir, sem fé
lagsmenn eru hér með beðnir að
koma með. Skýrt frá væntanlegri
Ijósmyndagetx-aun. Nýir félagar
geta gengið í félagar.
Kvenstúdentafclag íslands held-
ur skemmtifund í Þjóðleikhúskjall
aranum, miðvikudaginn 26. marz
kl. 20,30.
HJYmislegt
Kirkjunefnd kvenna Dómkirkju
safnaðarins heldur bazar miðviku
daginn 26. marz kl. 2 e.h. í Góð-
templarahúsinu. Verður þar fjöldi
eigulegra muna seldur fyrir lágt
verð, að því er konur í undirbún-
ingsnefnd hafa skýrt frá.
B. Gelman, Urteliaven 74, 2
Köbenhavn — Valby, Danmai'k,
óskar eftir að komast í bi'éfasam-
band við Islending, sem áhuga
hefur á frímerkjasöfnun.
Frá dægurlagakeppni F.Í.D. —
Nýju dansax'nir: 1. Nú liggur vel
á mér, eftir Indíafara, 56 atkv.
2. I faðmi nætur, eftir Roðastein,
40 atkv. — 3. 1 húminu, eftir
Þrúði, 27 atkv. — 4. Nú fagnar
hugur, eftir Heiðarbúa, 24 atkv.
— Gömlu dansarnir: 1. Harmon-
ikku-polki, eftir Góða dátann
Zweig, 143 atkv. — 2. Hopp og
hæ, eftir H. H., 71 atkv. — 3. Á
dansleik, eftir Rondó, 67 atkv —
4. Sjómannasöngui-, eftir Loka,
65 atkv.
Minningarkort Blindravinafé-
lags íslands fást á þessum stöð-
um: — Ingólfssti'æti 16, Silkibúð
inni, Laufásvegi 1, Rammagerð-
inni, Hafnarstræti 17, Víði, Lauga
vegi 166, Garðs-apóteki, Hólm-
garði 34.
Læknar fjarverandt:
Kristjana Helgadóttir verður
fjarverandi óákveðinn tíma. Stað-
gengill er Jón ,Hj. Gunnlaugsson,
Hverfisgötu 50.
Ólafur Helgason, fjarverandi
óákveðið. — Staðgehgill Karl S.
Jónasson.
Þorbjörg Magnúsdóttir verðui
fjarveranii frá 19. febr. í rúman
mánuð. Staðgengill Þórarinn
Guðnason.
Söfn
Bæjarbókasafn Reykjavíkur,
Þingholtsstræti 29A, sími 12308.
Útlán opið vii'ka daga kl. 2—10,
laugardaga 2—7. Lesstofa opin
HEIÐA
IVffyndasaga fyrir börn
88. Classen læknir hefir skýrt herra
Sesemann frá því, að Heiða gangi í svefni,
af því að hún þjáist af heimþrá. Læknir-
inn segist hafa áhyggjur af því, hversu
mögur og föl hún sé. „Það er sannarlega
kominn tími til ■ þess, að barnið komist
heim og geti lifað fi'jálsu lifi í fjallaloft-
inu, svo að hún geti orðið heilbrigð og
glöð aftur“. Faðir Klöru er reiður yfir
því, að Heiða skuli hafa verið vanrækt a
hans eigin heimili. Hann kallar þegar á
ungfrú Rottenmeier, sem móðgast mjög
af þeim ávítum, sem hún sætir. „Nú verð-
ið þér strax að pakka niður föt Heiðu
og senda hana niður til mín“, segir hann
að lokum. Heiða kemur ekki upp orði af
gleði, þegar herra Sesemann segir henni,
að nú megi hún fara strax heim.
89. Klara er mjög hrygg yfir því, að
Heiða er að fara, en hún huggar sig við
það, að faðir hennar hefir lofað henni því,
að næsta ár skuli hann ferðast til Sviss
með hana. Klara er önnum kafin, því að
hún hefir látið koma með ferðakoffort
Heiðu inn til sín, svo að hún geti sett
niður í það ýmislegt fallegt handa Heiðu.
Þegar Heiða kemur inn, hrópar hún:
„Komdu nú og sjáðu, hvað þú átt að taka
með þér heim!“ Hún sýnir Heiðu körfu
fulla af fallegum hveitibrauðum. „Þú átt
að taka brauðin með þér heim til ömmu.
og hér í koffortinu er mikið af kjóium
og ýmsu öðru.“ í ákafanum yfir að setja
niður í ferðakoffortið liggur við, að telp-
urnar gleymi að hryggjast yfir því, að
nú er skilnaðarstundin runnin upp.
90. Heiða er uppi í herberginu sínu. —
Hún ætlar að taka með sér fallegu bók-
ina frá ömmu. Hún hefir geymt hana
undir koddanum sínum, svo að Tinetta
hefir ekki fundið hana, þegar hún pakk-
aði föggur hennar niður. Tinetta hefir
heldur ekki pakkað niður gamla, rauða
sjalið hennar. Það liggur innst í klæða-
skápnum á bak við gamla stráhattinn
hennar. Ungfrú Rottenmeier hafði einu
sinni skipað svo fyrir, að fleygja skyldi
gamla stráhattinum ásamt gamla brauð-
inu, sem Heiða hafði geymt handa ömmu,
en Sebastian, sem alltaf var svo góður,
hafði bjargað hattinum og stungið honum
inn í klæðaskápinn í herbergi Heiðu. —
Heiða setur nú fallegu bókina í brauða-
körfuna, en vefur hattinum inn í rauða
sjalið, sem hún vill alls ekki sjá af.
FERDIIMAIMD
iwm i CopyrigHi P. 1. B. Box 6 CopenhaB*o ..,-'0 1-3-
|||1| N 1
Sjómaður fer í Saiid
kl. 10—12 og 1—10, laugardaga
10—12 og 1—7.. Sunnudaga, útlán
opið kl. 5—7. Lesstofan kL 2—7.
Útibú, Hólmgarði 34, opið mánu-
daga kl 5—7 e.h. (f. börn); 5—9
(f. fullorðna). Þriðjudaga, mið-
vikudaga, fimmtudaga og föstud.
kl.,6—7. — Hofsvallagötu 16, op-
ið virka d-.ga nema laugardaga,
kl. 6—7. — Efstasundi 26, opið
mánudaga, miðvikudaga og föstu-
daga kl. 5—7.
NáttúrugripasafniS: — Opið á
sunnudögum kl. 13,30—15 þriðju-
dogum og fimmtudögum kl. 14—15
Lislasafn Einars Jónasonar, Hnit
björgum er lokað um óákveðinn
tíma. —
Þjóðminjasafnið er opið sunnu-
daga kl. ’—4, þriðjudaga, fimmtu-
daga og laugardaga kl. 1—3.
Listasafn ríkisins. Opið þriðju-
iaga, fimmtudaga, laugardaga
kl. 1—3 og sunnudaga kl. 1—4.
• Gengið •
Gullverð IsL krónu:
100 gullkr. = 738,95 pappírskr.
Sölugengi
1 Sterlingspund .... kr. 45,70
1 Bandaríkjadollar.. — 16,32
1 Kanadadollar .... — 16,70
100 danskar kr........— 236,30
100 norskar kr........— 228,50
100 sænskar kr........— 315,50
100 finnsk mörk .... — 5,10
1000 franskir frankar .. — 38,80
100 belgiskir frankar..— 32,90
100 svissn. frankar .. — 376,00
100 Gyllini ...........— 431,10
100 tékkneskar kr. .. — 226,67
100 vestur-þýzk mörk — 391,30
1000 Lírur ............— 26,02
Með morgunkatfinu
Hvað haldið þér að konan yðar
segi, þegar þér komið með bráð-
ókunnugan mann til kvöldverðar?
★
Skrifstofustjórinn: — Ég þarf
að skreppa út dálitla stund, en
það er ekki þar með sagt að þér
eigið að sitja með hendur í skauti
á meðan.
Skrifstofustúlkan: — Nei, nei.
Ég þarf þess ekki. Ég er með
prjónadótið mitt með mér.
★
— Fæstar manneskjur þola að
verða ríkar.
— Nei, en það verða þær líka
ekki, sem betur fer.
★
Viðskiptavinurinn: — Get ég
fengið að :koða vönduð skrifborð?
Afgreiðslumaðurinn: — Alveg
sjálfsagt, er það nokkur sérstök
gerð sem þér óskið?
Viðskiptavinui-inn: — Já, ja, ég
vil bara að það sé verulega hljóm
mikið, þegar ég slæ hnefanum í
það.
★
— Er það ekki rétt, að konur
lifa lengur en karlmenn?
— Það á minnsta kosti við um
ekkjux'nar.
★
— Var ekki ákaflega heitt í
Afríku? spurði heimamaðurinn
sjómann nokkurn sem nýkominn
var frá Afríkuströndum.
— Jú, það geturðu sveiað þér
upp á. Við urðum að geyma hæn-
urnar í frystiklefanum, til þess
að eggin væru ekki soðin þegar
þær ui'pu þeim.
★
— Er það satt að manninn
þinn kítli ákaflega mikið?
— Þetta smáræði, hann getur
aldrei farið til klæðskera, vegna
þess og verður því alltaf að kaupa
sér tilbúin föt.