Morgunblaðið - 03.04.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.04.1958, Blaðsíða 8
> 8 MORCVlSTtJ 4 fí 1Ð Fimmtudagur 3. apríl 1958 legt mannvirki. Hún lýsir miklum stórhug og dugnaði. 75.000 tonn á ári Ársframleiðslan af sementi verður a. m. k. 75 þús. tonn. Er þá miðað við að verksmiðjan vinni nótt sem dag. Þar sem flutningur á efni er svo veigamikið atriði í framleiðslunni, verða alls staðar þar, sem því verður komið við, höfð flutningabönd og öflugar lcftdælur, sem flytja hráefnin, hálfunnin efnin og fullunnið sementið, frá einum stað til ann- ars, eftir því, sem með þarf. En geysimikill krani verður hér einn ig að verki, og er nú verið að setja hann upp. Hann mun færa til yfir 200 þúsund tonn efnis á ári. Verksmiðjan þarf þar alls um 50 manns til að vinna beint að sjálfri sementsframleiðslunni í vélasölum verksmiðjunnar. En sleppt er efnafræðingi, starfs- fólki í rannsóknarstofum, skrif- stofufólki og fleira. Alls munu vinna við verksmiðjuna 70—80 manns, þegar vinnsla er hafin af fullum krafti. Horft í land af þilfari Akraborgar. Turnbyggingin lengst til hægri hússins er skrifstofu- og rannsóknarstofubyggingin. er sementsgeymsla. Byggingin milli hans og stóra geymsiu- (Ljósmyndir: Gunnar Rúnar Ólafsson) FYRIR um tveimur árum var á Akranesi byrjað að grafa fyrir •hinni miklu Semeiitsverksmiðju ríkisins. Hún er mesta mannvirki, sem byggt hafur verið fyrir Is- lendinga, og hún verður stærsta iðnfyrirtæki landsins. Verksmiðj- an, er um langt árabil, hefur ver- ið einn hinna mörgu óskadrauma framsýnna íslendinga, á vafalít- ið eftir að renna stoðum undir enn meiri framfarir í landinu, og mætti þar til nefna vegagerð. — Steinsteypt bílabraut milli Reykja víkur og Akureyrar, er ef til vill ekki svo ýkjalangt fram undan. Við munum sjálfir framleiða allt það sement, sem þarf til húsbygg- inga í landinu, hvort heldur er til íbúða- eða vegna atvinnuveg- anna. Þannig mætti lengi upp telja. Það er áætlað, að senmei.-s- verksmiðjan muni kosta kringum 120 milljónir króna. 1 marzmánuði 1956 tókst þáver andi forsætis- og atvinnumálaráð herra, Ólafi Thors, að afla fjár til meginhluta hins erlenda kostn- aðar til sementsverksmiðjunnar. Og í framhaldi af því vo£U í apríl mánuði það sama ár, gerðir samn ingar um vélakaup verksmiðjunn- ar. Og það var svo í maílok 1956 að byggingarframkvæmdir hófust fyrir alvöru við verksmiðjuna. Áð ur hafði ráðherranum tekizt að fá nokkurt fjármagn til byggingar- innar, svo að hægt var þá að hef ja undirbúningsfrámkvæmdir, þar á meðal fé til sandtöku úr Faxa- flóa, en það tókst með ágætum árangri þegar árið 1953. Vélakostur sementverksmiðjunn ar er allur smíðaður í Danmörku Tanuhjóiið sera snýr kvcrnunum er engin smásraiði sem fyrir heimsfrægð nýtni véla hjá vélaverksmiðju, löngu hefur hlotið fyrir gerð, gæði og sinna. Þetta fyrirtæki, sem hefur útibú víða um heim, er nú að byggja senmentsverksmiðjur í 30 til 40 löndum. Er hér um að ræða hið risastóra verksmiðjufyrirtæki F. L. Smidth & Co í Kaupmanna- höfn. Farið upp á Akranes Einn af tíðindamönnum Mbl. brá sér upp á Akranes um dag- inn ásamt Gunnari Rúnari Ólafs- syni ljósmyndara, til þess að sjá hversu áfram miðar byggingar- vinnunni við sementsverksmiðj- una. Dr. Jón Vestdal, fram- kvæmdastjóri verksmiðjunnar, var ekki staddur þar efra í það skiptið, en hann hefur haft yfir- umsjón með öllum byggingarfram kvæmdunum, allt frá því fyrst var hafizt handa. Það munu ýmsir hafa velt því fyrir sér hvað valdið hafi því, að sementsverksmiðjan hkyldi stað- sett á Akranesi. Þar mun hafa ráðið algerum úrslitum, hversu vel staðurinn liggur við skelja- sandtöku til verksmiðjunnar úti í Faxaflóa, og líparítsnámsins í Hvalfirði. Sementsverksmiðjan er kipp- korn fyrir austan sjálft hafnar- svæði Akraness, og er komið að blágrárri nýtízkulegri skrifstofu- byggingu verksmiðjunnar, þegar ekið er eftir Mánabraut. — Allar hinar feikilegu byggingar sements verksmiðjunnar og athafnasvæði hennar, sem liggur meðfram sjón- um, á um það bil 70 metra breiðri spildu, er alls kringum 4 hektar- ar, en að auki er svo útskipunar- bryggja um 200 metra löng. Rætt við verkfræöing frá F.D.S. Hvert sem litið var, mátti sjá verkamenn og iðnaðarmenn að störfum. Danskan verkfræðing frá sementsvélaverksmiðjunni F. L Smidth,, Henriing Winther að nafni, hittum við í skrifstofu sinni. Þar hafði hann beðið iengi morguns áiangursiaust eftir sím- tali við Kaupciannahöfn. Hinn ungi verkfræðingur kom hingað frá Póllandi fyrir tæpu ári. Þar hafði hann einnig annast upp- setningu á vélum í stórri verk- smiðju. Þar kynntist hann hinni pólsku konu sinni. 1 Varsjá fædd ist rúmlega dtsgömui hnáta þeirra hjóna. Winthex verkfræðingur rabbaði við okkur nokkra stund, og gekk hann með okkur um vinnu svæðið og byggingarnar, sem í smíðum eru. Hér hafa menn lát- ið hendur standa fram úr erm- um, sagði hann. Sementsframleiðsla er orðið gömul og gróin. Næsta sumar, þeg, ar við verðum væntanlega byrjað I ir hér í sementsverksmiðjunni að framleiða sement, verður sements verksmiðja ein austur í Póllandi 100 ára. Grundvallaratriði í se- mentsframleiðslunni hafa lítið breytzt á þessari öld. Það, sem breytzt hefur og það stórkostlega, eru framleiðsluhættir. Sjáið þið til, sagði verkfræð- ingurinn. — Aðalatriðið við se- mentsframleiðsluna er sem skjót- astur og öruggastur flutningur efnis til verksmiðjunnar og síðan innan veggja hennar sjálfrar á hinum ýmsu stigum framleiðsl- unnar. Þessi sementsverksmiðja hér á Akranesi verður ekki stór á al- þjóðlegan mælikvarða. En eftir hérlendum aðstæðum er hún feiki- Yður er að sjálfsögðu kpnnugt um það, sagði Winther verkfræð- ingur, er við vorum komnir út að hinum mikla skeljasandsþyng, að efnið í sementið er allt innlent, að slfepptu gipsi, sem mun verða keypt í Póllandi. 1 þessum skelja sandsbyng, sem hingað var dælt fyrir nokkrum árum, má ég segja að sé um 200 þús. tonn af skelja sandi. Það magn mun vera álíka mikið og allir „Fossarnir" ykkar flytja af vörum yfir árið. Þessi sandur á að nægja til svo sem 18 mánaða framleiðslu yerksmiðjunn ar. Uppi í Hvalfirði, að norðan- verðu við fjörðinn, nokkurn spöl frá olíustöðinni, austan Blá- skeggsáls, eru líparítnámur fyrir verksmiðjuna. Þar eru bygginga- framkvæmdir í fullum gangi, og innan skamms verður farið að koma mulningsvélum þar fyrir. Henning Winther, verkfræðingur frá F. D. S. — Reykháfurinn mikli í baksýn. Þegar verið var að ljúka við að steypa reyk- háfinn upp, var fárviðri svo að hann rambaði til og frá í veðrinu. Einn mannanna sem þar var uppi varð all-lasinn af „sjóveiki“ þegar þetta gerðist. Mun það vafaiaust vera fátítt að menn fái aðkenningu af sjósótt á þurru landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.