Morgunblaðið - 25.03.1958, Page 20

Morgunblaðið - 25.03.1958, Page 20
VEÐRID A kaldi, léttskýjað, hiti nálægt frostmarki. 71. tbl. — Þriðjudagur 25. marz 1958 Reykjavíkurflugvöllur Sjá grein á bls. 11. Dæmdur í sextán ára fangelsi Hæstiréttur þyngdi dóminn ytir Sig- urbirni I. Þorvaldssyni, er varð stúlku að bana i Hveragerði 1 GÆRMORGUN kvað Hæsti- réttur upp dóm í máli því, sem ákæruvaldið höfðaði gegn Sigur birni Inga Þorvaldssyni, er í ársbyrjun 1957 réði ungri stúlku bana í Garðyrkjuskóla ríkisins í Ölfusi. Var Sigurbjörn Ingi, sem nú er 26 ára, dæmdur í 16 ára fangelsi. Þyngdi Hæstiréttur verulega dóminn, en í undirrétti var sakborningur dæmdur í 12 ára fangelsi. Dómur þessi í Hæstrétti er hinn þyngsti, sem upp hefur ver ið kveðinn síðan núgildandi refsilög tóku gildi. Grein sú í hegningarlögunum, sem verkn- aður Inga varðar við, er svo- hljóðandi: „Hver, sem sviptir annan mann lífi, skal saeta fang- elsi ekki skemur en 5 ár, eða ævilangt". í V. kafla um refsingar segir í 34. gr. að dæma megi menn i ævi langt fangelsi eða um tilskilinn tíma, og þá ekki skemur en 30 daga og ekki lengur en 16 ár. Þess mun ekki dæmi síðan hegn ingarlögin voru sett að sakborn- ingur hafi verið dæmdur í ævi- langt fangelsi. í forsendum dóms Hæstarétt- ar í máli þessu segir á þessa leið: „Eftir uppsögu héraðsdóms Fálki hremmir enn önd á Tjörninni FÁLKANUM, sem tók stokkönd ina af Tjörhinni fyrir nokkru, virðist hafa nú orðið það ljóst, að ekki þarf mikið áræði til þess að hremma bráð þar. í gærmorgun um 8 leytið sá maður, sem vinn- ur í Völundi, Franz Arason, stór- an fálka koma fljúgandi utan af Flóa inn yfir bæinn. Eftir nokkra stund kom fálkinn aftur, og virtist Franz hann þá taka sig upp af Tjörninni. Fálkinn var ekki tómhentur því í klónum bafði hann stóra önd og tók nú stefnuna út í Engey. Má ætla, að hér sé um sama fálka að ræða og hremmdi stokköndina, sem frá var sagt fyrir nokkru. hafa framhaldspróf verið háð í málinu og vitni verið eiðfest sem héraðsdómara hafði láðst að láta vinna eið að vætti sínu. Það er sannað, að ákærði hleypti af ráðnum hug skoti úr byssu á stúlkuna Conkoi'díu Jónatansdóttur hinn 6. janúar 1957 í eldhúsi Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi, en eigi þykir verða staðhæft, að hann hafi verið fullráðinn að fremja verkið, fyrr en hann kom inn í eldhúsið, þar sem stúlkan var fyrir. , Conkordía lézt örskömmum tíma síðar af afleiðingum skot- sársins. Verknaður ákærða varð- ar' við 211 gr. hegningarlaga nr. 19/1940, og þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi 16 ár. Ákvæði héraðsdóms um frá- di'átt á vist ákærða í gæzluvarð- haldi frá refsingu, um sviptingu Brezkur togari enn lekinn í landhelgi FRÉTTARITARI Mbl. : Seyðis- firði símaði í gær, að varðskipið Þór hafi enn komið þangað í gær með brezkan togara, sem kærður er fyrir að hafa verið í land- helgi. Hér er um að ræða Hull- togarann Junella, skipstjóri John F. Leighton. Það var seint á laugardags- kvöld, sem varðskipið kom að hinum brezka togara við Lóns- bugt milli Eystrahorns og Vestra horns. Dimmt var orðið og hvasst, hálfgerð slydda og skyggni lélegt. í ratsjá varð- skipsins kom í ljós, að togarinn var um V2 sjómílu fyrir innan línu. Vegna þess hversu skyggni var slæmt, gátu varðskipsmenn eigi greint hvort togarinn var að veiðum þarna. Er þeir komu um borð í togarann, kom í ljós, að hann var með óbúlkuð veiðar- færi og fiskur var á þilfari. Leighton skipstjóri gerði ekki athugasemdir við staðsetninguna, en neitaði eindregið að hafa ver- ið þarna að veiðum. 14 ára drengur bjargar 10 ára dreng frá drukkmin STYKKISHÓLMI, 24. marz. Um hádegisbilið á laugardaginn var 10 ára drengur. Snæbjörn Jóhannsson að nafni, hætt koin- inn, er hann féll í höfnina út af hafskipabryggjunni. Var honum bjargað af 14 ára dreng. Var hann þá meðvitundariaus orðinn. Tildrög slyssins voru þau, að Snæbjörn litli var að hjóla á reiðhjóli um hafskipaDryggjuna, en úti á enda hennar mun hann hafa rekið hjólið utan i og misst jafnvægið. — Vai hann þá svo framarlega á brye._,junni, að hann féll fram aí i ofan í höfnina, en lágsja. . Þetta var mikið fall og . . j hlaut drengurinn allmhv,.... .vurð á höfuðið. Hann var n.uu^itundar- laus er á slysstaö Dar 14 ára dreng, Jakob Sigurbjörnsson. Kastaði hann sér þegar til sunds réttinda og málskostnað í héraði eiga að vera óröskuð. Ákærði greiði allan áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar sem tal- in málflutningslaun sækjanda og verjanda í Hæstarétti, kr. 6000.00 til hvers. Það athugast, að eigi verður séð, að héraðsdómari hafi tekið í sínar vörzlur skotvopn það, sem ákærði framdi verknaðinn með“. Byssuna, sem um er getið í forsendum Hæstaréttardómsins, fékk Sigurbjörn Ingi lánaða. Eigandanum sagði hann að kálf ur hefði fótbrotnað í fjósinu á Garðyrkjuskólanum og bað um að fá hana lánaða til þess að aflífa kálfinn. Manninum þótti skýringin eðlileg, lánaði Sigur- birni byssuna svo og þrjú skot i hana. 23 Hienn gengu í Óðin MÁLFUNDAFÉLAGIÐ ÓÐINN hélt félagsfund s. 1. sunnudag í Sjálfstæðishúsinu. í upphafi fund arins voru lesnar upp inntöku- beiðnir frá 23 mönnum og voru þær allar samþykktir. Rætt var um félagsmál og voru umræður hinar fjörugustu. Óð- inn er tuttugu ára 29. þ. m. og gefur féalgið út afmælisrit í til- efni þes?. Auk þess verður af- mælisins minnzt með hófi n. k. föstudag. Eins og skýrt hefir verið frá í fréttum, laskaðist stýri strand- feröaskipsins Esju í höfninni á Patreksfirði fyrir nokkru. En þótt stýrið yrði ónothæft, komst Esja hjálparlaust hingað til Reykjavíkur. Þar sem skipið er búið tveimur skrúfum, er í slíkum neyðartilfellum hægt aó stjórna því að allverulegu leyti með skrúfunum, sem þá er beitt sem stýri. — Myndin sýnir hversu stýri skipsins var illa farið, þegar Esja var tekin upp í slipp hér í Reykjavík. 2 leiðir til bjorgunar norska sjómanninum: Með lítilli þyrilvœngju Russe/ eða Meistaravík frá HMS stórri frá Jakob Sigurbjörnsson og gat bjargað drengnum og dregið hann að landi. Þykir mönnum Jakob hafa sýnt hið mesta snarræði og karlmennsku. Svo var af Snæbirni dregið, að það tók nokkurn tíma að koma honum aftur til meðvitundar. Foreldrar Jakobs eru þau Soffía Pálsdóttir og Sigurbjörn Krist- jánsson sjómaður. —Á.H. HAFNARFIRÐI, — Netjabátarn- ir hafa fiskað fremur vel síðustu daga. Sérstaklega hefir þó einn þeirra, Hafnfirðingur, aflað vel. S. 1. laugardag kom hann t. d. með 40 tonn, sem er það mesta, er einn bátur hefur fengið á ver- tíðinni. Annars hefur hann oft fengið 15 og upp í 20 tonn. Ágúst kom af veiðum á sunnu- daginn og var með karfa. Hinir togararnir eru allir á veiðum. —G. E. Bókaupphoð í dag í dag heldur Sigurður Benedikts son bókauppboð í litla salnum í Sjálfstæðishúsinu. Seldar verða 100 bækur, þ. á. m. Biblíumyndá bók, gefin út í Skálholti 1695, („Schemato^raphia Sacra“), ýmsar fáséðar rímur, m. a. eftir Snorra Björnsson, Sigurð Breið- fjörð. Árna Sigurðsson, Davíð Scheving og Hannes Bjarnason, Ijóðmæli og leikrit Sigurðar Pét- urssonar, þrjár af elztu bókum Halldórs Kiljan og skemmtisaga eftir Þorlák Ó. Johnsen kaup- mann: Mínir vinir, gefin út í Reykjavík 1879. Einnig verður ferðabók Þorvalds Thoroddsen seld, ásamt Lýsingu Islands og Landfræðisögunni. — Bækurnar eru til sýnis kl. 10—4 í dag, en uppboðið hefst kl. 5. Árekstur í gær KL. LIÐLEGA tólf á hádegi í gær, ók maður nokkur eftir Miklubrautinni og sveigði inn á Lönguhlíð. Var mann þá svo óheppinn að rekast þar utan í vörubíl. Bíllinn hans skemmdist nokkúð við þetta. Er sennilegt talið að maðurinn á vörubílnum hafi ekki orðið þessa var, því að hann ók áfram leiðar sinnar, en manninum tóKst ekki að greina númer hans. Vill rannsóknarlögreglan biðja vöru- bílstjóra þann, sem hér á hlut að máli, að gefa sig ftam. í GÆR hafði enn ekki tekizt að bjarga hinum slasaða sjómanni af norska selveiðiskipinu Drotl í Dumbshafi. Það var á fimmtu- daginn sem hjálparbeiðni barst fyrst frá skipinu, en þegar flug- vélar frá varnarliðinu á Kefla- víkurflugvelli náðu radíósam- bandi við hið norska skip á sunnu dag, hélt skipstjórinn fast við þá ósk sina að hinn slasaði mað- ur yrði fluttur frá skipinu ef hægt væri. Hann væri mjög illa fótbrotinn og liði þjáningar. Nú er aðstaðan slík, að sel- veiðiskipið Drott er fast í ísnum nærri 500 km norður af íslandi og nærri 100 km undan austur- strönd Grænlands. Er nú unnið að því að undirbúa úr tveimur áttum björgun sjómannsins. Brezka eftirlitsskipið Russel og norska eftirlitsskipið Draug mætt ust í gær við ísröndina um 140 km frá selveiðiskipinu. Er það of mikil vegalengd fyrir hina litlu þyrilvængju sem er um borð í HMS Russel. Hvorugt þessara eftirlitsskipa er til þess fallið að sigla um ís, en þær fréttir bár- ust þó í gær, að með tilliti til þess hve veður er stillt á þessum slóðum muni skipstjórinn á HMS Russel hafa í hyggju að sigla nokkurn spöl inn í ísinn til að stytta flugleiðina fyrir þyril- vængjuna. í því skyni hafði sér- stakur leiðsögumaður komið um bórð í Russel frá norska viðgerð- arskipinu Salvador, sem er á þess um slóðum. Máske eru þó meiri líkur til þess, að aðrar björgunar- aðgerðir heppnist, sem banda- ríska varnarliðið á Keflavík- urflugvelli er að framkvæma. í gær flutti risastór Globe- master flugvél þyrilvængju frá Keflavíkurflugvelli til flugvallarins í Meistaravík í Grænlandi. Þessi þyrilvængja er miklum mun stærri og þol meiri heldur en litla krílið sem sett var um borð í HMS Russei. Var þess vænzt að þessi stóra þyrilvængja yrði samsett og tilbúin að leggja af stað í björgunarflug kl. 10 árdegis í dag. Þegar þyril- vængjan leggur af stað munu Skymaster-björgunarflugvélar af Keflavíkurflugvelli fylgj- ast með henni og vísa henni leiðina. Mun vera um 150 km leið frá Meistaravík til hins norska selveiðara. I skeyti frá NTB segir að hin litla þyrilvængja um borð í HMS Russel hafi snemma á mánudagsmorgun gert tilraun til að sækja hinn slasaða norska sjómann, Bent Arnt- zen. Þyrilvængjan hafi þó orð- ið að gefast upp, vegna þess að vegalengdin frá ísröndinni til selveiðiskipsins Drott var of löng fyrir þol þyrilvængj- unnar, enda liggur Drott 74 sjómílur inni í ísnium en þyril- vængjan getur aðeins flogið 100 milna leið í áfanga. Ný framhaldssaga í DAG hefst í blaðinu ný fram- haldssaga, sem nefnist „TKX svarar ekki“. Hún er eftir franska blaðamanninn og rithöf- undinn Jacques Remy og fjallar á skemmtilegan og spennandi hátt um það hvernig nauðstaddri skipshöfn á íshafinu, norður af íslandi, er komið til hjálpar af fórnfýsni og mannúð margra einstaklinga með aðstoð nútíma tækni. Hér var sýnd ekki alls fyrir löngu kvikmynd sem nefndist „Neyðarkall af hafi“. Sú mynd var í meginatriðum byggð á sögu þessari, enda þótt víða hafi verið vikið frá þræði hennar, eins og títt er í kvik- myndum. Sú nýbreytni verður höfð við birtingu þessarar sögu, að myndir úr kvikmyndinni verða birtar með sögunni — og er að vænta að slíkt verði til þess að auka ánægjuna af lestr- inum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.