Morgunblaðið - 03.04.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.04.1958, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 3. apríl 1958 MORGVNBLAÐ1Ð 13 Mynd af Skálholtsstað tekin á sl. hausti. REYKJAVÍKURBRÉF Miðvikud. 2. apríl Páskahátíðin AF BARÁTTUNNI milli lífs og dauða, og góðs og ills, eru til ótelj- andi sögur allt frá alda öðli. Menn hafa séð merki þessarar baráttu í sjálfri náttúrunni: Sigur myrk- urs og dauða að vetri, sem þó vejtð ur undan að láta með vorkom- unni, þegar aftur vaknar til lífs það, er menn um sinn hugðu vera dautt. í mannlegu lífi erU einnig ótal dæmi hins sama: Þeir, er b 'rðust hinni góðu baráttu, urðu að lúta í lægra haldi og þola margs konar þjáningu, áður en þeir hlutu þann sigur, sem hinum góða málstað hæfir. Hvergi er þessi saga til í feg- urri mynd en páskaboðskap krist- innar kirkju. Vonandi verða eng- ir svo önnum kafnir við skemmt- anir eða annarleg störf um pásk- ana, sem nú eru orðnir lengsta samfellt frí margra, næst á eftir sumarfríi, að þeir gefi sér ekki tíma til að hugleiða þennan há- leitasta boðskap, sem mannkyninu hefur verið fluttur. Það var sá boðskapur, sem var bakgrunnur orða þjóðskáldsins Matthíasar, er hann forðum sagði: Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni að eigi geti syrt eins sviplega og nú; og aldrei er svo svart yfir sorgarranni-; að eigi geti birt fyrir eilífa trú! á Öxnadalsheiði Framangreind orð þjóðskálds- ins koma í hugann við fregnina af hinu hörmulega flugslysi á öxnadalsheiði. Þar létu fjórir ungir piltar á fyrsta vori æsku sinnar skyndilega lífið. Maður nákunnugur þeim, segir þá alla hafa verið óvenjulega efnismenn. Sjálfur var flugmaðurinn sérstak ur reglupiltur, foringi félaga sinna, er ekki mátti vamm sitt vita. En enginn má sköpum renna. Hér eiga margir um sárt að binda og allir Islendingar senda nú aðstandendum og vinum þess- ara ungu manna innilegar, samúð arkveðjur. En enginn má lá forn- vinum Jóhanns G. Möllers og Edith konu hans, þó að þeim verði sérstaklega hugsað til hennar, sem nú hefur skyndilega misst einkabarn sitt. Áður hafði eigin- maður hennar látizt á bezta aldri eftir langvarandi heilsuleysi, sem varð honum, dugmiklum og óeig- ingjörnum hugsjónamanni, stöð- ugur fjötur um fót. Andlát Magnúsar júnssonar Sú sorgarfregn var að berást í þessu ,að Magnús Jónsson pró- fessor hefði látizt nú fyrir ör- skömmu á Landsspítalanum. Magnús hafði að vísu lengi ver- ið veikur, en þó kemur andlát hans á óvart. Ekki þarf að eyða orðum að því hvílíkur mann- skaði er að Magnusi. Með hon- um er horfinn einhver bráðgáf- aðasti og fjölhæfasti íslendingur um langan aldur. Hann var ágæt- ur guðfræðingur, mikill kennari og prédikari, góður vísindamað- ur, skemmtilegur rithöfundur, í fremstu röð stjórnmálamánna, glöggur fjármálamaður og slyng- ur frístundamálari. Vill svo til, að einmitt að undanförnu hefur verið opin sýning á málverkum hans, er margir hafa skoðað sér til ánægju. Magnúsar verður minnzt ann- ars staðar hér í blaðinu og ræki- legar síðar. En áður en þessi óvænta frétt barst hafði hér í Reykjavíkurbréfi verið ritað nokkuð um síðasta sagnfræðirit hans. Var það síður en svo hugs- að sem eftirmæli, en þó virðist engin ástæða til að hætta við birtingu þess kafla bréfsins, og kemur hann því hér á eftir óbreyttur eins og hann var skrif- aður. Laíidshöíðingja- tímabilið Svo nefnist 9. bindi Sögu ís- lendinga, er Menntamálaráð og Þjóðvinafélag gefur út. Það kom út skömmu fyrir jól í vetur, þ. e. a. s. fyrri hluti bindisins, sá, er fjallar um þjóðmál og atvinnu- vegi. Þetta bindi sögunnar er skrifað af Magnúsi Jónssyni, prófessor. Þeim er þetta ritar, hefur ekki fyrr en nú nýlega enzt tími til að Ijúka lestri þessa ritverks. Um fyrri hluta þess, þann kaflann er fjallar um þjóðmál, er þó sízt of sterklega að orði kveðið, þótt sagt sé, að hann er hreinn skemmtilest ur, a. m. k. fyrir þá, sem ánægju hafa af stjórnmálum og snjallri lýsingu á mikilhæfum mönnum. Síðari hluti bókarinnar er nokkru strembnari. Er e. t. v. stundum helzt til nákvæmlega rakin saga einstakra fyrirtækja, án þess þó að þeim séu gerð full skil. Þarna verður seint hitt það meðalhóf, sem öllum líki. Sá kostur fylgir, að fyrir bragðið verður sagan staðbundnari en ella, og á margt drepið, sem ýmsir kannast við úr sínum heimahögum. Þá er oft svo langt rakið aftur og fram, að naumast sýnist gert ráð fyrir, að eins ýtarlega sé frá efninu sagt í fyrri og síðari bindum sögunnar. Þar af leiðir að hægara er að átta sig á framvindu t. d. útgerðar og verzlunar og einstakra fyrirtækja innan þeirra starfsgreina, en ef höfundur hefði haldið sig alveg við það tímabil, sem bókin er kennd við, landshöfðingjatíma- bilið. Fátt um háa thida? Um þetta tímabil í heild segir Magnús Jónsson: „Á árunum fyrstu eftir 1870 verða mikil tímamót í sögu sjálf- stæðismáls Islendinga. Og þar sem hver nýr áfangi í þeim málum hefur jafnan markað nýtt fram- faraspor í þágu þjóðarinnar, verða þessi tímamót mjög merki- leg í sögunni yfirleitt. Þótt fálm- andi sé á ýmsan hátt og við erfið- ar aðstæður, fer þjóðin að eiga með sig sjálf að nokkru leyti og og reyna að komast " legg. Má að ýmsu leyti telja þetta þrjátíu ára tímabil, frá því skömmu eftir 1870 til þess, er æðsta stjórnin flyzt inn í landið skömmu eftir aldamótin, undirbúningsskeið. — Það er sáningartími ýmislegs þess, er kemur upp og nær vexti á næsta tímabili á eftir. Þetta tímabil hefur verið nefnt lands- höfðingjatímabilið og hefur ekki þótt glæsilegt að yfirbragði. Jóns Sigurðssonar og kappa hans gæt- ir nú ekki, og nýi tíminn er ekki runninn upp. Römm öfl í Dan- mörku heftu frekari sókn í sjálf- stæðismálinu. Gætnir menn eru hér við stjórn fjármálanna. Fátt er um háa tinda, er gnæfa, svo að á beri. En sums staðar, svo sem í sjávarútvegi, er hafizt handa og á öðrurn sviðum lagður grundvöllur, sem hægt var að hyggja á og hefja sókn, svo sem í landbunaði og verzlun“. All-margir þó Héi' bregður Magnús Jónsson upp svo ágætri leifturmynd af tímabilinu í heild, að aðrir munu ekki betur gera. Hin nána skoðun Magnúsar á „landslagi“ þessa tíma, ef svo má að orði kveða, það er rétt, sem Jónas Jónsson frá Hriflu sagði einhvern tíma, að slíkur maður fæðist ekki nema einu sinni á 1000 árum. Ef hann gerir það þá. En þrjátíu ára tímabil með eigi lakai-i stjórnmálamönnum en Benedikt Sveinssyni, sýslumanni, Tryggva Gunnarssyni, banka- stjóra, Magnúsi Stephensen, lands höfðingja, séra Arnljóti Ölafs- syni, Grími Thömsen skáldi á Bessastöðum, Jóni Sigurðssyni bónda á Gautlöndum, Einari Ás- mundssyni bónda í Nesi, svo að hinir eldri séu taldir, að ógleymd- um Valtý Guðmundssyni prófess- or, Birni Jónssyni, ritstjóra, Skúla Thoroddsen, sýslumanni og Hannesi Hafstein, sem hófst til forystu í lok tímabiís- ins, svo að yngri kynslóð- in sé nefnd, virðist ekki hafa átt minna mannvali á að skipa, en gengur og gerist í Islandssögu. Jafnvel þó að hinum þremur síð- ustu sé sleppt og þeir taldir til- heyra síðara tímabili, þá jafnast þessir menn allir á við „kappa Jóns Sigurðssonar“, þó að fjarri fari að nokkur nái sjálfum hon- um. Hitt er annað mál, að starf þessara manna bar um sumt seint ávöxt. En þar var ekki þeim sjálf um um að kenna, heldur eins og Magnús segir: „Römm öfl í Dann:örku heftu frekari sókn í sjálfstæðismálinu“. Starfið bar árangur þó síðar yrði, því að hér var einnig sán- ingartími í sjálfu stjórnarskrár- málinu, svo sem Magnús með sann indum segir. íslendingar hefðu ekki fengið svo skjótt stjórnarbót eftir að um skipti í Danmörku, ef Benedikt sýslumaður og sam- tímamenn hans hefðu ekki sáð því sæði, sem dugði. Hetjur horfiiinar tíðar Flestum þessum mönnum lýs- ir Magnús Jónsson meistaralega í sögu sinni. Þess ber þó að sakna, að hann minnist naumast á Grím Thomsen sem stjórnmálamann. Sjálfsagt verða honum gerð betri skil í síðari hluta bindisins, en Grímur Thomsen hefur ekki að- eins ort hreinskilnari lýsingu á störfum stjórnmálamanna og sjálf um þeim en önnur skáld, sem um er kunnugt hér á landi, heldur var hann og drjúgur stjórnmála- maður sjálfur. Hann var einn ör- fárra íslendinga, sem komst til verulegra áhrifa, þótt um skamma stund væri, í Danmörku, og eftir heimkomu sína var hann áratug- um saman alþingismaður. Er erf- itt að verjast þeirri hugsun er þingtíðindi eru Iesin, að hann hefði einhvern tímann orðið ráð- herra, ef hér hefði þá verið þing- ræðisstjórn. Um lýsingar á þeim, er Magnús minnist verulega, verður trauðla bætt. Ebki gerir hann upp á milli, hver mestur hafi verið., En ekki er ósennilegt, svo sem og má draga af frásögn Magnúsar, að einna lengst verði þeirra minnzt Benedikts sýslumanns, Magnúsar landshöfðingja og Tryggva gamla. Hver hafði til síns ágætis nokkuð og langt fram úr meðal- lagi, þótt enginn væri alfullkom- inn. Þeim, er þetta ritar, eru hinir tveir síðarnefndu í barnsminni. Magnús landshöfðingi hafði þ’á fyrir fullum áratug látið af emb- ætti en naut virðingar allra og eftir ferðum hans var tekið. Börn veittu því þess vegna athygli, beg ar hann var á gönguferðum um bæinn, að hann hafði til að stytta sér leið eins og þau, og ef svo vildi verkast, smjúga þá stíga, sem virðulegir borgarar fara venju- lega ekki. Eftir Tryggva gamla var og tekið, hvar sem hann fór. Enn um áttrætt lét hann sér svo annt um Þjóðvinafélagið, að hann kom sjálfur að ræða um greinar, á ferð í Aðalstræti, að einhver sagði: „Þarna er Tryggvi gamli“. Leyndist ekki, að þar fór mað- ur, sem flestum þótti mikið til koma. Þui'fti ekki börn til þess, því að næi' fjörutíu árum áður hafði hann í Kaupm.höfn staðið fyrir útför Jóns Sigurðssonar. Og segir Eiríkur Briem í sam- tímasögu sinni af Jóni, að það hafi gert: „Vinur Jóns, Tryggvi Gunnarsson“. Ekki til nýtileg reka eða stimguspaði I sögu Magnúsar kynnast menn ekki einungis rammefldum hetj- um, eins og þeim, sem nú hafa verið nefndir, heldur fá þeir og glögga yfirsýn um hagi þjóðar- innar. Um landbúnaðinn segir Magpús t. d.: „Búskaparhættir allir eru í upp hafi þessa tímabils furðu svipað- ir því sem þeir höfðu vei'ið um aldir. OIli því bæði fátækt og kunn áttuleysi. — —- Hér þurfti svo mik ið átak, að varla er trúlegt nútíma mönnum. Mátti svo heita, að allt vantaði, allt yrði að búa til frá rótum, án þess að hafa nokkuð í höndum til þess. Til alls þurfti fé, en það var ekki til eða fékkst ekki. —----- Þá vantaði velkfæri. Er alveg ótrúlegt, hve lélega íslenzkir bænd ur bjuggu í hendur sér öld fram af öld. „Mun ekki ofmælt, að fram um 1870 hafi í heilum sveitum ivarla á nokkrum bæ til verið nýti- ileg reka eða sfunguspaði“. Og þó tverður að kannast við, að rekan tog stunguspaðinn voru ærið sein- >virk tæki til þess að gera mikið skurk landbúnaðinum til fram- dráttar. Mestu varðaði þó hér sem távallt mannfólkið sjálft. Löng áþján og fátæktai'basl hafði dreg- >ið úr mönnum kjark og bjart- isýni. — — — Öld fram af öld isat fólkið og dró fram lífið á þess 'um búum, fjölgaði og fækkaði eft dr árferði, ávallt einhvei's staðar málægt möi'kum hungursins“. Menn geri sér grein fyrir, að iþessi lýsing á við ástandið í land- ánu, þegar þeir voru ungir, sem mú eru komnir á efri ár og sumir ihafa meira að segja ekki enn lát- ið af störfum. Margt hefur mis- farið á j eim árum, sem síðan eru liðin, en við verðum þó að játa, að nú þætti okkur sennilegra, að þessi lýsing ætti fremur við íbúa í annarri álfu, ef ekki á öðrum hnetti, en Islendinga fyrir aðeins tveim mannsöldrum. Þúsund ára þróun á hálfri öld Sannleikurinn er sá, að hér á landi hefur á síðustu 50—60 ár- um orðið slík gjöi'breyting sem í flestum öðrum siðmenntuðum löndum hefur óýkt tekið um eitt þúsund ár. Þessi breyting er enn að gerast. Við höfum ekki aðeins náð því, sem við vorum orðnir aft ur úr okkar nánustu frændum, heldur höfum við í ýmsu hagnýtt okkur tækni nútímans flestum öðrum fremur. Ástæðurnar til þess, að svo hefur farið, eru ýms- ar. En fásinna væri að dylja sig þess, að þau kynni, sem Islend- ingar í sti'íðinu og eftir það öðl- uðust af hinum engilsaxnesku þjóðum, hafa fært okkur örar fram í tækninni en nokkuð annað. Öllu þessu nefur verið samfara mikið öldurót í þjóðlífinu í heild og þá ekki sízt efnahagsmálum. Sumir sýnast stundum óttast ölduganginn og halda að þjóðin færist í kaf. Menn gleyma því og oft, að erfiðara -er að halda jafn vægi í lítilli bátsskel, sem okkar þjóðarfleyi, en á stórum hafskip- um, eins og líkja má þjóðfélögum ‘hini.a stærri þjóða við. Öldugang- inn má ekki lát;. ógna sér, heldur átta sig á, hvað gera þarf til að 'halda þ.ióðarfleyinu óbrotnu of- Framh. á bis. 22 kynni þó að hafa gert að verkum, sem skrifa skyldi í almanak þess. að honum virtust tindarnir lægri j I barnsaugum var hann ærið fyr en öðrum, sem þar af hafa minni irferðarmikill, þar sem hann sat kynni. Fjarlægðin gerir fjöllin svipmikill í lítilli stofu. Þurfti þó blá og mennina mikla. Saman- , ekki þröngt umhverfi til að eftir þurðurinn við Jón Sigurðsson er J honum væri tekið, því að eitt sinn ekki að fullu sanngjarn, því að . er þess að minnast, er börn voru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.