Morgunblaðið - 11.04.1958, Síða 19

Morgunblaðið - 11.04.1958, Síða 19
Fostudagur 11. apríl 1958 MORGVNBLAÐIÐ 19 Ágæt tíð síðon nm miðjnn mnrz MYKJUNESI, 8. apríl. — Síðan um miðjan marz hefur verið hér ágaetis tíð og hefur hlánað vel. Ennþá eru þó drjúgar hjarnfann- ir víða í lautum og utan í hæð- um. Hagar eru komnir góðir og fénaður dreifir sér um haga, sem að vísu eru enn sinubleikir, en dagur er orðinn langur og sólin skln oft á bláum himni. Margt bendir til að sumarið sé á næsta leiti, m.a. farfuglarnir, sem hafa verið að koma nú síð- ustu dagana og leita uppi fornar slóðir, þeini skeikar sjálfsagt ekki svo mikið með stund eða stað. Vegir eru víða teknir að spill- ast mjög og mun það skapa veru- lega erfiðleika, einkanlega verði rigningartíð á meðan klakinn er að fara úr jörð. Klaki er allmik- ill í jörð eftir hin löngu og hörðu frost 1 vetur. Hér um slóðir hefur einhver innflúensufaraldur verið að stinga sér niður og leggst helzt á börn. Hefur verið um allmikinn hita að ræða í sumum tilfellum. Og þá er búið að flýta k-lukk- »nni. Ég er einn af þeim, sem er óánægður með þetta hringl með klukkuna tvisvar á ári. Og ef endilega þarf að breyta klukk unni, því er það þá ekki gert ákveðinn mánaðardag í stað þess að velja til þess ákveðnar sunnudagsnætur? Framundan er nú mesti anna- tími á árinu í sveitum landsins. Mörg verkefni kalla að í einu og víðast lítill mannskapur til að Úfför Hjálms Hjálms- sonar BORG í Miklaholtshreppi, 29. marz. — í dag fór fram að Fá- skrúðabakka útför Hjálms Hjálmssonar bónda og símstjóra í Hvammi í Miklaholtshreppi. Er það ein sú fjölmennasta jarðar- för, sem hér hefir farið fram. Tveir prestar töluðu við útför- ina, þeir séra Þorgrímur Sigurðs- son á Staðarstað og sóknarprest- urinn, séra Þorsteinn L. Jónsson í Söðulsholti. Kvæntur var Hjálmur, Ragn- heiði Guðbjartsdóttur frá Hjarð arfelli, sem lifir mann sinn á- samt fjórum börnum þeirra. — P. P. OSLO, 10. apríl. — Enn virðist ekkert leysast úr verkföllunum í Oslo. Fundir voru haldnir með deiluaðiium í dag, en árangurs- laust. Samgöngur liggja að mestu niðri í Oslo — og vafasamt er, hvort hægt verður að starfrækja skóla lengi, ef ekkert úr rætist. A FRAMHALDSAÐALFUNDI Félags járniðnaðarmanna kom fram tillaga um, að búið væri að skipa kjörstjórn viku áður en kjörskrá ætti að leggjast fram hverju sinni. Það einkennilega skeði, að stjórn félagsins var á móti, að tillaga þessi yrði sam- þykkt. Þar sem það voru mjög fáir á fundi, tel ég rétt, að menn fái að vita um tillögu þessa og hvers vegna hún er fram komin. Við síðasta stjórnarkjör í Fé- lagi járniðnaðarmanna varð það ljóst, eftir að kosning hafði farið fram, að á kjörskrá höfðu verið menn, sem þar áttu ekki að vera. Sumir þessara manna skulduðu ekki aðeins rúmlega 3 mánuði (eftir 3 mán. tapa menn réttind um), heldur var það í sumum tilfellum margra ára skuld. Þar fannst og maður, sem hafði aldrei gengið löglega í félagið. Þá var stjórnin búin að ræna suma menn kjörgengi og kosn- ingarrétti, sem hvort tveggja áttu að hafa samkvæmt lögum félagsins. Það hefur verið venja leysa þau af hendi. Margt þarf að framkvæma fyrir utan hin föstu vorverk. Allt er nú í mik- illi óvissu um allar framkvæmd- ir sökum vöruskorts á ýmsum sviðum. Þá má drepa á það, að nú mun í ráði að skattleggja bændur aukalega á verulegan hátt með því að leggja aukaskatt á áburð og verja því til jarðvegs rannsókna. Virtist þó nær að verja því fé til að bæta íslenzka áburðinn ef hægt væri, ef satt er sem sagt er, að „Kjarni“ tæri jarð veginn með tímanum sökum kalkskorts. Þá er hinn skattur- inn að hækka búnaðarmálasjóðs- gjaldið um helming, upp í 1% og verja því til hallarbyggingar í Reykjavík. Og þetta gerist á sama tíma og mjög er erfitt að fá fé til framkvæmda þeirra er bændur hafa með höndum. Á það sjálfsagt að vera nokkur huggun þeim bændúm, sem af vanefn- um eru að basla við að koma á- fram einhverjum smáfram- kvæmdum heima hjá sér, að þeir eigi hlutdeild í þessum skýja- kljúf við Hagatorg, sem menn hafa ekki fengið upplýst að neinu ráði til hvers á að nota. En hvað um það, framundan er sumar með ótal verkefni, sem öll þarf að leysa og leysa þau sem bezt. —M. G. GENF, 9. apríl (Reuter og frétta ritari Mbl.). í dag samþykktu nefndir nokkrar greinar í áliti al- þjóðlegu laganefndarinnar, sum- ar þeirra með nokkrum breyting um. Greinar þessar fjalla meðal annars um rétt herskipa til sigl- ingar um höfin og um lögsögu í málum út af skipaárekstrum. 32. grein var samþykkt með 56 samhljóða atkvæðum, en hún hljóðar svo: „Herskip á opnu hafi skulu óbundin lögsögu allra ann arra ríkja en heimaríkis síns. — Herskip þýðir í þessu sambandi skip, sem tilheyrir flota einhvers ríkis, ber sérstök merki herskipa, er undir stjórn sjóliðsforingja og hefur áhöfn, er lýtur venjulegum heraga". 33. grein var samþykkt með 46 atkvæðum gegn 9, en tvö ríki sátu hjá. Með greiddu atkvæði Bretland og Bandaríkin, en móti Rússland. Greinin hljóðar svo: „Skip sem eru rekin af og í eigu ríkis og notuð til starfsemi ríkis- ins, sem ekki er tengd verzlun- arviðskiptum skulu friðhelg á frá því að allsherjaratkvæða- greiðslur hófust í félaginu, að gjaldkeri og fjármálaritari hafi að mestu séð um að útbúa kjör- skrár. Það sést nú, að þessi venja hefir fyrst og fremst hald- izt vegna þess hvað fyrrverandi fjármálaritari Bjarni Þórarins- son, vann þessi störf af mikilli trúmennsku. En hér virðast hafa komið nýir siðir með nýjum mönnum og stjórn félagsins virð ist meta þessa siði svo mikils, að hún telur þá sér nauðsynlega, og það þótt reglugerð Alþýðusam- bandsins segi, að það sé kjör- stjórn sem skuli sjá um að kjör- skrá sé tilbúin hverju sinni á réttum tíma. Það, að stjórn félagsins beitti sér gegn tillögu þessari, sannar aðeins, að þessir menn (kommún- istar), eru alltaf stefnu sinni trú- ir, því markmið þeirra er ekki aðeins að ráða hverjir hafi at- kvæðisrétt, heldur og ráða um hvað sé greitt atkvæði og hvað ekki. Sigurjón. Ingi enn efstur - 8. umferð í kvöld 7. UMFERÐ á skákþinginu var tefld á miðvikudagskvöldið að Lindargötu 50 og urðu úrslit þessi í landsliðsflokki: Ingi R. Jóhannsson vann Kára Sólmundsson, Ingimar Jónsson vann Jón Kristjánsson, Eggert Gilfer vann Stíg Herlufssen, Páll G. Jónsson gerði jafntefli við Hauk Sveinsson. Skákir Ólafs Magnússonar og Kristjáns Theó- dórssonar, Halldór Jónssonar og Lárusar Jónssonar fóru í bið. Staðan eftir 7 umferðir er þannig: Ingi R. Jóhannsson er með 6 vinninga og biðskák, Ingimar Jónsson er með 6 vinninga, Páll G. Jónsson er með 414 vinning, Halldór Jónsson er með 3 (4 vinning og biðskák. í meistaraflokki er Jón M. Guð mundsson efstur með 6 vinninga, næstur er Herjmann Jónsson með 5 vinninga. 8. umferð verður tefld í kvöld kl. 8 í Sjómannaskólanum, og tefla þá saman í landsliðsflokki: Halldór og Ingimar, Haukur og Stígur, Kristján og Páll, Kári og Ólafur, Jón og Ingi, Lárus og Eggert. opnu hafi gagnvart lögsögu allra annarra ríkja en heimarikis síns“. Þessi grein var öðru vísi orðuð en upphaflega í áliti laganefnd- arinnar, því að þar var gert ráð fyrir að ríkisskip væru friðhelg jafnt þótt þau væru notuð til verzlunarflutninga. Bandaríkin komu fram með breytingartillögu um að slík skip skyldu ekki frið- helg og greiddu Rússar atkvæði atkvæði gegn tillögunni í þeirri mynd. Samþykkt var ný grein eftir 31. grein laganefndarálitsins, þess efnis, að fáni alþjóðasamtaka margra ríkj'a fengi gildi sem þjóð fáni væri á opnu hafi. Sú tillaga var borin fram af Mexikó, Nor- egi, Araba-lýðveldinu og Júgó- slavíu. Hún var samþykkt með 21 atkv. gegn 12, en 14 sátu hjá. Móti tillögunni greiddu m. a. Rússar atkvæði. 34. grein var samþykkt: Sér- hvert ríki getur framkvæmt þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að tryggja öryggi skipa sinna á úthafinu. 35. gr. um refsivörzlu á hafinu var einnig samþykkt, en hún hljóðar svo: Ef árekstur verður milli skipa á opnu hafi, er ekki hægt að höfða refsimál gegn skip stjóra eða öðrum skipsmönnum vegna atburðarins nema fyrir dómstólum heimaríkis þeirra skipa, sem hlut eiga að máli eða heimaríkis þeirra manna, sem fyrir tjóni hafa orðið. Leiðrétting Á miðvikud. birtust í Mbl. kveðju orð um Benedikt Björnsson. Var hann sagður frá Vík. Er það rang hermi, því að Benedikt var frá Víkingavatni. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar á þessum mis tökum. Þorvaldur Ari Arason, hdl. LÖGMANNSSKRIFSTOFA SkólavörSustíg 38 c/o Páli Jóh-Jborlfitsson tij. - Pósth 621 Simat 1)416 og 1)417 - Simnrfru 4*1 Kjörskrórfals kommiúiisla í Félagi jórniðnaðarmanna Nefndir samþykkja ýmsar greinar þjóðréttarlaga Skrifstofastúlka j Röska stúlka, með verzlunarskólaprófi, eða öðru hliðstæðu prófi, getur fengið atvinnu nú þegar hjá stóru og þekktu fyrirtæki í Reykjavík. Tilboð með venjulegum upplýsingum sendist * Morgunblaðinu auðkennt: „Gamalt fyrirtæki — 8436“. Sumarbustaður Sumarbústaður, ca. 18. km. frá Reykjavík, nýlega standsettur, er til sölu nú þegar. í húsinu eru 4 herbergi og eldhús, vatn og rafmagn. Nokkuð af húsgögnum getur fylgt með. Semja ber við: Ólaf Þorgrímsson, hrl., * Austurstræti 14. Strigaskór uppreimaðir, allar stærðir KVENSTRIGASKÓR ÖDÝRIR KVENSKÓR flatbotnaðir og með kvarthæl KARLMANNASKÓR, ódýrir BARNASKÓR ÖDÝRIR INNISKÓR kvenna og barna o.m.fl. á lágu verði. KOMIÐ OG KAUPIÐ ÓDÝRT SKÓVERZLUNIN Framnesvegi 2 Konan mín GUÐRCN R. DANlELSDÓTTIR, Ijósmóðir andaðist 8. apríl að Landakotsspítalanum. Jón S. Jónsson, Aðalbóli. Föðursystir mín og vinkona SALOME GUÐMUNDSDÓTTIR Skothúsveg 15 verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, mánud. 14. þ.m. kl. 10,30. Jarðsett verður í FossvogskirkjugarðL Þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsamlega bent á líknastofnanir. Fyrir hönd vina og vandamanna. Hulda Kristjánsdóttir, Kristín Sigvaldadóttir. Jarðarför móður okkar MARlU SIGURBORGAR SVEINSDÓTTUR Suðurgötu 85, Hafnarfirði, sem andaðist 5. apríl sl. fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju laugardaginn 12. april kl. 2.30 e.h. Fyrir hönd vandamanna. Sigríður Stefánsdóttir, Ásdis Stefánsdóttir, Guðlaug Stefánsdóttir. Alúðar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför móður okkar, tengda- móður og ömmu INGIGERÐAR JÓNSDÓTTUR Stóru-Hildisey. Ennfremur þökkum við blóm og samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Vigdís Jónsdóttir, Axel Jónsson, Sigríður Sigurjónsdóttir og börn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.