Morgunblaðið - 03.04.1958, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.04.1958, Blaðsíða 24
VEÐRIÐ Austan og suðaustan gola, ___dálítil rigning_ Reykjavíkurbrét er á bls. 13. Britannia-flugvélin ekur um hlaðið á Keflavíkurflugvelli í gær. (Ljósmynd: P. Thomsen) * • Vonbrigiði á Keflavík urflngvelli í gærdag •ÞESS hafði verið vænzt að sú •flugvél, sem margir flugsérfræð- •ingar telja í dag fullkomnustu farþegaflugvélina, myndi hafa nokkra viðdvöl á Keflavíkurflug- felli í gær. — Var hér um að ræða „Britannia 312“. Er það farþegaflugvél, sem hið mikla brezka flugfélag BOAC er nú að taka í notkun á flugleiðinni New York — London og fljúga þessa leið án viðkomu með 72 farþega í ferð. Nokkuð fór þetta þó á annan veg. Flugvélin lagði af stað frá •Lundúnum milli kl. 10 og 11. — •Flugvélin hafði hingað farið í •nokkurs konar könnunarflug, til •þess að æfa hér landtöku og að- •flug og flugbrauta Keflavíkur- flugvallar. Eftir rúmlega þriggja klst. ■flug var flugvélin komin inn yfir •Keflavíkurflugvöll. Flugmaður- •inn fékk leyfi til þess að æfa að- flug og annað er honum þótti máli skipta. Munu hafa farið í þetta æfingaflug yfir vellinum •rúmlega ein klukkustund. Þá kallaði flugstjórinn á flug- •vélinni að nú væri hann búinn að Klukkusini flýft KLUKKUNNI verður flýtt um 1 klst. aðfaranótt páskadags, þann- ig, að kl. 1 flytzt hún fram til kl. 2. Banaslys í Eyjum VESTMANNAEYJUM, 2. apríl. SL. laugardag, rétt fyrir kl. 7 um kvöldið vildi það sorglega slys til hér í Vestmannaeyjum, að aldraður maður, Ólafur Bergvins son frá Barkarstöðum í Fljóts- hlíð, féll niður um „lúgu“ í veiðarfærahúsi Tómasar M. Guð- jónssonar, niður á næstu hæð Ólafur var þarna við vinnu sína og mun hafa verið að ná í efni í veiðarfæri er slysið varð, en hann var netamaður hjá Tóm asi Guðjónssyni og hafði haft þann starfa í 25 vertíðir. Ólafur var einn í húsinu er þetta skeði. „Lúgur“ þessar eru hafðar til þess að flytja vörur milli hæða og eru því nokkuð stórar um sig. Menn fundu Ólaf skömmu eft- ir að hann féll. niður um „lúg- una“ og var hann þá meðvitund- arlaus. Hann var þegar fluttur í sjúkrahúsið hér og þar andaðist hann tveim dögum síðar. Hann komst aldrei til ráðs. Ólafur Bergvinsson var mað- ur ókvæntur og barnlaus en á systkyni á lífi. Hann var maður mjög vel látinn og einstaklega trúr og samvizkusamur í starfi. — Björn. æfa sig nóg. Hann myndi fljúga •heirn. Forstöðumaður BOAC-skrif- stofunnar á Keflavíkurflugvelli, R. J. Cooling, bað flugstjórann um að fara ekki beint heim, held- ur lenda, þar eð hann þyrfti að koma með flugvélinni áríðandi skjölum til Lunúna. Flugstjórinn 'lét tilleiðast. Innan lítillar stundar kom mjög rennileg flugvél í ljós út á flugvallarstæðinu fyrir framan flugstöðvarbyggingarnar. Hún renndi í hlað. — Öllum nærstödd um til mikillar undrunar og for- stöðumanni BOAC-deiIdarinnar á Keflavíkurflugvelli til sárra von- brigða og skapraunar, nam hún ekki staðar. Er flugvélin var komin á þann stað sem búizt hafði verið við að hún myndi nema staðar stund- arkorn, gaf flugstjórinn henni „inn“. — Hún var eftir andar- tak komin aftur á flugbrautina, þar sem hún nær samstundis ifékk leyfi til flugtaks. — Brátt •var hún horfin inn í regnskýin igráu, nokkur hundruð fet yfir ihinum mikla flugvelli, hvers framtíð, sem mikillar lendingar- stöðvar í Atlantshafsflugi er nú í mikilli óvissu, að áliti magra þeirra, sem að flugi starfa. Drengur bremiist í andliti og augum Fyrir helgi var komið með 11 ára dreng í Landakotsspítala, Hall- dór Þorsteinsson, til heimilis suð- ur í Höfnum. Halldór hafði brennzt í andliti og á höndum við að kveikja í púðri. Einnig hafði hann brennt bæði augun. Var vinstra augað talið í nokkurri hættu. Varð 'að gera uppskurð á auga drengsins og er hann nú vel á batavegi og mun fara heim af sjúkrahúsinu í dag, skírdag, með bundið fyrir vinstra augað. ÍR vann FH f gærkvöldi fór fram í íslands mótinu í handknattleik leikur ÍR og FH. Þau urðu úrslit leiksins að ÍR sigraði með 25 gegn 24 eftir að hafa haft forystuna eða jafn- tefli mestan hluta leiks. Leikur- inn var hörkuspennandi frá upp- hafi. Staðan í hálfleik var 13:12 fyrir ÍR. Sigur ÍR er mjög glæsilegur. FH hefur verið forystufélag í handknattleik síðustu árin og geta má þess að þeir hafa leikiðY 59 leiki i röð án þess að tapa, en í þeim 60. voru þeir stöðvaðir á glæsilegri sigurgöngu sinni. Fram sigraði • Þrótt í gær með 31:9. í 2. fl. kvenna varð Ármann fsl,- meistari, vann Víking með 2:1. Mikilvœgur hœstaréttardómur Víðtæk gialdsfcylda verhstæða NÝLEGA var kveðinn upp í hæstarétti dómur á máli, sem reis vegna deilu um skyldu fyrir tækis eins til að greiða söluskatt og útflutningssjóðsgjald af and- virði vara, sem fengnar voru fyrir rafmagnsverkstæði þess og notaðar í sambandi við verk, sem þar voru unnin. Skattstofan í Reykjavík krafði fyrirtækið um fyrrnefnd gjöld fyrir þrjá fyrstu ársfjórðungana 1957, og byggði á 22. gr. laga 100/1948, sbr. 3. gr. laga 96/1956 og 20. gr. laga 86/1956. Þegar gjöldin voru ekki greidd, var krafizt lögtaks, og kom lögtaks- beiðnin til úrskurðar fógetarétt- ar. í úrskurðinum er greint á milli a) vara, sem fengnar voru á verkstæðið frá raftækjasölu við- komandi fyrirtækis sjálfs b) vara, sem fengnar voru frá öðr- um raftækjasölum. Var talið, að um gjaldskyldu væri að tefla í fyrra tilvikinu. Hins vegar var talið, að ekki væri um gjald- skyldu að ræða í síðára tilvikinu og það byggt á því, að allt frá 1953 hefði skattstofan heimilað fyrirtækjum að draga þessa efnis notkun frá söluskattsframtali sínu. Hæstiréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu, að um gjald skyldu væri að ræða í báðum til- vikunum, og var mælt fyrir um lögtak skv. því. í dóminum er tekið fram, að það geti ekki leyst undan skyldu til að standa skil á sköttum, þótt skattstofan hafi nokkur undanfarin ár ekki krafið um greiðslu. Aðilar máls þessa voru fjár- málaráðherra f. h. ríkissjóðs og Samband íslenzkra samvinnufé- laga. Listkynning Mbl. Brezkir togaramenn að hefja hótanir að nýju 1 BREZKA stórblaðinu Daily Telegraph er skýrt frá því á mánu- daginn í stuttri frétt, aff togaramenn í Grimsby, Hull og Fleetwood, muni gera verkfall ef ísland, Rússland, Noregur og Danmörk víkka fiskveiðilandhelgi sína í 12 sjómílur. Ef svo fer munu þeir krefjast þess að lagt verði löndunarbann á útlendan fisk og til að fram- íylgja þeirri kröfu.munu þeir neita að sigla. Brezku togaramennirnir segja, að 12 mílna landhelgi myndi svipta þá 30% af auðugustu fiskimiðunum og þeir verði neyddir til að leita á Grænlands- og Nýfundnalandsmiff. Hluti hinnar nýju erlendu deildar í Bókaverzlun ísafoidar við Austurstræti Vistleg erlend deild í Bókaverzlun ísaioidar BÓKAVERZLUN ísafoldar bauð fréttamönnum í hin nýju og vist- legu húsakynni, sem gerð hafa verið á „loftinu“ í verzluninni í Austurstræti. Er hér um að ræða deild fyrir erlendar bækur, sem Skarphéðinn Jóhannsson arkitekt hefur útbúið með hjálp ýmissa iðnaðarmanna. Kristján Oddsson verzlunar- stjóri skýrði frá því, að þarna á loftinu hefði upphaflega verið fjós og hlaða, en nú er það orðið frábærlega smekkleg bókaverzl- un, klædd þykku gólfteppi og búin beztu og þægilegustu hús- gögnum, þannig að menn geta fengið sér sæti og reykt síga- rettur meðan þeir blaða í hinum erlendu bókum. Er þetta eina bókaverzlunin með slíkum þæg- indum hér á landi. Bókakostur erlendu deildarinn ar er mjög góður. Þar er að finna öndvegisrit á mörgum mál- um, ekki sízt á Norðurlandatung- um, og var þess sízt vanþörf. Þá hefur verzlunin einnig aflað sér fjölmargra ágætisbóka á ensku. Bókakosturinn mun enn aukast eftir sænsku bókasýninguna, sem verður síðar í þessum mánuði. Stórsvigið Stórsvigskeppni landsmótsins fer fram við Kolviðarhól í dag og hefst kl. 2. Keppnin verður því ekki í Vífilfelli eins og sagt er á bls. 10 í dag og í leikskrá mót.sins. Nína Sæmundsson í G/ER hófst sýning á verkum Nínu Sæmundsson á vegum list- kynningar Morgunblaðsins. Eru sýndar eftir hana bæði högg- myndir og málverk. Nína Sæmundsson er ættuð úr Fljótshlíðinni í Rangárvallasýslu. Hún hóf ung listnám i Kaup- mannahöfn, fyrst í eitt ár á teikniskóla þar en síðan hóf hún nám í höggmyndalist við Kon- unglega Iistaháskólann. Stundaði hún þar nám í fjögur ár. Síðan var hún tvö ár við nám í París og gerði þar m. a. höggmyndina „Móðurást", sem Reykjavíkur- bær keypti. S. 1. 28 ár hefúr listakonan verið búsett í Bandaríkjunum, fyrst í New York borg en síðan í rúm 20 ár í Hollywood, hinni frægu kvikmyndaborg. Hún kom hingað heim í lok s. 1. árs en þá hafði hún dvalið um ársskeið í Florenz á Ítalíu. Vann hún þar að höggmyndinni „Hafmeyjan“, sem Reykjavíkurbær hefur einnig keypt. Fyrstu listsýningu sína hér á landi hélt Nína Sæmundsson í Reykjavík árið 1947. Sýndi hún þar höggmyndir og málverk. í New York hefur hún haldið þrjár sýningar á höggmyndum. Þá hef- ur hún haft einkasýningar á mál- verkum og höggmyndum í Holly- wood. Ennfremur hefur hún tek- ið þátt í mörgum samsýningum í Bandaríkjunum, í París og á skólaárum sínum tók hún þátt í sýningum á Charlottenborg í Kaupmannahöfn. Ilefur hún hlot ið góða dóma fyrir verk sín. Meðal þeirra opinberra aðila, sem hún hefur selt listaverk sín, má nefna Bandaríkjastjórn, sem keypti af henni stóra styttu, er sett var upp í Lós Angeles. Enn- fremur var keypt af henni þar stytta af Leifi Eiríkssyni og högg- mynd af dreng, sem sett hefur verið upp í skóla þar vestra. Þá hefur hún selt einkasöfnum í Bandaríkjunum bæði málverk og höggmyndir. Einnig keypti Waldorf Astoria hótelið af henni höggmynd, sem fjöldi listamanna tók þátt í samkeppni um. Hér heima hafa Listasafn ríkisins og Reykjavíkurbær keypt af henni höggmyndir. Listakon- an vinnur nú jöfnum höndium að listmálun og höggmyndagerð. Nína Sæmundsson sýnir 6 mál- verk og 3 höggmyndir á vegum Iistkynningar Morgunblaðsins. Eru nokkur listaverkanna til sölu hjá listakonunni sjálfri og afgreiðslu Morgunblaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.