Morgunblaðið - 03.04.1958, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.04.1958, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 3. apríl 1958 iw n n n v v r r 4 » i ð 17 Fimmtugur á föstudag: Bjarni M. Císiason rithöfundur HNELLINN, samanrekinn ber ur og hafa helztu bókmennta- gagnrýnendur Dana farið mjög lofsamlegum orðum um rit hans. Má þar til nefna Glimt frá Nord, 1937 (er hefur komið út í 2. út- gáfu), Ekko fra Tankens Fast- land, 1939, Rejser blant Frænder, 1940 (meðal Suðurjóta, Svía og hann svip íslendings, er hefur unnið baki brotnu frá í æsku, stundað sjómennsku og sveita- vinnu á uppvaxtarárum, en fengið auk þess í arf þrautseigju og fá þeim forfeðrum, er urðu að þola hverskonar áþján á und- anförnum öldum. Fyrra helming ævi sinnar dvaldist Bjarni á ís- landi, en síðara helming hefur hann búið í Danmörku. Danir eru velmenntaðir, kurteisir og hóg- værir í framgöngu og má sjá þess merki, að hinn þrekvaxni íslendingur hefur lært að færa sér 1 nyt marga hinna góðu kosta Dana. Bjarni fæddist að Stekkj- arbakka í Tálknafirði í Vestur- Barðastrandarsýslu 4. apríl 1908. Bjuggu foreldrar hans Gísli Barnason og Ingveldur Jónsdóttir þar í litlu koti. Faðir Bjarna drukknar, meðan sonurinn er í vöggu og móðirin deyr nokkrum árum síðar, og er þá sveininum komið fyrir hjá hjónum á Hval- látrum, norðan Látrabjargs, en 11 ára gamall kemst hann til skyldfólks síns í Reykjavík. Hann býr við kröpp kjör, fer um ferm- ingu austur í sveitir og stundar þar venjulega vinnu, rær eina vertíð í Vestmannaeyjum, fer norður á síldveiðar, lendir í jsiglingum á norsku skipi og ger- ist nokkur ár matsveinn á togar- anum Geir í Reykjavík. En í brjósti þessa unga sveins lifir sár harmur að geta ekki notið þeirrar menntunar, er hann þráir — og loks tekur hann þá ákvörðun að hverfa til Dan- merkur og leita sér þar mennt- unar á lýðháskóla. Hann gefur út fyrstu ljóðabók sína 1933: Ég ýti úr vör, en 1934 er hann kom- inn til Askov. Hann leggur fyrst kapp á að læra dönsku til hlítar og kynnast danskri menning að fornu og nýju. Sjóndeildarhring- urinn stækkar smám saman, hann kynnist menningarlífi hinna Norðurlandaþjóðanna, fer að fást við ritstörf og kennslu, flytur fyrirlestra víðsvegar um Danmörku og semur margar bæk ur á dönsku og hefir haldið þess um störfum áfram i aldarfjórð- ung. Hann sezt að í smábænum Ry á Jótlandi, en þar er lýðhá- skóli og flyzt síðan til Asnæs á Sjálandi, en 1951 kvænist hann ágætri danskri konu, Inger Ros- ager, sem hefir lokið bæði stú- dents- og kennaraprófi og fær hún kennarastöðu í Asnæs. íslend ingar eiga þessari konu margt að þakka. Hagur Bjarna batnar nú mög, hann fær fófestu í líf- inu og getur nú lifað fyrir hugð- arefni sín betur en áður. En sama ár og hann kvænist kemur út danska nefndarálitið um kröf- ur íslendinga í handritamálinu og nú tekur Bjarni þá ákvörðun að gerast forvígismaður fslendinga í þessu mikilsverða máli, og er óhætt að fullyrða, að honum er að miklu leyti að þakka, að fjöl- xnargir Danir, bæði lýháskóla- menn og aðrir, hafa á síðustu árum snúizt til fylgis við mál- Stað íslendinga. Þótt enn kunni að líða nokkur ár, þangað til handritin koma heim, er aðeins um stundarbið að ræða, þvi að bæði er, að íslendingar munu aldrei sleppa réttmætum kröfum SÍnum og eins munu Danir smám saman vitkast í þessu máli, er árin líða. Bjarni M. Gíslason er sjálfur vinsæli meðal Dana og mikils- metinn sem skáld og rithöfund- HÖRÐUR ÖI.AFSSON máiflutningsskrifstofa. Löggiltur dontuikur og skjal- þýðandi í ensxu. — Austurstræti trúa og Barna M. Gíslason i Dan mörku til að skýra mál þetta fyrir almenningi og afla fylgis hinum íslenzka málstað. Um leið og ég flyt honum kveðjur mínar og þakkir og hamingjuóskir, er ég viss um, að ég tala einnig fyrir munn allrar íslenzku þjóðarinn- ar. Vor bezta ósk er sú, að hann eigi eftir að lifa það, að öll ís- lenzk handrit i Danmörku verði flutt heim til íslands, heim til þess lands, þar sem ritin voru samin og skráð. Alexander Jóhannesson. (Frá fréttaritara Morgun- blaðsins á Jótlandi). í DÖNSKUM blöðum hafa þegar birzt margar greinir í tilefni af fimm'tugsafmæli Bjarna M. Gísla- sonar. Hann er hylltur fyrir að vera óþreytandi forvígismaður íslands, góður vinur Danmerkur og ötull brautryðjandi norrænna hugsjóna. Meðal þessara greina birtist ein í „Höjskolebladet“, og er hún eftir hinn ágæta kennara við lýðháskóiann í Askov, dr. phil. Holger Kjær. Hún er á þessa leið: — íslendingar kæra sig ekki að taka erlend orð inn í tungu sína, og þeir hafa valið sitt sérstaka nafn í staðinn fyr- ir Gesandt eða Ambassador. Þeir Slíkan sendiherra hefir Ísland í Kaup- mannahöfn, en auk þess á það efter I annan sendiherra, sem af eig- ' in hvöt og á eigin ábyrgð hefir verið meðalgöngumaður Dana og Íslendinga. Þessi maður er Bjarni Gíslason. Og þar sem hann verður nú fimmtugur hinn 4. apríl, þá á það vel við ,að lýð- háskólinn og lýðháskólamenn Finna og um samband íslands og Danmerkur), De gyldne Tavl, 1944—45 (stór skáldsaga, er kom- um ið hefur út á íslenzku 1954: Gulln ar töflur, í þýðingu Guðmundar Gíslasonar Hagalíns), Island ,, under Besættelsen, 1946, bók uml“ih_an\s“dl|1®a; hinn merka rithöfund og mennta frömuð Dana Jörgen Bukdahl, 1949, Islands Litteratur Sagatiden, 1950, og ljóðasafnið Stene pá Stranden 1951. Er þá ónefnt það rit, er ætíð mun verða talið merkast, bók hans um handritamálið. Þegar nefndarálitið danska, er áður hefur verið minnzt á, kom út < sendi honum kveðju og þakki 1951, blöskraði Bjarna meðferð dönsku fræðimannanna á sann- leikanum í handritamálinu. Hann tók sig þá til og kynnti sér allt honum fyrir, að hann hefir aukið þekkinguna á íslandi og íslenzkri menningu meðal vor, jafnframt því sem hann hefir stutt að þekk þetta mál niður í kjölinn við ingu á dönsku þjóðlífi og dönsku RAGNAR JÓNSSON hæstaréttarlogmaður. Laugaveg, 8. — Sími 17752. Lögiræðistörf. — Eignaumsýsla. margra ára rannsóknir og gaf síðan út bók sína 1954: De is- landske hándskrifter stadig aktuelle. Furðaði marga á við lestur þessarar ágætu bókar, hve ítarlega Bjarni hafði rannsakað þetta mál og náð föstum tökum á því og hve rökviss hann var í málflutningi sínum. Bók þessa gaf hann síðan út aftur með nokkrum leiðréttingum og við- bætum. Hefur staðið allmikill styrr um þessa bók í Danmörku, bæði með og móti, en höfundar danska nefndarálitsins hafa enn ekki séð sér fært að svara Bjarna. í þessari deilu stendur nú Bjarni og ritar greinar og heldur fyrir- lestra um þetta mál víðsvegar í Danmörku og hefur auk þess brugðið sér til annarra Norður- landa og skýrt málið þar. íslendingar hafa orðið fyrir sárum vonbrigðum af hálfu Dana í þessu máli. Eins og öllum má ljóst vera, að íslenzk handrit, samin á íslenzku af íslendingum um íslenzk og norræn efni eiga hvergi annarsstaðar heima en ó íslandi, eins furða menn sig á, að þröngsýnir danskir háskóla- menn skuli á mjög ósæmilegan hátt halda uppi þrefi og deilum í þessu viðkvæma máli íslend- inga. Vér íslendingar getum fagn að því að eiga jafn ágætan full- hugarfari meðal landa sinna — einmitt á þeim tíma er misskiln- ingur á svo auðvelt að rugla al- menna dómgreind. Þegar þess er gætt hve lengi Danmörk og Island voru tengd, þá er dapurlegt að hugsa til þess hve nauðalítið flestir Danir vita um Island og íslenzka sögu. Hér hefir sannarlega verið þörf á fræðslu, og hana hefir Bjarni tekið að sér. Hann hefir gert það með sögum sínum, ljóðum, fræðsluritum um íslenzkar bók- menntir og sögu og nú seinast með bókinni um íslenzku hand- ritin, en einnig með fyrirlestr- um sínum víðs vegar um landið. Bjarni hefir það fram yfir marga af sínum ágætu löndum, að hann gjörþekkir hina dönsku þjóð, er hann hefir snúið máli sínu til. Og hjá Bukdahl hafði hann lært að skilja þá hreyfingu, sem stend- ur að baki lýðháskólanna. Eftir margs konar misskilning, sem sprottinn er af mistökum fortíðarinnar og hleypidómum nútíðarinnar, virðist nú rofa fyr- ir gagnkvæmum skilningi milli íslands og Danmerkur. Margir hafa unnið að því, bæði hér og á íslandi, en einum manni erum vér lýðháskólamenn þó þakklát- astir, og þessi maður er Bjarni M. Gíslason, hinn alþýðlegi sendiherra íslands. Ódýr páskablóm Blóma og matjurtafræið komið SjÖtugur a föstudag: Jóhannes lónsson Gauksstöðum í GARÐUR, suður, hefir um alda- í Garði og þangað heim hefir bil verið einhver blómlegasta hann flest ár flutt aflaföng sín byggðin á Suðurnesjum. Ber þar til vinnslu og verkunar. tvennt til. Sveitin ber af öðrum EfUr að Jóhannes lét af sjó. á Reykj anesskaga um gróðurfar. mennskUj hafa synir hans haft Undan ströndinni eru einhver hin með höndum formennsku á bát- beztu fiskimið við Island. Hefir um hans 0g farnast vel. Frá þess- um tímamótum hefir hann sinnt útgerðarstjórninni í landi og unn- ið að og séð um heimflutning, aðgerð og verkun á aflanum, ver- tíðarfiski og síld til söltunar á haustin. Hefir þar verið um all- mikil umsvif að ræða, en orðlögð er vandvirkni við vinnu og frá- gangur hans. Síðastl. 3 ár hefur Jóhannes notið aðstoðar Þor- steins sonar síns við þessi um- svif, en Þorsteinn hafði á sínum tima tekið við formennsku af föður sínum, þar til þetta bar að, en enn annar sonur Jóhannesar tók við af Þorsteini og gegnir starfinu með mestu prýði. Jafnframt sjávarútvegi, hefir Jóhannes rekið landbúskap á jörð sinni frá upphafi, og er hann því útvegsbóndi í þess orðs beztu merkingu. Viðbrugðið er snyrti- mennsku í umgengni á Gauks- stöðum úti og inni og jafnt um fiskvinnslu og landbúnað. Ýmsum trúnaðarstörfum hefir Jóhannes gegnt og er hann þó mjög hlédrægur og keppir ekki að mannvirðingum. í sóknar- nefnd Útskálaprestakalls hefir hann átt sæti árum saman, enda emlægur trúmaður og lætur sér annt um kirkju sína og kristni. Hann hefir alla ævi verið bind- indismaður á vín og er góðtempl ar. Hefir hann verið í því efni hinn hollasti félagsmaður og gegnt þar embættum. Þá hefir Jóhannes um langt árabil verið í stjórn Útvegsmannafélags Gerðahrepps og mætt á vegum þess á aðalfundum L.f.Ú. Kvæntur er Jóhannes hinni ágætustu konu, Helgu Þorsteins- dóttur Gíslasonar frá Meiðastöð- um. Af Meiðastaðaætt eru komn- ir fjölmargir af mikilhæfustu sjósóknurum og aflamönnum þessa lands. — Þau giftust 21. des. 1912. Hafa þau alla sína bú- skapartið verið samhent og heimilisbragur á heimili þeirra frábær. 14 barna hefir þeim orð- ið auðið. Tvó iétust á unga aldri, en upp komust 6 dætur og 6 syn. ir, allt hið mannvænlegasta fólk. Gott er að minnast góðra manna á merkum tímamótum. Jóhannes á Gauksstöðum er drengur góður, prúðmenni og ljúfmenni. Eigi bregður hann skapi, þótt í móti blási, eins og oft vill verða um kjör manna, sem fást við áhættusöm störf og atvinnurekstur. Eitt höfuðein- kenni Jóhannesar er broshýrt viðmót, hlýja og æðruleysi. Með þessum eðliskostum og með stoð hinnar ágætu eiginkonu hefir honum auðnast að leysa af hendi merkilegt starf á liðnum áratug- um sem sjómaður, útvegsmaður, bóndi og faðir og uppalandi stórs barnahóps, sem reynzt hefir hið bezta. Hann lætur lítt eða ekki á sjá þótt ævin sé alllöng orðin og ber þess ekki merki, að hann sé sjötugur orðinn. Á þessum merku tímamótum árna hinir fjölmörgu vinir hans honum xangra lifdaga og þess, að fjoi- sKymunni allri megl vei rarnast um ókomin æviár. Vinir. þetta haft mikla þýðingu fyrir hag héraðsmanna, meðan sjósókn var eingöngu stunduð á litlum, opnum og veikburða skipum og því ekki unnt að sækja á eins fjarlægð mið og nú tíðkast. í Garðinum hefir alla tíð verið stundað jafnhliða búskapur og fiskveiðar. Þessar aðstæður hafa mótað mjög íbúana í Garði frá alda- öðli og ef litið er á nútímann má segja, að Garðurinn hafi ver ið upeldisstöð fyrir dugmikla og mikilhæfa sjósóknara og atorku sama útvegsbændur og aflaklær, enda hefir útgerð dafnað þar hvað bezt á Suðurnesjum alla tíð. í þessu umhverfi og við þessar aðstæður ólst afmælisbarnið ,Jó- hannes á Gauksstöðum, upp og þær „settu á manninn mark“. Hann fæddist að Gauksstöðum 4. apríl 1888 og verður því sjö- tugur á morgun, sem að þessu sinni ber upp á föstudaginn langa. Foreldrar hans voru hjón- in. Jón Finnsson og Guðrún Hannesdóttir, er lengi bjuggu að Gauksstöðum, fyrirmyndarbúi. Jóhannes hóf snemma sjó- mennsku eða 14 ára gamall. Hófst ferill hans á þeirri braut á skútum, en mikið kvað að þeim um og upp úr s.l. aldamót- um. Ennfremur sótti hann sjó á opnum bátum úr heimahögum og gegndi þá formannsstörfum. Síðar meir, eða 1923 keypti hann 15 smál. vélbát og hefir átt tvo síðan 27 smál. bát 1939 til 1946 og tæpl. 60 smál. bát síðar. Jóhannes hefir eins og þetta sýnir, fylgst vel með kröf- um tímans og framvindu ís- lenzkrar vélbátaútgerðar. Jóhannes stundaði sjómennsku samfellt í 36 ár, lengst af sem formaður á eigin skipum. Fórst honum þetta starf frábærlega vel, enda er aðgát hans og ró- lyndi viðbrugðið og hleyptu þess ir eiginleikar hans styrkum stoð- um undir farsæld hans í þessum mikilvægu störfum. Þess má geta hér, að eftir að fiskiskip stækk- uðu var ekki auðið að stunda á þeim sjó frá Garði vegna hafn- leysu. Stundaði Jóhannes þá sjó- sókn frá nálægum verstöðvum, aðallega Sandgerði, en báta sína hefir hann jafnan haft skrásetta Laugavegi og Miklatorgi Húsasmiðir — IUúrarar Nú þegar vantar 2—3 byggingarfélaga í fjölbýlisliús á skemmtilegum stað. Húsið verður fokhelt í sumar og þarf 80—90 þúsund króna peningaframlag. Lausu íbúð- irnar eru 3ja og 4ra herbergja. Tilboð merkt: ,,40xl 8414“ leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 8. þ.m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.