Morgunblaðið - 25.03.1958, Side 8
8
MORCTJNBLAÐ1Ð
Þriðjudagur 25. marz 1958
Frú Anna Bjarnason
fœdd T horsteinsson
Leikfélag stúdenta / Duhlin:
írskir leikþœftir
Fædd 23. 9. ’73. — Dáin 18. 3. ’58.
í DAG verður hún jarðsett í
Gamla kirkjugarðinum.
Hún var fædd á ísafirði, dóttir
Þorsteins Thorsteinsson, kaupm.
og alþingismanns, og konu hans.
Amalie, f. Löwe, frá Kudköbing
í Danmörku.
Hingað til bæjarins fluttist hún
17 ára gömul, og giftist 2 árum
seinna Niculai Bjarnason, kaup-
manni.
Þau hjón bjuggu fyrst í Kefla-
vík, þar sem Niculai var verzl-
unarstjóri fyrir Fischersverzlun,
og höfðu þau þar umfangsmik.ið
heimili. Til Reykjavíkur fluttust
þau árið 1900 og bjuggu þar
lengst af, eða rúm 50 ár, að Suð-
urgötu 5.
Þau hjón eignuðust 4 börn:
*Þorstein, kennara við Verzlunar-
skólann, Hjálmar, bankaritara,
Gunnar, skólastjóra Vélskólans
og Jóhönnu, sem látin er fyrir 2
árum. Barnabörn þeirra eru 17
og barnabarnabörn 29.
Margir munu sakna þess að
eiga ekki lengur erindi upp á loft
í Suðurgötu 5, en þar bjó frú
Anna seinustu árin, eftir að hún
fór að hafa minna um sig.
Mann sinn missti hún fyrir 10
árum, en þá kom til hennar syst-
ir hennar frú Ingibjörg Bjarnar-
son, ekkja Sigfúsar Bjarnarson,
konsúls frá ísafirði. Frú Ingi-
björg lézt fyrir 3 árum.
Eftir það bjó frú Anna ein í
heimili. Gestkvæmt var þó alltaf
hjá henni. Þangað komu börnin,
barnabörn og barnabarnabörn,
vinir og venzlafólk. Alltaf vorum
við öll velkomin til hennar og
öllum þótti okkur innilega vænt
um hana, enda voru henni með-
fæddir flestir þeir eiginleikar.-
sem gera fólk aðlaðandi. — Hún
var fríð kona og fyrirmannleg,
hæversk og geðgóð og hafði
skemmtilega kímnigáfu. Blómin
hennar og fyrirkomulagið á heim
ilinu báru vott um næma smekk-
vísi.
Fáir munu hafa umgengizt frú
önnu, að nokkru ráði, án þess
að taka eftir þeim eiginleikanum,
sem mest prýddi hana, en það
var hjálpsemi. Ef hún frétti að
einhver vina hennar þarfnaðist
einhvers, eða þurfti á hjálp að
halda, var hennar fyrsta við-
bragð ávallt að reyna óbeðin að
bæta úr eftir beztu getu.
Ekki fannst okkur, sem oftast
komum til hennar, að frú Anna
væri gömul kona, fyrr en sein-
asta árið, þegar kraftarnir voru
nærri þrotnir. Hún hafði svo
mörg áhugamál og vinnugleðin
entist henni þar til hún lagðist
banaleguna. Oft undruðumst við
kunningjar hennar, hve miklu
hún gat afkastað, þótt hendurnar
væru farnar að titra svo að hún
hafði lítið vald á þeim. En hún
var ekki vön að hlífa sér, eða
láta dragast á langinn, það sem
hún ætlaði sér að gera.
Nú er hún fallin frá, en vinir
hennar og venzlamenn munu
ávallt minnast hennar með virð-
ingu og þakklæti fyrir ríka sam-
úð hennar með mönnum og mál-
leysingjum. Hún var góð kona
og göfug og öllum hugþekk, sem
kynntust henni.
Blessuð sé minning hennar.
Frændkona.
★ ★ ★
ANDLÁTSFREGN 84 ára gam-
allar konu, sem lifað hefur mis-
jafna tíma og háð á stundum
erfiða lífsbaráttu, þarf engum að
koma á óvart. En samt mun það
stór hópur fólks, þriggja kyn-
slóða, sem lengi mun verða að
átta sig á því að samverustund-
irnar með mömmu, ömmu og
langömmu í Suðurgötu, verða ei
fleiri. Það hafa margir misst
mikið við fráfall Önnu Bjarna-
son í Suðurgötu 5.
Hún var óvenjuleg kona um
margt og kom það fram við
fyrstu kynni. Hún var gáfuð kona
og kunni á mörgu skil. Virðu-
leiki hennar var mikill og stolt
kona var hún. Hún kunm vel að
gleðjast með glöðum og skapa
kringum sig það andrúmsloft,
sem ánægjulegast er að finna á
hverju heimili. Myndarskap átti
hún í ríkum mæli og kunni í
því efni að gera mikið af litl-
um efnum. Yndislegt heimili átti
hún og þó umfram allt þægilegt
og,aðlaðandi. Þess vegna var ætt
ingjahópurinn stór sem að stað-
aldri lagði leið sína til hennar,
og þar fundu flestir til mikillar
hlýju og innileika. En umhyggj-
an fyrir afkomendum, börnum,
barnabörnum og barnabarnabörn
um svo og hjálpfýsin við alla er
hjálpar þurftu voru ríkustu eig-
inleikar hennar. Með öðrum orð-
um var hún óvenjulega heilsteypt
kona, gáfuð, virðuleg, dugleg,
hörð og góð.
Kynni okkar hófust fyrir 4 ár-
um, þá er húri stóð á áttræðu,
og var ekkja orðin. Kynnin voru
ekki orðin löng er ég hafði fund-
ið allaáðurnefndaeiginleika ífari
hinnar öldnu konu. Af hverjum
fundi við hana var eitthvað að
læra. Líf hennar, góðleiki, kraft-
ur, dugnaður og harka, er góð
fyrirmynd hverjum. Þann arf
gefur hún stórum ættingjahóp,
sem nú syrgir að samverustund-
irnar verða ekki fleiri, en hún
er nú horfin til eiginmanns, dótt-
ur, systra og jafnaldra sinna, sem
áður höfðu kvatt jarðneskan
heim.
Heimkoma hennar til æðri
heima verður án efa góð. Við-
skilnaðurinn hérna megin var
fagur. Til hinztu stundar var líf
hennar helgað þeim er eftir lifðu.
Hún er í dag kvödd hinztu
kveðju. Ég flyt henni alúðarþökk
fjölskyldu fninnar fyrir alla
sýnda umhyggju og ástúð.
A. St.
Geít veður á
Guðmundardag
GJÖGRI, Strandasýslu, 20. marz.
— Hér hefir verið þíða og stillur
síðan á sunnudag, og þykir eldra
fólkinu vænt um, að 16. marz
skyldi vera svona góður. Þá var
hinn svokallaði Guðmundardag-
ur, og hefir eldra fólkið trúað,
að vorið eigi að fara eftir þeim
degi. Ef svo er, þá þurfum við
ekki að kvíða vorinu í ár, því
að sunnudaginn 16. marz var hér
glaða sólskin og spegilsléttur
sjór.
Rauðmagaveiði hefir verið
góð síðustu daganaj og sæmilegur
afli á handfæri. Loðnan er komin
og er hún í torfum. Er því mis-
jafn afli hjá sjómönnum. Reki
hefir verið heldur meiri hér á
Ströndum í vetur en Tlndanfarna
vetur, og hefir geysilega mikið
rekið á Dröngum, en ekki hefir
verið hægt að bjarga nærri öll-
um þeim við, vegna þess hve
miklir snjómóðar liggja í fjöru
fram. — Regína.
EINS og sagt hefur verið frá hér
í blaðinu, er kominn hingað til
bæjarins leikflokkur írskra stú-
denta, þeirra erinda að sýna hér
og víðar nokkra einþáttunga eft-
ir írsk öndvegisskáld. — Vér ís-
lendingar fögnum af heilum hug
komu þessara góðu gesta, sona
og dætra þeirrar þjóðar, sem vér
teljum til mikillar frændsemi við
og höfum jafnan metið mikils.
— Margt mun svipað í fari íra
og íslendinga, svo sem þjóðtrú
þeirra og þjóðsagnir benda til og
báðar hafa þjóðirnar háð til sig-
urs langvinna og örðuga baráttu
gegn erlendri kúgun og yfir-
drottnun. — Því hafa íslendingar
jafnan borið vinarhug til írsku
þjóðarinnar og fylgzt af samúð
og skilningi með baráttu henn-
ar fyrir frelsi sínu, enda þótt
samskipti þjóðanna hafi eigi ver-
ið mikil til þessa. Á síðari árum
hafa þó kynni milli þjóðanna
glæðzt nokkuð fyrir áhrif góðra
manna með báðum þjóðunum og
er þess að vænta að koma hinna
ungu gesta vorra nú eigi eftir að
stuðla að enn nánari kynnum
vorum og menningartengslum.
Hinn írski leikflokkur hafði
frumsýningu í Iðnó s. 1. fimmtu-
dagskvöld fyrir þéttskipuðu
húsi. Voru sýndir fjórir einþátt-
ungar: Kossinn eftir Austin
Clarke, Byltingin með tunglkom-
unni (The Rising of the Moon)
eftir Lady Gregory, Kötturinn
og máninn, eftir W. B. Yeats, og
Helreiðin (Riders to the Sea)
eftir John M. Synge. — Austin
Clarke er einn á lífi þessara
skálda og er nú leiklistarráðu-
nautur Abbey-leikhússins í Dubl-
in. — Hinir höfundarnir allir
voru um langt skeið, fyrir og
eftir síðustu aldamót í allra
fremstu röð írskra leikritahöf-
unda, og Yeats hlaut á sínum
tíma Nóbelsverðlaunin. Auk þess
voru höfundar þessir miklir
leiklistarfrömuðir og stofnendur
hins víðkunna Abbey-leikhúss.
Allir voru einþáttungarnir at-
hyglisverðir, hver á sína vísu. —
„Kossinn" fjallar á nokkuð sér-
stæðan hátt um Pierrot og
Columbinu. Er það gamla sagan
um ástir og vonbrigði. — Efnið
í „Byltingunni með tunglkom-
unni“ er tekið úr frelsisbaráttu
íra. Segir þar frá lýðræðissinna,
sem sloppið hefur úr fangelsi, en
tekst að vinna lögregluforingj-
ann, sem handsamar hann til
fylgis við málstað þjóðarinnar. —
„Kötturinn og máninn“ er mjög
sérkennilegur þáttur, í japönsk-
um stíl, líkingafullur og gaman-
samur á köflum, en undir niðri
alvöruþrunginn og dulúðugur.
„Helreiðin" eftir Synge er þó
langveigamest þessara leikrita,
enda er það einn frægasti ein-
þáttungur, sem saminn hefur
verið, þótt eigi sé hann mikill'að
vöxtum. — Er þar lýst á áhrifa-
ríkan hátt og af djúpum skiln-
ingi og samúð hversdagslífi hins
snauða almúgafólks í harðri
baráttu þess við erfið og fá-
breytileg lífskjör og hversu það
með rósemi og undirgefni bregst
við hinni miskunnarlausu ásókn
dauðans, jafnvel þó að hann
höggvi ótt og títt í sama knérunn.
— „Michael has a clean burial
in the far north, by grace of the
Almighty God. Bartley will have
a fine coffin out of jthe white
boards, and a deep grave surely.
What more can we want than
that? No man at all can be living
forever, and we must be satis-
fied“, segir Maurya gamla yfir
líki sjötta sonar síns.
Það er geysisterk stemning i
þessum einþáttungi og veldur
því ekki sizt hversu náið er og
FÉLAG ÍSLENZKRA RAF-
VIRKJA hélt aðalfund sinn sl.
laugardag, 22. þ. m. Á fundinum
var lýst stjórnarkjöri, sem fram
átti að fara að viðhafðri alls-
herjaratkvæðagreiðslu, en þar
sem aðeins einn listi kom fram,
urðu trúnaðarmenn félagsins
sjálfkjörnir. Stjórn félagsins og
aðrar trúnaðarstöður, eru nú skip
aðar sem hér segir:
Félagsstjórn: Formaður: Óskar
Hallgrímsson. Varaformaður:
Auðunn Bergsveinsson. Ritari:
Sveinn V. Lýðsson. Gjaldkeri:
Magnús K. Geirsson. Aðstoðar-
gjaldkeri: Kristinn K. Ólafsson.
Varastjórn: Sigurður Sigurjóns-
son og Kristján Benediktsson.
Trúnaðarmannaráð: Einar Ein-
arsson, Kristján J. Bjarnason,
Stefán Jónsson og Marteinn P
Kristinsson. Varamenn:® Gunn-
laugur Þórarinsson, Pétur J.
Arnason, Guðjón Jónsson og Ás-
geir Sigurðsson.
Stjórn Styrktarsjóðs: Formað-
ur: Óskar Hallgrímsson. Ritari:
Páll J. Pálsson. Gjaldkeri: Óskar
Guðmundsson. Varamenn: Ás-
laugur Bj arnason og Guðmund-
ur Björgvinsson. Stjórn Fast-
eignasjóðs: Þorsteinn Sveinsson,
Kristján Benediktsson og Magnús
K. Geirsson. Endurskoðendur:
Þorsteinn Sveinsson, Ragnar
Stefánsson og til vara Matthías
Matthíasson.
Á aðalfundinum flutti formað-
ur félagsins, Óskar Haligrímsson,
skýrslu um starfsemi þess á liðnu
starfsári, sem var mjög fjölþætt.
Stærsta viðfangsefnið var bygg-
ing félagsheimilis sem félagið
hefur staðið að ásamt Múrara-
seiðmagnað sambandið milli efnis
leiksins og málsins, sem hljómar
eins og þungur undirleikur við
hinn mikla .harmleik á þessu fá-
tæklega heimili.
Leiksýning þessi var hinum
ungu leikendum til mikils sóma.
Að visu leyndi sér ekki að hér
voru „amatörar" en ekki þjálf-
aðir atvinnuleikarar að verki, en
þó fóru leikendur yfirleitt vel
með hlutverk sín, af skilningi
og góðri innlifun og hreyfðu sig
eðlilega og frjálslega á sviðinu.
— Einna athyglisverðastur þótti
mér leikur Patricks Mac Entee,
en hann fór með hlutverk í tveim
ur þáttunum og Ann O’Dwyer í
hlutverki gömlu konunnar í „Hel
reið“. Reyndar fóru allir i þeim
þætti vel með hlutverK sín.
Leikhúsgestir þökkuðu að leiks
lokum hinum ungu leikendum
góðan leik og ánægjulega kvöld-
stund, með mörgum „framköllun
um“ og dynjandi lófataki. — Vil
ég að lokum þakka þeim fyrir-
komuna í von um að við fáum
í náinni framtíð að sjá fleiri
írska listamenn á íslenzku leik-
sviði.
félagi Reykjavíkur. Verður fé-
lagsheimilið tekið til fullra nota
á yfirstandandi ári. Gjaldkeri fé-
lagsins, Magnús K. Geirsson, las
og skýrði reikninga félagsins og
gerði grein fyrir fjárhag þess.
Fjárhagur félagsins er góður. —
Skuldlausar eignir nema nú kr.
988.386.52. Eignaaukning á árinu
hefir orðið kr. 222.657.72.
Félagsmenn voru um sl. ára-
mót 358 og skiptast eftir búsetu
þannig:
Reykjavík, Kópavogskaupstað-
ur og. Seltjarnarnes: 280 (271 ár-
ið áður). Utan þessara staða 78
(84 árið áður).
Við nám í rafvirkjun og raf-
vélavirkjun á öllu landinu eru
nú 167 nemendur. Frá 1950 til
1957, að báðum árum meðtöldum,
hafa verið staðfestir námssamn-
ingar við 197 nemendur í Reykja-
vík, í þessum iðngreinum og vart
færri en 80—90 utan Reykjavík-
ur, þannig að alls munu nemend-
ur á þessu tímabili hafa verið um
300 talsins.
Sérstök félagsdeild starfar á
Akureyri og eru félagar þar 21.
Formaður deildarinnar þar er
Ingvi R. Jóhannsson.
(Frá Fél. ísl. rafvirkja).
Pyndingar Frafeka
PARÍS. — í Alsír voru 495 íransk
'ir hermenn dæmdir til refsingar
fyrir misþyrmingu á óbreyttum
borgurum í landinu 1957. Auk
þess komu 363 hermenn fyrir
herrétt, sakaðir um að beita valdi
sínu á ólöglegan hátt. Meðal
hinna síðast nefndu eru 30 liðs-
foringjar.
Sigurffur Grímsson.
Sfjárn Félags íslenzkra
rafvsrkja sjálfkjörin