Morgunblaðið - 03.04.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.04.1958, Blaðsíða 12
MORCVNBLAÐIl Fimmtudagur 3. apríl 1958 1? Utg.: H.t Arvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfus Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarnj Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Asknftargjalo kr. 30.00 á mánuði mnanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. TVO MIKILVÆGUSTU VERKEFNIN HINIR kyrru dagar páska- vikunnar eru vel til þess fallnir að hugleiða ýmis viðhorf og staðreyndir, sem við blasa um þessar mundir. fslenzku þjóðinni hefur e. t. v. aldrei verið það eins nauðsynlegt og einmitt nú, .að gera sér ijóst hvar hún er á vegi stödd, og hvernig henni beri að snúast við þeim vanda, sem að henni steðjar. Um langt skeið hefur því verið haldið fram, af þeim stjórnmála- flokkum, sem nú fara með stjórn landsins, að eitt væri fyrst og fremst nauðsynlegt í íslenzkum stjórnmálum: Áð koma á svo- kallaðri vinstri stjórn og gera stærsta flokk þjóðarinnar, Sjálf- stæðisflokkinn, algerlega áhrifa- lausan um landsstjórn. Ef þetta tækist, væri ekkert auðveldara en að skapa öllum landslýð bætt lífskjör og heilbrigt og gott stjórnarfar. Um það skal ekki fjölyrt að sinni, hvernig núverandi ríkis- stjórn hefur tekizt að framkvæma óskadrauminn um vinstri stefnu. Það hefur oft verið gert áður og þjóðin getur sjálf dæmt um það af eigin reynslu, hvaða áhrif stjórnarstefnan hefur haft á allt líf hennar og starf, efnahagskerfi hennar og atvinnuvegi. Hitt er ástæða til þess að íhuga nánar, hvort það geti byggzt á frjáls- lyndi og sérstökum trúnaði við lýðræðið, að hafa það að æðsta markmiði að hindra öll áhrif nær helmings þjóðarinnar, sem fyllir stærsta stjórnmálaflokk hennar, „Vinstri ste£nan“ í framkvæmd Því fer víðsfjarri að Sjálf- stæðismenn telji það stórkostlegt áfall eða harmsefni fyrir sig að þeir skuli ekki alltaf vera í ríkis- stjórn. Það er að vísu skoðun þeirra að hagsmunir þjóðarinnar séu jafnan bezt tryggðir með sem varanlegustum áhrifum þeirra á stjórn landsins. En engu að síður telja þeir að gagn- legt geti verið að þjóðin fái tækifæri til þess að kynnast einhliða stjórn andstæð- inga þeirra, svokallaðri „vinstri stefnu“ í framkvæmd. Slíkt tækífæri hefur þjóðin einmitt fengið nú. Af bæjar- og sveitar- stjórnarkosningunum í vetur er auðsætt að þriggja missera völd vinstri stjórnar á íslandi hefur bætt aðstöðu mikils fjölda fólks til þess að átta sig á viðhorfun- um í íslenzkum stjórnmálum. Þúsundir kjósenda í öllum stétt- um, sem áður höfðu treyst á vinstri stefnuna og möguleika hennar til þess að ráða vanda- máiunum til lykta sneru þá baki við henni, og vottuðu Sjálfstæðis- flokknum traust sitt. Þannig hefur sjálf reynslan haft heilladrjúg áhrif' í þá átt að auðvelda aimenningi matið á mönnum og málefnum í íslenzk- um stjórnmálum. Mikilvægustu verkefnin Mikilvægustu verkefnin í ís- lenzkum stjórnmálum í dag eru tvímælalaust tvö: í fyrsta lagi að skapa jafnvægi í efnahags- málum þjóðarinnar. I öðru lagi að treysta grundvöll íslenzks lýðræðis og þingræðis. Um leiðir til þess að skapa jafnvægi í efnahagsmálum okk- ar hefur verið deilt—- og er enn deilt af kappi. Sjálfstæðismenn hafa þar einkum lagt áherzlu á það, að þjóðin efli og auki fram- leiðslu sína og miði lífskjör sín við arð atvinnutækja sinna. Þetta er sá einfaldi sann- leikur, sem heilbrigt atvinnu- líf og efnahagskerfi verður að byggjast á. Ef þessi sannleik- ur er ekki virtur og þjóðin krefst meira til dagiegrar eyðslu og framkvæmda en arðurinn af framleiðslu henn- ar og atvinnuvegum leyfir, bjargar enginn mannlegur máttur okkur undan erfiðleik- um. Islenzkur gjaldmiðill er það, sem við viljum að hann sé að verðgildi. Þjóð sem eyðir meiru en hún aflar, skip*ir meiru en í raun og veru er til skiptanna á veikan gjaldmiðil og ótryggt efnahagskerfi. Þjóð, sem miðar eyðslu sína við arðinn af starfi sínu á traustan gjaldmiðii og tryggt efnahagskerfi. Þennan sannleika hefur Sjálf- stæðisflokkurinn og leiðtogar hans sagt þjóðinni við hvert tækifæri. Og þeir hafa jafnframt haft forystu um að fá henni ný, betri og afkastameiri framleiðslu- tæki og leggja þar með grund- völl að meiri arðsköpun, meiri arði til skipta milli fólksins i landinu. Sann«íörn kjördæmaskipun Leiðin til þess að treysta grundvöll íslenzks lýðræðis og þingræðis hlýtur óhjákvæmilega að vera sú, að koma á nýrri og sanngjarnari kjördæmaskipan. Meginhluti þjóðarinnar viður- kennir í dag, að Alþingi sé að- eins skripamynd af vilja henn- ar. Nokkrar leiðréttingar hafa verið gerðar á kjördæmaskipun- inni undanfarna áratugi. Engu að síður er hún mjög ófullkorfp in. Hlýtur það á mar-ga lund að bitna á stjórnarfari þjóðarinnar. Þing, sem er skrípamynd af vilja hennar getur ekki notið nauð- synlegs trausts hennar. Af því leiðir svo oft og einatt vantraust fólksins á þeirri stjórn, sem með völdin fer. Það er því óhjákvæmilegt að fyrr en síðar verði komið á nýrri og sanngjarnari kjördæmaskipun, sem treysti grundvöll íslenzks lýðræðis og þingræðis, tryggi það að Alþingi sé skipað nokk- urn veginn i samræmi við þjóð- arviljann i frjálsum og lýðræðis- legum kosningum. Af því mun leiða bætt stjórnarfar og aukna ábyrgðartilfinningu, bæði þeirra, sem með völdin fara og kjósend- anna, sem velja þá. Morgunblaðið óskar öllum lesendum sínum og alþjóð GLEÐILEGRAR PÁSKAHELGI. UTAN UR HEÍMI Páskadagur í rekísnum við Farvelhöfða — eftir Leif Jensen „RUGGUHESTURINN“ nefnist lítil skonnorta, sem er eign rit- síma- og veðurathuganastöðvar- innar Prins Christianssund á Farvel-höfða, suðurodda Græn- lands. Nafnið hæfir skipinu vel. Þetta er lélegt skip, sem hopp- ar og skoppar fyrir minnsta vindblæ. Það er páskadagsmorgun. Við erum sex um borð í „Ruggu- hestinum" á leið frá Prins Christianssund til Julianehaab. Ætlunin hafði verið að ná heim fyrir páska, og því höfðum við lagt af stað frá stöðinni við Christianssund snemma morguns á laugardag fyrir páska. Við stöðina höfum við nýlokið við að reisa fjögur ný hús, og nokkr- ar nærri 45 m háar radíósteng- ur. En á páskamorgun blöstu radíóstengurnar ennþá við okk- ur, því að skipið hafði ekki siglt nema nokkur hundruð metra, þegar rekísinn, sem um þetta leyti árs liggur þétt við austur- strönd og suðurodda Grænlands, umkringdi „Rugguhestinn". Við vorum gramir yfir því, að hafa nokkurn tíma yfirgefið stöðina. Ef við hefðum ekki gert það, sætum við nú og létum okkur líða vel yfir rjúkandi morgunkaffi, en í stað þess sát- um við nú á þessum fúna pramma og bjuggumst við því á hverju andartaki, að ísinn bryti skipið í spón, og við fær- umst með aumkvunarverðum hætti. Vélstjórinn lét í Ijósi til- finningar okkar allra með því að segja: „Andsk.... sj....“ á þessum drottins degi. Stýrimenn- irnir tveir skiptust á um að sitja uppi í tunnunni, sem fest var í siglutréð, og svipast um eftir leið út úr ísnum. Um tíu leytið hélt skipstjórinn stutta guðsþjónustu. Við vorum aðeins þrír viðstaddir, því að hinir voru byrjaðir að spila á spil. Skapið var sem sagt mjög slæmt. En um hádegisbilið tóku allt í einu að myndast glufur í ísinn umhverfis skipið og klukkustund síðar seig „Rugguhesturinn" af stað. Eftir níu klukkustunda sigl- ingu norður með suðurströndinni vorum við komnir til Juliane- haab. Tekið var að kvölda, en allir voru á fótum. Menn stóðu í hópum á götunni og spjölluðu saman, en börnin gengu frá einu húsi til annars og sungu sálma. Sums staðar höfðu húsráðendur sett kertaljós út í gluggann, og átti það að tákna, að börnin mættu koma inn og voru þeim þá gefnar kökur eða eitthvað annað gott að borða. Er við höfðum fengið okkur að börða og klæðzt sparifötun- um, fórum við að heimsækja vini okkar, þó að komið væri fram yfir miðnætti. Það var litið á það sem sjálfsagða skyldu að hitta vini sína og drekka hjá þeim bolla af kaffi eða glas af víni og spjalla við þá. Maður dvelst sjaldan lengi á sama stað. kemur og fer, þegar manni býður svo við að horfa. Danir, sem nýkomnir eru til Grænlands og hafa enn ekki kynnzt grænlenzkum siðum, sitja oft heilt kvöld á sama stað og furða sig á þeim fjölda manns, sem kemur og fer. Gestgjafarnir láta á engu bera og hinir ókunn- ugu gera sér ekki ljóst, að þeir ættu að vera farnir fyrir löngu, því að gestgjafarnir hvetja þá sífellt til að borða og drekka svo mikið, sem þá lystir. Mikið er um dýrðir á slíkum hátíðisdögum í Grænlandi, og skyldfólk kemur oft langar leið- ir til að halda páskana hátíð- lega saman. Þetta er ef til vill orsök þess, að svo mikið er um heimsóknir, því að allir á staðn- um eru ákafir í að hitta þá, sem koma langt að, og spyrja frétta úr öðrum byggðarlögum. Á annan í páskum drukkum við ekkert morgunkaffi, því að í Grænlandi er enn haldið fast við þann fallega sið að borða ekkert áður en gengið er til altaris við guðsþjónustuna í kirkjunni. Svo að segja allir fara til altaris ann- að hvort á páskadag eða annan í páskum. Drengja- og stúlkna- kór syngur fallega, grænlenzka sálma í kirkjunni, og allir eru kirkjugestirnir klæddir græn- lenzkum þjóðbúningum. Karl- mennirnir eru klæddir hvítum jökkum og svörtum buxum og BJÖRN BJÖRNSSON kaupsýslu- maður í London verður 60 ára á páskadag, hinn 6. apríl. Foreldrar Björns voru bæði kunnir borgarar, Björn Símon- arson gullsmiður og frú Kristín Símonarson, sem var á sínum tíma ein meðal forystumanna í kvennasamtökum hér í bæ. Ungur að aldri nam Björn bakaraiön, raK uer Björnsbakarí og stofnsetti Hressingarskálann. Síðan flutti Björn úr landi og hefur lengst búið í London síðan. Björn hefur ætíð verið ótrauð- ur til starfa og ekki látið á sig fá, þó að á móti blési stundum. Hann er hugmyndaríkur og manna lagnastur í að koma mál- um sínum fram. Ýms nytjamál uia pví rekja til hans, t.d. íeKR hann því komið til vegar fyrir 3—4 árum, að Linguaphone fyr- irtækið lét gera hljómplötur til íslenzkukennslu. skinnstígvélum, en konurnar eru í skinnbuxum, háum skinnstígvél um og með fallega perlukransa um hálsinn. Að guðsþjónustunni lokinni er farið heim og borðað. I Júliane- haab og héraðinu umhverfis er mikil sauðfjárrækt, og á páskun- um er mikið borðað af lamba- steik. Húsmæðurnar brugga flest ar öl, svökallað Imiak. Er kvölda tekur, safnast ung- ir og gamlir saman í samkomu- húsinu, og þar er dansað fram undir morgun. Mest dansa menn polka og vals, en unga fólkið er hér sjálfu sér líkt eins og unnars staðar og dansar jazz og jitterbug af kappi. Tekið er að lýsa af degi, áður en við höldum heim, og fáir koma til vinnu sinnar fyrr en eftir hádegi, þó að þriðji í páskum eigi að vera venjuleg- ur vinnudagur. Félagsmaður er Björn mikill og hefur haft forgöngu í sam- tökum íslendinga í London. Hann er frábærlega greiðasamur og gestrisinn. Eru þau hjón, hann og frú Hulda, samhent í því sem öðru. Þau hjón eiga tvær dætur, sem báðar eru vel giftar í Eng- landi. Vinir Björns, og þeir eru margir, senda honum og fjöl. skyldu hans árnaðaróskir á af- mæli hans. Sólarhiingsverfcfall PARÍS, 31. marz. — Um ein milljón starfsmanna við almenn þjónustustörf í Frakklandi efnir til sólarhringsverkfalls frá cg með miðnætti til þess að leggja áherzlu á mótmæli gegn vaxandi framfærslukostnaði. Mun verk- fallið ná til nær allra atvinnu- greina í Frakklandi, samgöngur falla niður, póstþjénustan lam- ast, rafmagns- og vatnsdælu- stöðvar verða ekki starfræktar — og yfirleitt leggst öll almenn þjónusta niður. Þetta er í þriðja sinn á sex mánuðum, að boðað er til allsherjarverkfalls í Frakk- landi, sem lamar allt athafnalíf landsins. D-------------------□ DREGIÐ verður í 4. flokki fimmtudag 10. apríl. — Vegna páskahátíðarinnar verða færri söludagar en venjulega, og er rétt að benda á, að ekki eru nema tveir virkir dagar frá pásk- um þangað til dregið verður. n-------------------n Björn Björnsson í London sextugur á páskadag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.