Morgunblaðið - 03.04.1958, Blaðsíða 16
16
MORCUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 3. april 1958 ^
------------------------- #
Línustamparnir teknir í land.
— / róbri
Frh. af bls. 15
Bjartur blóðgar. Hinir fara hið-
ur og fá sér að borða. Ekkert
uppihald verður við verkið. Mér
er að sjálfsögðu boðinn matur en
ákveð að hætta ekki á það. —
Treysti ekki almennilega sjó-
hreystinni, þótt í rauninni hafi
ekkert komið fyrir ennþá!
Þarna stend ég mestallan dag-
inn og fylgist með því sem verið
er að gera. Allt gengur sinn
vanagang. Hvert bjóð er um 300
faðmar að lengd með rúmlega
400 önglulh og er einn staijnpur
undir hvert. Stamparnir ' eru
jafnóðum færðir aftur í jbak-
borðsgánginn frá dráttarmahnin-
um á sama stað og þeir voru
þegar siglt var. >út. Og þdnnig
saxaðist á þetta hægt og hægt.
Alltaf hélzt títlan hans Guðna.
Báturinn valt eins og kefli að
því er mér fannst, en ég var
nú haettur að taka til þess. Ég
fann að ég sjóaðist eftir því sem
líða tók á daginh og nú var mér
jafnvel farinn að dettá matur í
hug. Ég sagði þeim strákunum
að ég myndi bara taka hraust-
legar til matar míns er við kæm-
um að landi, þegar þeir voru
að spyrja mig hvort, ég væri
ekki svangur. Þeir sögðu mér að
ég múndi fá þófskháusa, lifur
og hrogn og þá blátt áfram varð
maginn alheilbrigður og ég fann
hvernig munnvatnskirtlarnir
tóku kröftuglega til starfa.
Samúel sagði méi’ að þeir hefðu
einmitt verið að ræða um þetta
sín á milli hvað ég vildi nú helzt
éta þegar þar að kæmi og þeim
hefði komið saman um þetta.
— Þeir vilja það vanalega,
þessir karlar, sem sjaldan koma
í sjávarplássin.
Línan slitin
Nú tók að síga á seinni hlut-
ann. Allt í einu kom trosriáður
endi inn yfir borðstokkinn. Eng-
in lina meir. Það hefir slitnað.
Það er sett á fulla ferð og keyrt
að næsta belg. Þar er dregið inn
að nýju og belgurinn bundinn
við enda línunnar, en stubbur-
inn dreginn inn. Síðan er haldið
að belgnum á ný og haldið á-
fram.
Nú förum við að koma í hailið.
Framundan okkur eru nokkrir
togarar, sem toga fram og aftur
eftir hallinu. Þarna blasa við
verstu óvinir línubátanna. Þeir
skrapa botninn ferð ofan í ferð
og slíta línuna á mörgum stöð-
um, sópa stundum á brott fleiri
bjóðum. Og eitthvað þessu líkt
gerðist einmitt nú. Grámálaður
þýzkari hafði kubbað fyrir okk-
ur línuna á fjórum stöðum. Við
misstum 4 bjóð, en nóðum öllum
bólunum. Við þessu var ekkert
að segja. Þegar tætlurnar voru
komnar um borð var haldið til
lands. Ttuttugu kílómetra Iöng
lína var komin inn fyrir borð-
stokkinn og við höfðum komizt
sem næst 50 mílur frá landi. 14
skippurid af fiski voru riiðri í
lést.
Það er sett á fulla ferð og brátt
er þessi veiðiförin á enda. Við
höfum títluna á móti. Báturinn
stingur stefninu í öldurnar eða
flýgur fram á brúnir þeirra svo
harin þurrkar sig langt aftur eft-
ir en skellur síðan í næsta öldu-
dal. Og nú þykir mér næsta nóg
um darradansinn. En þetta er
nú ekki mikið. Þeir höfðu séð
hann krappari á Munin. — í
vetur voru þeir að koma sunnan
fyrir Eldey og þá þurrkaði hann
sig aftur undir mitt, en allt gekk
vel. Einn báturinn sló þó svo
mjög úr sér að rétt var hægt að
halda honum á floti. Það er
stundum teflt á tæpt vað og bát-
unum treyst umfram getu þegar
stórsjór og rok er á móti en
kraftmiklar vélar fleygja bátun-
um öldufaldanna á milli.
Herramannsmatur
Og loks sjáum við Garðsskaga-
vitann. Mér léttir því ég hef ekki
séð votta fyrir landi allan dag-
inn. Ég er líka farin að þreytast
í löppunum af að standa upp á
endann í stýrishúsinu. Ég hef
aldrei hætt mér fram í lúkar sið-
an ég fékk kaffisopann rétt eftir
að við lögðum af stað.
En þegar við siglum inn með
landinu í áttina til Sandgerðis
snarast ég fram í og nú er ég
ákveðinn að taka duglega til
matar míns. Ég ríf í mig hvern
þorskhausinn af öðrum, sleiki
beinin og slafra í mig kinnfiska
og úða síðan upp í mig hrogn-
um og lifur. Annan eins mat held
ég að ég hafi aldrei borðað, svona
nýjan og ferskan. Mér var hugs-
að til þeirra sem verða að gera
sér að góðu sömu fæðu þegar
hún er orðin að minnsta kosti
þriggja daga gömul og þykir þó
herramannsmatur.
Klukkan er rúmlega hálfniu
þegar ég hef hvatt mína ógætu
skipsfélaga og þakkað ánægju-
legar samverustundir. Ég geng
upp bryggjuna, reikull í spori.
Nú, já. Ég er kominn méð sjó-
riðu. Og ég ákveð að fá mér
brennivínstár og dreypa hæfilega
á mig svOna til þess að vega upp
á móti sjóriðunni.
vig.
Tjarnarcafe
opið á fimmtudag og laugardag. Lokað
á föstudaginn langa og páskadag.
H A F N A B ra Ö R Ð U R
Gömlu dansarnii
1 Gúttó annan dag páska kl. 9 e.h.
Hljómatríóið leikur (Jenni Jóns)
Nefndin.
Heslamannafélagið Hirðnr
heldur ÁRSHÁTtÐ sína laugardaginn 12. þ.m. í Hlé-
garði. Aðgöngumiðar fást hjá stjórninni og
Kristjáni Vigfússyni, Reykjavík.
LESBÓK BAfíNAN. rA
TKSBÓK BARNANNA
Cjömuií f>iA,la,
Tíkin hennar Leifu,
tók hún frá mér margt:
löð og skaflaskeifu,
skinn og vaðmál svart;
nýjan og langan naglatein,
— nú er hún sett í vísnagrein.
Tíkin sú er ekki ein,
Óðinn var með henni,
ég kenni.
Torfa gleypti hún,
tuttugu hafra
tröllin öll, og ljá í orfi,
Haukadal, og hundrað stráka,
hesta tólf, og átján presta,
kapal og kaupskip,
kálfa tólf og Þórólf.
Rótaði hún í sig Rangár-
völlum,
Reykjanesi og Bakkanum
öllum,
Ingólfsfjall og allan Flóa,
— aftur lét hún kjaftinn
mjóa.
Þó var hún ekki hálf að
heldur,
ekki veit ég hvað Því veldur.
Flugdrekinn
HEFUR þú nokkurn tíma
átt flugdreka? Dreka,
sem maður festir við
snúru og lætur stíga hátt
til lofts, uns hann sýnist
ekki stærri en örlítili
(lcpill úti í himinbláman-
um?
Gagnstætt því, sem er
um flesta flugmódelsmíði
er fremur auðvelt að búa
til góðan flugdreka.
Úr tveimur iéttum
spýtum, helzt úr balsa-
tré, býrðu til kross, sem
er 35x50 cm. (sjá mynd
1) Kroasinn er felldur
saman eins og sýnt er á
mynd 2, og síðan límir
þú, bindur, eða neglir
saman samskeytin.
Nú strekkir þú snuru
milli A, B, C og D. —
Klipptu svo til sterkan,
hclzt vaxborinn, pappír,
sem á að vera svolítið
stærri en drekinn. Brún-
irnar á pappírnum eru
brotnar yfir snúruna og
limdar eða saumaðar
fastar. Búðu svo til fall-
ega, marglita skúfa úr
garni og festu þá við A,
B og C.
Sams konar dúska fest-
ir þú á ltala drekans, sem
festur er við D. Lengst
úti á halanum er fest
hæfilega þungum skúf
úr hampi til að halda
drekanum í jafnvægi.
Milli A og C er fest
snúru, sem ekki á að
strekkja fast, og á hana
miðja er bundin löng,
grönn lína. Hún má gjarn
an vera 200 metra löng.
Ef vindurinn er hagstæð-
ur, getur drekinn stigið
mjög hátt.
Mynd 2 sýnir aðra gerð
af dreka. í staðinn fyrir
krossspyturnar, .entur
sporöskjulöguð tág, sem
á annarri hliðinni er fest
við ca. 50 cm langa
spýtu. Síðan er snúra
strekkt milli A, D og C
og pappír strengdur yfir.
Svo óskum við ykkur
góðrar skemmtunar —
og góðs vindar fyrir
drekana.
SKRÍTLU S AMKEPPNIN
96. Anna litla ®r í
mömmuleik með brúð-
una sína. „Ef þú verður
ekki þæg, Lísa“, sagði
hún, „færðu ekki að fara
með mér í bæinn. Og
mundu, að ég er ekki
eins og hún mamma, sem
segir bara svona, en tek-
ur mig með sér samt“,
bætti hún við.
Margrét, 11 ára,
Keflavík.
Á
97. „Heyrið þér, rakari,
viljið þér gefa mér glas
af vatni?“
„Er yður illt?“
„Nei, mig langar bara
til að vita, hvort hálsinn
á mér er ekki farinn að
leka“.
Vinkonur,
Rangárvallasýslu.
★
98. Læknir (mætir lítl-
um dreng); „Hvert ert þú
að fara, litli minn?“
— Ekkert svar.
Læknir; „Því svararðu
mér ekki?“
Drengurinn: „Ég þori
það ekki, mér hefur ver-
ið sagt, að það kosti fimm
krónur að tala við þig“.
Stefán, 11 ára,
Hafnarfirði,
★
99. Frú Agústa heldur
stóra veizlu. •— Þegar
hænsnasteikin er borin
inn, segir ein frúin: „Ekki